Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. júní 1991 Tíminn 5 Ríkisstjórnin gefst upp við að spara í heilbrigðiskerfinu, tekur upp nýjan lyfjaskatt og: SKELUR KOSTNAÐI YFIR Á SJÚKUNGA Heilbrígðisráðherra hefur gefið út reglugerð um þátttöku almanna- trygginga í iyfjakostnaði. Hún er í samræmi við samþykkt ríkis- stjórnarínnar frá því í maí, um að almannatryggingar taki minni þátt í lyfjakostnaði en áður, en honum verði velt yfir á sjúklinga. Þannig er ekki reynt að ná sparnaði í kerfinu, en kostnaður hins op- inbera lækkaður með því að Ieggja 400 milljóna króna skatt á sjúk- linga. Aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú má skipta í femt. í fyrsta lagi skal spara 100 milljónir með því að hætta að greiða lausasölulyf, lyf sem ekki þarf ávísun frá lækni til að kaupa. Það skal gert þó þau séu kevpt að ávísunlæknis. I öðm lagi er fastagjald sjúklings við hverja afgreiðslu hækkað um 13% úr 750 kr. í 850 kr. Fastagjald elli- og örorkulífeyrisþega hækkar úr 230 kr. í 250. Fastagjald fyrir lyf á s.k. bestukaupalista lækkar hins vegar um 9% úr 550 kr. í 500 fyrir venjulega sjúklinga, og úr 170 kr. í 150 kr. fyrir elli- og örorkulífeyris- þega. Um leið á sá skammtur, sem fylgir einni afgreiðslu, aðeins að duga til 60 daga, í stað 90 daga áður. Sjúklingar þurfa því ekki aðeins að borga meira fyrir hvern skammt, heldur sækja sér skammt oftar. Með öllu þessu skal spara 30 milljónir. í þriðja lagi eru lyf færð til í flokk- um. Ýmis Iyf, sem almannatrygg- ingar hafa hingað til greitt að fullu, verða nú aðeins greidd að hluta, eða alls ekki. Með þessu skal spara 20 til 40 milljónir. Við afgreiðslu lyfja, sem almanna- tryggingar taka þátt í að greiða, þarf sjúklingur að framvísa sérstöku lyfjaskírteini, útgefnu af Trygginga- stofnun. Til þess að fá það þurfa menn að hafa notað viðkomandi lyf í minnst sex mánuði. f fjórða lagi skal hætta að greiða sýkingalyf. Til þeirra teljast m.a. ým- is hægðalyf, vítamín, húðlyf, ónæ- missermi, bóluefni, neflyf, hálslyf, hósta- og kveflyf, tetracýklínsam- bönd, breiðvirk penicillín, cefal- ósópórínsambönd, makrólíðar, pen- icillín, súlfónamíðar, súlfónamíðar í blöndum með öðrum sýkingalyfj- um, önnur sýklalyf, róandi lyf, svefnlyf og sníklalyf. Með þessu skal spara 230 milljónir. Reglugerð heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra er byggð á tillögum starfshóps um lyfjakostnað. Hann leggur og til að með haustinu verði bestukaupalistinn lagður af og þátt- taka sjúklings í lyfjakostnaði enn aukin. Það verður gert með því að tengja hana verði lyfsins, verði þeim mun meiri sem lyfið er dýrara. í flokk sýkingalyfja, sem almanna- tryggingar hætta nú að greiða, falla lyf sem mikið eru notuð af öllum al- menningi. Með aðgerðum sínum er ríkisstjórnin að færa kostnaðinn yfir á sjúklinga. Til dæmis að taka kostar venjulegur skammtur af lyfjum við eyrnabólgum í ungbörnum um 3.000 kr., samkvæmt upplýsingum úr apóteki. Mörg börn þurfa einn slíkan skammt á mánuði. Öllum er Ijóst að láglaunafólk munar um minna. Til lausasölulyfja teljast verkjalyf og vítamín. Margt gamalt fólk tekur Nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur 1990-2010: r Ibúum Reykjavík- ur fjölgar stöðugt Fimmtudaginn 13. júní n.k. hefst kynning á Aðalskipulagi Reykjavík- ur 1990-2010. Sýningin stendur til 31. júlí, en athugasemdafrestur er til 8. ágúst. Aðalskipulag Reykjavíkur 1990- 2010 er ný skipulagsáætlun til 20 ára með megináherslu á uppbygg- ingu í borginni næstu