Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 25. apríl 1992 Sveinn Allan Morthens, framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra: Kálfstaöir i Hjaltadal ern ekki beinlínis í þjóðleið, þó frægöar- setrið Hólar standi skáhallt á móti bænum í dalnum. Heimreið- in er grýtt og oft þungfær vegna snjóa á vetrum. En þó að vegfar- endur þurfi að hægja ferðina, þegar þeir beygja frá aðalvegin- um til Hóla inn dalinn hinum megin, er það þess viröi, því út- sýnið er fallegt. Drangey skartar sínu fegursta úti á firöinum, en í bakgrunni tróna úfnir fjallatindar Tröllaskagans. Á Kálfstööum býr Svíþjóðar- menntaður uppeldisfræðingur, Sveinn Allan Morthens, ásamt konu sinni Þóru Björk Jónsdóttur og einni dóttur. Þau fluttust frá Reykjavík til Skagafjarðar 1983 þar sem þau tóku þátt i stofnun skólaheimilis fýrir þroskaheft böm á bænum Egilsá i Akra- hreppi og bjuggu þar til 1988, þegar Allan tók við starfi fram- kvæmdastjóra Svæöisstjórnar um málefni fatlaðra á Norður- landi vestra. Allan sækir vinnu sína úr Hjaltadalnum inn á Sauö- árkrók, en Þóra starfar sem skólastjóri í grunnskólanum á Hólum. Eftir að komið er í hlaö fá Tímamenn kaffi og heimabakaö brauð í eldhúsi á Kálfstööum, en Allan Morthens rifjar upp þegar hann og bræður hans voru ungir strákar í sveit í Kjósinni. „Við lærðum þar að umgangast náttúruna með virðingu og meta kosti þess að búa í nátt- úrulegu umhverfi/1 segir hann, og bætir við að hann hafi snemma kynnst dökku hliðun- um á mannlífinu í Reykjavík, þegar hann vann á Unglinga- heimili ríkisins jafnhliða námi. „Þá var maður að fást við harð- asta kjarna „vandræðaung- Iinga“ og varð vitni að mörgum slæmum hlutum, sem voru að festa sig í sessi sem vandamál í höfuðborginni; Reykjavík hefur að mínu viti fáa kosti stór- borga, en aftur á móti flesta galla þeirra." Tóku öll meira og minna ástfóstri við staðinn Eftir að hafa unnið í þrjú ár við Ungiingaheimilið að loknu námi var Allan búinn að fá nóg, og hann og Þóra Björk voru ákveðin í að breyta til. Það fylg- ir því hins vegar alltaf dálítið rask fyrir fjölskyldu að taka sig upp og skipta um umhverfi. „Við höfðum nokkrum árum áður starfað einn vetur vestur á Breiðuvík við skólaheimili, sem þar var rekið," segir Allan. „Það var vissulega erfitt og mikil einangrun, en lærdómsríkt. Á þessum tíma var fræðslustjór- inn á Norðurlandi vestra að út- færa hugmynd um sérskóla eða sérdeild fyrir fötluð börn í um- dæminu. Sú hugmynd kom upp að við færum nokkur hing- að norður og mynduðum skólaheimili, þar sem við áttum að búa jafnhliða og veita sólar- hrings þjónustu fyrir fatlaða vistmenn. Það varð úr og við sjáum ekki eftir því. Skóla- heimilinu var valinn staður á Egilsá í Skagafirði og hefur ver- ið starfrækt þar síðan. Þar hef- ur verið tiltölulega þröngur hópur af fólki, sem hefúr sér- fræðimenntun á sviði félags- mála, og það hefur allt meira og minna tekið ástfóstri við Skagafjörðinn. Þó svo að Egils- árheimilið verði líklega ekki starfrækt áfram, eru að minnsta kosti tvenn hjón, sem hafa unnið þar, búin að kaupa sér jarðir og sest að annars staðar í firðinum.