Tíminn - 21.05.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 21. maí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð f lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 EES og umhverfí viðskiptanna Nú hefur verið ákveðið að Alþingi komi saman að nýju þann 10. ágúst til að ræða samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Þetta er fýrir allra hluta sakir mikilvægt verkefni, því þessar umræður hljóta líka að tengjast stöðu íslands í þeirri heimsmynd efnahagsmála og viðskipta, sem nú er í gerjun og mun taka á sig mynd næstu árin. Það er því áríðandi að þingmenn taki sér tíma til þess að lýsa inn í sem flestar hliðar þessa máls, og líti á það í víðu samhengi samhliða því að áhrif samningsins á íslenskt þjóðfélag verða skoðuð. Ljóst er að nú er uppi tími viðskiptabandalaga í nágrannalöndum okkar. Efnahagsbandalag- slöndin stefna að sem mestum samruna og Kan- ada og Bandaríkin hafa gert með sér fríverslunar- samning. Þá eru ótalin Asíulöndin, með Japan í fararbroddi, þar sem efnahagslegur uppgangur hefur verið mikill. Hvað þetta tímabil sögunnar verður langt er erfítt að spá um, en þetta er veruleiki dagsins í dag. íslendingar þurfa að gera sér grein fyrir stöðu sinni í þessum veruleika. Það má vel vera að Evrópubandalag framtíðarinnar verði annars- konar en það er nú, en það breytir ekki þeirri staðreynd að við það er að eiga nú. Efnahagslíf heimsins og framkvæmdir byggj- ast í æ ríkara mæli á fjármagnsflutningum milli landa og hindrunarlausri fjárfestingu. Það mun verða barist um „erlent fjármagn" á næstu árum. Ríki Austur- Evrópu kalla á þetta fjármagn til uppbyggingar eftir hrun kommúnismans og efnahagskerfisins sem hann byggðist á. Við ís- lendingar höfum leitað mjög eftir erlendu fjár- magni til uppbyggingar stóriðju hér á landi. Örugglega verður tilhneigingin sú að banda- lögin stóru reyna að fá erlent fjármagn inn fyrir múra sína til þess að opna þannig fyrirtækjunum leið að markaðnum. Það var þetta sem rak Svía til þess að sækja um aðild að EB. Fjárfesting sænskra fyrirtækja var öll að fara inn fyrir múra EB. Fyrir okkur íslendinga kemur EB- aðild ekki til greina. Hins vegar verðum við að skapa okkur stöðu gagnvart bandalaginu með sem hindrunar- lausustum viðskiptum. Það er mikilvægt fyrir stöðu okkar í viðskiptum í næstu framtíð. Sama gildir gagnvart öðrum aðilum. Getur EES-samningurinn þjónað þessu hlut- verki? Gildir hann sem tvíhliða samningur ef aðr- ar EFTA- þjóðir ganga í EB? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður að svara í sumar, ræða þær málefnalega og afla þeirra upplýsinga sem þarf. Nú reynir á Alþingi, því um langt skeið hef- ur þar ekki verið stærra mál til umfjöllunar. Fjárfestum í nútímanum Skólaárið í grunnskólum er miðað við bændasamfélag það sem var við lýði um aldir en var liðið undir lok áður en hugtak- ið grunnskóli varð fyrst til í lagafrumvarpi. Skólaárið hefst að loknum göngum og réttum. Þegar mestu haustönnum er Iokið og ekki þarf lengur að nota ung- viðið til að standa fyrir fé og halda í ristla er mál að það fari að stauta á bók og draga til stafs. Á vorin lýkur skólahaldi fyrir sauðburð og mörg eru handtökin þegar vor- vertíð er hafin og farið er að stinga út og bera á. Þá dugir ekki að liggja yfir bókum og tími til kominn að leggja spjald og griffil á hilluna. SAMFOK, Samband foreldra- félaga í grunnskólum Reykja- víkur, hefur þá einu haldbæru skýringu á stuttri skólagöngu hér á landi, að hún miðist við þjóðfélagsaðstæður sem eru löngu liðnar og sé því tíma- skekkja. Unnur Halldórsdóttir, for- maður SAMFOKS, sagði í við- talið við Tímann að foreldrar hefðu áhyggjur af skerðingu á námstíma og þar með kennslu vegna fyrirskipana um sam- drátt. Óhófleg íhaldssemi Samdráttur í skólahaldi hér á landi er þeim mun erfiðari en annars staðar í nágrannalönd- um, að skólatíminn er þegar miklu styttri hér en tíðkast meðal þeirra þjóða sem á ann- að