fjögur árin. Síðasta aðalskipulag var gefið út 1988 og gilti til 2004. Með staðfest- ingu þessa skipulags er Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004 fellt úr gildi. Stefnt er að endurskoðun aðalskipu- lags fyrir Reykjavík á fjögurra ára fresti, eða í upphafi hvers kjörtíma- bils. Uppbygging borgarinnar varð nokkru hraðari seinustu 4 árin en aðalskipulagið 1984-2004 gerði ráð fyrir. Borgarbúum hefur t.d. fjölgað heldur hraðar en áætlað var, eink- um vegna fólksflutninga af lands- byggðinni. Samkvæmt framreikn- ingum er líklegt að íbúar Reykjavík- ur verði 115-125 þúsund árið 2010, þ.e. að borgarbúum fjölgi um 800 til 1200 manns á ári að meðaltali. Samkvæmt skipulaginu verða Borgarholtshverfin þrjú, norðan Grafarvogar, fullbyggð við lok skipu- lagstímans. Ekki er gert ráð fyrir stórum ný- byggingasvæðum innan núverandi byggðar. Sem dæmi um möguleg íbúðasvæði má nefna lóð Lýsis h.f. við Grandaveg og athafnasvæði Eimskipafélagsins við Borgartún Helstu breytingar á stofnbrauta- kerfinu eru m.a. ný vegtenging (Sundabraut) yfir Kleppsvík og út á Geldinganes. Ósabraut, sem tengir saman Sæbraut og Höfðabakka yfir Elliðaárhólma, verður líklega tekin í notkun 1992 til 1993. Þá er gert ráð fyrir nýrri stofnbraut, „Hlíðarfæti", sunnan Öskjuhlíðar og yfirbyggðri Fossvogsbraut í Fossvogsdal. Þá verða nokkrar helstu stofnbrautir Reykjavíkur breikkaðar, s.s. Mikla- braut, Kringlumýrarbraut, Vestur- landsvegur að Korpu, Höfðabakki, Sæbraut vestan Kringlumýrar- brautar og Eiðsgrandi. Samhliða aðalskipulaginu hefur verið unnið að heildarskipulagi Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur sem útivistarsvæðis, ásamt skipulagi Laugardalsins sem íþrótta- og úti- vistarsvæðis. í undirbúningi er að gera Korpúlfs- staði að menningarmiðstöð. í aðal- skipulaginu er tekið frá land við Korpúlfsstaði fyrir ýmsa menning- arstarfsemi og heilsurækt. slík Iyf og vítamín, að læknisráði. Útgjöld þeirra munu aukast. Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir: „Við höfum að sjálf- sögðu þungar áhyggjur af þeirri skammsýni stjórnvalda að skatt- leggja sjúklinga. Við héldum að það væru aðrir sem ætti fremur að skattleggja. BSRB mun fjalla ítar- lega um málið." Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir: „Það kemur í ljós með þessar eins og aðrar aðgerðir ríkisstjómar- innar, að hér er um stefnubreytingu að ræða. Fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, Guðmundur Bjarnason, lagði alla áherslu á að herða að heildsölu og smásölu lyfja. í tíð hans hefur smásöluálagning á lyf lækkað úr 68% í tæp 60%. Heildsöluálagning hefur lækkað úr 17% í 13.5%. Það var leitað leiða til að nota s.k. bestu- kaupalista og alltaf vísað á ódýrasta lyfið og þannig náð fram sparnaði. í tíð Guðmundar Bjarnasonar var því hert að lyfsölunum og lyfjaheildsöl- unum. Þeir fengu að bera byrðar sparnaðarins. Nú er frá þessu horfið og ekki reynt að leita leiða til að spara. Viðbótar- tekjum er beint inn í kerfið í stað þess að hagræða í kerfinu. Skatt- byrði fólksins er aukin með beinum hætti. f stað þess að spara í kerfinu eru tekjurnar auknar með aukinni skattheimtu. Hún lendir á þeim sem síst skyidi, sjúklingum, elli- og ör- orkulífeyrisþegum, sem þurfa t.d. á lausasölulyfjunum að halda. Þetta er í samræmi við aðrar gerðir ríkis- stjórnarinnar. Hún Ieggur lyfiaskatt á sjúklinga, hún hækkar vexti á þeim sem skulda mikið. Með öðrum orðum: Flokkarnir, sem lögðu mesta áherslu á skattalækkanir fyrir kosningar, hafa