Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. maí 1991 Tíminn 3 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki: Tilboð í bók- námshús opnuð Frá Guttoimi Óskarssyni, fréttarítara Tfm- ans á Sauðárkróki. Tilboö í fyrri áfanga bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra voru opnuð á fundi Héraðsráðs Skagafjarðar þriðjudaginn 14. maí. Fjögur tilboð bárust og reyndist það lægsta vera frá Byggingafélag- inu Hlyn hf. á Sauðárkróki og hljóöaði það uppá 234.9 milljónir króna. Annað tilboðið var frá Friðrik Jóns- syni sf. uppá 245.1 millj. kr„ það þriðja frá Trésmiðjunni Borg á 246,5 millj. kr. og það fjórða og síðasta frá S.H. verktökum og hljóðaði það uppá 288,6 millj. kr. Kostnaðaráætlun hönnuða bygg- ingarinnar var uppá 267.1 millj. króna. Tilboð Hlyns var því um 12%, eða rúmum 32 millj. fyrir neðan kostnaðaráætlun. Héraðsnefnd og byggingarnefnd Fjölbrautaskólans mun nú yfirfara tilboðin og taka ákvörðun um hverju þeirra verður tekið. Bygging- arframkvæmdir munu síðan vænt- anlega hefjast í sumar. Nemendur mættu í skólabolunum og helguðu umhverfinu smá tíma. Breiðholtsskóli: Skólabolir og umhverfisvernd Nemendur í Breiðholtsskóla í Reykjavík hafa látið gera boli með merid skólans. Bolimir hafa selst vel og nýlega færðu nemendumir skólanum að gjöf Macintosh Classic tölvu, sem keypt er fyrir söluandvirði bolanna Að morgni föstudagsins 3. maí mættu nemendumir í bolum sín- um og helguðu umhverfinu smá tíma. Þá fóru allir bekkir barna- deilda út með kennurum sínum og tíndu upp msl á skólalóð og í næsta nágrenni. Að því búnu komu nemendurnir síðan saman í anddyri skólans þar sem Elín Ein- arsdóttir, nemandi í 7. bekk, flutti ávarp helgað umhverfi okkar. Síð- an afhenti Kristinn Jóhannsson, formaður nemendaráðs, skóla- stjóra og bókaverði Macintosh Classic tölvu sem keypt hafði ver- ið fyrir ágóða af sölu bolanna. Hugmyndin er að hafa tölvu þessa á bókasafni skólans til afnota fyrir nemendur. -sbs. Nokkrir af aðstandendum „Forms og frumvinnu". Benedikt Gunnarsson, Þórarinn Þórarinsson, Sigríður Ás- geirsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Leifur BreiðQörð og Gunnsteinn Gíslason. Mynd: Róbert Margt merkilegra dagskrárliða á Kirkjulistahátíð 1991: „Paulus“ Mendejssohns frumfluttur á íslandi Þriðja Kirkjulistahátíðin í Reykja- vík hefst nú á laugardaginn. Hún stendur til 1. júní. Aðstandendur eru Listvinafélag Hallgrímskirkju og prófastsdæmin í Reykjavík. Af mörgum merkilegum dagskrár- liðum ber hæst flutning óratoríunn- ar „Paulus", Páll postuli, eftir Felix Mendelssohn. Kirkjulistahátíðin verður sett með viðhöfn í Hallgrímskirkju kl. 14:00. Mótettukór Hallgrímskirkju, Dóm- kórinn, kór Langholtskirkju og Camerata Vocale frá Freiburg syngja. Helga Bachmann og Helgi Skúlason ffumflytja hátíðarljóð eftir Matthías Johannessen. Sama dag kl. 17:00 verða Mozarttónleikar í Laug- arneskirkju. Einsöngvarar, kamm- ersveit og kór Laugarneskirkju flytja. Konsertmeistari er Hlíf Sigur- jónsdóttir. Stjórnandi Roland Turn- er. Fram til 1. júní verða svo fjöl- margir dagskrárliðir dag hvern út um allan bæ. Hæst ber flutning á óratoríunni „Paulus", Páll postuli, eftir Felix Mendelssohn föstudaginn 24. maí kl. 20:00. Hún er að sönnu eitthvert