borð meta menntun ein- hvers. Skóladagurinn er styttri en gerist meðal menntunarþjóða og skólaárið mun styttra en í grunnskólum annars staðar. Það að vor- og haustverk hins forna bændasamfélags skuli ráða skólaárinu er fullmikil íhaldssemi. Þetta er helst í ætt við það að þingtími og frí þing- manna miðast við að þeir sem lengra þurfa að sækja þurfi að sundríða helstu stórfljót lands- ins í löngum og ströngum ferðum sínum milli heimila og þingstaðar í misjafnlega rysj- óttri tíð. Meini menn eitthvað með því að menntun sé góð fjárfest- ing, jafnvel sú besta sem völ er á, og að þær þjóðir sem ekki hlúa vel að menntastofnunum sínum og nemendum hljóti að dragast afturúr og skipa sér í hóp fátæktarríkja þar sem vol- æðið býr. í stað þess að minnka kennslu og stytta skólagöngu, eins og nú er verið að gera, ætti að fara þveröfugt að. Að afneita loksins gömlum búskaparhátt- um í skólakerfinu og lengja skólaárið og fjölga kennslu- stundum til samræmis við það sem eðlilegt þykir meðal þeirra þjóða sem okkur er tamast að bera okkur saman við. Af hverju? Formaður SAMFOKS segist ekki skilja hvers vegna íslensk börn þurfi minni skólagöngu en önnur börn, en það virðist vera viðtekin skoðun fjárveit- ingavaids og fræðsluyfirvalda. Og svo á enn að fara að minnka kennsluna. Það að kenna tiltölulega fáa tíma á dag kann að stafa af hag- kvæmnisástæðum. Víða eru skólar tvísetnir og því nauð- synlegt að skóladagur sé stutt- ur hjá þeim bekkjum sem deila með sér skólastofum. En þeim mun meiri ástæða væri til að lengja skólaárið og kippa því úr sambandi við árs- tíðir atvinnuhátta bændasam- félagsins. Mikið er talað um hagræðingu og nýtingu nú til dags og getur betri nýting skólabygginga sem best fallið inn í hugmyndir um hagræð- inguna. Lenging skólaársins kallar á fjölgun kennara, því meiri og betri kennsla má alls ekki bitna á að þeir geti sótt hin mörgu og ströngu námskeið sem þeir stunda öll sumur. Frá ári til árs Þótt skólaárið miðist við haust- og vorverk liðinna tíða er sitthvað annað sem fylgir al- manaksárinu án tillits til hvort það er heppilegt eða ekki. Oft hefur til að mynda verið gagn- rýnt að fjárlög skuli miðast við áramót enda væri heppilegra að fjárlagaárið hæfist á haust- mánuðum, eins og víða í þeim þingræðisríkjum þar sem fjár- lagagerð og framkvæmd þeirra laga er eitt höfuðverkefni stjórnvalda á hverjum tíma. Fiskveiðiárið gildir frá 1. sept. til 31. ágúst og er dæmi um að vel má nota breytilegt tímatal, eins og gerist reyndar á æ fleiri sviðum. Helsti gall- inn við það er bévítans „ársgrundvöllurinn", sem einhver kurfurinn fann upp á að nota í máli sínu og ætlar að reynast furðu lífseigur. Kvótaskiptingin í sjávarút- vegi og landbúnaði er ástæðan til að sérstakt fiskveiðiár er lög- fest og sömuleiðis verðlagsár og fylgir hvorugt almanaksár þóttjafnlöng séu. Aðferðir nirfHsins Skólaárið hefur þá sérstöðu að það má stytta og lengja eftir aðstæðum. Núverandi stjórn- völd beita niðurskurðarhnífn- um af miklum móði en lítilli fimi. Þegar öll rök hníga að því að lengja skólatímann er hann styttur. Því er borðið við að þjóðfélagið sé svo sárafátækt að það hafi ekki efni á að mennta börnin samkvæmt lögum, reglugerðum og umfram allt þeirri nauðsyn sem bersýnileg er á að efla mennntun á öllum stigum skólakerfisins. Þótt allt eigi að draga saman og allt að spara er erfitt að koma auga á þann kostnaðar- auka sem þyrfti að vera þótt skólaárið yrði lengt og sam- ræmt þjóðháttum mútímans. Mannlausar skólabyggingar eru vond fjárfesting og það er broguð hagræðing að láta þær standa auðar þriðjung úr ári eða lengur. Dýrast af öllu er þó það, að svíkjast um að veita uppvax- andi kynslóðum eins mikla og góða menntun og sannanlega er kostur á hér á landi. Það eru allar aðstæður fyrir hendi til að svo megi verða. Allt annað er heimskulegur nirfilsháttur, sem hefnir sín fyrr en varir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.