Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 5
Jón Kristjánsson skrifar Pólitísk tíðindi vikunnar, sem er að líða, em án efa skoðana- könnun DV um borgarstjóm- arkosningamar í vor. Þessi skoðana- könnun er gerð eftir að það liggur fyrir hver listi Sjálfstæðisflokksins verður og eftir umfangsmikiö og átakamikið prófkjör, sem hlotið hef- ur mikla umfjöllun í fjölmiðlum. t Áfall Þeir, sem fylgst hafa með skoðana- könnunum, vita að það hefur ætíð áhrif hver er í sviðsljósinu hverju sinni. Mikil fjölmiðlaumfjöllun er drjúg í skoðanakönnunum og hefur þá ekki alltaf skipt höfuðmáli hvert málefnið er, sem rætt er um. Það bjuggust því flestir við því, að eitt- hvað mundi draga saman með Sjálf- stæðisflokknum og minnihluta- flokkunum eftir að framboðsmál þeirra eru komin á þann rekspöl sem nú er. Að svo skyldi ekki verða er af- ar athyglisvert, og víst er ab þaö veldur sjálfstæðismönnum í Reykja- vík miklum áhyggjum. Það er mjög forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað er að gerast og hvort áfram- hald veröur á þessari stöðu. Ef úrslit kosninga yrðu eitthvað í þá veru, sem skoðanakannanir sýna, er þab gífurlegt pólitískt áfall fyrir forustu S j álfstæðisflokksins. Hins vegar er varasamt fyrir minni- hlutaflokkana að hrósa sigri eða fyll- ast sigurvímu. Þrír mánuðir eru langur tími í stjórnmálum, ekki síst þegar kosningar eru í nánd. Margt getur auðvitaö breyst, þegar áróð- ursmaskína sjálfstæðismanna hér í borginni fer í gang fyrir alvöru. Sú maskína kastaði Sveini Andra, Önnu K. og Júlíusi Hafstein út í ystu myrkur á hálfum mánuði og tryggöi Ingu Jónu fjórða sætib. Hörð barátta framundan Því er áríðandi fyrir minnihlutaflokkana að halda samstöðu sinni og efla baráttu- gleðina, því að bar- áttan verður hörb. Þessi góði árangur í skoðanakönn- uninni er áreiðanlega ekki síst vegna þess að haldið var á samningum milli flokkanna með trúverðugum hætti og án hiks, og það var ekkert fát og fum í þeim vinnubrögðum. Þaö hefði verið auðvelt að efna til átaka um hvernig sætin á listanum skiptast milli flokkanna. Slík átök áttu sér ekki stað. Þótt eftir sé að skipa í einstök sæti á Reykjavíkurlistanum, liggur þó ljóst fyrir hvaða fólk kemur þar til greina. Málefnin skipta þó mestu Málefnastaðan skiptir mestu máli, þegar slagurinn byrjar. Klúðursmál Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn eru honum þung í skauti. Þar er lík- lega strætómálið erfiðast, ásamt skuldastöðu borgarinnar og bruðli liðinna ára. Tilraunir flokksforust- unnar til þess ab útskúfa ákveðnum einstaklingum vegna þessa hafa ekki slegið ryki í augu kjósenda. Málin eru á ábyrgð borgarstjórnarmeiri- hlutans og borgarstjórans. Því gerir fólk sér fulla grein fyrir. Það er hin alvarlega staða, sem við meirihlut- anum blasir. Ekkert sýnir þversögn- ina í þessum málum betur en að það var Inga Jóna Þórðar- dóttir, sem hafði umsjón með að taka saman skýrsluna sem aðgerðimar í strætómálinu byggðust á. Stefna flokksins er einka- væðing, hvað sem öðm líður. Menn og mál- efni Afneitabi Ólafi þrisvar Umræöur í Alþingi á mánudaginn vom um málefni útvarpsins, enda vom þau umræðuefni manna á milli alla vikuna. Þar skeði sá óvenjulegi atburöur að forsætisráðherra afneit- aði Ólafi Ragnari Grímssyni þrisvar, eins og Pétur meistara sínum forð- um. Yfirlýsingar um stjórnarmynd- anir em óvenjulegar úr ræöustól Al- þingis og þær sýna aðeiris hve for- sætisráðherra fer úr jafnvægi, þegar málefni Ríkisútvarpsins tengd Hrafni Gunnlaugssyni ber á góma. Það tiltæki að kalla Heimi Steinsson á sinn fund vegna bréfs Arthúrs Björgvins ber vott um mikið bráð- ræði. Með því tengdi hann sig mál- inu, þannig að sjálfkrafa rifjaðist upp allt „Hrafnsmálið" svokallaða síðan fyrir ári. Það er áreiðanlegt að lítil gleði fylgir þessu tiltæki hjá ýmsum sjálfstæðismönnum, sem gjarnan vildu komast hjá því að ræða þetta mál meir. Þetta þykir ekki bera vott um mikið jafnvægi manns, sem skipar stöðu forsætisráðherra landsins. Lykilatriðið er að vera til friðs Aðalatriði Ríkisútvarpsmálsins er það, að í dagskrárgerö sjónvarpsins hefur hvorki verið gætt faglegra sjónarmiða um þáttagerð né óhlut- drægni í vali stjórnenda. Þetta hefur rýrt álit stofnunarinnar, þrátt fyrir að þar séu ágætis starfsménn innan- borðs. Þversögnin í þessu öllu sam- an og mesta ósvífnin er sú, að svo em öll þau vandræði, sem af þessu stafa, notuð sem rökstuðningur fyrir því að það þurfi að gjörbreyta skipu- lagi Ríkisútvarpsins, vegna þess að þar sé illa stjórnað. Ég fullyrði að það væm engin vandamál með Rík- isútvarpið fram yfir það, sem venju- legt er í rekstri fjölmiðla, ef það hefði verið látið í friði af mennta- málaráðhemxm og yfirmenntamála- ráðhermm Sjálfstæbisflokksins. Það er lykilatriði að vera til friðs. Það þarf aö halda óhlutdrægni í Ríkisút- varpinu og nýta það fólk og þá kunnáttu, sem þar er, og halda góð- um vinnufriði og liðsanda á þeim vinnustað. Það er allt og sumt. Þess- ar illvígu pólitísku deilur, sem blossa upp um stofnunina, geta eyðilagt hana og það er mjög.miður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.