Tíminn - 11.05.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 11. maí 1991 Glundroði ríkir í nýju stjórninni út af Skógrækt og Landgræðslu og Davíð Oddsson forsætisráðherra segir: Heiðursmannasamkomu- lag er oftúlkun hiá Jóni B. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra segir aö hann og Dav- íð Oddsson forsætisráðherra hafí gert heiðursmannasamkomulag um að Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins flyttust frá land- búnaðarráðuneyti yfír til umhverfísráðuneytis. Davíð kannast ekk- ert við slíkt samkomulag og segir að Jón Baldvin oftúlki orð sín. Ágreiningur ráðherranna um þetta hefur valdið miklum titringi í herbúðum stjórnarsinna. Eitt af mörgum handaböndum Davíðs og Jóns Baldvins fýrír framan myndavélamar. Davíð og Jón Baldvin áttu saman árangurslausan fund í gær þar sem þeir reyndu að ná samkomulagi um málið. Síðdegis kom þingflokkur Al- þýðuflokksins saman til fundar og eftir þann fund sagði Jón Baldvin að enginn misskilningur væri uppi um þetta mál milli sín og Davíðs og að hann væri prýðilega sáttur við texta fréttatilkynningar sem forsætisráð- herra sendi frá sér fyrr um daginn og málið því komið í réttan farveg. Meira sagði ráðherrann ekki og svar- aði ekki efnislega spumingum um hvort samkomulag hafi verið gert eða ekki. Það var Tíminn sem fyrstur flutti fréttir af því að ágreiningur væri í ríkisstjórninni um hvort Skógrækt ríkisins og I^ndgræðsla ríkisins ættu að tilheyra umhverfis- eða landbúnaðarráðuneyti. Jón Baldvin Hannibalsson sagði blaðamanni Tímans frá samkomulagi sem hann hefði gert við Davíð Oddsson um að flytja þessar tvær stofnanir til um- hverfisráðuneytisins. Eiður Guðna- son umhverfisráðherra sagði síðan við blaðið að sér dytti ekki annað í hug en að við samkomulagið yrði staðið. Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra kannaðist hins vegar ekk- ert við slíkt samkomulag og sagði að þingflokki Sjálfstæðisflokksins hefði ekki verið sagt frá því. Jón Baldvin sagði á opnum fundi sem Alþýðuflokkurinn hélt síðastlið- iö miðvikudagskvöld að hann og Davíð hefðu gert heiðursmannasam- komulag um að flytja umræddar stofnanir til umhverfisráðuneytisins og hann treysti því að við það sam- komulag yrði staðið. í gær voru síðan mikil fundarhöld á skrifstofu Davíðs Oddssonar í forsæt- isráðuneytinu. Davíð ræddi bæði við Jón Baldvin og Halldór Blöndal. Ljóst er að þessir fundir voru árang- urslausir. Eftir fundina gaf Davíð út fréttatilkynningu þar sem segir að formenn stjórnarflokkanna hafi orð- ið ásáttir um að styrkja bæri um- hverfisráðuneytið. Þar segir orðrétt: „í því sambandi hljóta verkaskipti milli einstakra ráðuneyta að koma til álita þótt frá einstökum atriðum hafi ekki verið gengið. Þessir þættir verða ræddir á milli stjómarilokka um leið og Iagabreyting á haustþingi er undirbúin." Menn eru sammála um að þessi ágreiningur í hinni tíu daga gömlu ríkisstjórn sé mikill álitshnekkir íyr- ir hana. Formenn flokkanna töluðu um það í stjórnarmyndunarviðræð- unum að stjórnin væri mynduð á trausti og trúnaði. Þessi ágreiningur þarf hins vegar ekkert að koma á óvart. Stjórnin var mynduð á aðeins fjórum dögum og ekki gafst tími til að fara yfir öll mál. Hægt hefði verið að komast hjá þessum ágreiningi ef á honum hefði verið tekið áður en nýju ráðherrarnir settust f stólana og áður en landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra gafst tími til að gefa yfirlýsingar