Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 1. september 1992 Tillaga flutt um Reykjavíkurflugvöll í borgarráði: Einka- og kennslu- flugið burt Ólína Þorvarðardóttir, borgar- ráðsfulltrúi Nýs vettvangs, flutti tillögu um það á síðasta borgar- ráðsfundi að nýtt flugvallarsvæði undir einka- og kennsluflug verði fundið til að beina því frá Reykja- víkurflugvelli. Tillagan verður til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. Tillagan var fyrst flutt árið 1990 í borgarstjórn og var henni vísað til borgarráðs. Á sama tíma starfaði nefnd á vegum samgönguráðu- neytisins, sem fjallaði um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hún skilaði áliti árið 1991, sem var á þann veg að flugi yrði beint frá Reykjavík. Ýmsir möguleikar voru skoðaðir. Þótti Hafnarfjarðarhraun ákjósan- legasti staðurinn fyrir hinn nýja flugvöll og voru yfirvöld bæjarins ekki frábitin því. En nú er komið annað hljóð í strokkinn og í grein- argerð, sem Ólína flutti með til- lögunni, kemur fram að ástæða þess sé vatnsbúskapur undir hrauninu. „Málið er komið í sömu stöðu og 1991, þegar ég kynnti tillöguna, en hún hefur ekki fengið neina af- greiðslu inni í kerfinu," segir Ólína. „Þannig að nú er sú stefnu- mótun komin inn í aðalskipulag Reykjavíkur að reyna að losna við þetta flug frá Reykjavík og þá er bara spurningin hvort menn eru tilbúnir að staðfesta það með stjórnvaldsákvörðun að það verði byrjað að vinna í þessu.“ Flugmálastjórn hefur áætlað að um 75% alls flugs, sem um Reykjavíkurflugvöll fer, eru einka- og kennsluflug og hafa um 60 slys og óhöpp orðið þar frá upphafi. Þar af eru 35 vegna einka- og kennslu- flugs og hafa 22 þeirra skapað um- hverfishættu þegar um hreyfilbil- anir eða erfiðleika í flugtaki og að- flugi hefur verið að ræða. „Enn er mildi að engin flugvél hafi skollið niður í íbúðarbyggð eða athafnasvæði. Svo mikil flug- umferð, sem einnig skapar jarð- vegs-, loft- og hávaðamengun, hlýtur að vera borgaryfirvöldum mikið áhyggjuefni og hljóta þau því að sjá ástæðu til að beina þyngstu flugumferðinni annað," segir í lok greinargerðar Ólínu. —GKG. Dr. Ólafur Oddgeirsson dýralæknir fer til Brussel að vinna fyrir EFTA og EB: DÝRALÆKNAR RÆÐA UM SALMONELLU Nýlega gekkst Dýralæknafélag Is- undanfömu unnið markvisst að lands fyrir ráðstefnu um vamir því að efla samstarf við þær stofn- gegn matarsýkmgum af vöidum anir EB, er fara með mákfni sem salmonella- og camphyiobacter- heyra undir dýralækna, og ieitast sýkia í alifuglaafurðum. Fyrirles- við að kynna þær fyrir sínum fé- arar á ráðstefnunni, sem var hald- iagsmönnum. in á Húsavík, voru sérfræðingar A aðaifundi féiagsins, sem hald- frá Bretlandi, Frakkiandi og Hol- inn var á Húsavík fyrir stuttu, landi, auk ísiensks sérfræðings baðst dr. Ólafur Oddgeirsson und- um sjúkdóma alifugia. an endurkjöri sem formaður fé- Erlendu gestimir eru allir með- lagsins, en hann er nú á haust- limir sérstakrar nefndar á vegum dögum á leið til Brussei til að taka Evrópubandalagsins, sem fjallar við starfi eftirlitsdýralæknis bjá um matarsýkingar tengdar ali- sameiginlegri nefnd EFTA og EB. fuglaafurðum. Þeirri nefnd er í hans stað var kosinn Rögnvaldur einnig ætlað að koma á framfæri Ingólfsson, héraðsdýralæknir í upplýsíngum til þeirra dýraiækna, Búðardal. Aðrir í stjóm félagsíns sem vinna að þessum málum inn- eru óiafur Jónsson ritari, Sigur- an bandaiagsins, og samhæfa borg Daðadóttir gjaldkeri, bæði störfþeirra. frá Akureyri, og Sigurður öm Dýralæknafélag íslands hefur að Hansson, Reykjavík. -EÓ MINNINGARSAMKOMA HALDIN í HAUKADAL Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson