Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 17. mars 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tíminn í 75 ár „Um nokkur undanfarin misseri hafa verið á döf- inni samtök allmargra eldri og yngri manna af ýmsum stéttum víðsvegar um land sem stefnt hafa að því að íslenska þjóðin skiftist framvegis fremur en hingað til í flokka eftir því hvort menn væru framsæknir eða íhaldssamir í skoðunum." Þannig hefst forsíðugrein fyrsta tölublaðs Tím- ans, sem út kom þann 17. mars 1917, fyrir réttum 75 árum. Blaðið hóf göngu sína á umbrotatímum. Fyrri heimsstyrjöldin geisaði, og segir í fyrsta tölublaðinu að vænta megi stórtíðinda frá styrj- aldarþjóðunum með vorinu. Einnig segir að frá Rússlandi séu „lausafréttir um að uppreisn hafi verið gerð í Pétursborg, allsherjarverkfall sé í Moskvu og keisarinn sé rekinn frá völdum." Tíminn hóf göngu sína þegar nýtt flokkakerfi var að myndast hér á landi. Það flokkakerfi er enn- þá við lýði í megindráttum. Blaðið hefur verið pól- itískt, málgagn Framsóknarflokksins, en undan- fari hans voru þau samtök manna sem getið er um í fyrstu setningu blaðsins. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið áhrifarík stjórnmálasamtök og er svo enn. Hins vegar hefur margt breyst og breytist á skemmri tíma en 75 árum. Tvær heimsstyrjaldir hafa geisað. Heimskreppa hefur gengið yfir, og það stjórnkerfí, sem komst á í Rússlandi í kjölfar þeirra atburða sem getið er um, er hrunið. Þó margt hafi breyst, breytist ekki þörfin fyrir að berjast fýrir framsæknum og frjálslyndum sjónarmiðum. Margir hafa nú þá trú að blind auð- hyggja og markaðshyggja sé það hreyfiafl sem skapar óskaþjóðfélagið. Skipbrot kommúnismans hefur gefið þessum öflum byr um sinn. Við útgefendur Tímans róum lífróður á 75 ára afmælinu. En þrátt fyrir það eigum við okkur drauma. Þeir draumar eru um öflugt málgagn, sem berst fyrir frjálslyndum viðhorfum þar sem manneskjan er í öndvegi með sínar vonir og þrár, og baráttu fyrir lífshamingju. Kreddufull stefna kommúnismans vildi steypa alla í sama mót. Hið mannlega gleymdist, hin há- leitu markmið um lífið, frelsið og leitina að lífs- hamingju sem manninum er heilög. Nú er hætta á því að bakslagið efli hina ómann- eskjulegu auðhyggju, sem sparkar í þá sem eru minni máttar. Utópíurnar lifa ennþá góðu lífi um hið fullkomna þjóðfélag markaðsaflanna. Við eigum þann draum að vera málgagn ein- staklingsins og þeirra frjálsu samtaka, sem vinna að heill hans og lífshamingju. Hvern þann, sem vill vinna að þessum markmiðum, bjóðum við vel- kominn til liðs. Blaðið er opið fyrir öllum skoð- anaskiptum, án tillits til stjórnmálaskoðana. í erfiðleikum undanfarinna mánaða hefur það verið okkur á Tímanum mikil uppörvun að finna það á fjölmörgum, hvar í flokki sem þeir standa, að þeir telja að blaðið eigi erindi við fólk og það þurfi að halda áfram göngu sinni. Við höldum því ótrauðir áfram baráttunni. Verkefnin eru næg. kttmwsu » t.»»*»<■«j i itnif ■ >, Þtr ,i ukx TÍMINN li»uu;nnu;uf. |!Uri*«a iM i na.i.v* .ia(iu»ni4i,|m»íat. ».i« l.ánl »r víS »« víraijk.ap* .kipiit mrSín »voa* ' !*» »# \m\ * fiitor ifiil MiBjífooiiiSnffvhti.10 ftelor Öiwi!stoi4iií. Im soíhut auiuofvm miwrijW.SiS mun Ut» ti) *in US», t*jh)«ji»S (il bwj.rlta, 4"ri!r l>v) uSc VuSlii (,v( riA»r i.utii »a lnl* voia t aaiím,i «»ni(ól, »)Í'JÍHmí Þ»A *vo t, »S tw»jir þvl m» 1 *inn »r tliMil'iltlM, H ht »)*) *l»i vi! V#*hiriií!m*. moriiM w.)n ws jngi| «»**» htiUusn tw)m »«i) v*rt« l*tn IwttftUm U*n MHrmAot M«mi»»mti mnnu n**i vVi.un ír mrttir t #iy»mt«n«i; Qrunur um ikveikju jumsxti. tartfttóoStna.'