Tíminn - 05.02.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.02.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. febrúar 1994 • * V ' / ■ ■ , / ‘ /’/i"" ' ■<* v''' ‘ / / /■■*/■■ ■-.„ - '/.rV-.-^Ví4- i.f'. • ’ , ” *"■. ;■ •.*. - „/ tröllahöndum" gœti sem best verib heitib á þessarí mynd, en á henni em börn ab klífa mynd eftir Ásmund Sveinsson. Ár fj ölsky ldunnar Tímamynd Cunnar Sverrisson Valgeröur Sverrisdóttir skrifar Við berum öll þá von í brjósti að þetta ár, ár fjölskyldunnar, geti orðið til þess að málefni hennar verði tekin til ítarlegrar athugunar og reynt að bæta úr þar sem t.d. ákvæöi laga og reglugerða beinlínis stuðla að því aö sundra fjölskyldum eða gera þeim erfitt fyrir að halda saman. Við tölum á hátíðarstundum um homstein þjóðfélagsins, fjölskylduna. Heimilið á að vera griðastaður einstak- lingshis og njóta ákveðinnar friðhelgi. Tímar atvinnuleysis Nú, þegar vib íslendingar höfum í fyrsta skipti í áratugi kynnst atvinnu- leysinu fyrir alvöm, gerum við okkur grein fyrír því ab brýnasta úrlausnar- efni fjölskyldunnar í dag er að allir hafi atvinnu. Atvinnuleysi er sá vágestur, sem vib íslendingar megum ekki sætta okkur við. Þaö samrýmist ekki hugmyndum okkar um félagslegt réttlæti. Öryggi, velferbarkerfi Það er, eða á að vera, hlutverk stjóm- valda hverju sinni að skapa fjölskyld- unni félagslegt öryggi. Það er mikilvægt að þjóðfélagsupp- byggingin sé þannig, - að náið eftirlit sé með bamshafandi konum, - að böm komi í heiminn við notaleg- ar aðstæður og undir eftirliti fagfólks, - aö þau fái pláss á góðum leikskólum, r aö þau fái kennslu hjá vel menntuö- uni kennumm á samfelldum skóladegi í gmnnskóla, - að þau séu ömgg á leiö í skóla, - að þau geti valið sér framhaldsnám án tillits til efnahags og búsetu, - að allir eigi rétt á þjónustu heilbrigö- iskerfisins í veikindum eða ef böm fæðast vanheil, - að það séu til staðar félagsleg úrræöi ef fólk hrasar eða misstígur sig á lífs- brautinni, - að öflugt tryggingakerfi sé til staðar þegar á bjátar, - að aldraðir fái vistun og aðhlynningu þegar heilsa brestur. Þetta er það sem vib í daglegu tali köllum velferðarkerfi. Pólitískar áherslur — forgangsröðun Velferðarkerfið kostar peninga. Pen- inga, sem lagðir em fram úr sameigin- legum sjóðum, með hugsjón sam- hjálpar að leiðarljósi. Það er síðan komið undir pólitískum skoðunum og pólitísk- . ... um áherslum hversu öflugt velferðarkerfi einstaklingar og flokk- ar vilja skapa sínum þjóðfélagsþegnum. Pólitík er spurning um áherslur og forgangs- röbun. Framsóknarflokkur- inn byggir stefnu sína á samhjálp og samvinnu. Vib fram- sóknarmenn viljum félagslegt réttlæti, sem byggir á öflugu menntakerfi, öfl- ugu heilbrigöis- og tryggingakerfi, sem veitir öryggi. Þingsályktunartillaga frá 1980 Áriö 1980 vom tveir framsóknarmenn fyrstir tfl að leggja fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um stefnu- mörkun í fjölskylduvemd. Þetta vom þeir Haraldur Olafsson og Alexander Stefánsson. í greinargerö með tillögunni kemur m.a. fram að hiö hefðbundna hlutverk innan fjölskyldimnar hafi breyst, auk- in verkaskipting hafi átt stærstan þátt í að raska þeirri efnahagsskipan, sem stuðlaði að samheldni fjölskyldunnar. Þrátt fyrir breytingamar í þjóðfélaginu gegni fjölskyldan enn miklu hlutverki. Innan hennar mótist böm og ungling- ar, þar fari fram afdrifaríkasti hluti uppeldis þeirra. I þessari greinargerð kemur