Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 11. júní 1991 Hgpsppl Þótt ekki *« nema 11. júní hefur Garra borist í hendur ársrit Kven- júní, sem menn (og konur) haia vanist aö komi út á degi kvenna 19. úrsnúnlngur á skoðunum höfund- júni Hvort setn þama er verið að arins. Þegar Gam kom það helst í taka forskot á aæluna eða ekki er hug við lestur greinarinnar að kven- a.m.k. víst að þetta erhið vandaðasta fólk væri mcsta byggöavandamáliö, rit íslensk kvennaharátta hefur nú þá verður að taka j»ð fram að þau staöið ósíittð ímeira en lOOárog er orðerhvergi að finnaískrifum Guð- endutn ýmis hughrif og jafnvel hug- dcttur sem kunna að vera óforsvar- ara aftwigða: ,JEkki verður kveona* freðín til aðlaða... ungu höfuðstað- arbúana, scm annars gætu hugsað stim á núfa'mann. Eins og eðlt aBrar haráthi er óþreyja í málilutningi fara út á lantL vinna þar störf sem þeir kunna og skortur er á. En þetr eldtí vera útt á landi.“ hlutura straumur ungra Hitt ersvonátt sem Guðrún Óbfs- að það sé að vinna brautryðjenda- KoHUT flytjílSt SUÓUT starf, þótt það geri ekki annað en að Guðnin Ólafsdóttír bhrtir tölulegar ganga í spor hinna sem á undan upplýsingar sem sýna þetta streymi fóru.Þessvegnaersaganvísmeðað kvenna á besta aidri til höfúðborgar- verða svo miskunnariaus í dómum inrtar. Meginregían er sú að því 8&tum að segja að 5-6 kvennalistak- mefra sem strjáEbýÍið er og þvi fá- drættíngurá við Brieti og mættu þó fcni eru trj: stíHa vilja og vai karia og kvenna um Eru konur 84 konur á móti hverjum 100 k&rt um ttl jafnaðar. í kaupstöðum í sem „verður að gera“ af því að íþcssuefnlséu að edðú ósættanieg. svona roeiri athygii Garra en grein Guð- á móti hvetjum 100 körium og 94 á vökfin. móti 100 á Seifossi. Þótt freistandi ■■ VÍTT OG BREITT ~ ^ Forgangsverkefni byggðastefnu í síðustu viku ákváðu stjómvöld að tími væri til kominn að þrjár at- vinnugreinar legðu upp laupana og að fiskeldi og ullarvinnsla hentuðu ekki á íslandi og að sömuleiðis væm Síldarverksmiðjur ríkisins orðnar úrelt þing og mun fiski- mjölsvinnsla og lýsisframleiðsla leggjast niður í áður blómlegum útgerðarbæjum. í sömu viku voru undirritaðir framkvæmdasamningar um fjalla- borun fyrir vestan sem er ein óarð- bærasta fjárfesting sem þrýstihópar verktakafýrirtækja hafa talið mönn- um trú um að yrðu einhverjum öðrum en verktökunum sjálfum til hagsbóta. Síldarverksmiðjur ríkisins möl- uðu landsmönnum gull f hálfa öld og lentu svo í fjárfestingaglapræði og dugði léleg loðnuvertíð til að allt rúllaði yfir um. Hagræðingar í ullariðnaði breyttu atvinnugreininni úr handverki og smáiðnaði í stóriðju sem gengur gegnum hvert gjaldþrotið af öðru og er það allt í hinu stóra sniði. Eftir að seiðaeldi var gert að fisk- eldi liðu nokkur ár þangað til menn komust að því að ekki var beisnari markaður fýrir eldislaxinn en seiðin þegar sú framleiðsla fór í vaskinn, en var bjargað upp í eldiskerin og þar er fiskurinn núna. Byggðarlög að veði Fiskeldi, ullarvinnsla og fiski- mjölsframleiðsla eru allt eðlilegir atvinnuvegir á íslandi. Ekki eru allir á einu máli um hvað fór úrskeiðis en greinamar eru gjaldþrota. Sumir kenna óhóflegum fjár- magnskostnaði um og telja að ef hinn beiski skuldabikar væri frá þeim tekinn væri hægt að reka hér blómlegt fiskeldi, arðgefandi uilar- iðnað og mala fiskimjöl og skilja lýsi úr gnægtabúri hafsins. Til að svo megi verða vantar aðeins einhverja milljarða til að losa fyrir- tækin úr skuldabaslinu. Öllum er kunnugt um að atvinna hundruða manna er í veði ef nefnd- ar atvinnugreinar verða lagðar nið- ur og framtíð fjölmennra byggðar- laga byggist bókstaflega á því að íyr- irtæki í þessum greinum haldi velli. Sjóðir og lánastofnanir segjast ekki geta pungað út með meira fé í framleiðslufýrirtækin og er þá ekki í annað hús að venda en ríkissjóð sem einfaldlega hækkar gjöld og álögur til að mæta svona uppákom- um. En séu þær atvinnugreinar, sem afskrifaðar voru í síðustu viku, ein- hvers virði og að ríkissjóði finnist hann þegar hafa lúkumar nógu djúpt niðri í vösum borgaranna væri möguleiki á að leysa mál með vali á forgangsverkefnum. Ofan jarðar og neðan Samningurinn um bomn Vest- fjarðaganga er upp á svipaða upp- hæð og gjaldþrot mikilla atvinnu- greina sem stundaðar eru nánast um allt land. Ef gangagerðin yrði lögð á hilluna um sinn en peningamir notaðir í að afskrifa skuldir þeirra framleiðslu- atvinnuvega sem nú eru leiddir á höggstokkinn, væri hægt að tryggja hundruðum manna áframhaldandi atvinnu og gera mörg byggðarlög gimilegri til búsetu. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að fjallaborunin, sem svo mikill áróður hefur verið rekinn fyrir, þjóni yfirleitt neinum hagnýtum tilgangi nema að útvega verktök- um, aðallega útlendum, verkefni. Vel má vera að ísfirðingum létti stórum að fara að nota flugvöllinn á Flateyri og að það verði mikil upp- lyfting fyrir unga Súgfirðinga að bregða sér á ball á ísafirði í skamm- deginu. En að leggja nokkra millj- arða í vegakerfi til þess ama er nokkuð vel í lagt. En áróðurinn fyrir fjallaborun nú er engu minni en fyrir fiskeldi fyrir nokkmm árum, og er hann rekinn eins og trúboð og er engum leyfi- legt að gera athugasemd við kenn- inguna. Fiskeldið átti að taka við af úreltri útgerð og þá yrði sjálfhætt að róa til fiskjar. Nú hafa trúboðar, sem reka erindi verktakafýrirtækja, dáleitt lýðinn og telja honum trú um að samgöngur gegnum fjöll sé hin eina og sanna byggðastefna, sem leysi öll vandamál einangraðra byggða sjálfkrafa. Bormenn íslands og dáleiddir áhangendur þeirra álíta áreiðanlega að það sé óhæfa að blanda fjallabor- un og framleiðsluatvinnuvegum saman. En sé um forgangsverkefni að ræða þá hlýtur að vera álitamál hvort er mikilvægara að auðvelda ungviðinu á Suðureyri að bregða sér á ball á ísafjörð eða aðstoða mikilvirkar og mannfrekar fram- leiðslugreinar til að halda velli og þar með heilu byggðarlögunum. OÓ Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskríft og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hvatvísi og kaldhæðni Sú fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að leggja niður allt fiskeldi í landinu nema einhverjar sérútvaldar stöðvar eftir mati landbúnaðarráðherra er í meira lagi gagnrýnisverð hugmynd. Sýnt er að ríkisstjómin hrapar hér að ákvörðun- um og byggir þær á hraðsoðinni skýrslu eins ráð- gjafafyrirtækis án þess að samtök fiskeldismanna hafí fengið tækifæri til þess að gera athugasemdir við hana, hvað þá einstök fyrirtæki sem hér eiga hlut að máli. Á grundvelli slíkrar skýrslu kveður ríkisstjómin upp dóm um allsherjarútrýmingu fiskeldis. Hér er mjög óvenjulega að verki staðið og varla einleikið. Fáránleiki þessarar útrýmingarherferðar er vel skýrður í viðtali Tímans um helgina við Eyjólf Frið- geirsson, fískifræðing og fiskeldismann. Hann af- neitar því ekki að alvarleg mistök hafi verið gerð í þeirri tegund fiskeldis sem nefnist strandeldi, sem byggt var upp sem stóriðja í samvinnu við útlend- inga. Helmingur allrar fjárfestingar í fiskeldi fór í strandeldisstöðvarnar og þar var fé kastað á glæ, segir Eyjólfur Friðgeirsson. Hins vegar hafa fisk- eldisstöðvar í öðrum greinum þessa atvinnuvegar sýnt góðan árangur. Þar er um að ræða lítil og meðalstór fyrirtæki, sem hafa öll skilyrði til að bera sig ef rétt er að þeim búið, hvað varðar stofnlán og birgða- og afurðalán. Fiskifræðingurinn segir því að ríkisstjórnin hefði átt að gera greinarmun á fiskeldisstöðvum eftir eðli þeirra og uppbyggingu í stað þess að skera þær all- ar niður við sama trog. „í umræðunni hafa menn alhæft og einblínt á heildina," segir Eyjólfur, „án þess að gera greinarmun á stóru íyrirtækjunum sem útlendingar áttu hlut í og litlu íslensku fyrir- tækjunum. Menn verða að átta sig á því að upp- bygging fiskeldisins var tvíþætt. í litlu fýrirtækjun- um var farið mjög varlega í fjárfestingar." Síðan rekur fiskifræðingurinn þá ágalla á opin- beru lánakerfi sem fiskeldið hefur átt við að stríða. Hann heldur því fram að skort hafi á almenna stefnumótun um virkan stuðning við þessa at- vinnugrein. Það kemur fyrst og fremst fram í lána- fýrirkomulaginu, bæði hvað varðar stofnlán og af- urðalán. Meginvandamalið sé hvernig fiskeldis- stöðvar geti fjármagnað birgðir og hvernig haga skuli afurðalánum. Þessi vandi fískeldisstöðva hefur lengi verið ljós og á síðastliðnum vetri voru uppi viðræður milli þá- verandi ríkisstjórnar og fiskeldismanna að finna lausn á honum. Fullur vilji var að leysa vandann, þótt því máli væri ekki lokið áður en ný ríkisstjórn tók við. Nýrri ríkisstjóm bar í þessu tilfelli að halda áfram á hinni jákvæðu braut sem málið var á við stjómarskiptin. Fiskeldismenn höfðu ástæðu til að ætla að landbúnaðarráðherra og þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins tækju á málinu af skilningi. Svo reyndist þó ekki. Hin nýja ríkisstjórn dæmir heila atvinnugrein til eilífrar útskúfunar með einhvers konar samblandi af hvatvísi og kaldhæðni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.