frægasta tónverk 19. aldar. Flytjend- ur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Alina Dubik, Frieder Lang, Andreas Schmidt, Mótettukór Hallgríms- kirkju og Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Konsertmeistari er Guðný Guðmundsdóttir. Stjórnandi Hörð- ur Áskelsson. Rétt er að vekja athygli á tveimur sýningum. Fimmtudaginn 16. maí kl. 16:00 verður opnuð í Ásmundar- sal og í Hallgrímskirkju sýningin „Form og frumvinna — skapandi samstarf arkitekta og listamanna í kirkjum landsins". Þar á að beina sjónum fólks að samstarfi lista- manna og arkitekta. Sýnd verða frumdrög, vinnuteikningar, módel af kirkjum, tillögur að listaverkum fyrir kirkjur hérlendis og erlendis og ljósmyndir af þeim. Sýningin stend- ur aðeins til 24. maí. Dómkirkjan efnir til sýningar á verkum Sigrúnar Jónsdóttur. Þau prýða fjölmargar kirkjur landsins. Sýningin verður í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, gamla Iðnskólan- um Lækjargötu 14a. Hún er opin daglega frá 19. maí til 2. júní, kl. 10- 13 og 16-19. Aðrir liðir Kirkjulistahátíðar eru kynntir í dagbók blaðsins í dag. Bent skal á að upplýsingar og miðar fást í símum 11416,11417,11418. -aá. Menningarhátíð hjá Rangæingum Sannkölluð hátíðardagskrá verður í Rangárvallasýslu á Hvolsvelli um hvítasunnuhelgina undir merkjum M- hátíðar á Suðurlandi. Fjölbreytt dagskrá verður á vegum heima- manna. Á morgun laugardag hefst kl. 13:30 hátíðardagskrá með leik Lúðrasveitar verkalýðsins. Fulltrúi héraðsnefndar og menntamálaráð- herra ávarpa samkomuna. Meðal skemmtiatriða má nefna ljóðalestur, kórsöng, upplestur, frumsamin Ijóð og fleira. Um kvöldið kl. 20:30 verður síðan dagskrá í Hvoli þar sem verður boð- ið uppá létta sveiflu og kráar- stemmningu. Þar verður flutt jass-, Vínar-, dixieland- og blásturstónlist auk einsöngs, írskra þjóðlaga og laga úr sígildum söngleikjum. Flytjendur eru Jóhanna Linnet, Jónas Þ. Jónasson, Stefán G. Stef- ánsson, Friðrik Guðni Þórleifsson, Hólmfríður Þöll Friðriksdóttir, Helgi Hermanns og Sigurður G. Karlsson. Á annan f hvítasunnu verður sam- eiginleg messa Rangárvallaprófasts- dæmis í Hábæjarkirkju í Þykkvabæ kl. 14. Séra Jónas Gíslason vígslu- biskup predikar og prestar prófasts- dæmisins munu þjóna sameiginlega fyrir altari og annast aðra liði mess- unnar. í tengslum við hátíðina verða tvær málverkasýningar. Myndlistarfélag Rangæinga verður með samsýningu í Hlíðarenda og Jón Kristinsson í Lambey verður með sýningu í Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli, þar sem hann mun sýna um 70 myndverk. -sbs. FYRSTA FERÐA- HELGI SUMARSINS: Búast má vlð talsvcrðri umferð nú um hvítasunnuhelglna, fyrstu verulegu ferðahelgi árs- ins. Starfsfólk BSÍ bjóst einna helst við að straumur unglinga lægi að Logalandi í Borgarfirði, en þar leika vinsælar hljóm- sveitir. Á föstudagskvöld leikur Ný dönsk í Logalandi en Stjómln á sunnudagskvöld. Ef aðstæður leyfa verða leyfð tjaldstæði í Reykholti. Almennt eru tjald- sbeði bönnuð, t.d. á Laugar- vatni. Búist er við að suðlæg átt verði ríkjandi um helgina. Skúr- ir, eða rigning, verða um sunn- an- og vestanvert landið, en þurrt fyrir norðan. Hitastig verður á bilinu 5 til 10 stig. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.