Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 8
8 Ttminn Laugardagur 8. júní 1991 Fiskeldi hefur verið aflagt á Islandi. Milljarðar hafa tapast. Stjórnvöld kenna um vanþekkingu og ævintýramennsku. Fiskeldismenn segja: Ríkisstjórnin skilur ekki kjarna vandans. Dæmir fisk- eldið til dauða að ósekju Uppbygging fiskeldis á fslandi hófst af krafti um 1985. Hún var hröð. Sex ár- um síðar hefur ríkisstjómin dæmt það til dauða. Fiskeldi verður lagt niður sem atvinnugrein. Fimm milljarðar em þegar farnir í súginn. Ríkisstjórnin gerir sér engar vonir um að endur- heimta aðra fjóra milljarða af eigin fé og tvo af fé einkaaðila. í skýrslu, sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra, er vanþekkingu og ævintýramennsku kennt um og fullyrt að fiskeldi eigi sér enga framtíð á íslandi. En fiskeldismenn hafa aðra skoðun á málinu. Eyjólfur Friðgeirsson fiski- fræðingur er einn sá reyndasti. Hann hefur verið með frá upphafi og tekið þátt í stofnun og starfi fjölmargra fisk- eldisstöðva. Hann vinnur nú hjá Bakkalaxi og situr í varastjórn Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva. Eyjólfur Friðgeirsson er í helg- arviðtali. Hvert er vandamálið og hvernig má leysa það? „Vandamálið, sem við eigum við að stríða í dag, er gamall höfuðverkur. Það kom upp í janúar sl. þegar Lands- bankinn ákvað að breyta afurðalána- viðskiptum sínum og hætta að lána fiskeldisstöðvunum. Eftir það tóku fiskeldismenn upp viðræður við þáver- andi stjórn og leituðu mjög alvarlega leiða til leysa vandann. Því miður tókst ekki að vinna það mál fyrir þinglok í vor. Á síðustu dögum þingsins var þó lagt fram frumvarp til breytinga á lög- um um ábyrgðasjóð fiskeldislána. Flutningsmenn þess voru m.a. þeir Matthías Bjarnason og Friðrik Sop- husson, núverandi fjármálaráðherra. Það var unnið í góðu samstarfi við okkur fiskeldismenn. Við fengum að koma að okkar tillögum og vorum í okkar hópi sammála um að það mundi að miklu leyti leysa vanda fiskeldisins. Þetta frumvarp dagaði uppi. Þegar ný ríkisstjórn tók við, lofaði landbúnaðarráðherra að taka á okkar málum. Hann fékk síðan ágætan mann, Benedikt Jóhannesson, til að semja skýrslu um fiskeldið. En því miður urðum við fyrir miklum von- brigðum með hana. Hún á það sam- merkt með öðrum skýrslum um þetta mál, að fiskeldismenn sjálfir fá þar hvergi að koma nærri. Hún er lögð fram án þess að við höfum fengið tæki- færi til að gera athugasemdir. Enda hafa höfundi orðið á gífurleg mistök. Það er einkum tvennt sem við rekum augun í. í fyrsta lagi virðist hann alls ekki hafa áttað sig á því hvað liggur til grundvallar fjárfestingu í fiskeldi, hvemig hún er uppbyggð. í öðm lagi sést honum yfir meginvandamál fisk- eldis í dag, sem er fjármögnun á birgð- um og afurðalánakerfið. Þetta hefðum við fiskeldismenn geta leiðrétt. Þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin grípur til, á gmndvelli þessarar skýrslu, bera þess merki. Þar er ekki tekið á kjarna vandamálsins, fjármögnuninni. Á þetta hefðu fiskeldismenn bent áður en skýrslan fór fyrir ríkisstjórnina og afstýrt þeim hvelli, sem varð um þetta mál. Fjárfestingarnar í greininni í heild em sennilega nálægt 10 milljörðum. En menn verða að átta sig á því að í fiskeldinu fóm eiginlega af stað tveir hópar. Annars vegar íslendingar með smá og meðalstór fyrirtæki. Hins veg- ar mjög stórar strandeldisstöðvar með þátttöku útlendinga. Þegar maður skoðar skiptingu fjárfestingarinnar í greininni kemur í ljós að helmingur- inn fór í örfá mjög stór fyrirtæki. Þær fjárfestingar eru tapaðar, þessi stóru fýrirtæki em öll orðin gjaldþrota. Voru gjörsamlega misheppnuð frá