Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 25. júlí 1990 Geta eigendur/stjórnendur hlutafélaga og jafnvel launþegar þeirra komist framhjá tekjuskattinum (og oft eignaskattinum líka) með því að fá hluta launa sinna greidd í formi lána frá viðkom- andi fýrirtæki — þ.e. lána á svo yfirmáta hagstæðum kjörum að endurgreiðsla þeirra verður í raun mun léttari en tekjuskattur yrði af sömu upphæð ef hún væri greidd sem laun? Og stunda fýrir- tæki slíkar „launagreiðslur" kannski í einhverjum mæli? Tíminn lagði þá spumingu fyrírÆvar ísberg vararíkisskattstjóra. „Við höfiim hafl mál til meðferðar þar sem komið hefur fram að menn hafi verið með lán frá fyrirtækjum sínum, stundum nokkuð myndarleg- ar upphæðir. Hvort hægt er að halda því ffarn að þessi lán hafi verið veitt i stað launagreiðslna þori ég hins veg- ar ekki að fullyrða — kannski fremur að menn hafi látið fyrirtækin fjár- magna fyrir sig bílakaup, húsbygg- ingar eða annað þess háttar.“ Ævar bendir líka á að sönnun á slíku sé ekki auðvelt mál. Telji menn ffam eðlileg laun frá viðkomandi fyrirtæki sé erfitt að sanna að um launauppbót sé að ræða þótt fyrirtækið láni þeim einhverjar upphæðir — enda í sjálfu sér ekkert sem bannar það að maður taki lán hjá fyrirtæki sínu. Ævar seg- ir skattinn að vísu hafa heimildir til þess að gera athugasemdir við launa- greiðslur milli fyrirtækis og eigenda þeirra. „En við verðum þá að geta fært rök fyrir því að uppgefm laun séu svo lág að þau standist ekki og/eða afbrigðileg ffá því sem al- mennt tiðkast“. Skuld borguð með láni ??? Kveikjan að þessum spumingum era hin merkilegu „skuldabréfavið- skipti" Stöðvar 2 og fyrri eigenda hennar. Samkvæmt grein eins þeirra í Morgunblaðinu skuldaði Stöð 2 þeim 24 m.kr. sem og gerði þá skuld upp með því að kaupa af þeim 24 m.kr. skuldabréf, sem Stöðin þar með á útistandandi hjá þeim — en ekki öfiigt. Skuldabréf þessi eru óverðtryggð með engu veði, 5% nafhvöxtum til 15 ára og fyrstu af- borgun eftir 5 ár. Að sögn núverandi eigenda Stöðvar 2 á blaðamanna- fundi er þessi 24 m.kr. bréfaeign Stöðvar 2 nær einskis virði. Hver endanleg greiðslubyrði skuldaranna verður af þessari skuld (inneign?) þeirra mun þó vitanlega ráðast af þróun verðbólgunnar á næstu 15 ár- um: Því meiri verðbólga þess minni greiðslur. Vextir af láni lægri en skattur Til að átta sig betur á hagkvæmni slíkra lána reiknaði Tíminn lauslega út dæmi um slík lán, með sömu láns- kjörum veitt árlega sl. tíu ár. Þ.e. að launþegi hefði fengið lán sem svaraði þriðjungi launa hans árlega síðustu tíu árin (t.d. 500.000 kr. á þessu ári). Niðurstaðan virðist sú að afborganir og vextir af þessum tíu ára lánum mundu nú i ár verða færri krónur heldur en launþeginn þyrfti að borga í staðgreiðsluskatt af 500.000 kr. Iaunauppbót í ár. Uppsöfhuð skuld við atvinnurekandann (fyrirtækið) gæti jafhframt losað launþegann undan greiðslu eignaskatts og sömu- leiðis tryggt honum minni skerðingu á hinum nýtilkomnu vaxtabótum. En þær skerðast sem kunnugt er ef hrein eign fer yfir 2,5 millj.kr. hjá