Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 4
HELGIN Laugardagur 7. desember 1991 12 Póli- tískur jóla- matur? Pólitíkin er list þess mögulega. í tilefni þess aö jólin nálgast fengum við fjögur pólitísk pör, sem öll eru í annari sambúð, til þess að gefa okkur uppskrift af jólamatnum sínum. Það sem er kannski forvitnilegast, fyrir utan uppskriftirnar sjálfar, er að vita hvernig hefðir í matargerð á jólunum féllu saman hjá fólki. Og það kom í Ijós að mismunandi smekkur er engin fyrirstaða. Pör- in sem við töluðum við eru Páll Pétursson, al- þingismaður og bóndi á Höllustöðum og kona hans Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Friðrik Shopusson, fjármálaráðherra og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, kvennalistakona og mann- fræðingur. Margrét Frímannsdóttir, alþingismað- ur og Jón Gunnar Ottósson, líffræðingur. Og Svavar Gestsson, alþingismaður og Guðrún Ágústsdóttir, varaborgarfulltrúi. Aðstæður hjónanna Páls Péturssonar og Sigrúnar Magnúsdóttur er fremur óvenjulegar, þar sem þau búa í tveimur landshlutum. Tfmamynd/Ámi Bjama. PÁLL PÉTURSSON OG SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR: Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi þrátt fyrir að komandi jól séu þeirra fyrir tveimur árum voru þannig, að og verslunarmaður, og Páll Péturs- þriðju sameiginlegu jól. Sigrún var hjá sínum börnum í son, alþingismaður og bóndi, eyða Sigrún segir að þau hafi aðeins eytt Reykjavík, en Páll hjá sínum börn- nú sínum öðrum jólum saman, einum jólum saman. Jóladagarnir um og bamabömum á Höllustöð- MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR OG JÓN GUNNAR OTTÓSSON: „Leggjum mikið upp úr jóla- haldinu“ Hugmynd Margrétar og Jóns Gunnars að jólamat Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins á Suðurlandi og Jón Gunnar Ottósson, líffræðingur og deildarstjóri í umhverfisráðu- neytinu hafa eytt þremur jólum saman. Þau eru samflokksmenn og kynnt- ust í gegnum pólitískt starf í Al- þýðubandalaginu. „Við emm bæði vön frekar heföbundunu jólahaldi og þar af leiðandi féll jólahaldið hjá okkur nokkuð vel saman,“ segir Jón Gunnar. Hann segir að þau hafi bæði verið vön því að borða reykt svínakjöt á aðfangadag, en áður en hann kynntist Margréti hafi hann verið vanur að borða rjúpur líka. .Auðvita saknar maður þess og kannski þá aðallega að skjóta þær ekki lengur," segir hann. „Við erum yfirleitt með reykt svínakjöt í rauð- vínssósu á aðfangadagskvöld og frómas með ananas og sítrónum í eftirrétt. Á jóladaginn sjálfan er síð- an nokkuð hefðbundinn jólamatur á borðum; nýtt svínakjöt, hangikjöt og svið,“ segir Margrét. Bæði leggja þau mikið upp úr jóla- haldinu og hafa gaman af því að undirbúa komu jólanna með skreyt- ingum og matseld. „Það er kannski vegna þess að við emm bæði önnum kafin dags daglega og viljum njóta tilbreytingarinnar þegar við eigum frí," segir Margrét. Þau hjónin hafa verið að fikra sig áfram með nýja rétti yfir jól og hátíðir, eins og til dæmis steikta önd með tilhreyandi meðlæti. Jólaborðið er fjölbreytt á heimili þeirra á Stokkseyri, þrí- og jafnvel fjórréttað, því þegar börn beggja og aðstandendur em saman komin er hópurinn kominn á annan tug manna. Forréttur: Þunntskorið hrátt hangikjöt. Melóna. Hangikjötið skorið í örþunnar sneiðar og lagt ofan á melónubit- ana. Aðalréttur: Svínasteik - svínaloeri eða svína- bógur. Skorið í pömna og steikin krydduð með salti og piparkornum, má bæta við negulnöglum og lár- viðarlaufi. Þau hjónin hafa farið út í ýmis konar nýbreytni í matargerð á jólunum, en Jón Gunnar verður að vera án rjúpnanna. Fyrsta hálftímann er steikt við 210 gráðu hita, en þá lækkað í 10 gráður. Vatn sett í skúffuna og steikt þann tíma sem til þarf. Ausið yfir steikina öðm hvoru með- an á steikingu stendur. Paran verður sérlega góð. Eftirréttur: Súkkulaðimyntufrauð. 2 dl. rjómi. 1-2 egg. 35 gr. flórsykur. 100 gr. súkkulaði eða spænir. 1-2 matarlímsblöð. 4 cl. myntlíkjör (má vera minna). Þeytið rjómann. Eggin og flórsyk- urinn þeytt saman og síðan blandað saman við rjómann (best með handþeytara). Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og bætt útí. Matarlímið leyst upp í tsk. af vatni og hrært útí. Þá er líkjörnum bætt í. Hellið í skálar og látið stífna í kæli og síðan skreytt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.