Laugardaginn 5. september ætia gamlir nemendur Haukadalsskóla að efna til samvemstundar í Hauka- dal og á Hótel Geysi í minningu Haukadalshjónanna Sigurðar Greipssonar og Sigrúnar Bjama- dóttur, en Sigurður hefði einmitt orðið 95 ára í þessum mánuði, hefði honum enst aldur. Samkoman hefst kl. 14.00 við minnisvarða Sigurðar í gamla Haukadal þar sem verður afhjúpuð ný minningartafla, sem nemendur íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal hafa látið gera. Einnig verða kynntar lagfæringar, sem gerðar hafa verið á umhverfi minn- isvarðans í samvinnu við Skógrækt ríkisins. Eftir athöfn þessa verður boðið til kaffiveitinga á Hótel Geysi. í hótelinu verður afhjúpuð tákn- mynd, sem sýnir og greinir frá því að íþróttaskóli hafi verið starfrækt- ur í Haukadal um áratugaskeið. Undirbúningsnefnd vill hvetja sem flesta til þess að mæta á þessa minn- ingarsamkomu um Haukadalshjón- in og koma til þessa fagnaðar og heiðra með því minningu þeirra og merkt starf, eins og segir í frétt frá nefndinni. Orgeltónleikar í Selfosskirkju Nú eru að hefjast í Selfosskirkju orgeltónleikar, sem verða alla þriðjudaga í september. Tónleikam- ir eru haldnir í tilefni af því að á síð- asta ári var sett upp stórt og hljóm- mikið orgel f Selfosskirkju, eitt það stærsta á landinu. Fengnir hafa verið þekktir orgel- leikarar til að leika á hljóðfærið. Tónleikarnir eru á hverju þriðju- dagskvöldi og hefjast alltaf kl. 20.30. í kvöld, þann 1. september, leikur Árni Arinbjarnarson, þann 8. sept. Guðmundur H. Guðjónsson, þann 15. Örn Falkner, þann 22. Kjartan Sigurjónsson og þann 29. Hörður Áskelsson. í frétt frá Selfosskirkju segir að þessir tónleikar séu með svipuðu sniði og tónleikar, sem haldnir voru í fyrra. Þá hafi viðtökur verið svo góðar að rétt hafi þótt að halda áfram þaðan sem frá hafði verið horfið. Hverjir tónleikar verða 40- 45 mínútna langir og á eftir verður boðið upp á te og kaffi í safnaðar- heimilinu. Hvolsvöllur: LEIKSKÓLI í BYGGINGU Nú eru að hefiast framkvæmdir á er að hafa hlutina. Alls á Ieikskól- Hvoisvelli við byggingu nýs leik- inn að geta tekið 48 börn. Gert er skóla, sem verða á 300 fermetrar ráð fyrir því að byggingin verði að stærð. Útboð var auglýst nýlega fokheld 1. september á næsta ári og verða tilboð opnuð þann 3. og tilbúin til notkunar 1. mars september nk. 1994. Að sögn ísólfs Gylfa Pálmasonar Af öðrum framkvæmdum í sveitarstjóra er leikskólinn hann- byggðarlaginu í sumar sagði aður af Gylfa Guðjónssyni ariritekt ísólfur Gylfi að götur hefðu verið í samvinnu við starfsíólk leikskól- steyptar, félagsiegt sambýlishús ans, en það hefur farið í kynnis- væri í byggingu og milrið hefði ferðir í aðrar dagvistunarstofnanir verið gróðursett, bæði af birid- og og kynnt sér hvemig hagkvæmast asparplöntum. Hið nýja íþróttahús Hrunamanna að Flúðum. Flúðir í Hrunamannahreppi: Nýtt íþróttahús um næstu áramót „Það er stefnt að því að íþróttahús- ið verði tilbúið um áramót,“ sagði Loftur Þorsteinsson, oddviti Hrunamannahrepps, í samtali við Tímann, en nú er verið að byggja íþróttahús á Flúðum, sem alls er 1100 fermetrar að flatarmáli. Fram til þessa hefur íþróttaiðkun íbúa sveitarfélagsins farið fram í sal félagsheimilisins á Flúðum, sem er 216 fermetrar að stærð. Segir Loftur það hafa verið óhentugt á ýmsan hátt og því hafi verið ráðist í þessa framkvæmd. íþróttasalur nýja húss- ins er 28x20 metrar að flatarmáli eða helmingur löggilts keppnisvall- ar. Framkvæmdir við bygginguna hafa gengið samkvæmt áætlun og stend- ur kostnaður nú í 55-60 millj. kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.