Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. maí 1991 Tíminn 5 Utandagskrárumræða í borgarstjórn um vandræðaganginn í sjálfstæðismönnum: Valdabarátta og óeining Á fundi borgarstjómar í gær fór fram utandagskrárumræða að beiðni Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulitrúa Framsóknarflokksins, um ráðningu nýs borgarstjóra og vandræðaganginn í borgarstjómarflokki sjálfstæðismanna vegna þess. Sigrún sagði í samtaU við Tímann í gær að þetta mál væri ekkert einkamál Sjálfstæðisflokksins, það væri borg- arstjóm sem réði borgarstjóra og því sjálfsagt að fram fari umræða um það í borgarstjóm. Sigurjón Pétursson lagði fram á fundinum tillögu fyrir hönd minnihlutans í borgarstjórn, sem er svohljóðandi: „Nú, þegar kjör- inn borgarstjóri í Reykjavík hefur hætt störfum sem borgarstjóri og tekið við embætti forsætisráðherra landsins, er það skylda borgar- stjóra að taka ákvörðun um það hvernig verði ráðið í embætti borg- arstjóra. Eðlilegt hefði verið að fyrir þess- um fundi lægi tillaga þess efnis. Engin slík tillaga er á dagskrá. Valdabaráttan og óeiningin innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna er svo mikil að þeir geta ekki komið sér saman um val á nýj- um borgarstjóra. Það blasir við að um margra vikna skeið mun for- sætisráðherra landsins jafnframt vera borgarstjóri í Reykjavík. Borgarstjórn telur að þetta ástand sé með öllu óeðlilegt og skorar á borgarstjóra að biðjast þegar lausnar frá embætti og samþykkir að auglýsa starf borgarstjóra laust til umsóknar." í bókun, sem Sigrún Magnúsdótt- ir lagði fram, segir að borgarmála- ráð Framsóknarflokksins veki at- hygli á þeirri algjöru sundrung og óeiningu sem ríki í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. „Meirihlutinn, sem er svo marg- klofinn að hann getur ekki komið sér saman um oddvita fyrir hópinn (borgarstjóra), er ekki traustvekj- andi til að stýra borginni á farsæl- an hátt. Borgarbúar voru greinilega blekktir í kosningunum í fyrravor, þegar borgarstjóri lofaði að hann yrði borgarstjóri út kjörtímabilið. Hins vegar vöruðum við borgarbúa við þessu þá, og óskuðum eftir að fá nafn eftirmannsins. Það tókst auð- vitað ekki, eins og nú kemur í ljós. Sjálfstæðismönnum gengur afar illa undanfarið að efna loforð sín við fylgismenn og kjósendur. Framsóknarflokkurinn býður borgarritara velkominn í stól borg- arstjóra og heitir honum góðri samvinnu í erfiðri stöðu hans,“ seg- ir að Iokum í bókun Sigrúnar Magnúsdóttur —SE f DAG og á morgun munu fé- lagar í SAÁ um allt land selja svokallaðan Álf í fjáröflunar- skyni fyrir SÁÁ Tilgangurinn með söfnuninni er að safna í byggingarsjóð nýrrar meðferðar- stöðvar SÁÁ, Víkur á Kjalamesi. Áætlað er að hún taki til starfa í nóvember nk. og leysi þá af hólmi eftirmeðferðarstöðina að Sogni í ölfusi. Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga á síðasta ári: Saman- lagður hagnaður 70 milljónir Hagnaður af rekstri Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga varð 1,9 milljón á síð- asta ári. Hagnaður Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar, sem er dótturfyrir- tæki kaupfélagsins, var 67,5 millj. Samanlagður hagnaður er því tæpar 70 millj. Fjármunamyndun var 145,4 millj. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem haldinn var síð- astliðinn laugardag. Samanlögð velta á síðasta ári var 1,2 milljarður og jókst hún um 30% milli ára. Bókfært eigið fé fyrirtækjanna í árslok var 521 millj. 