Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. tebrUar 1992 Tlminn 7 framleidd í tilbúnum einingum. Já, þama má þróa upp stóriðnað í stað þess að við leggjum nú mesta áherslu á hráefnaútflutning, eins og hvert annað vanþróað ríki, flytj- um m.a. út vikur í stað fullunninn- ar vöru. Vikurplötur gætu einmitt hentað við þessar byggingar. Mér er nefnilega annt um að það verð- um við íslendingar sem hrindum þessu í framkvæmd en látum úr- vinnsluna ekki útlendingum í hendur, eins og oft hefur gerst með íslenska hugmyndir - - sbr. skuttogarann. Ég hef þegar látið skrá einkaleyfi á hugmyndinni og fengið fyrirspurn frá Kanada um hana. Þá á ég heimboð frá þýskum aðilum sem framleiða plastprófíla. Einhver mun verða til að grípa þessa hugmynd, ef við hér á landi sinnum henni ekki. Hún er komin til að vera. Þjóðverjar þurfa á 2 milljónum íbúða að halda fyrir aldamót og hvað um þá þörf fyrir nýbyggingar sem verður í fyrrum Sovétríkjunum? í sumar verður haldin ráðstefna um eyðingu skóga í Brasilíu. Ég álít að þessa lausn í húsagerð þyrfti að kynna þar. Aðgerða er þörf strax Ég hef rætt við ýmsa aðila um fyr- irgreiðslu, en viðbrögðin hafa bor- ið keim af þessu gamla: Sífellt er verið að ræða þörfina á einhverju nýju í atvinnulífinu, en þegar menn koma með eitthvað sem sannarlega er nýtt, þá er ekki hlustað á þá. Ég hef óskað eftir stuðningi til þess að reisa fimm hús, t.d. fimm húsa raðhús. Til þess þarf ég 20 milljónir. Já, 20 milljónir — fyrir fimm hús. Ég skyldi koma þeim upp á 3-4 mán- uðum eftir að fjármagnið væri fengið. Þá geri ég að vísu ráð fyrir að álprófílana fengi ég á lánskjör- um erlendis, sem yrði auðsótt Ég hef rætt við menn hjá íslenska álfélaginu og við iðnaðarráðherra. Báðir hafa tekið erindinu vel í sjálfu sér, en ekkert hefur gerst Þegar ég ræddi við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í þriðja sinn á dögunum lét hann svo ummælt að hann þyrfti að fara að aðhafast eitt- hvað, en ekki hef ég orðið var við það. M.a. ætlaði hann að ræða við þá hjá álverinu. Sennilega er ástæða tregðunnar sú að mönnum þykir þetta of borðleggjandi til að geta staðist. T.d. arkitektar sem ég hef rætt við eru eins og úti á þekju. Samt gefa húsin kost á öllum hugsanlegum fjölbreytileika í arki- tektúr, því hæglega má nota t.d. sveigt gler eða litað að vild. Þá er stór hluti byggingavinnu í Iandinu nú fólginn í viðgerðastarfsemi. Þessi hús á aldrei að þurfa að gera við og þau verða umhverfisvæn. En hægagangur í þessu efni er hættulegur, því spurningin er að- eins sú hvaða aðilar í Evrópu munu fá að framleiða þessi hús til frambúðar. Ef við grípum ekki fær- ið skjótt munum við kaupa þessi hús erlendis frá einn daginn. Ég hef lagt aleigu mína í þessi áform, seldi ofan af mér á sínum tíma til þess að koma þeim á hreyfingu og get nú ekki beðið lengur. Eftir að ég hef fengið hugmyndina skráða byrjar klukkan að tifa og að ári liðnu verð ég að svara hvar ég hyggist fá einkaleyfið til ffambúð- u frágangur þeirra í húsgrind sem er vandmeðfarinn og oft misheppnað- ur. Auk þess sem húsið er að utan klætt með viðhaldsléttu efni. Þetta tvennt, auk þess að eðli uppbygg- ingarinnar er þannig að lítil hætta ætti að vera á vatnslekum, skapar húsinu þannig nokkra sérstöðu. Þegar byrjað var að kynda innra húsið varð ytra rýmið eðlilega mjög rakL En þegar settar voru þaktúður hvarf móðan eins og dögg fyrir sólu. Þótt búist hafi verið við þess- um áhrifum loftræstingarinnar