Tíminn - 21.05.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.05.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. mai 1992 Tíminn 7 Auðkýfingurinn Ross Perot frá Texas hefur komið róti á hugi frammámanna í bandarískum stjómmálum, og þó einkum kjósenda sem líst ekkert of vel á þá frambjóðendur til forseta, sem enn virðist allt útlit fyrir að þeim gefist kostur á að velja um. Skoðanakannanir sýna svo ekki verður um viilst að hvorugur þeirra George Bush og Bills Clinton á miklum vinsældum að fagna, og nú lítur helst út fyrir að kjósendur fagni því ef þeir eiga völ á þríðja manninum, Ross Perot. Ross Perot hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og virðist iíka ætla að gera það f kosningabaráttunni, ef hann gefur kost á sér til forsetakjörs. Pabbi hans var hrossaprangari, en Ross er nú álitinn eiga 2,5 mitijarða dollara. Slíka framtakssemi kunna bandarlskir kjósendur að meta. Milljarðamæringurinn sem ógnar endurkj öri Bush í forsetaembætti Það var „forsetakvöldverðurinn“, hápunktur herferðarinnar til að safna fé til kosningabaráttunnar. Við borðin sátu sumir auðug- ustu menn bandarísku þjóðarinnar. Venjulega eru gestimir á þessari hátíð sigurvissir. I þetta sinn sló skugga á gleðina sýn sem fékk blóð viðstaddra til að frjósa, tilhugsunin um Ross Perot. Rétt eins og afturganga Bankós við hátíð Makbeðs, rænir Perot, snoðklippti auðkýfingurinn frá Tex- as sem fer sínar eigin leiðir, hirðina matarlystinni einmitt þegar hún býr sig hvað ákafast undir forsetakjörið í nóvember. Fjáröflun í kosningasjóði Óróinn í röðum peningamann- anna stafar einmitt af áhyggjum af fjáröflun. Kvöldverður repúblikana, sem haldinn var í síðustu viku apríl, þar sem 4000 stuðningsmenn flokksins greiddu hver um sig 1500 dollara aðgangseyri, skilaði 9 millj- ónum dollara í kosningasjóði flokks- ins. En hinn ófríði og aðlaðandi Per- ot, sem græddi stórfé á tölvuvið- skiptum, ber úr býtum h.u.b. svo mikið á viku hverri.Vegna auðæfa og atorku ógnar hann alvarlega líkum Bush á að hljóta endurkjör. Hann er að verða svo vinsæll að ýmsir demó- kratar vildu heldur sjá Perot út- nefndan sem ffambjóðanda síns flokks en Bill Clinton, sem þarf að svara fyrir hvert hneykslismálið á fetur öðru. Perot, sonur hrossaprangara, hef- ur sagt að hann sé tilleiðanlegur að bjóða sig fram sem óháður, ef nógu margt fólk styðji hann í öllum ríkj- unum 50, sem stuðningsmenn hans segja að verði auðsótt mál. Búist er við að hann gefi út formlega yfirlýs- ingu um framboðið í næsta mánuði. Stuðningsmenn hans eru öruggir um að tággranna hetjan þeirra — sem teygir sig alla leið upp í 163 cm hæð og var heilinn á bak við björg- unarleiðangur til írans á tímum byltingar Khomeinis til að bjarga tveim starfsmönnum sínum úr fangelsi — þurfi’ekki að leggja mik- ið á sig til að ná Hvíta húsinu á sitt vald. Alþýðlegt tungutak hans og árás- argjam stíllinn sem segir: „get gert það“ hefur líka gert hann að hetju í augum margra Ameríkana, sem eru orðnir ffáhverfir hinum hefðbundnu stjómmálum. Jafnvel þó að hann sé ekki enn opinberlega í framboði, segjast nú sífellt fleiri Bandaríkja- menn munu greiða honum atkvæði sitt í skoðanakönnun í Kalifomíu í