271 millj. voru greiddar í vinnulaun til þeirra 353 starfsmanna sem komust á launa- skrá. Aðalfundurinn samþykkti til- lögu stjómar að greiða 3 milljónir í stofnsjóð félagsmanna. Á síðasta ári keypti Kaupfélag Fá- skrúðsfirðinga fyrirtækið Rósu hf. á Hvammstanga, fyrir 145 millj. Hefur það nú verið sameinað Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar hf. Með í kaupunum fylgdi 68 tonna stálbátur, sem fer fljótlega til rækjuveiða og frystir afl- ann um borð. Gunnar Jónasson, sem hefur verið í stjóm kaupfélagsins í 21 ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjómar- setu. Var Jens P. Jensson kjörinn í hans stað. Stjómarformaður Kaupfé- lags Fáskrúðsfirðinga er Bjöm Þor- steinsson í Þemunesi og kaupfélags- stjóriGíslj Jónatansson. -sbs. Vaxandi áhugi á útflutningi íslenskrar heilbrigðisþjónustu: Tekst landanum að selja hveravatn, sjó og rok? „Það er enginn einn aðili á íslandi sem getur tekið af skarið. En allir eru að bíða eftir því að einhverjir aðrir geri eitthvað í málunum," sagði Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs. En ráðið hefur að undanfömu unnið að könnun á möguleikum til að nýta þekkingu íslendinga á sviði heil- brigðismála og forvamarstarfs til að afla þjóðinni gjaldeyris með sölu til útlendinga. Með útflutning að leið- arljósi vom skoðaðir eftirtaldir möguleikan Heilsuferðir til lands- ins. Beinn útflutningur á verkefnum og þróunarhjálp. Notkun íslenskra sjúkrahúsa til aðgerða. Bygging einkasjúkrahúsa. Miðað við aðstæður hér á landi þyk- ir fyrsti liðurinn líklegastur til árang- urs, a.m.k. fyrsta kastið. Tálið er væn- legast að hefja slíka útflutningsstarfs- semi með „ferðaþjónustu með heilsuívafi" fremur en „heilsuþjón- ustu með ferðamannaívafi". Tölu- verður áhugi hefur t.d. þegar skapast á Bláa lóninu í tengslum við meðferð húðsjúkdóma. Bláa Iónið er t.d. nú þegar orðið að miðpunkti heilsuferða hingað til lands. Gert er ráð fyrir að uppbygging við lónið gæti skilað góðum árangri. íslenska heilsufélagið hf. Hópur, sem trú hefúr á því að mark- aður sé fyrir gjaldeyrisskapandi heil- brigðisþjónustu á íslandi, hefur nú stofnað íslenska heilsufélagið hf. Helstu hluthafar eru hlutafélögin Máttur, Sjóvá/Almennar og Vífilfell ásamt nokkrum einstaklingum. Að sögn Gríms Sæmundsen læknis getur félagið gert framtíðarathugun á möguleikum gjaldeyrisskapandi heilbrigðisþjónustu markvissari og flýtt fyrir því að fá svör við spurning- um um það hvort arðbær atvinnu- rekstur á þessu sviði sé mögulegur hér á landi. Sagði Grímur áhuga á þessum málum hafa farið mjög vax- andi hér á landi undanfarið ár. Laugar og sjór gulls ígildi þeim er kann að selja... í áfangaskýrslu Gunnars R. Birgis- sonar markaðsstjóra kemur fram að ísland er talið „gott hráefni" til frek- ari uppbyggingar á þessu sviði. ís- lensk heilbrigðisþjónusta er hins vegar Iítt þekkt meðal erlendra aðila. Þykir sýnt að þörf er verulegrar kynningar og markaðsstarfs og síðan fjárfestinga í mannvirkjum áður en hægt verður að reikna með umtals- verðum gjaldeyristekjum á þessu sviði. Talsmenn Útflutningsráðs vara þó mjög við því að fara „refa- /laxa- leiðina", þ.e. að byrja með milljarða fjárfestingum og fara síðan að kanna markaðinn. Af skýrslunni má raunar ráða að það er kannski sölumennskan sem skipt- ir einna mestu máli. Rakin eru dæmi um það hvemig Þjóðverjar hafa byggt upp heila bæi og milljarða „heilsuferðamennsku" fyrst og fremst út á sölu á