upphafi, byggð upp á röngum forsendum. Fisk- eldismenn em enda almennt sammála um að þessar strandeldisstöðvar hafi frá upphafi verið alltof stórar. Fjár- magns- og rekstrarkostnaður var ein- faldlega of mikill. Þau fyrirtæki, sem em lifandi ennþá, eru litlu og meðalstóru fyrirtækin. í umræðunni hafa menn alhæft og ein- blínt á heildina án þess að gera grein- armun á stóru fyrirtækjunum, sem út- lendingar áttu þátt í, og litlu, íslensku fyrirtækjunum. Menn verða að átta sig á því að uppbygging fiskeldisins var tvíþætt. í litlu fyrirtækjunum var farið mjög varlega í fjárfestingar. Kjarni vandamálsins í dag er að fjár- mögnun á birgðum hefur gjörsamlega mistekist frá upphafi. í hefðbundnum landbúnaði eru veitt bústofnskaupalán til að standa undir uppbyggingu bú- stofns. Fiskeldið hefur aldrei fengið slík lán. Það hefur alltaf verið mikill ágreiningur um afurðalánakerfið sem komið var upp. Jafnvel innan bank- anna. Enda kemur í ljós að þau eru alltof dýr til að standa undir fjármögn- uninni. Afurðalánakerfið er vandamál- ið. Á þeim tíma þegar fiskeldið er byggt upp, eiga íslendingar í einhverj- um mestu efnahagsþrengingum sem þeir hafa lent í. Hér var gífurleg verð- bólga og í raun ekki hægt að gera neinar fjárhagsáætlanir. Með dýrum lánum, sem ekki tóku til fjármögnun- ar á birgðum, mátti fiskeldið svo bera gífurlegan fjármagnskostnað. Tryggingakerfið og afurðalánakerfið er miðað við hausatölu fiska. Með því hafa fyrirtækin ekki haft færi á að ná góðum birgðum. Við vitum að kannski 15% af fiskinum er ekki nothæf fram- leiðsla. Vegna hausatölufyrirkomu- lagsins höfðu menn ekki svigrúm til að losa sig við þau og vera eingöngu með góðar birgðir. í hnotskurn leggur ríkisstjórnin til að allt fiskeldi verði lagt niður. f staðinn á að halda uppi einhverju rannsóknar- starfi. Reynsla okkar af því er ekki góð. Ríkið hafði stundað rannsóknir í Kollafirði í 30 ár þegar fiskeldið hófst. Eftir þær lá nánast ekkert til að byggja fiskeldið á. Engar upplýsingar, engar niðurstöður. Fyrir það ætlar ríkis- stjórnin að fórna allri þeirri reynslu og þekkingu sem aflast hefur í fiskeldinu sjálfu. Mörg þeirra fyrirtækja, sem enn eru starfandi, hafa lagt mikið í til- raunastarf og þróun. Við fiskeldismenn leggjum til að fisk- eldið fái bústofnskaupalán, sambæri- leg við önnur slík lán innan landbún- aðarins. Þau þurfa að ná til fastra birgða sem við verðum að koma okkur upp. Þannig má ekki aðeins bjarga fiskeldinu, heldur viðhalda því og efla.“ En fóru menn ekki of geyst? Hefði ekki þurft að rannsaka málið? Gera markaðsrannsóknir? Og vissu menn eitthvað um stofninn sem átti að rækta? „Þegar farið var af stað var verð á af- urðunum hátt. En menn gerðu sér grein fyrir því að það mundi ekki haid- ast. Á heimsmarkaðnum eru 700- 800 þúsund tonn af laxi. Atlantshafslaxinn er ekki nema brot af því. Á sínum tíma var hann mun dýrari. En ég held að flestir þeir, sem fylgdust með, hafi gert sér grein fyrir því að verð á Atlants- hafslaxi hlaut að lækka með auknu framboði og nálgast verð Kyrrahafslax- ins. Ég held því að verðið í dag hafi ekki komið neinum á óvart. Það skipt- ir ekki mestu máli. Við getum fram- leitt fisk, sem kostar minna en við fá- um fyrir hann. Við byrjuðum á að ala hér villta stofna. Vitanlega komu strax upp ákveðin vandamál þar. Hjá því varð ekki komist. En þau höfum við yfir- unnið. Nágrannaþjóðir okkar, sem við miðum okkur við, eru allar með eldis- stofna. Norðmenn eru með stofn sem þeir byrjuðu að rækta 1955 og höfðu verið með í eldi í 15 ár áður en veruleg aukning varð í framleiðslunni. Við byrjuðum á byrjuninni fyrir fimm, sex árum. Japanir hófu tilraunir