Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 12. febrúar 1994 Mitsubishi Pajero Wagon, V6 3,5124 v., í stuttrí vibkynningu: Aflmikill eðalvagn Fákur okkar ab þessu sinni er nýr Mitsubishi Pajero Wagon. Hann fæst nú meö nýrri 3,5 1V6 fjölventlavél, sem skilar á þriöja hundraö hestöfl- um (208 ha.) og fjögurra gíra skjálfskiptingu meö þrenns konar átaksstillingum. Þetta er stór og aflmikill lúxusjeppi í hæsta gæöaflokki, enda veröiö I samræmi við þaö. Nýr Pajerojeppi var fyrst kynntur áriö 1991, en hann hefur ekki áður veriö tekinn til kostanna á síöum Tlmans. Hekla hf. selur Pajeroinn í fimm útgáfum. Super Wagon með 3ja 1 150 ha. bensínvél, beinskiptan (3,8 m.kr.) eöa sjálfskiptan (um 4 m.kr.) og 5 ^per Wagon með 2,81125 ha. dieselvél, beinskiptan (3,9 m.kr.) eða sjálfskiptan (rúm- lega 4 m.kr.). Fimmta útfærslan er sú sem hér er til umfjöllunar, þ.e. meö nýju 208 ha. vélinni og sjálf- skiptingu. Hann er jafnframt dýrastur, kostar tæpar 4,5 m.kr., og sé bíllinn tekinn meö ABS-hemlalæsivöm, leðurinn- réttingu og sóllúgu kostar hann yfir 5 milljónir. Sem sagt ekki bíll fyrir hvaöa Jón Jónsson sem er. Vel fer um farþega Þegar valinn er bíll, sem kostar þetta mikla peninga, má gera miklar kröfur. Pajeroinn er mikið munaöar- tæki og allur frágangur er vand- aöur og íburðurinn mikill. Sæt- in em til fyrirmyndar og gott ÁRNI GUNNARSSON pláss fyrir farþega bæöi frammí og aftiirí. Það em hitarar í fram- sætunum, eins og tíðkast með- al bíla í þessum gæðaflokki. Aftursætin em með þeim bestu sem fyrirfinnast, en þau em meö armpúöum báðum megin og þegar búiö er að leggja fram „hjónadjöfulinn" í miðjunni fer virkilega vel um tvo afturí. Á öllum sætum em höfuðpúðar, meira aö segja fellisætunum tveimur aftan viö aftursætið. Þá hefur Pajeroinn þaö fram yfir keppinauta í flokki stórra jeppa aö mjög gott er að ganga um farangursrýmið, en gaflinn er svo að segja tekinn úr þegar dymar aö aftan em opnaöar. Mælaborðiö er aðgengilegt og hallandi aðalmælar gefa því sportlegt útlit. Það eintak, sem hér var prófaö, var með nokkm grennra stýrishjól en maður hefur átt að venjast í Pajero. Þetta fannst mér ekki verra. Kosturinn er sá að stýrishjólið skyggir ekki á mælaborðið, eins og gerist í sumum bílum með lítið og mikið bólstrað stýris- hjól. Þá hefur áttavita verið bætt við hæðar- og hallamæla í syll- unni á framrúbunni. Þessir tveir mælar hafa mér alltaf þótt vera meira fyrir augað en nota- gildið, en áttavitinn á ábyggi- lega eftir aö koma Pajeroeig- endum að góbum notum. Gott útsýni Útsýnið úr bílnum er mjög gott og ökumaöurinn finnur ekki mikiö fyrir stærð bílsins í þröngri borgarumferð. Yfirdrif- ið vélarafl veitir einnig þægi- lega öryggistilfinningu. Farþeg- ar og ökumaður sitja tiltölulega hátt í bílnum og sjá vel yfir. Rafknúnir og upphitaöir hlið- arspeglamir em stórir og veita gott útsýni afturfyrir bílinn. Það em ekki bara hliðarspegl- arnir sem em upphitabir, held- ur er upphituð rák nebst á framrúðunni. Hún er hugsuð til þess að koma í veg fyrir að þurrkumar frjósi fastar og til að þíða krapa, sem vib vissar að- stæður vill safnast á þurrku- blöðin. Fyrir fótkalda aftursæt- isfarþega er öflug miðstöð aft- urí, en lofttúðurnar em undir aftursætinu. Aðalmiðstöðin er ekki síður öflug, en of hávær fyrir bíl í þessum gæðaflokki. Þetta