var þó sjón sögu ríkari hvað þetta varð- ar. Húsið við Rb er frumraun Haf- steins með þessa húsagerð. Auðvit- að lærist margt við slíka tilraun í fullum mælikvarða sem nýtist við sams konar viðfangsefni í framtíð- inni. Hér er einkum átt við ýmis smáatriði eða deililausnir og nýting rýmisins innan veðurhjúpsins er aðeins heft af andagift þess hönn- uðar sem það skipuleggur." einangrun...............700 þús. Milliveggjaplötur með festingum o.fl..........500 þús. Alls eru þetta þá 4 milljónir króna, en eftir á að bætast við kostnaður vegna raflagna, hita- lagna, skápa, hreinlætistækja, sökkla, skolplagna, lóðagjalda o.fl. Ég tek skýrt fram að ekkert er því til fyrirstöðu að reisa heilar blokkir með þessari aðferð. Þar mundi tveggja til þriggja herbergja íbúð ef til vill ekki kosta nema svo sem tvær milljónir. Hver óskaði sér ekki slíkra kjara í því ástandi í hú- næðismálum sem fólk býr við í dag? Dauðadómur hefð- bundins byggingar- iðnaðar? Hafsteinn Ólafsson: „Mér er annt um að það verðum við íslendingar sem hrindum þessu I framkvæmd, en látum úrvinnsluna ekki út- lendingum I hendur". (Tímamynd Árni Bjarna) Þverskurður af einnar hæðar húsi sem byggt er með að- ferð Hafsteins Ólafssonar. Sýnd eru tengi og þakfestingar, sökklar og innri og aytri útveggir. Loftræsting á þakkilinum gefur full- komna rykvörn. , KJÖLUR Efni í 150 fm einbýl- ishús á 4 milljónir Þá er komið að einu veigamesta atriðinu sem aðferðin hefur sér til ágætis, en það er hinn lági bygg- ingarkostnaður. Húsnæðismálin eru komin í algjöran hnút hér á ís- landi og raunar víða annars staðar. Húsnæði er hætt að seljast af því hve dýrt það er orðið. Hús á íslandi hafa nefnilega lítið breyst frá því eftir fyrra stríð. í þau hafa alltaf verið notuð sömu efnin, timbur og steinn. Það er í þessu sem ég tel ástæðu til að breyting verði á. Ég get ekki fallist á að við sem þurfum að koma yfir okkur húsnæði verð- um að verja til þess stórum hluta starfsævinnar og margir fá ekki undir því risið. Því legg ég hér fram grófa kostnaðaráætlun fyrir byggingu 150 fermetra einbýlis- húss með bílskúr: ÁJprófílar, 5,4 tonn....1500 þús. Plastprófflar, þrefalt plast í þak m. báruplasti.....800 þús. Gler um 3800 fm. ásamt lituðum dúk eða plötum...500 þús. Gólf og loftplötur ásamt Enginn vafi er á að tilhugsunin um að taka þessa aðferð upp hræð- ir margan. Menn sjá fyrir sér að hún muni ganga að hefðbundna byggingariðnaðinum dauðum. En það er misskilningur ef rétt er að þessu staðið — þ.e. ef skjótt er brugðist við. Hér er um alíslenska hugmynd að ræða. Við höfum hér álverksmiðju sem mundi fá veru- legan markað hér innanlands, (sem nú er nær enginn) og erlend- is einnig, því 5,4 tonn mundi þurfa í húsið sem að ofan er lýsL Enn mundi þurfa verksmiðju til þess að draga álprófflana og aðra verk- smiðju til þess að draga plastpróffl- ana. Þeir yrðu unnir úr endurunnu plasti, en hér leggst að tiltölu jafn- mikið til af plasti til endurnýtingar og annars staðar í heiminum. Þær tvær verksmiðjur sem þama er gert ráð fyrir mætti setja á fót fyrir um 40-50 milljónir. Það eru satt að segja ekki miklir fjármunir miðað við þá milljarða sem þegar er búið að eyða vegna væntanlegra álvers- hugmynda á Keilisnesi. Því ættu þeir sem óttast um örlög hefð- bundinna byggingargreina að hug- leiða hvflíkir iðnaðar- og þá út- flutningsmöguleikar gætu hér skapast. Vitaskuld yrðu húsin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.