Tíminn - 11.05.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.05.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 11. maí 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrilstofiirLyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknldeild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stjórn fiskveiða Út af fyrir sig er það ekki undrunarefni þótt skiptar skoðanir séu um stjóm fiskveiða þegar svo er komið að nauðsynlegt er að hefta frelsi manna til sjósóknar. Þó er það svo að í öllu þessu tali eru menn að koma sér undan því að ræða grundvallarástæðu opinberrar íhlutunar á sviði sjósóknar sem er sú, að skipaeign og veiðibúnaður og þar með tækniþekking og færni tii að fmna fisk og veiða hann hefur gersamlega vaxið veiði- þoli fiskstofnanna yfir höfuð. M.ö.o.: Opinber takmörkun á aflamagni er orðin til fyrir þá nauðsyn, að ef athafnafrelsið eitt ætti að ráða yrði auðlindum hafsins eytt með ofveiði á örfáum ár- um eins og athafnafrelsið er að eyða regnskógum hita- beltisins og ófullkomin fiskveiðistjórn er að útrýma fiskistofnum í Norðursjó. Ef menn festu sér þessa staðreynd í minni, þennan óhugnað rányrkju og of- veiði og hina náttúrlegu kröfu um að stilla veiðum í hóf, er hugsanlegt að menn töluðu af minni sjálfbirg- ingsskap um skipulag fiskveiðistjórnar en reyndin er. Morgunblaðið virðist vera með einhverja sérútgáfu á því hvemig á að stjóma fiskveiðum. Sem hluti af valdastofnunum Sjálfstæðisflokksins og ein stoðin undir formannstilveru Davíðs Oddssonar er blaðið sí- fellt að koma fiskveiðistjómunarsérvisku sinni að og nú á kostnað Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra sem hefur nokkuð aðrar skoðanir á því hvemig á að skipa þessum málum. Síðast á fimmtudaginn er blaðið að fjalla um þetta og eggja ráðherrann til að taka upp nýja stefnu í stjórn fiskveiða. En hvaða stefnu á Þorsteinn Pálsson að taka af öllum þeim stefnum sem uppi eru í Sjálfstæðisflokknum? Morgunblaðið lýsir sjálft skoðanakraðakinu í flokki sínum þegar það segir: „En sjálfstæðismenn em klofnir í marga hópa þegar fiskveiðistjómun er annars vegar, sumir þeirra fylgja veiðileyfum, aðrir aflamarki og enn aðrir — og það er kannske minnsti hópurinn — vill fylgja sóknarmarki og fluttu raunar fjölmargir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins þingsályktunartillögu þess efnis á síðasta Al- þingi.“ Miðað við þennan víðtæka ágreining í Sjálfstæð- isflokknum er það rétt ályktað hjá Morgunblaðinu að Þorsteini Pálssyni sé vandi á höndum að sjá til þess að um „sameiginlega niðurstöðu verði víðtæk sátt“ um stjórn fiskveiða. Hér skal því einu bætt við að Þorsteini Pálssyni er treyst til þess að líta raun- sætt á þessi mál. Hann hefur látið svo um mælt að hann ætli ekki að stofna til byltingar á núverandi kvótakerfi, enda veit hann sem er að þess háttar bylting gæti allt eins étið börnin sín eins og það að sameina skoðanahópana í Sjálfstæðisflokknum ef þess er krafist af honum. Sjávarútvegsráðherra þekkir hinar ýmsu og sundurleitu skoðanir sem uppi eru og staðreyndir í sambandi við stjórn fisk- veiða, m.a. þá staðreynd að kvótakerfið eins og það hefur þróast síðan 1984 undir meginforystu fráfar- andi sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, nýtur fylgis meirihluta þjóðarinnar. Þar er að finna þá þjóðarsátt sem Morgunblaðið er að lýsa eftir. XÉGAR HÁLF önnur vika er af maí má hafa það til marks um hversu vel vorar á þessu ári, að fannablettir í Úlfarsfellinu, eins og það blasir við okkur Tíma- mönnum, og héldust langt fram í júní í fyrra og hitteðfyrra, eru nú um það bil að hverfa það lítið sem eftir er af þeim. Sérstaklega er munurinn mikill þegar borið er saman við maímánuð 1989. Þessi