þrwmtwtn! taHjjW A4r)\«WW»S»)i'>3 tli ft- in-jwnSUWFli'tfiini I *vt)*r jwrt núaí snröa 1t» Skattur greiddur af fjárhags- aðstoó laugardagur 14. mars 1992 53. tbl, 76. árg. VERO t LAUSASÖUJ KR. 110.- anna til kynningarstarfsemi eru ein- hliða kallaðir blaðastyrkir og sagðir ganga til flokksblaða sem gefin eru út í Reykjavík. Þetta er rangt en lyg- in er endurtekin oftar en hún er leiðrétt. í fyrra hættu ríkisstofhanir að kaupa nokkur hundruð eintök af dagblöðum samkvæmt valdboði. Minni blöð munar mikið um þann samdrátt en hin stærri eru keypt inn á stofnanimar eftir sem áður og skiptir bannið þau ekki máli. Opinberar auglýsingar eru nú bannaðar nema í Morgunblaði og einhvem kvóta fær DV. Fram- kvæmdastjórum ríkisfyrirtækja er sagt að þeir megi aðeins auglýsa í einu blaði og þeir velja þau fyrir- ferðarmestu. Úr öllum áttum Ráðist er að dagblöðunum úr öll- um áttum og það em yfirlýst trúar- brögð að þau eigi að standast harð- ari samkeppni en öðmm greinum atvinnulífsins er gert. Allur styrkur og stuðningur við dagblöð er harðbannaður, þ.ea.s. við minni blöðin. Þegar hundrað manns var sagt upp á blöðunum í vetur mjamtaði ekki nokkur sála kjafti og þykir enn ekki fréttnæmt. Opinberir sjóðir moka fé út og suður í alla þá menningarstarfsemi Raddir þagna eða hávaðamengun? Þegar talað er um blaðadauða í út- löndum em málin yfirleitt lögð upp á þann veg að blaðalestur fari hrað- minnkandi enda öðmvísi fjölmiðiar teknir við. Gróin stórborgarblöð og blöð sem koma út samtímis í mörg- um borgum stórþjóðanna hafa sum hver þurft að láta í minni pokann fyrir keppinautum. En það þýðir ekki endilega fækkun dagblaða, því víða um Iönd hafa minni, svæðisbundin blöð orðið til eða eflst á kostnað svokallaðra stórblaða. Því er notkun orðs- ins blaðadauði oft villandi þótt gömul blöð leggi upp laupana, því oft er það að útgáfan tekur á sig nýtt og breytt form og blöðum fækkar ekki þótt einhver hverfi af sjónar- sviðiðnu. Hvað sem samkeppni og gjör- breyttri fjölmiðlatækni líður geta blöð einfaldlega lokið hlutverki sínu þegar ekki er lengur gmndvöllur fyrir boðskap þeirra. Er til að mynda hægt að spyrja hvort það er einber tilviljun að Þjóðviljinn og Pravda verði samferða fyrir ættemisstapa. Áhríf og útbreiðsla Lýðhylli blaða og útbreiðsla segja ekki alla söguna um gæði þeirra eða áreiðanleika. Það er vel þekkt fyrir- bæri að þau blöð sem gefin em út í stærstum upplögum em illa skrifuð og hafa lítið sem ekkert heimilda- gildi og er ekkert mark á þeim tak- andi. Gula æsifréttapressan er marklítil og áhrifalaus, nema helst til að sverta mannorð og bera sakir á menn og málefni. Áhrifamáttur blaða felst ekki í eintakaíjölda þeirra heldur fremur hverjir lesa þau en ekki hve margir kaupa þvætting æsiblaðanna sem ávallt halda sig á mörkum siðleysis og hálfsannleika. Þeir sem fletta erlendum blöðum með eftirtekt veita því fljótlega at- hygli að þau blöð sem hafa mestu útbreiðsluna em gjaman með hvað fæstar auglýsingar. Síðdegisblöð sem gefin em út í milljónum ein- taka hafa aðeins örfáar auglýsinga- síður. Aftur á móti em áreiðanleg og virðuleg blöð full upp með auglýs- ingasíður upp á hvem dag þótt upp- lag þeirra sé kannski tíu sinnum minna en víðlesnu og óvönduðu pressunnar. Þessu hafa íslenskir auglýsendur aldrei tekið eftir, fremur en svo