Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. apríl 1992 Tíminn 13 Það var pakki eins og þessi, sem Rob Coulthard varð uppvís að að hafa undir höndum. Eiturmagnið í pakkanum er nægilegt til að drepa 2.500 manns. Rannsóknin sýndi að Sandy hafði verið gefið arsenik í smáskömmtum frá því í desember 1987 og þar til hún lést í júlí 1988. Sjá mátti að þau tímabil, sem ar- senikmagnið í hári hennar var mest, voru í samræmi við veikindi hennar. Það studdi þá kenningu að Rob hefði gefið Sandy arsenik í lengri tíma. Lögreglumennimir töldu að ástæðan fyrir því að hann dró dauðastríð hennar svo lengi væri sú að hann hefði viljað láta líta út fyrir að um eðlileg veikindi væri að ræða. Tæknimenn FBI tóku einnig sýni úr hári Robs til að útiloka að ein- hver hefði verið að gera tilraun til að fyrirkoma þeim hjónum báðum. Ekki fannst vottur af arseniki í hári hans. Tryggingafélagið, sem tryggt hafði Sandy, hafði nú haft nasaþef af því, sem á seyði var, og hóf sína eig- in rannsókn. Það stöðvaði þegar greiðslur til Robs og gerði ráðstaf- anir til að kæra hann fyrir trygg- ingasvik. Gæfa og gjörvileiki Rob var sonur háskólakennara og bókasafnsfræðings. Hann hafði staðið sig mjög vel í skóla og stefndi að því að verða læknir með tíman- um. Hann lauk prófi í virtum fram- haldsskóla þar sem hann stóð sig einnig með ágætum og þar kynntist hann Sandy. Hann hóf nám í læknisfræði, en hætti eftir fyrstu önnina og gaf þá skýringu að þetta væri greinilega ekki starf fyrir sig. Rob og Sandy giftu sig og hann hóf starfsframa sinn í húsgagnavið- skiptum. RÁÐNING A KROSSGÁTU En fljótlega fór að bera á því að Rob vildi lifa hátt. Hann fór að halda framhjá konu sinni og spilaði fjár- hættuspil af krafti. Hann veðjaði á allt sem hugsast gat, og raupaði gjarnan af því hversu mikið hann ynni. En lögreglan komst að því að um það leyti, sem kona hans lést, hafði hann tapað yfir tíu þúsund dölum við þessa iðju sína. En þrátt fyrir allar þessar upplýs- ingar vildi saksóknari ekki gefa grænt ljós á handtöku og morð- ákæru. En upplýsingamar söfnuð- ust smám saman upp og urðu ná- kvæmari. Netið þrengist Með því að rannsaka símareikn- inga Robs aftur í tímann kom í ljós að hann hafði hringt í upplýsinga- miðstöð um eiturefni. Starfsmaður þar mundi eftir símtalinu og skýrði frá því að karlmaður hefði hringt og spurst fyrir um áhrif arseniks og hefði sérstaklega viljað vita hvort það gæti eitrað í gegnum húðina, sem það getur ekki. Greinilegt var að hann vildi tryggja það að hann væri sjálfur ekki í neinni hættu við að myrða konu sína. Rannsóknir leiddu einnig í Ijós að síðasti og banvæni skammturinn hafði verið gefinn Sandy á sjúkra- húsinu. Lögreglan komst þó aldrei að því á hvern hátt það hefði verið framkvæmt. Þann 19. september 1988 fóm lögreglumennirnir með öll sín skjöl og lögðu fyrir saksóknara og dóm- ara. Þá loks fékkst úrskurður til að handtaka og ákæra Rob Coulthard. Réttarhöldin yfir honum voru stutt. Hann átti yfir höfði sér að verða dæmdur til dauða, en játaði sig sekan um morð að yfirlögðu ráði og slapp með lífstíðardóm. Breyttar aðstæður Maðurinn, sem áður þénaði stórfé sem aðstoðarframkvæmdastjóri stórfyrirtækis, sópar nú gólf í ríkis- fangelsinu í Carolina. Lífsstíll hans hefur breyst mikið frá því sem áður var, er hann lifði hátt við kvennafar og fjárhættuspil. Hann hefur þó ekki gefið alla gamla bresti upp á bátinn, því eitt sinn komst upp um hann að hann hafði hass undir höndum og spilaði enn fjárhættuspil úr fangelsinu. Refsingin var þrjátíu daga einangrun. Rob Coulthard á kost á reynslu- náðun árið 2005, það er að segja ef hegðun hans verður góð og hann getur stillt sig um að veðja. Skokkaðu út í búð og kauptu ost. Nægilegt kalk alla daga og holl hreyfing hamlar gegn beinþynningu. Byggðu upp - borðaðu ost.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.