með haf- beit árið 1870. Hundrað og tuttugu ár- um seinna er hún sú atvinnugrein, sem skilar þeim mestum arði miðað við fjárfestingu. Saga okkar er því stutt, og í raun furðu mikil reynsla komin á atvinnugreinina hér miðað við þróunartímann. Það er ekki fyrr en 1985 sem einhver veruleg aukning verður hér. Við höldum því fram að alltaf hafi skort stefnumótun stjórnvalda á uppbygg- ingunni. Ég bendi aftur á hversu miklir fjármunir fóru í örfá stór fyrir- tæki, sem voru dauðadæmd frá upp- hafi. Þar með fór líka helmingur alls fjármagns, sem fiskeldið hefur fengið, í súginn. Ógæfu þessara fyrirtækja hafa menn svo fært yfir á alla greinina. í skýrsl- unni, sem unnin var fyrir landbúnað- arráðherra, segir að til þessa hafi eng- in grein fiskeldis borið sig hér á landi. Þetta er rangt. Það má skipta fiskeldi niður í þrjár megingreinar. í fyrsta lagi er það hafbeitin. Það er alveg satt að hún hefur ekki borið sig ennþá. En eins og dæmið um Japan sýnir, er eðli hafbeitar þannig að það tekur mjög langan tíma að byggja hana upp þann- ig að heimtur verði nógar, segjum 5%. Flestir fiskeldismenn eru þess fullvissir að innan nokkurra ára megi ná því marki. Og þegar það gerist á hafbeitin eftir að skila miklum arði. Síðan höfum við strandeldið og sjó- kvíaeldið. Það er alveg ljóst að þessar stóru strandeldisstöðvar, þessar sem útlendingarnir tóku þátt í með okkur, gátu aldrei skilað hagnaði. Fjárfest- ingin var einfaldlega of mikil til þess að framleiðslan svaraði kostnaði. Stór hluti útreikninga um arðsemi grein- arinnar allrar er svo fenginn frá þess- um stöðvum. Sjókvíaeldið hefur held- ur ekki gengið nógu vel. Á undanförn- um árum hefur verið tap á rekstri þess. Menn þekkja nú orsakir þess. Þeir hafa gert sér fulla grein fyrir því hversu veðurfar við ísland er erfitt. Þess vegna hafa afföllin verið mikil, stór hluti seiðanna drepist. Það á líka fyrst og fremst við um smæsta fisk- inn. Þess vegna er kominn upp nýr flötur í fiskeldinu, sem er skiptieldið. Að ala seiðin í strandkerum á veturna, en fiskinn í sjókvíum á sumrin. Með því sparast mikill fjármagnskostnað- ur vegna miklu minni uppbyggingar í landi. Ég held að allir fiskeldismenn séu sammála um að slíkur rekstur beri sig. Fullyrðingar um annað eru rangar. Hér á landi eru stöðvar sem ná ágæt- um árangri. Ef ekki hefði komið upp þetta vandamál með afurðalánin í vet- ur, hefðu mörg fyrirtæki skilað góð- um hagnaði á þessu ári. Þegar þau höfðu náð að byggja upp nógu stóran bústofn, nógu mikinn lífmassa, til að standa undir framleiðslunni, var klippt á allt, skorið á æð. Fullyrðingar um að framleiðslan standi ekki undir kostnaði eru byggðar á tölum fyrir stóru strandeldisstöðvarnar. Tölur frá öðrum stöðvum sýna hins vegar að framleiðslan stendur vel undir sér.“ Framtíðin? „Fiskeldið á mikla framtíð fyrir sér. í Evrópu leggja menn í það milljarða á ári. Norðmenn ætla sér að framleiða milljón tonn á ári eftir nokkur ár. Ég held að fiskeldið eigi ekki síður fram- tíð fyrir sér hér en annars staðar. Við erum mjög vel í stakk búnir til að ná góðum árangri. Fiskeldismenn hafa tillögur í þeim efnum. Tillögur sem kosta miklu minna en þessar 300 milljónir rfkisstjórnarinnar. Með því að frysta afurðalánin, sem nú hvíla á fyrirtækjunum, og veita þeim bú- stofnskaupalán, eru þau fullbúin til að skila góðum arði. Þessar aðgerðir kosta miklu minna en 300 milljónir og með þeim má ná aftur þeim fjár- munum, þeim 5 milljörðum, sem rík- isstjórnin virðist hafa sætt sig við að tapa.“ -aá. Laugardagur 8. júní 1991 : Tímamynd: Ami Bjama Eyjólfur Friðgeirsson,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.