Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 1. september 1992 Tíminn 9 Lík skipverja á Porquoi Pas? í fjörunni. Svipuö mynd var birt i fs- lensku þlööunum á sínum tíma af líkunum og er þetta til marks um aö í mörgu er farið mjög nálægt raunveruleikanum I myndinni. Svo á jörðu sem á himni Framleiðandi: Sigurður Pálsson Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Aöalhlutverk: Álfrún H. Ömólfsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valdimar Öm Flyenring, Helgi Skúlason, Sigriður Hagalín Tónlist: Hilmar Öm Hilmarsson Nýja kvikmyndin hennar Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, er tvímælalaust mynd sem hægt er að mæla með. Myndin er í heildina séð vel heppnuð, per- sónusköpunin eftirminnileg og hrífandi, sagan magnþrungin, og í henni er að finna áhrifamikl og falleg myndskeið. Þessi mynd staðfestir að íslensk kvikmynda- gerð hefur slitið bamsskónum og að vel heppnaðar íslenskar myndir eru nú raunverulegar stórmyndir. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að rekja að gagni söguþráð þessarar myndar eða það að hún gerist á tveimur tímaskeiðum. Um það hefur verið ítarlega fjallað bæði hér í blaðinu og í öðrum fjölmiðlum í tengslum við fmmsýningu myndarinnar. Hins vegar er ástæða til að nefna það sérstaklega að þau efnistök sem Kristín kýs að viðhafa við umfjöllun sína á þessu fræga slysi em hreint ekki sjálfgefin og hand- ritshöfundur nálgast viðfangsefni sitt með mjög frumlegum hætti. Þótt hér sé í rauninni á ferð eins konar „stórslysamynd" með allri þeirri spennu og því drama sem stórslysamyndum fylgir, þá öðlast myndin miklu meiri dýpt en ella með því að hún gerist samtímis á tveimur tímabilum. Þannig getór handritið og efnistökin, þegar í upphafi, færi á athyglisverðri bíó- mynd. Eins og áður segir er það skoðun þess sem þetta ritar að í heildina hafi tekist vel að vinna úr þessum efnivið. Leikurinn er áberandi góður og þó íslensku leikararnir hafí vissu- lega staðið fyrir sínu má spyrja hvort leikarahópurinn hérlendis sem getur Ieikið í kvikmyndum sé virkilega ekki stærri en svo að sömu leikararnir koma fram í hverri bíómyndinni á fætur annari auk þess sem þeir koma fram við önnur tækifæri. En að öðrum ólö- stuðum er frammistaða ungu stúlkunnar Álfrúnar H. Örnólfs- dóttur í hlutverki Hrefnu, skyggnu stúlkunnar sem er snertipunktur tímanna tveggja sem sagt er frá í myndinni. Öll vinnsla á myndinni er í háum gæðaflokki. Þannig er t.d. sjó- slysasenan afskaplega sannfærandi og erfitt að ímynda sér að hún hafi verið tekin upp í Gutónesi! Þá eru myndræn áhrif sterk á mörg- um stöðum í myndinni einkum þegar teflt er saman hrikalegu landslagi og sviðsetningu. Ljóst er af myndinni að Straum- fjarðar-Halla á að hafa verið göldr- ótt e.t.v. norn, enda þarf víst þannig fólk til að leggja bölvun á ákveðna staði. Hins vegar má spyrja hvort leikstjórinn hafi ekki farið fram á ystu nöf í því að draga fram görótt eðli Höllu og hennar fólks með því að hafa of mörg og löng atriði, þar sem dularfull tákn, galdrar eða annað voru í fyr- irrúmi. Þetta á t.d. við um það þegar Straumfjarðar-Halla lá hálf- nakin í einhvers konar gufubaði og lagskonur hennar kyrjuðu yfir henni og struku á henni kropp- inn. Þessi áhersla á hið dularfulla varð þó alls ekki til að varpa skugga á spennu eða heildarsvip myndarinnar. En það sem endanlega gerði úts- lagið með það að myndin nær fram ólíkum en sterkum hughrif- um hjá áhorfandanum er tónlist Hilmars Amar Hilmarssonar. Hún er áhrifarík allt í gegn, en kirkju- legur söngurinn undir lokin er sérstaklega minnisstæður og féll vel að atburðarás myndarinnar. Niðurstaða undirritaðs er sú að hér er á ferðinni sannkölluð stór- mynd, sem flokka má í hóp bestu íslensku myndanna. Þessi niður- staða kom sannast sagna nokkuð á óvart, því sá sem þetta ritar var ekki fremstur í flokki þeirra sem hvað hrifnastir voru af fyrri mynd Kristínar ,Á hjara veraldar". Ástæða er hins vegar til að óska Kristínu Jóhannesdóttur og henn- ar fólki til hamingju með þessa nýju stórmynd, sem vafalaust á eftir að vinna til margra verðlaua og viðurkenninga. - BG Dráttarvél óskast Óska eftir notaðri, ódýrri dráttarvél í þokkalegu ástandi. Upplýsingar í síma 93-86663. Sumir sóla sig viö ströndina — eöa þannig. Streituþjakaða stórborgarbúa dreymir um að geta skellt sér á ströndina að lokinni vinnu og það geta þeir í Jókóhama: STRÖNDIN ER INNANDYRA í steikjandi sumarhitanum í Jókó- hama í Japan hafa þreyttir og sveittir borgarbúar virkilega þörf fyrir að kæla sig og slaka á. En það er ekki auðhlaupið að því að demba sér á ströndina eftir vinnu — eða hvað? Nýlega hefur verið opnuð risa- vaxin eftirlíking af afríkanskri strönd innanhúss í borginni. Strandhöllin er á stærð við ólýmpískan boltaleikvang og þar er allt að hafa, sem menn geta óskað sér á ströndinni. Ekki þarf að óttast að veðrið fari úrskeiðis, því öllu slíku er stjóm- að með tölvum. Sandurinn er fínn og mjúkur, vatnið ómengað og veitingahús og barir í fjörunni. Þeir, sem hafa áhuga á brim- brettareið, em heldur ekki skildir útundan. Með einhverjum ótil- greindum tæknibúnaði er hægt að búa til fyrirmyndar brim þar sem öldurnar ná allt að tveggja metra hæð. Japanskar fjölskyldur hafa tekið þessari nýbreytni fegins hendi og eyða nú frítíma sínum á afrík- anskri strönd í hjarta borgarinnar. Þreyttir og sveittir Japanir flykkjast á gerviströndina. Séöyfir strand-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.