Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 9
HELGIN Laugardagur 7. desember 1991 16 Gaman aö gera jola- góðgætið saman Að athuguðu máli er lítill vandi að búa jólasælgætið til heima. Sælgætisgerð er líka upplagt samstarfsverkefni fyrir alla fjöl- skylduna og að fá yngstu fjöl- skyldumeðlimina til að vera með er örugglega auðsótt mál. Gott heimatilbúið og fallega skreytt konfekt er auk þess upplagt til jólagjafa, sem pakka má inn á frumlegan hátt. Eftirfarandi er gott að hafa við hendina við jólasælgætisgerðina: Massipan Mjúkt núggat Flórsykur Möndlur Saxaðar hnetur Kókosmjöl Döðlur Sveskjur Puntusykur Suðusúkkulaði eða hjúp- súkkulaði, dökkt eða ljóst eftir smekk Litlar konfektöskjur Massipan má drýgja með 1-2 eggjahvítum og hæfilega mikll flórsykur er hrærður út í. Blönd- una má síðan bragðbæta t.d. með möndludropum, sítrónu- dropum, hnetum, rúsínum, serrí eða rommi, allt eftir því sem við á. Þá eru mótaðir hæfilega stórir bitar úr massipaninu og hvert bragð látið hafa sína sérstöku lögun. Því næst eru molarnir hjúpaðir með súkkulaði. Þegar hjúpað er með súkkulaði skiptir mestu máli hvernig súkkulaðið er brætt. Súkkulaðið gránar við of háan hita, en kúnstin er að halda góðum gljáa. Best er að nota pott með litlu vatni, en skálin sem sett er ofan á pottinn má ekki ná ofan í vatn- ið í pottinum. Hitinn á vatninu má helst ekki fara yfir 35 gráður. Það er auðveldara að hjúpa með suðusúkkulaði ef örlítið af olíu er sett út í. Molunum er síðan dýft ofan í, súkkulaðið látið síga vel af og þeir lagðir á smjörpapp- ír. Ef skreyta á molana er best að gera það á meðan súkkulaðið er heitt. Einnig má t.d. sprauta dökka konfektmola með ljósu súkkulaði, en það er þá gert eftir að hjúpurinn hefur þornað. Mikilvægast er að fjölskyldan gefi hugmyndafluginu lausan tauminn við sælgætisgerðina, en hér koma nokkrar hugmyndir að jólasælgæti. Litlar kúlur gerðar úr massipani, blönduðu eða óblönduðu eftir vild. Einni möndlu stungið í miðjuna og síðan hjúpað með súkkulaði. Súkkulaðihjúpur bragðbættur eftir smekk. Hjúpnum síðan hellt í litlar konfektöskjur og skreytt. Þá má hjúpa með súkkulaði t.d. mandarínurif og epli svo eitt- hvað sé nefnt. Gott er að taka Yngsti meðlimurinn tekurtil hendi í jólasælgætis- gerð fjölskyldunnar. Vissara er að fylgjast með framleiðslunni og stinga nokkrum molum í munn- Ínn. Timamynd/Áml Bjama. steinana úr döðlum eða sveskj- um og nota massipan eða mjúkt núggat sem fýllingu. Þetta er síðan hjúpað með súkkulaði og skreytt t.d. með möndlu. Biti af massipani er flattur út. Til að forðast að massipanið festist við kökukeflið er plastfilma lög undir og yfír massipanið. Útflatt massipanið er síðan smurt með núggati og þessu rúllað upp og hjúpað með súkkulaði. Massi- panbrauðið má t.d. skreyta með söxuðum hnetum. Gott „gott“ (ca. 1/2 kg) 2 dl sykur 2 dl síróp Vh - 2'h msk. smjör (45-75 g) 2 dl rjómi 1 dl möndlur Litlar öskjur fyrir konfekt