Tíminn - 05.02.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.02.1994, Blaðsíða 9
Laugardagúr 5. febrúar 1994 9 íslenskir landslibskokkar í einkennisbúningum. Meistarakokkar meb veislu í Vík Færustu meistarakokkar þjóö- arinnar buöu til mikillar sæl- keraveislu í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal í síbustu viku. Hráefniö var allt úr íslenskum landbúnaöaraf- uröum og margt var framreitt, sem ekki sést alla jafna á borö- um. Þaö var landslið íslands í mat- reiöslu sem bauð til þessarar veislu. Voru það meistarakokk- amir Friðrik Sigurðsson og Ríarki Hilmarsson sem fóru fyrir hópnum. Meðal þess, sem var á boðstólum, var grænmetispaté og var hráefniö ræktað með líf- rænum hætti. Einnig var á borðum innbakað ungnauta- lifrarbuff í lerkisveppasósu, lambanýru, appelsínulamba- _ bógur og brauð bakað úr komi Fjölmargir sóttu veislumáltíbina í Mýrdalnum, þar á mebal margt bœnda- fólk af Suburlandi. ræktuðu í Landeyjum. Á annað hundrað manns sóttu þessa samkomu, þar á meðal margt bændafólk af Suðurlandi. Var þetta með vissum hætti baráttu- samkoma þess, því þama var sýnt og sannaö hver gæði ís- lenskrar framleiðslu í landbún- aði em. SBS, Selfossi Haukur Halldórsson kunni vel ab meta krásirnar á samkomunni. Meb honum á myndinni er meistarakokkurinn Bjarki Hilmarsson. Tveir úr landbúnabardeildinni, Haukur Halldórsson og Pálmi jónsson al- þingismabur. Tímamyndir SBS e Bridgehátíö 1994 um nœstu helgi Enn mætir Zia Þá er aö renna upp hin árlega bridgeveisla BSÍ, BR og Flug- leiöa, en þaö er Bridgehátíö 1994, sú þrettánda í röðinni. Þetta er alþjóölegt mót sem kunnir erlendir meistarar hafa löngum sótt og veröur engin undantekning þar á nú, aö ógleymdum öllum sterkustu innlendu pörunum. Frægastan og fyrstan ber að telja „íslandsvininn" Zia, en hann lætur sig sjaldnast vanta. Þá má nefna silfurhafa Noregs í opnum flokki frá heimsmeist- aramótinu í Chjle og Evrópu- meistara Svía í kvennaflokki. Þau ellefu erlendu pör sem koma til með að keppa í -tvímenningnum em eftirfarandi: . -ii.1 _ . ■ Keith Singleton-Robin Bums .......(íri.) Heidi Lillis-Michael McGloughlin.(íri.) Even Ulfen-Tor Hoyland..........(Nor.) Harald Skæran-)ohn Skoglund.....(Nor.) Zia Mahmood-Russ Ekeblad ...(Pak./USA) Mark Molson-Bart Bramley ....(Kan./USA) L Langström-Catarina Midskog.....(Sví.) Lisa Astöm-Bim Ödlund .’.........(Sví) Geir Helgemo-Tor Helness........(Nor.) Glenn Grötheim-Terje Aa.........(Nor.) Roy Christiansen- ?........... (Nor.) Mótið hefst með tvímenningi á föstudaginn og lýkur honum um kvöldmatarleytið á laugar- dag. Sveitakeppnin hefst svo á sunnudag kl. 13.00 og veröur spilamennsku lokið á rnánu- dagskvöldiö og þá veröur verð- launaafhending fyrir báðar keppnimar og mótsslit. Krist- ján Kauksson verður keppnis- Zia Mahmood lœtur sig ekki vanta á Bridgehátíb frekar en fyrri daginn. Aö þessu sinni mun hann spila tvímenn- inginn vib Russ Ekeblad. stjóri en Elín Bjamadóttir framkvæmdastjóri mótsins. Skráningu er lokið í sveita- keppnina sem er opin sam- kvæmt venju og munu alls 70 sveitir spila. í tvímenningnum spila 50 pör, þar af hefur BSÍ valið 33 pör úr 60 umsóknum en auk þess var spilað um sex sæti í vetrarmitchell BSÍ sem fram fór í gærkvöldi. Spilaö verður á Hótel Loftleið- um og er ástæða til að hvetja bridgeáhugamenn til að fjöl- menna á þetta árlega stórmót. íslandsmót kvenna í sveitakeppni Undanúrslit í íslandsmóti kvenna í sveitakeppni fóm fram um síðustu helgi í Sigtúni 9. Fjórtán sveitir spiluðu í tveimur riölum og þrjár efstu sveitimar í hvorum riðli kom- ust í úrslit sem spiluð verða í Sigtúni 9, helgina 26.