“ Hér skemmtir fólk sér sjálft Hvernig er að koma inn í til- tölulega fámennt samfélag og aðlagast mannlífinu þar? „Það er ekkert erfitt. Okkur var tekið mjög vel. Þetta gekk rólega til að byrja með, en small saman mjög fljótlega. Við gerðum okkar besta til þess að taka þátt í þessu félagslega lífi í sveitinni, sem er annað en borgarbúinn á að venjast. Hér verður fólk til dæmis að skemmta sér sjálft. Það má segja að hér sé enn í heiðri haft hið fornkveðna „Maður er manns garnan". Það, sem mað- ur þekkti fyrir sunnan, var að fara á einhverja staði til þess að láta skemmta sér. Við upplifð- um okkur mjög fljótlega sem heimamenn og ég held svo sem líka að fólkið í kring hafi fljót- lega litið á okkur sem hluta af sveitinni, þó að við værum ekki með búskap.“ Genguð þið skipulega til verks og gerðuð áætlun um hvernig skyldi standa að því að kynnast nýjum nágrönnum? „Nei, við gerðum það auðvit- að ekki,“ segir Allan brosandi. „En við Þóra Björk höfðum ákveðna reynslu frá Breiðuvík. Skólaheimilið þar var bæði fé- lagslega og landfræðilega ein- angrað. Þegar við komum til Skagafjarðar, vissum við a.m.k. hvað við áttum ekki að gera. Við vissum, að það að reka svona stofnun í sveitinni gerði þá kröfu til okkar að við gengj- um að því sem þar væri, en reyndum ekki að aðlaga sveit- ina að okkar kröfum. Reyndar kom svo í ljós að félagslíf sveit- arinnar henntaði mjög vel okk- ar háttum.“ Ákveðinn heimóttarháttur í ársbyrjun 1988 fluttist fjöl- skyldan til Sauðárkróks, þegar Alían tók þar við starfi fram- kvæmdastjóra Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra. Uppbygg- ingin í þeim málaflokki var þá komin tiltölulega stutt á veg í Norðurlandskjördæmi vestra. „Þá var íyrir nokkrum árum búið að setja ný lög um málefni fatlaðra, og menn voru að reyna að átta sig á því hver væri þörfin og annað í þeim dúm- um,“ segir Allan. „Mér fannst og finnst enn nokkuð áberandi visst tómlæti gagnvart þessum málaflokki. Menn hafa tak- markaðan skilning á málefnum fatlaðra. Þeim finnst þetta vera ákaflega dýrt að vera að búa til sambýli og stofnanir fyrir þá. Á Norðurlandi vestra starfa um 30 að þjónustu við fatlaða. Þeir, sem ekki þekkja til, spyrja gjaman hvort það sé einhver þörf á þessu. En mönnum hættir til að gleyma því líka að félagsleg þjónusta er hluti af byggðastefnu. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað félagslega þættinum er lítið sinnt og hann vanmetinn, bæði af sveitarfélögum og stofnun- um. Við sjáum koma upp ýmis- konar vandamál hjá fólki, sem ekkert er hægt að sinna. Sveit- arfélög leggja eðlilega áherslu á atvinnuuppbyggingu, en það er eins og menn gleymi að það þarf að sinna félagsþjónustunni jafnhliða. Hún er látin sitja á hakanum. Það má nefna sem dæmi að það er ekki starfandi hér einn einasti félagsráðgjafi. Það er ekki starfandi á vegum sveitarfélaga hér einn einasti sálfræðingur og það starfar ekki heldur einn einasti geð- læknir á Norðurlandi vestra. Ef einhver vandamál koma upp, þurfa menn að leita eitthvert annað eftir þessari þjónustu.“ Er þörfin til staðar? „Hún er ótvíræð. Lands- byggðin á undir högg að sækja og þar þrengir stöðugt að, sér- staklega hvað varðar atvinnu- tækifæri og uppbyggingu. En ef menn gleyma félagslega þætt- inum, er mikil hætta á því að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.