um málið í fjölmiðl- um. Menn eru einnig sammála um að sé það rétt hjá Jóni Baldvin að gert hafi verið heiðursmannasamkomulag þá hefði Davíð Oddsson átt að segja þingflokki sínum frá því, a.m.k. hefði hann átt að nefna það við Halldór Blöndal áður en hann tók við lykla- völdum í landbúnaðarráðuneytinu að hugsanlega yrðu einhver verkefni tekin frá hans ráðuneyti síðar á þessu ári. Það er orðið ljóst að það er ekki meirihluti fyrir því í stjómarliðinu að Skógræktin og Landgræðslan verði flutt til umhverfisráðuneytis- ins. Auk Halldórs landbúnaðarráð- herra eru a.m.k. fjórir aðrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins þessu andvígir. Þeir eru: Pálmi Jónsson, Egill Jónsson, Eggert Haukdal og Tómas Ingi Olrich. Umhverfísráð- herra verður því að leita til stjómar- andstöðunnar til að fá þetta mál af- greitt á þingi. Á aðalfundi Skógræktarfélags Ey- firðinga, sem haldinn var sl. mið- vikudag, var samþykkt ályktun um að mótmæla hugsanlegum flutningi Skógræktar frá Iandbúnaðarráðu- neytinu til umhverfisráðuneytisins. Bændur eru mjög óánægðir með þessa tilfærslu og kom sú óánægja vel fram á þessum fundi. Á fundinum var m.a. bent á það að í búvörusamningnum er gerð bókun um að leggja tvo milljarða til skóg- ræktar út af þeim samdrætti í sauð- fjárframleiðslu sem gert er ráð fyrir í samningnum. Því sé erfitt að sjá hvernig hægt sé að aðskilja skóg- ræktina frá landbúnaðarráðuneyt- inu. Tómas Ingi Olrich alþingismaður er formaður félagsins. „Skógrækt ríkis- ins hefur verið tengd atvinnuráðu- neyti. Bændur hafa tekið æ meiri þátt í skógræktarstarfinu. Samstarf hefur aukist milli bænda, skógrækt- arfélaganna í landinu og Skógræktar ríkisins. Við teljum að þetta góða samstarf sem þarna hefur skapast sé m.a. því að þakka að skógræktin hef- ur tilheyrt fagráðuneyti landbúnað- arins. Meðan þama er um að ræða starf- semi sem flokkast undir búskap og tengist landbúnaðinum mjög bein- um tengslum sjáum við ekki nein rök fyrir því að flytja hana yfir í um- hverfisráðuneytið," sagði Tómas Ingi. -EÓ TENGIVAGN vörubíls valt síðdegis í gær þegar veríð var að aka í uppfyllingu við bækistöðvar Hafnarmálastofnunar, neðanvert við Kársnesbraut í Kópavogi, síðdegis í gær. Tvær traktorsgröfur þurfti til að koma vagninum á réttan kjöl aftur. Ekki urðu slys á fólki. Tímamynd: Pjetur. Forsmekkur Kirkjulistahátíðar: „Páll postuli“ kynntur Verð „frjálsrar" þjónustu hækkað tvöfalt til fjórfalt meira en almennt vöruverð: Vísitöluhækkun aldrei meiri sl. 15 mánuöi Kirkjulistahátíö hefst 18. maí nk. Hápunktur hennar telst óhikað flutningur á óratoríu Felix Mend- elssohns „Paulus“ - „Páll postuli“ 24. maí. Þetta margræða verk verður kynnt við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju Bifreiðaskoðun íslands ákvað á miðvikudaginn að lækka gjaldskrá sína um 5% að jafnaði. Þetta var gert vegna tilmæla dómsmálaráð- herra, en áður höfðu Neytendasam- tökin krafist lækkunar á gjaldskrá. Eftir þessa lækkun mun skoðun bifreiða undir 5 tonnum þannig kosta 2.230 krónur í stað 2.450 kr. á morgun 12. maí kl 11:00. Sungnir verða sálmar sem Mendelssohn not- ar í verki sínu. Eftir messu segir Hörður Áskelsson frá því og Mót- ettukór Hallgrímskirkju gefur sýnis- horn af tónlistinni. áður og skoðun bifreiða yfir þeirri þyngd 4.465 kr. en var áður 4.700 kr. Áætlað tekjutap fyrirtækisins vegna þessa er um 10 milljónir á ári. Áformaðar framkvæmdir við bygg- ingu fjögurra