-27. febrúar. í A-riöli sigraði sveit Þriggja Frakka með 152 stig, Sveit EGLU varö í öðm sæti með 134 stig og sveit Guðrúnar Jóhann- esdóttur tryggði sé þátttökurétt; í úrslitunum með 117 stig. í B-riðli sigraði sveit Erlu Sig- urjónsdóttur með 154 stig, sveit Sendibílastöövarinnar Þrastar hreppti annaö sætið með 119 stig og Sveit Securitas varð sjötta sveitin í úrslitin meðll4stig. Núverandi íslandsmeistarar em sveit Þriggja Fakka en hana skipa Hjördís Eyþórsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Esther Jakobsdóttir, Valgerður Krist- jónsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir. Kantar og Millie Sagan um Millie er ein af perl- unum í annars jafnfyndinni bók Eddies Kantar; „The Best of Eddie Kantar". Þótt margir íslenskir bridgeáhugamenn eigi væntanlega bókina getur ofnaritaður ekki stillt sig um aö birta þessa martröð í lífi stór- meistams en honum segist þannig frá: „Er ég var ungur maður lenti hann í því að spila við konu sem ég kannaðist lít- illega við en hafði aldrei spilað við áður. Hún var taugaveikluð eldri kona og nálgaðist borðið með 24 kerfiskort undir hend- inni, nestið sitt, tyrkneskar síg- arettur, dagblað og 3 eintök af „People". Nú átti að standa sig. Hún útskýrði fyrir mér að hún væri aldrei taugaóstyrk í spil- inu sjálfu nema þegar keppnis- stjóri væri kallaður til. Það færi illa með hana. Reyndar kölluðu andstæðing- amir á kepppnisstjóra áður en spilamennska hófst! Þess var krafist að Millie fjarlægöi allt draslið af boröinu sínu, annars myndi spilamennska ekki fara fram. Þetta var fyrirboöi þess sem koma skyldi. Fyrsta spiliö gekk eölilega fyr- ir sig í en í ööm spili opnaði Millie í vitlausri hendi. Keppn- isstjóri var kallaöur til. í þriðja spili missti einhver mannspil á borðið (gettu hver!) og enn var keppnisstjór- inn mættur. Þannig gekk og andlegu áítandi Millie var ekki hægt að lýsa með orðum þegar hið sögufræga spil á borði 5 kom fyrir: Norður gefur; AV á hættu 4 7653 V D8 ♦ KD87 *T65 4" . r U:*A * ÁKT8 V ÁGT2 * 432 * ÁK N V A S * 2 V K97653 ♦ G5 * D987 * DG94 V 4 ♦ ÁT96 * G432 Vestur Noröur Austur Suður Kantar Millic lv pass 1* pass 4* allirpass Ég hóf vömina á tígulásnum og Millie lét gosann. Sagnhafi gladdist og drap með ás. Með tíu-níu í tígli fria tók nú sagn- hafi tvisvar tromp og endaði heima. Millie kastaði háu hjarta í seinni spaöann. Sagn- hafi spilaði nú hjartaeinspilinu á ás og litlu hjarta úr blindum. Millie setti kónginn, tromp og drottningin mín féll. Frábært, nú stóðu öll hjörtun í blind- um. Sagnhafi leit yfir farinn veg með bros á vör. Fyrst höfð- um við gefið honum slag með útspilinu og nú var búið að fría hjartað. Á meöan sagnhafi gladdist yfir velgengni sinni var brjálað aö gera hjá Millie. Hún skiptist á aö leggja spilin á borðið og taka þau aftur upp og kveikti sér í tveimur græn- um, tyrkneskum sígarettum á meðan. Þegar suðtu hélt áfram spiiinu var Millie búin að taka upp öll spilin sem búið var að spila, þ.á.m. hjartakónginn, en spilin sem hún átti raunverulega eftir lágu á grúfu á borðinu. Sagn- hafi ákvað nú að taka restina af trompunum og spilaði trompi að blindum. Millie fylgdi lit! Sagnhafi varð nokkuð ringlað- ur um stund en hafði ekki stöð- una á hreinu og hélt að sér hefði missýnst fyrr í spilinu. Hann var þó viss um eitt; hjart- að var frítt í borði. Hann tók því síðasta trompið og spilaði hjartagosanum. Millie stakk eldsnöggt upp kóngnum. Það var sem sagt auðvelt að fría liti með Millie í vöminni en von- laust að notfæra sér þá! Enn var kallað á keppnisstjóra og þarf ekki að fara frekari orð- um um úrskuröinn."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.