gefist upp við að ná fram hagræðingu og sparnaði, en þyngja þess í stað skattbyrðina. Og hér er um algjöra stefnubreyt- ingu frá fyrri ríkisstjórn að ræða. í stað þess að þeir, sem betur mega sín, beri þyngstar byrðar, er auknu fargi skellt á herðar þeirra sem minnst mega sín, sjúklinga og elli- og örorkulífeyrisþega. Það er kald- hæðnislegt að Alþýðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkur íslands, skuli standa að þessari stefnubreyt- ingu,“ segir Finnur Ingólfsson, tals- maður Framsóknarflokksins í heil- brigðismálum. Reglugerðin tekur gildi 1. júlí nk. hiá-akureyri/-aá. GesturÓlafsson frá umhverfisráðuneyti, Elín Pálmadóttirfrá félagsmálaráðuneyti, Þorvaldur Öm Ámason frá menntamálaráðuneyti og formaður nefndarínnar, Siguríín Sveinbjamardóttir, verkefnastjórí Miljö ‘91 og Hrafrí V. Fríðríksson ftá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Norræna umhverfisráðstefnan Miljö hefst á morgun: Um 1000 manns taka þátt í ráðstefnunni Dagana 12. til 14. júní fer fram hér á landi norræna umhverfis- ráðstefnan Miljö. Aðalmarkmið ráðstefnunnar er að efla umhverf- ismenntun á Norðurlöndum og verður augunum beint að íslandi í þetta sinn. Á ráðstefnunni verður reynt að varpa ljósi á helstu umhverfismál samtímans. í efnisvali er lögð áheyrsla á að kynna íslenskar aðstæður og starfsemi hér á landi. Litið verður á þau mál út frá nor- rænum sjónarhóli og í alheims- samhengi. Ráðstefnan er haldin fyrir fóstrur og kennara á öllum skólastigum svo og þá sem vinna að umhverfisfræðslu, bæði starfs- menn og stjórnendur eða þá sem hafa áhuga á þessum málum. Samstarfsnefnd 4 ráðuneyta hefur yfirumsjón með undirbúningi ráð- stefnunnar. Einn fulltrúi frá hverju ráðuneyti á sæti í nefndinni og hef- ur nefndin haft samráð og sam- vinnu við fiölmarga aðila við mót- un ráðstefnunnar. Alls hafa verið skipulögð 12 umræðuefni á ráð- stefríunni og fólk hefur valið sér hópa eftir sínu áhugasviði. Þar verður fjallað um ýmis atriði er varða umhverfið. Til dæmis verður rætt um umhverfið og heimilis- hald í nútíma þjóðfélagi og börnin, vinnuna og umhverfið. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar hafa verið fengnir til þess að fjalla um ýmis málefni og svo gefst ráðstefnugest- um kostur á að fara í margskonar vettvangsferðir. Þetta er í fimmta sinn sem ráð- stefnan er haldin og hafa Norður- löndin skipst á um að halda hana. Svíar héldu fyrstu ráðstefnuna árið 1983, Norðmenn þá næstu 1985, Finnar þá þriðju 1987 og Danir héldu ráðstefnuna árið 1989. Alls hafa um 1000 manns ávallt sótt ráðstefnuna og lítur út fyrir að að- sóknin verði svipuð hér á landi. Búist var við að aðsókn yrði eitt- hvað dræmari hér, þar sem dýrara er að ferðast hingað og þátttöku- gjald er frekar hátt, en svo virðist þó ekki vera. Aðstandendur ráð- stefnunnar segja að svonefndur þýðingarstyrkur hafi þó eflaust haft nokkur áhrif á aðsóknina, því nú sé allt efni á ráðstefnunni þýtt á þrjú tungumál, en það hafi ekki verið gert áður. í fyrsta sinn er þýtt á finnsku og alls hafa 145 Finnar tilkynnt um þátttöku, en það er mun meira en var á síðustu ráð- stefnu. í kvöld hittast ráðstefnugestir og þiggja þeir boð borgarstjóra í sund- laugunum í Laugardal, en formleg setning ráðstefríunnar er ekki fyrr en á morgun. Sýningar, sem haldnar eru í tengslum við ráðstefnuna, eru öll- um opnar, svo og kvikmyndahátíð sem haldin verður í Norræna hús- inu og mun aðgangur vera ókeyp- is. -j*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.