laugarvatni, leir og sjó, svo nokkuð sé nefnt. í Þýskalandi er sögð rík hefð fyrir heilsuferðum. Fara Þjóðverjar reglu- bundið á heilsustaði sína á svonefnd- an „kur“. Kostnaðurinn er oft að stórum hluta, eða jafnvel nær öllu leyti greiddur af sjúkrasamlagi eða almannatryggingakerfi. Sem við er að búast gera Þjóðverjar mjög miklar kröfur til heilsustaðanna. Hafa heilu bæjarfélögin verið löguð að kröfum markaðarins. Að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum getur viðkomandi bær bætt nafninu BAD við nafn sitt og um leið fengið þá opinberu viðurkenn- ingu sem opnar aðganginn að greiðslu úr almannatryggingunum. Milljarðamarkaður kringum 3 borholur Fyrir landann kann að vera fróðlegt að kynnast dæmi um það hvemig Þjóðverjum hefur á tveim áratugum tekist að byggja upp heilsubæ sem aflar milljarða marka tekna, í kring- um nokkrar borholur innan bæjar- markanna, sem reyndust með heitu vatni. Þetta er heilsudvalarbærinn Bad Griesbach, sem notið hefur mik- illa vinsælda að undanfömu. Það var 1972 sem athafnamaður á svæðinu boraði og fann heitt vatn í þrem borholum á 800 til 1.500 metra dýpi. Fimm árum síðar reis fyrsta heilsuhótelið og árið 1985 fékk bær- inn fúlla viðurkenningu sem BAD. Bæjaryfirvöld hafa m.a. fjárfest í heilsumiðstöð (Kurmittelhaus), en alls er fjárfesting á staðnum kominn í um 35 milljarða ísl. króna. Markaðssetning heilsubæjarins byggir í fyrsta lagi á heitu vatni, sem bæði er notað til baða og drykkjar, í öðru lagi á hreinu sveitalofti og óspjallaðri náttúm og í þriðja lagi eru golfvellir í nágrenninu sem draga að sér fjölda gesta. Alls 1.200 manns vinna nú beint við heilsuferða- mennskuna í bænum og um 2.000 aðrir óbeint. Um 6.500 gistirými eru í bænum og fjöldi gistinátta kominn í eina milljón á ári. St. Peter Ording er annar heilsubær, sem skýrsluhöfundar heimsóttu í Þýskalandi, og stendur sá við Norð- ursjó. Þar byggjast heilsuviðskiptin „á fersku sjávarlofti, sjó, fjöru og sjáv- arleir af botni Norðursjávar sem blandaður er með brennisteini úr 80 metra djúpri borholu". HEI Kosið í utanríkismálanefnd: Eykon for- maður Kosið var í utanríkismálanefnd í gær. í nefndinni eiga sæti: Eyjólfur Konráð Jónsson, Björn Bjamason og Geir H. Haarde frá Sjálfstæðis- fiokki. Steingrímur Hermannsson frá Framsóknarflokki. Ólafur Ragnar Grímsson frá Alþýðubanda- lagi. Karl Steinar Guðnason frá Al- þýðuflokki og Krístín Einarsdóttir frá Kvennalista. Varamenn eru: Einar K. Guðflnnsson, Lára Margr- ét Ragnarsdóttir, Vilhjálmur Egils- son, Páll Pétursson, Hjörleifur Guttormsson, Rannveig Guð- mundsdóttir og Krístín Ástgeirs- dóttir. Formaður nefndarinnar verður Eyjólfur Konráð Jónsson. Greidd voru atkvæði milli hans og Björns Bjarnasonar. Eyjólfur Konráð fékk 15 atkvæði, en Björn 11. Davíð Oddsson hvatti samflokksmenn sína eindregið til þess að kjósa Björn, en það dugði ekki til. -EÓ Landgræðsla fyrir bjorfe Fyrsta Qárframlag bandaríska græðslu í Þórsmöric. Á myndinni bjórframleiöandans Anheuser- sést Charles E. Cobb, sendiherra Busch af Qórum til landgræðslu á Bandaríkjanna á ísland), afhenda fslandi var afhent í gær. Alls mun Sveini Runólfssyni landgræðslu- framlagið nema um 9 milljónum stjóra fjármagnið. Hjá þeim stend- króna, en þær tæpu tvær milljónir, ur Magnús Jónasson, umboðs- sem afhentar voru í gær, munu maður Anheuser-Busch á íslandi. renna til skógræktar og land- Tínumynd: Ami Bjam»/GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.