fyrir orbið „fjölskyldupólitík", senniiega í fyrsta skipti í þingskjali Alþingis. Þetta er skrifað fyrir 14 ámm síðan, en er ótrúlega líkt því ab hafa verið sagt í gær. Tillagan varb ekki útrædd. Foreldrafræ&sla Skipulögð foreldrafræðsla er bókstaf- lega engin í dag, en úr því verður að bæta. Það er svo sannarlega ekkert ein- falt að ala upp bam og það skiptir miklu máli hvernig það er gert. Ekki bara fyrir foreldrana, heldur líka fyrir <i þjóðfélagið. Ég ætla ekki að _ - halda því fram að alla IVlenn eigi að steypa í sama ✓ I mót. Auövitaö er ekki og mai “ til einhver ein aðferð m • til þess aþ ala upp etnl böm; þar verbur brjóstvitið að ráða miklu og aðstæöur ““hverju sinni og þar að auki almenn skynsemi. Það em þó nokkur gmndvallaratriði, sem em mikilvæg, bæði þegar við töl- um um þab sem er mikilvægt í uppeldi og eins það sem er óæskilegt í uppeldi. Fjölskyldan geti verib meira saman Það er óumdeilt að þab er til bóta fyrir fjölskylduna að vera meira saman. Það gæti t.d. verið skref í rétta átt að hætta að ónáöa fólk á sunnudögum vegna fundarhalda, nema að brýna nauðsyn beri til. í þessum efnum eigum við stjómmálamenn leik. Þess vegna var í þessari viku gerö samþykkt í þingflokki framsóknarmanna, sem er svohljóð- andi: „Þingflokkur framsóknarmanna sam- þykkir á þingflokksfundi þann 31. janúar 1994, í tilefni af Ári fjölskyld- unnar, að efna ekki til stjómmálafunda á sunnudögum nema í sérstökum und- antekningartilfellum. Ennfremur samþykkir þingflokkurinn að beina því til annarra þingflokka að samþykkja slíkt hið sama." Fjölskyldan — þjóöfélagib Hvemig væri að setja sér það á ári fjöl- skyldunnar að reyna að hugsa þjóðfé- lagið meira út frá fjölskyldunni, en ekki fjölskylduna út frá þjóðfélaginu. í fljótu bragði halda kannski einhverjir að það sé „óhagkvæmara í efnahagslegu til- Liti". Mér segir þó svo hugur að þaö yrði bókstaflega á hinn veginn. Það er t.d. dýrt aö hafa alltaf hluta þjóöarinnar inni á sjúkrahúsum vegna umferðar- slysa og inni á stofnunum vegna fíkni- ehianeyslu, sem ab miklu leyti á sér stað vegna of mikils álags. Og þab er dapurlegt ab hugsa til þess ab slys á bömum í heimahúsum séu tíðari hér en gengur og gerist, eflaust vegna of mikils álags. Og það kostar mikla peninga að þeyt- ast frcim og aftur með böm úr leikskól- um til dagmömmu eða öfugt. Úr skóla og aftur í skóla, í leikfimi, í heimilis- fræbi o.s.frv. í þetta fer líka mikill tími, sem kemur þjóðfélaginu ekki að gagni, auk þess sem allar þessar ferðir og öll þessi óþarfa umferð veldur sliti á göt- um, ef einhver skyldi eiga auðveldast með að skilja slíkar staðhæfingar. Mun eitthvaö breytast? Því miður benda nýsamþykkt fjárlög þeirrar ríkisstjómar, sem nú situr á ís- landi, ekki til þess að hún ævli aö nýta þetta ár til þess að gera fjölskyldunni hærra undir höfði, heldur hið gagn- stæða. Það er hins vegar vonandi að sveitarstjómir taki sig á í þessum efnum og á það ekki síst við um borgarstjóm Reykjavíkur, sem hefur staöið sig slæ- lega við að sinna málefnum fjölskyld- unnar. Aðstæbur fjölskyldunnar em verstar þar, þrátt fýrir það að Reykjavík- urborg hafi haft yfirburðastöðu hvað snertir fjármagn til framkvæmda. Áherslumar hafa hins vegar verið þær að nota fjármagn til uppbyggingar skrauthýsa. Höfum málefni fjölskyldunnar í huga við kjörborðið í vor. Veljum manngild- isstefnu í stað auðhyggju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.