áramunur sést einnig á golfvellinum í Grafarholti þar sem teigamir eru löngu orðnir fagurgrænir. Þannig mun þetta vera víðast hvar á landinu, að kominn er ilmur af vori, enda hafa gamal- kunnu vorboðarnir, lóan og krí- an, ekki látið á sér standa og ver- ið tímanlega á ferðinni, ef rétt er sem stóð í Degi að maður hefði séð kríuhóp á Akureyri síðasta sunnudag í apríl, hálfum mánuði fyrr en almennt er búist við kríu- komunni þar nyrðra. Þótt óneit- anlega hljóti menn að muna stórviðrin í janúar og febrúar í vetur, veðrin sem sem ollu mikl- um skaða og voru manndráps- veður þótt ekki yrði manntjón, var liðinn vetur eigi að síður mildur og snjóléttur. Almennt er snjóleysi fólki ekkert harmsefni, en þó fór svo að skíðaáhugamenn urðu af margri ánægju, að ekki sé minnst á fjárhagsútkomu skíðasvæðanna sem sjaldan hef- ur verið verri. Snjóakistur á borð við Bláfjöll og Glerárdal voru auðar og tómar og enn ein ábendingin um óstöðugt og breytilegt veðurfar á íslandi, svo að þar er aldrei á vísan að róa. _________Góðærí_____________ Þess vegna er varlegast að spá ekki of miklu um framhald veðr- áttunnar á vorinu og sumrinu. Líkurnar fyrir löngu og góðu sumri eru þó meiri en að það verði stutt og kalt. En hvað sem því líður hafa íslendingar ekki ástæðu til annars en að horfa björtum augum til næstu fram- tíðar. Það ríkir góðæri í landinu. Framleiðslan gengur vel eftir fjárhagslega endurreisn síðustu ára og þjóðin á traustan afkomu- grundvöll í því sem auðlindir hennar leggja til. Þar með er ekki sagt að ekki megi hagræða fram- leiðslustarfseminni og atvinnu- lífinu betur en gert er. Það er heldur ekki verið að halda því fram að auðlindir landsins séu ótæmandi og ótakmarkaðar. Þaðan af síður er verið að segja að ekki sé nauðsynlegt að „breikka" grundvöll atvinnulífs- ins og styrkja með því þjóðarbú- skapinn í heild. Að breikka grundvöll atvinnulífsins Lifandi og framsækin stjórn- málastarfsemi byggist ekki síst á því að efla fjárhags- og sam- keppnisstöðu þess atvinnu- rekstrar sem þjóðin býr við. En það verður ekki alltaf gert með því að auka heildarafköst hvernig sem á stendur, því að lífvænleg atvinnustarfsemi er einnig í því fólgin að ganga ekki á endurnýj- unarmátt auðlindanna. Rányrkja er andstæð framförum. Þess vegna er það lífvæn og framsæk- in stefna að draga úr framleiðslu þegar horft er fram á að afkasta- getu auðlindanna er misboðið. Þetta ætti engri þjóð að vera skiljanlegra en íslendingum sem svo mjög nýta lífrænu náttúru- auðlindirnar sér til framfæris og munu gera framvegis, en vita þó að afkastageta þeirra er ekki ótakmörkuð, svo að hagvaxtar- þróun landsins eru settar skorð- ur ef ekki koma til nýjar atvinnu- greinar, þ.e. ef atvinnugrundvöll- urinn er ekki „breikkaður" eins og sagt er á pólitísku staglmáli. Þar fyrir er ekki nóg að nefna það orð eitt að „breikka" þurfi grundvöll atvinnulífsins og láta líta út eins og það hafi eina og al- gilda merkingu. Slíkt er fjarri öllu Iagi, enda á margt að líta í því efni. Þess vegna ættu þeir sem margt tala um einhæfni ís- lensks atvinnulífs, eins og það er nú, að forðast að falla í þá gröf að sjá helst aldrei nema eitt úrræði til að „breikka grundvöll at- vinnulífsins", nefnilega orku- frekan iðnað, þann fræga pakka sem saman stendur af raforku- verum í annan endann og ál- bræðslu í hinn. Hver svo sem á sökina eru umræður um orku- frekan iðnað orðnar að þvældri tuggu í munni margra ráða- manna og aðrir fara að japla á sýknt og heilagt. íslenski hlutinn afgangsstærð Nú er það að vísu rétt að eins og áhrifamiklir menn reka stóriðju- áróður af hreinni ástríðu, er hinu ekki að neita að oft er andstaðan gegn stóriðjunni álíka öfgafull. Hvað snertir stöðu þessara mála nú