einstak- lingi. Lán t.d. í stað yfirborgunar virðist því geta haft ýmsa kosti til að bera — jafnvel bæði fyrir launþega og atvinnurekanda, þannig að enginn mundi tapa á slíku nema vitanlega ríkiskassinn. Bflalán algeng Guðmundur Guðbjamason skatt- rannsóknarstjóri vildi ekki fremur en Ævar Isberg kannast við að fyrirtæki stunduðu að marki lánveitingar bein- línis í stað hluta af launum. Hann kannast hins vegar við ýmiss konar viðskipti á milli eigenda og stjóm- enda fyrirtækja við fyrirtækin. Sem kannski væri hægt að ímynda sér að væru í raun launagreiðslur í öðru formi? „Það má kannski ffernur segja að menn séu að ná sér i ýmiss konar hlunnindi hjá fyrirtækjunum með svona samningum. Þetta geta t.d. ver- ið bílakaupalán, ellegar að fyrirtæki kaupi bíl og forstöðumaður þess borgi hann síðan upp á ákveðnum árafjölda með hagstæðum kjörum. Já, það er líka þekkt að forsvarsmenn fyrirtækja taki lán hjá eða séu í við- skiptum við fyrirtæki sitt vegna ann- arra viðskipta en við fyrirtækið sjálft.“ Skattinum gert erfitt fyrir... En ef mér tækist nú að semja um svona afburða hagstætt lán við vinnuveitanda minn munduð þið hjá skattinum þá telja mér það til tekna? „Sennilega ekki,“ svaraði Guð- mundur. Hann segir þessi samskipti fyrirtækja og stjómenda þeirra hafa verið mjög erfið viðfangs. Menn hafi t.d. komist upp með svona samninga í sambandi við bílakaup. Akvæði 58. greinar skattalaganna: „Óvenjuleg skipti í fjármálum" eigi að taka á svona viðskiptum. En staðreyndin sé samt sú að þegar reynt hafi á þessa lagagrein hafi málin ekki alltaf geng- ið upp. Þetta hafi reynst mjög erfitt viðfangs í skattkerfinu. 58. greinin hljóðar þannig: „Ef skattaðilar semja um skipti sín í fjár- málum á hátt sem er verulega ffá- brugðinn því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum skulu verðmæti, sem án slíkra samninga hefðu runnið til annars skattaðilans en gera það ekki vegna samningsins, teljast hon- um til tekna“. Samkvæmt þessari grein sagði Guðmundur t.d. að gera ætti athuga- semdir við það ef forsvarsmenn fyr- irtækja láta skuldfæra á sig ýmsar greiðslur. En í reynd sé þetta ekki eins auðvelt og ætla mætti af orð- anna hljóðan. í þau skipti sem reynt hafi á þessa grein í sambandi við skattrannsókn hafi kröfúmar um sönnun á „óeðlilegum skiptum“ reynst mjög mildar. Margar smugur... Ur því að svo erfitt reynist að skatt- leggja hagnað manna af ofúrhag- stæðum bílakaupalánum virðist liggja í augum uppi að slík lán megi auðveldlega nota til fleiri hluta. Þótt skattalögin eigi að setja verulegar skorður við ýmiss konar „hagstæð- um“ viðskiptum (t.d. 7. gr. og 9. gr. til viðbótar við 58. gr. og fleiri) kom fram í viðtölum Tímans við fleiri að- ila sem þekkja vel til bæði atvinnulífs og skattalaga að skattinum reynist oft erfitt að sjá við snjöllum „undan- skotsmönnum". Fyrrverandi starfs- menn á skattinum eru enda eftirsóttir til starfa við bókhald og ffamtöl hjá fyrirtækjum. Kveikja margra hlutafélaga ??? Einn viðmælenda Tímans telur t.d. ekki ólíklegt að stofnun