apríllok kom fram að þó að aðeins helmingur kjósenda hefði heyrt hann nefndan, myndi Perot hljóta jafnmikið fylgi og Bush og Clinton ræki síðan lestina langt á eftir. Sú skoðanakönnun fylgdi í kjölfar ann- arrar í Texas. Þar telur Bush sig heima, þó að hann sé frá austur- ströndinni, og Texas er jafnffamt heimaríki Perots. Þar reyndist áskor- andinn bera sigurorð af forsetanum. Skiljanlega em repúblikanar að verða taugaóstyrkir. „Öllum héma stendur hætta af Perot,“ sagði einn áróðursmaðurinn við áðumefndan kvöldverð. „Við höfum öll vanist því að beita sérstökum aðferðum við það sem við emm að gera. Við skiljum kerfið, við lifúm á því og ríkið heldur áfram sínum vanagangi. Perot er ógnun við það allt“ Óvenjuleg aðferð til að koma nafni srnu á kjörseðlana Til að koma nafni sínu á kjörseðil- inn í öllum ríkjum Bandaríkjanna, hefur Perot beitt óvanalegri aðferð. í stað þess að taka þátt í venjulegri kosningabaráttu — að mæta á fjöld- ann allan af fundum og taka í mörg hundmð útréttar hendur í verslana- miðstöðvum um allt land — hefur hann beitt Texashreimnum sínum í sjónvarpi. Þegar hann tilkynnti að kosninga- herferð sín væri hafin í sjónvarps- þætti Larrys King, var augljóst að hann var kominn á bragðið með að koma ffam í viðtalsþáttum. Hann forðast vandlega að verða dreginn inn í viðræður um stefríu í smáatrið- um. Þegar hann var spurður hvaða áætlanir hann hefði í huga varðandi fjárlagahallann, svaraði hann: „Ég er ekki einu sinni frambjóðandi ennþá. Ég svara ekki þessari spumingu." Enginn venjulegur stjómmála- maður kæmist upp með svo yfirlæt- isfullt svar. En kokhreysti hans fellur vel að skapi almennings og sjálfboða- liðar hafa flykkst að til að taka þátt í herferðinni til að „kalla til Perot". Margir þeirra hafa ekki tekið þátt í stjómmálastörfum fyrr. „Perot er djarfúr og heiðarlegur," segir maður sem rekur samloku- verslun í Chicago þar sem veggimir em skreyttir slagorðum eins og „Engum klöguskjóðum, væluskjóð- um eða nöldmrum hleypt inn hér“. Hann segist ekki hafa á tilfinning- unni að Perot sé að tala um pólitík, heldur eitthvað sem verði að gera. „Self-made man“ Hluti af aðdráttarafli Perots felst í því að hann er það, sem Ameríkanar kalla „self-made man“, þ.e. hann hef- ur komist áffam á eigin spýtur. Hann hleypti tölvufyrirtæki af stokkum með innan við 1.000 dollara framlagi 1962, og seldi það að lokum fyrir tvo milljarða dollara. Hann var fenginn til stjómunarstarfa hjá General Mo- tors, en reyndist svo óþægur ljár í þúfu að aðrir framkvæmdastjórar sáu sér þann kost vænstan að losna við hann gegn 700 milljóna doliara greiðslu. „Þessir menn þurfa fimm ár til að smíða bfl, og þetta gerist í landi sem nægðu fjögur ár til að vinna síð- ari heimsstyrjöld," sagði hann. Og fjórum árum eftir að hann yfirgaf fyr- irtækið kom í ljós að gagnrýni hans var fyllilega réttmæt Meðstjómend- um hans hafði með óstjóm tekist að raka saman óhóflegum launum í eig- in vasa, þrátt fyrir milljarðatap fyrir- tækisins, sem nú er í óða önn að leggja niður verksmiðjur um öll Bandaríkin og tugþúsundir starfs- manna missa vinnuna. Þá höfða ekki síður til Ameríkana ýmis óhefðbundin uppátæki hans, eins og td. þegar hann