skoðunarstöðva úti á landi munu ekki skerðast við þetta en fjárþörfinni verður mætt með auknum lántökum. -sbs. „Það er fullkomiö ábyrgðarleysi ef menn hafa ekki áhyggjur af þessari þróun, að verðlag fari hér úr bönd- unum að nýju,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, um þau tíöindi að framfærsluvísitalan hækkaði nú um 1,2%, sem er meiri hækkun en nokkru sinni áður á einum mánuði frá undir- skrift þjóðarsáttarsamninga í febrú- ar 1990. Síðan þá hefur vísitalan aldrei náð eins prósents hækkun á mánuði, fyrr en nú. Hækkunin í sama mánuði í fyrra var t.d. um 0,9%. Síðustu tólf mánuði hefur framfærsluvísitalan hækkað um 5,8%. Hún er nú 152,8 stig, sem að sögn Hagstofunnar er 0,56% yfir viðmiðunarmörkum kjarasamn- inga. Helmingur þeirrar hækkunar sem nú varð á framfærsluvísitölunni, eða 0,6%, stafar af 3,5% hækkun á rekstrarkostnaði einkabflsins. Þessi hækkun er að mestum hluta til komin vegna árshækkunar á ið- gjöldum bifreiðatrygginganna sem reiknast inn í vísitölugrunninn á þessum tíma ár hvert. Þessi hækkun svarar til um 1.200 kr. mánaðarlegr- ar hækkunar á rekstrarkostnaði heimilisbílanna, eða rúmlega fjór- tán þús.kr. árshækkunar. Þá kemur í ljós að sú 0,7% meðal- lækkun sem kom fram á matvöru- verði milli mars og apríl stóð ekki lengi, heldur hefur nú öll gengið til baka. Matvöruverð hækkaði nú að meðaltali um 0,8% milli aprfl og maí. Mest hefur hækkunin orðið á ávöxtum, grænmeti og kartöflum um 2% að meðaltali og sömuleiðis um 1,4% á brauði og öðrum korn- vörum. Athyglisvert er hvað „frjáls" inn- lend þjónusta virðist hafa hækkað miklu meira í verði heldur en bæði laun og verð á flestum vörum hvort sem þær eru innlendar eða erlendar. Nær fjórðungurinn af heildarút- gjöldum „vísitölufjölskyldunnar" fellur undir þennan þjónustulið. Og verð þessarar „frjálsu" þjónustu hef- ur nú hækkað um nær 12% að með- altali á einu ári og hátt í 17% frá byrjun þjóðarsáttar í febrúar í fyrra. Þetta eru hlutfallslega um tvöfalt til fjórfalt meiri hækkanir heldur orðið hafa á verði innlendra framleiðslu- vara. Verðhækkun þjónustunnar er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meiri heldur en hækkun á framfærsluvísi- tölunni í heild, hvort sem miðað er við eitt ár eða 15 þjóðarsáttarmán- uði. Opinbera þjónustan hefur á hinn bóginn hækkað miklu minna, eða um tæplega 5% á einu ári og rúmlega 6% frá byrjun þjóðarsáttar. Svo nýleg dæmi séu nefnd, þá hafa t.d. drjúgar verðhækkanir á „frjálsri" þjónustu verið að koma í ljós í verðkönnunum sem Verðlags- stofnun hefur nýlega gert á töxtum hársnyrtistofa og bflamálningar- verkstæða. - HEI Er ríkisstjómin með óbundnar hendur gagnvart kjarasamningum? BSRB MÓTMÆLIR VAXTAHÆKKUNUM Stjóm BSRB sendi í gærdag frá BSRB segir að vaxtastefna ríkis- sér tilkynningu þar sem vaxta- stjómarinnar, að láta markaðinn hækkunum ríkisstjónarinnar er stjóma vöxtunum án þess að hafa harðlega mótmælt. Segir að þar nein áhrif á, stríði gegn henn- ámællsvert sé að ríklsvaldlð hafl ar eigin markmiðum. Launafólk forgöngu að þessu og lögð fram mótmæli því að sá efnahagsbati sú spuming hvort núverandi rík- sem nú sé í þjóðfélaginu verði ét- isstjóra telji sig óbundna af kjara- inn upp af fjármagnskerfinu. Því samningum þar sem lækkun fjár- sé alvarlega varað við afleiðingum magnskostnaðar var sett í önd- frekari vaxtahækkana. vegi. -sbs. -aá. Skoðunargjöld lækka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.