mörgu öðm í viðskiptum. Auðhyggja og ríkisforsjá íslenskum dagblöðum er sagt að þau eigi að standast samkeppni og spjara sig á markaði. Það reyna þau að gera. Þeir sem aðhyllast markaðs- hyggjuna og samkeppnina sjá ekk- ert athugavert við að ríkið geri út mestu upplýsinga- og skemmti- stofnun sem um getur í okkar heimshluta. Stofnunin nærist á lög- bundnum nefskatti og meiri auglýs- ingatekjum en þekkist annars stað- ar meðal ríkisfyrirtækja. Stofnunin hefúr sjálfdæmi um tekjur og útbreiðslustarfsemi og teygir sig inn á öll þau svið sem fjöl- miðlun til heyrir. Nú er Ríkisútvarp- ið að bæta fjórðu rásinni við. Texta- sjónvarpið tekur að sér allar upplýs- ingar sem verið hafa í svokölluöum dagbókum dagblaða. TVöllaukni risinn eirir engu í fjöl- miðlun og deilir ekki með öðrum. Nú ætlar ríkið einnig að taka að sér að skaffa krossgátur og dægradvöl ýmsa af því tagi og bömin fá að lesa sögur af skjá og tölvuleikir ríkisins em í burðarliðnum. Stóri-stóri bróðir í Efstaleitinu beitir öllum sínum áhrifamætti til að draga til sin auglýsingatekjur og sýnir fram á með skýrum hætti að enginn ætti að láta sér detta í hug að auglýsa annars staðar en hjá sér. Dagblöð eru rusl sem Stóri-stóri bróðir þolir ekki. Það þylur hann dögum oftar á öllum sínum hávaða- sömu rásum og biður um enn meiri peninga til að drepa niður alla sam- keppni. Aðrir Ijósvakamiðlar eru ekki í vemduðu umhverfi ríkisforsjár og ganga skrikkjótt þótt þeir beri sig mannalega. Hálfsagðar sögur og skrök Langvarandi er hann orðinn jarmurinn um blaðastyrkina á ís- landi. Framlög til stjómmálaflokk- sem upphugsuð er í heimi hér og þykir aldrei nóg. Ótölulegur fjöldi fólks er ávallt tiibúinn að rífa sig niður í rass til að reka á eftir fjárframlögum ríkisins til að búa til kvikmyndir um sjúk- linga á eyðibýlum eða nauðga þekktum skáldverkum með því að filma þau. Musteri em byggð og endur- byggð og þriggja sviða skemmtanahús þykir eng- um mikið. Engin ástæða er til að sjá á eftir fé í alla þá athafna- semi sem útbreiðsla kúltúrsins krefst fremur en til annarra þjóð- þrifa. En sá hatrammi áróður sem uppi er gegn því að dagblöð geti komið út er ekki í neinum takti við allan þann fjáraustur sem þykir svo sjálfsagður þegar einhver önnur útbreiðslu- starfsemi á í hlut. Vítahringur 75 ár eru í dag síðan fyrsta tölu- blað Tímans rataði fyrir augu þjóð- arinnar. Allt síðan hefur blaðið verið lifandi vettvangur þjóðmálaumræð- unnar og látið flest svið hennar til sín taka. Það er ekkert leyndarmál að blað- ið berst nú í bökkum enda er að því vegið úr ólíklegustu áttum. Oft er á orði haft að útbreiðslan sé helst til lítil og að kaupendafæð standi Tím- anum helst fyrir þrifum. Nokkuð er til í því, en hitt er ann- að að skortur á auglýsingum og þar með drjúgum tekjum er það sem Ieikur blaðið hvað verst. Á þann hátt lendir blað í vítahring. Þegar tekjur rýma verður óhægara að halda úti fjölbreyttu og vönduðu blaði og kaupendum fækkar. Þegar svo óvandaður áróður og ríkisvaldið leggjast á minni blöðin til að torvelda þeim lífsbaráttuna fer að Qúka í flest skjól. En Tíminn kemur út og getur enn átt langa lífdaga fyrir höndum svo iengi sem kaupendur og auglýs- endur trúa því að frjálslynt og for- dómalaust blað eigi hlutverki að gegna. Þeir sem við Tímann starfa trúa að svo sé og að gengdarlaust blaður og hávaðadæling sé ekki endilega öll sú fiölmiðlun sem koma skal. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.