tók flugvél á leigu til aö fera amerískum stríðs- föngum í Víetnam jólamatinn. Þeir, sem gagnrýna Perot benda hins vegar á að ekki sé hægt að henda reiður á neinni stjómmála- stefnu hans. Hann segist ætla að spara 180 milljarða dollara á ári með því að ráðast gegn „sóun, svikum og misnotkun", en hefúr ekki lagt fram nánari skýringar. Og sumar tillögur hans verða að athlægi. Sem dæmi má nefna að Perot segist ætla að koma á einróma stjóm með því að setja upp tugi „rafeindaráðhúsá'. Nú þegar á þingið erfitt með að komast að niðurstöðu um nokkum skapað- an hlut Hugmyndin um að útvíkka ákvarðanatökuferlið virðist í besta falli langsótt Leitað að duldum syndum Þeir eru til, sem álíta að komist Perot undir smásjána eigi alls kyns duldar syndir eftir að hrúgast fram í dagsljósið. Báðir flokkamir hafa til athugunar talsvert af gögnum og leita að einhverju misjöínu. „Þegar er miklu fleira fólk með Perot til at- hugunar en nokkum tíma kíktu á fortíð Clintons," segir einn ráðgjafi repúblikana. Það er þegar Ijóst að Perot er ein- um um of áhugasamur um alls kyns samsæriskenningar. Hann er ein- dregið þeirrar skoðunar að enn séu einhverjir Ameríkanar fangar í Víet- nam, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir neinar sannferandi heimildir um það. Hann hefur rannsakað hlutverk Bush í „samsærinu“ sem kennt er við að „koma á óvart í október", þ.e. að skipta á amerískum gíslum í íran fyrir vopn fyrir forsetakosningamar, þegar Reagan vann sigur á Carter, en gíslunum var einmitt sleppt þegar Reagan sór forsetaeiðinn 1980. Þrátt fyrir sterkan orðróm um að bak- tjaldasamningar hafi verið gerðir til að fella Carter-í kosningunum, hefúr hann yfirleitt ekki þótt staðfestur. Perot studdi jafrível ásökun, sem síð- ar var sannað að væri röng, um að háttsettur embættismaður í stjóm Reagans væri flæktur í eiturlyfjasölu. Bæði demókratar og repúblikanar hræddir við Perot Samt sem áður em bæði demó- kratar og repúblikanar uggandi um að Perot gæti orðið þeim að falli. Skoðanakannanir á vegum Hvíta hússins leiða í ljós að Perot gæti náð nógu mörgum atkvæðum frá Bush til að Clinton gæti orðið forseti. Ekki minnstar áhyggjur hafa repúblikanar af því að Perot virðist fús til að verja 100 milljónum dollara af eigin fé til að tryggja sér forseta- embættið, eða 20 milljónum dollur- um meira en búist er við að Bush takist að ná saman. Og demókratar álíta að Perot gæti sogað til sín atkvæði kvenna, sem hafa misst trú á Clinton og myndu ekki greiða Bush atkvæði vegna af- stöðu hans til fóstureyðinga. Perot gæti líka höfðað til íhaldssamra demókrata, sem geðjast að þeirri skoðun hans að leggja beri skatta á ríka og aðstoða þá fátæku. Þetta nægir til þess að sumir demókratar leggja til að krækja ætti í PeroL „Ef það reynist IjósL miðað við aðstæður, að Clinton sé ekki kosn- ingarhæfúr, held ég að flokkurinn verði að finna annan frambjóðanda og ég álít að eðlilegast væri aö leita til Ross Perot í þeirri stöðu," segir Willie Brown, hinn valdamikli forseti Kalifomíuþings, en hann er demó- krati. Með slíkavini kynni Clintonað óska að hann hefði haldið kyrrn fyrir heima í Arkansas.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.