Möndlurnar eru saxaðar. Öllu nema möndlunum blandað sam- an í pott með þykkum botni. Hitað upp að suðu á jöfnum hita. Nokkrum dropum af blöndunni er hellt í kalt vatn. Ef þá er hægt að móta kúlur með fingrunum úr blöndunni er hún tilbúin. Möndlunum er blandað saman við. Konfektöskjurnar eru pensl- aðar með olíu og blandan sett í öskjurnar t.d. með teskeið. Skreitt eftir vild. Laugardagur 7. desember 1991 HELGIN 17 NÝ PRJ ÓN AUPPSKRIFT Islenskt handprjónaband Fjölbreytt litaval Plötulopi Hosuband Flos Hespulopi Loðband Flóra Sölustaðir um allt land • Pósthólf 140 • 270 Mosfellsbæ • Sími 91-6663 00 m ÍSTEX® ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F. Nýtt fyrirtæki í ullariðnaði Græn börn Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin „Græn böm", eftir dr. Penny Stan- way. Bókin fjallar um böm frá sjónarmiði náttúrulegrar bameignaáætlunar og í henni eru tekin fyrir atriði eins og umönnun á getnaðartíma, meðganga, joðsótt og fæðing, brjóstagjöf, um- önnun bama frá fæðingu og frameftir aldri, sambúð, þarfir foreldra, mata- ræði, heilsa og menntun. Guðmimdur Þengilsson læknir ritar formála að bókinni og segir hann þar m.a.: „Eins og titillinn gefur til kynna er fyrst og fremst fjallað um barnið í „grænni" veröld. Fyrst er rætt um bamið ófætt, hvemig best verði búið í haginn fyrir það, baeði fyrir getnað og síðan meðan á meðgöngu stendur. Þá er fjallað um bamið í fæðingu, nýfætt og allt fram á eins árs aldur. Einnig um umhverfið sem barnið lifir og hrærist í. Meginuppistaðan er „græn- ir" lifnaðarhættir, „grænt" umhverfi. Sólskinsbam Komin er út hjá Máli og menningu bamabókin „Sossa sólskinsbam" eftir Magneu frá Kleifum. Bókin er um litla, duglega og fram- kvæmdasama stúlku sem elst upp í stórum, systkinahópi í sveit. Sossa kemur öllum í gott skap í kringum sig, enda er hún hugmyndarík og ófeimin. Sagan er fjörlega skrifuð og gefur lifandi mynd af lífi bama fyrr á þessari öld. Þóra Sigurðardóttir myndskreytti bókina sem er unnin í Odda. iamkvæmt tóbaksvarnalögum er óheimilt ,að reykja í myndbandaleigum og leiktækjasölum! TÓBAKSVARNANEFND á ótrúlega hagstæðu verði 4X4 Búnaöur Vél 2600CC. 115HO bensín. ÍSamlæsing á hurðum. /Útvarpm/segulbandi.Tregðulæsing Rafstýrðar rúðuvindur. Háþrýstiþvottur á aðalljósum. Hæðarstilling og i upphitað bílstjórasæti. / Frá 2.289.000 stgr. á götuna TROOPER I CREW CAB Bunaður Vél 2300CC. 110HÖ. 5 gíra. Aflstýri. Tregðulæsing. (Vönduð innrétting, 5" upphækkun. Gúmmíbrettakantar. Gangbretti úr áli. B.F. Goodrich 32“ dekk. Álfelgur. Svört grind á framstuðara og Ijóskastarar, Warn M6000 spil. Frá 1.782.000 stgr. á götuna Hús ekki innifaliö í veröi. ISUZU bílarnirerumjög þægilegir íakstri.mjúkir og rúmgóðir.j Láttu ekki vetrarfærðina hafa áhrif á ferðaáætlanir þínar. /Tryggðu þér og fjölskyldunni traustan ISUZU bíl. Takmarkað magn bíia Ókeypis skoðun árlega JXsJiMiíORD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.