gífúrlegs fjölda hlutafélaga skýrist að hluta af því hversu auðvelt sé með þeim hætti að hagræða hlutunum þannig að skattyfirvöldum verði erfitt að rekja viðskipti milli hlutafélaganna og hluthafanna. Allir samningar eru ffjálsir, þannig að hlutafélag geta t.d. gefið mönnum eignir, hjálpað þeim að greiða skuld- ir og liðka til á öðrum sviðum. Skattalögin eiga að vísu að gripa inn í ef um „óeðlileg" viðskipti er að ræða, en skatturinn verður þá fyrst að sanna hvað teljast óeðlileg viðskipti. Sé t.d. um að ræða munnleg viðskipti við aðila sem ekki er bókhaldsskyld- ur hefúr skatturinn á engu að byggja nema munnlegum upplýsingum aðila — og dæmi sanna að menn geta orð- ið ansi gleymnir. Lán í stað arfs...? „Hagstæð" lán má líka nota í stað fleira en launa.Tímanum var t.d. bent á að til að komast ffam hjá erfða- skatti væru óverðtryggð og vaxtalaus lán til 30, 40, 50 ára vel þekkt leið. Kjarasamningar hlutafélaga við eigin hluthafa geta líka falist í fleiru en bíl- um og lánum. T.d. mun ekki óþekkt að skipstjóri sem jafnframt er útgerð- armaður reikni sér aðeins einn afla- hlut í stað tveggja eins og venjan er. Skatturinn á að vísu að reikna útgerð- inni hinn hlutinn hans til tekna í slíku tilfelli, þ.e. ef upp kemst, en dæmi munu um að slíkt hafi reynst torsótt. Enn má nefna dæmi um að afsláttur sem eitt fyrirtæki veitir öðru vegna viðskipta, og gerður er upp í árslok, renni sem nokkurs konar áramóta- bónus til toppa þess fyrirtækis sem afsláttinn fær. Þetta eru aðeins fáein af þeim fjöl- mörgu „blómaafbrigðum" sem tak- markaður fjöldi skattstofúmanna fær í hendur í „flóru" um 200.000 skattframtala ár hvert. Og varla munu sifelldar breytingar á skatta- lögunum auðvelda þeim leitina. Einn viðmælenda blað'sins benti þó á eina huggun harmi gegn fyrir aum- ingja rikissjóð og almenning (sem Ttmamynd; Pétur fær að blæða vegna undanskota ann- arra). Þ.e. að það þyrfti alveg strang- heiðarlega menn til að standa saman að skattasvindli svo ekki verði mis- brestur á. Þvíekki lán í staö lífeyris...? En úr því að „lán“ virðast svona auðveld leið til að „hagræða" hinum ólíkustu hlutum vaknar sú spuming hvort lífeyrissjóðimir gætu ekki út- fært eina litla „lánaleið" til að aflétta skattbyrði (bæði tekju- og eigna- skatti) af lífeyrisþegum sínum, sem oft eru raunar tvískattaðir sam- kvæmt núgildandi skattalögum. Hveraig væri að lífeyrssjóðimir greiddu lífeyrisþegunum sínum t.d. verðtryggingu lífeyrisins í formi láns gegn útgefnu skuldabréfi einu sinni á ári? Gætu lánin ekki verið óveð- og óverðtryggð og vaxtalaus með endurgreiðslu eftir kannski 20- 30 ár, sem félli þó niður ef skuldari létist fyrir gjalddaga? Auk þess að létta tekjuskattinn mundi sívaxandi höfuðstóll skuldarinnar minnka eða aflétta eignaskatti af lífeyrisþegun- um. Gæti þetta t.d. ekki verið þjóð- ráð gegn „ekknaskattinum“ ill- ræmda??? - HEI Laun greidd með ýmsum hætti til að komast fram hjá skattgreiðslum: Greiða mörg fyrirtæki hluta launa með lánum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.