á sér í lagi við þegar hún er höfð á fjórðu og hæstu still- ingu. ... og svo er stokkíb af stab Sjálfskiptingin er mjúk og vinnur skemmtilega með vél- inni. Reyndar dregur mýktin alla jafna úr tilfinningunni fyr- ir krafti vélarinnar. Þeim, sem vilja finna fyrir hestunum 208, er bent á að láta það eftir sér, þar sem aðstæður em góðar, að stíga bensíngjöfina einfaldlega í botn og finna stökkið, sem þessi eðalvagn tekur áfram um leiö og hann skiptir sér niður. Við þessar aðstæður kæmi nán- ast ekkert á óvart að heyra rödd flugfreyju biðja fólk að muna eftir að spenna beltin og til- kynna áætlaðan flugtíma. En gleymið ekki að slá af aftur, því það finnst lítriö fyrir hraðanum í Pajero. Þrenns konar stilling er á skiptingunni: Sportstilling, en þá skiptir bíllinn sér á hærri snúningi, venjuleg stilling og vetrarstilling, en þá er tekið af stað í hærra hraðastigi, svo átakiö verður mýkra. Aksturseiginleikamir em alveg ágætir og bíllinn liggur mjög vel bæbi á malbiki og utan þess. Þrenns konar mýktarstill- ingu á fjöðmm er stjómað með takka inni í bílnum. Það kom eilítið á óvart hversu vel Pajero- inn liggur í beygjum, en þar gefur hann fólksbílum ekkert eftir. Sér í lagi er hann skemmtilegur í aldrifinu, en Tímamynd CS mikil sporvídd á þar eflaust sinn hlut að máli. Fjölvalsdrif Einn stærsti kostur bílsins er svo kallað fjölvalsdrif, sem m.a. felur í sér að hægt er að skipta úr afturhjóladrifi í fjórhjóladrif á allt að 100 km hraða. í fjór- hjóladrifinu er hægt að velja á milli seigjutengds drifs (quad- ratrack), læsts aldrifs og lokaðs lágadrifs. Seigjutengslin koma í veg fyrir að spenna myndist á milli fram- og afturöxla í beygj- um. Þetta gerir bílinn þægilegri í akstri og fer jafnframt betur meb drifin. í það heila tekib em stærstu kostir þessa bíls afliö og mýkt- in. Það sakar ekki í lokin að minnast á nýlega úttekt þýska bílablaðsins Auto-Bild þar sem bomir vom saman sex full- orðnir jeppar: Explorer, Land- Cmiser, Opel Monterey (Path- finder/Terrano), Mercedes 300, Grand Cherokee og Pajero. í samanburðinum vom þægindi í akstri, eiginleikar í torfæmm (alvöm jeppi), aksturseiginleik- ar og öryggi, þ.m.t. hemlar, tal- in meðal helstu kosta Pajero. Nýf Lada Sport kostar frá 798.000 Flestir jeppar kasta yfir 2.000.000 MÍÉuuwáuh er heilt ævintýri fýrhr fjálslcYldiiiia. Negld vetrardekk og sumardekk eru innifalin i v«rí“ út þorrannk Landróver- inn slær ígegn vestanhafs Eftir 46 ára farsælan feril í þjónustu hersveita, bænda og lögreglu hefur gamli, góbi Landróverinn loksins slegið í gegn hjá uppunum. „Greifinn" er kominn í tísku í Bandaríkjun- um. Þetta kemur fram í nýlegri grein í The Sunday Times. Blað- ið skýrir frá því að Solihull-deild Rover rábgeri að selja allt að 3000 Landróvera í Bandaríkjun- um á þessu ári. Tegundin, sem um ræðir, heitir Defender 90. í tilefni þess að Landróverinn er orðinn uppabíll, verður hann nú seldur í nýjum og frísklegri litum: gulur, drapplitaður, rauð- ur og þar fram eftir götunum, en ekki bara brúnn og grár eins og hingað til. Bretamir vænta mikils af Bandaríkjamarkaði, enda eftir- spum eftlr Landróvemum mik- il. Um ein milljón fjórhjóladrif- inna bíla em seldir á ári í Banda- ríkjunum, en það er um helm- ingur heimsmarkaðarins. -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.