hlýtur það að teljast brýn nauðsyn að hagstæður samning- ur fari að takast um álverið á Keilisnesi. Að því eiga stjórn- málaflokkarnir og þjóðfélagsöfl- in að stuðla í sameiningu. Þar með er ekki sagt að slíkur samningur sé vís fyrirboði um að á eftir honum komi hver stór- iðjusamningurinn á fætur öðr- um, enda ekki æskilegt að svo verði. A.m.k. er vafasamt að ein- blína svo á álbræðslur að engin önnur úrræði í nýsköpun at- vinnulífsins séu í sjónmáli. Þess skyldu menn minnast að aðdrag- andi núverandi stóriðjusamn- ings spannar fremur áratugi en ár, samningsferlið í þröngri merkingu er einnig orðið langt og ekki þrautalaust. Það hefur rækilega ásannast, að íslending- ar geta ekki að vild pantað sér ál- ver eða mótað öll sín „álmál" eins og þá sjálfa lystir, hvorki að því er varðar stærð fyrirtækis, tíma- setningu eða staðarval. Reynslan sýnir að um allt þetta hafa fs- lendingar veika samningsstöðu. Hitt er þó verra að við íslend- ingar eigum undir högg að sækja um það sem mestu varðar, sem er orkuverð og greiðsluskilmálar í því sambandi. Það sem okkar megin er í stóriðjupakkanum er afgangsstærðin í einföldu reikn- ingsdæmi sem sérfræðingaliðið hefur einstakt lag á að gera flók- ið með kúnstum sínum og uppá- komum á samningsferlinum. í því dæmi sem hér um ræðir hafði viðsemjandi íslendinga, Atlantsál, fengið sitt fram um stærð verksmiðjunnar og staðar- valið, en þá bregður svo við að lánsfjárútvegun viðsemjanda dregst á langinn, tímasetningar raskast og setja úr skorðum ís- lenskar framkvæmdaáætlanir, að ekki sé minnst á að enn er verið að þrefa um orkusöluskilmála, sem reynast eftir allt saman óvís- ari en ætlað var þegar til málsins var stofnað í upphafi. Útgangs- punktur málsins hefur reynst ótraustur. Hinar gefnu stærðir eru meira og minna óþekktar þegar til kastanna kemur. Ástríðufullur áróður fyrir stór- iðju sem auðveldri leið í íslenskri atvinnuuppbyggingu hefur skot- ið yfir markið. Hið sanna er að samningar um orkusölu til út- lendra stóriðjufyrirtækja liggja ekki á lausu. íslendingar ráða minnstu um efni og skilmála slíkra samninga. „Helmingslíkur** Þrautaganga fslendinga í álmál- inu hefur verið rifjuð upp í frétt- um nú í vikunni. Aðalforstjóri eins þeirra fyrirtækja sem mynda viðsemjendahóp fsíendinga í ál- málinu, Paul Drack hjá Alumax, hefur látið ýmislegt eftir sér hafa í fagtímaritum álhringanna og öðrum fréttaritum alþjóðaauð- valdsins. Paul Drack segir að helmingslíkur séu á því að Alum- ax skrifi undir álsamning við ís- lendinga, en iðnaðarráðherra ís- lands segir á sömu stundu að samningaviðræður gangi vel. Nú er alis ekki fyrir það að synja, að á bak við ummæli aðalfor- stjóra Alumax sé minni áhætta en orðin segja til um. Þegar bet- ur er að gætt er ólíklegt að fyrir- tæki hans ætli að hætta við bygg- ingu álversins. Um það verður heldur ekki efast að iðnaðarráð- herra og aðrir íslenskir samn- ingamenn í þessu máli geri sitt besta til þess að samningar tak- ist. Svo miklu er búið að kosta til af íslendinga hálfu að það yrði fjárhagslegt og efnahagslegt reiðarslag ef ekki verður úr samningum. Hins vegar er ómögulegt að horfa fram hjá því að iðnaðarráðherra hefur haldið miður vel á þessu máli gagnvart almenningi í landinu. Yfirlýsingagleði Jón Sigurðsson hefur verið úr öllu hófi yfirlýsingaglaður um stöðu samningamála og alltof margt sem hann hefur fullyrt um áfanga og tímasetningar hefur brugðist og þó ekkert eins og spá um það hvenær samningum ljúki. Allt sem sagt hefur verið um það efhi hefur farið á annan veg, ekki af því að ráðherra og hans menn hafi verið að blekkja fólk vísvitandi, heldur af því að það sem sýnist fræðilega einfalt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.