Tíminn - 19.07.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.07.1994, Blaðsíða 3
Þri&judagur 19. júlí 1994 3 Allar íslenskar umsóknir notib nábar kvikmynda- sjóbs Evrópu, nú síbast Benjamín Dúfa: Tífalt framlag náðst til baka „Benjamín Dúfa", samstarfs- verkefni íslenskra, sænskra og þýskra aöila, var meöal þeirra 25 verkefna sem hlutu stuön- ing á fundi kvikmyndasjóðs Evrópuráösins, EURIMAGES, sem haldinn var nýlega í Varna í Búlgaríu. Leikstjóri myndarinnar er Gísli Snær Er- lingsson. Stuöningurinn felst í 7,7 m.Ikr. víkjandi láni, sem er nærri því öll sú upphæö sem sótt var um. Á þessu ári og því síðasta hafa 4 íslensk verkefni verið studd með hátt í 60 milljónum króna frá EURIMAGES, sem er meira en tífalt framlag íslands til sjóðsins á sama tíma. Þau fimm ár, sem íslendingar hafa verið aðilar að sjóðnum, hafa allar ís- lenskar umsóknir, átta talsins, hlotið náð fyrir augum sjóðs- stjórnar, sem sagt er einsdæmi. Þau verkefni, sem fengiö hafa framlög í ár og í fyrra, auk Benj- amíns Dúfu, eru: „Steintár", mynd byggb á ævi Jóns Leifs, 14 milljónir. „Bíódagar" 20 milljónir, og „Skýjahöll" Þor- steins Jónssonar 17 milljónir. Myndir, sem áður hafa hlotið stuðning, eru: „Börn náttúr- unnar", „Ingaló", „Svo á jörðu" og „Karlakórinn Hekla". ■ Dýralœknar og bœndur óhressir meö ný lyfsölulög frá heilbrigöisráöuneytinu: Lögin til bölvunar fyrir báöa aðila Ný lyfjalög hafa í för meö sér óhagræði bæöi fyrir bændur og dýralækna. Markmiö lag- anna var aö auka frelsi í lyfjaverslun og þar meö sam- keppni, en túlkun ráöuneyt- isins á þeim veldur því aö framkvæmdin getur oröiö gagnstæö og valdiö fá- keppni. Hinar nýju reglur gera ráð fyrir að dreifing dýralyfja flytj- ist frá héraðsdýralæknum, sem annast hafa hana samkvæmt lögum um dýralækna, yfir til apótekanna. í upphaflegum texta frumvarps til lyfjalag- anna var gert ráb fyrir að allir dýralæknar hefbu heimild til þess að selja lyf, í stað þess að héraðsdýralæknum einum væri það heimilt. Túlkun rábu- neytisins á lögunum felur í sér að dýralæknar megi aðeins kaupa í heildsölu þau lyf, sem þeir sjálfir nota á stofu og í sjúkravitjunum. Þeim er sam- kvæmt þessari túlkun aðeins heimilt að afhenda dýralyf til að mæta meðferðarþörf í hverju tilfelli fyrir sig, þar til tök eru á að ná í lyf í lyfjabúð. Dýralæknar hafa selt svoköll- ub lausasölulyf, það er að segja lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld, jöfnum höndum og apótek. En það eru þau dýralyf sem seld eru í mestu magni og meb lægstri álagningu. Eftir breyt- Vestfirbir dýralœknislausir. Skortur ó dýralceknum, segir yfirdýralœknir: Enginn héraðsdýra- læknir fæst vestur Enginn héraösdýralæknir er nú starfandi á Vestfjörðum og allt bendir tii þess aö Vestfirö- ingar þurfi aö vera dýralækn- islausir á næstunni. Stööur héraösdýralækna í öllum um- dæmum í fjóröungnum hafa veriö auglýstar lausar, en eng- inn umsókn hefur borist. Um er ab ræða Barðastrandar- umdærni, ísafjaröarumdæmi og Strandaumdæmi. Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir segir að menn hafi engar einhlítar skýr- ingar á þessu abrar en þær, að dýralæknum finnist þessi hérub rýr og um litla dýralæknavinnu þar að ræba. Héraösdýralæknar hafa föst laun og vaktaálag, mis- munandi eftir umdæmum, auk launa fyrir þær aðgerðir sem þeir vinna. Abspurður um hvort um skort á dýralæknum á landinu væri að ræða, sagðist yfirdýralæknir telja svo vera. „Þarna eru stöður sem dýra- læknar sækja ekki um, og þá hlýtur að vera rétt ályktað að það sé skortur á dýralæknum í landinu," sagöi Brynjólfur Sandholt. ■ Framkvœmdastjóri Visa Island segir fréttir af óförum debetkorthafa erlendis orbum auknar: Korthafar vel settir með kort sín erlendis Framkvæmdastjóri Visa ísland hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af óför- um Visa Electron debetkort- hafa erlendis. í tilkynning- unni segir aö Visa ísland hafi ekki borist neinar kvartan’r þar um nýlega. Því hafi frétt- irnar komiö starfsfólki Visa verulega á óvart og þær séu augljóslega oröum auknar. Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri segir ennfremur í tilkynningunni að upplýsingar frá Kjartani L. Pálssyni, farar- stjóra Samvinnuferöa-Landsýn- ar, hafi ekki fengist stabfestar, en mál hans sé í rannsókn bæði hjá Visa International og Ver- enide Spaarbank í Hollandi. Visa ísland stendur óhikað vib þá staðhæfingu að debetkorthaf- ar Visa Electron séu vel settir með sín kort erlendis. Kortin hafi verið notuð til úttektar í alls 23 löndum í júní í öllum heims- hlutum, fyrir alls 15,6 milljónir króna. ■ ingarnar nú er þeim það ekki heimilt og apótekin mega ein- göngu selja þau, en verölagn- ingin á þessum lyfjum verður frjáls eftir 1. nóvember á næsta ári. Rögnvaldur Ingólfs- son, héraðsdýralæknir í Búðar- dal og formaður Dýralæknafé- lags Islands, gagnrýnir lyfja- lögin. „Við getum rétt ímyndað okkur, að þar sem dreifbýlis- apótek eru munu þau verða án samkeppni, ef dýralæknar mega ekki jafnframt selja þessi lausasölulyf dýrar. Túlkun ráðuneytisins og lögin ganga að þessu leyti þvert á markmið laganna, sem er að auka sam- keppni. Við getum rétt ímynd- að okkur að það er ekki mikil samkeppni á milli apóteka sem eru í mörghundruð kíló- metra fjarlægð hvort frá öðru." Dýralæknar benda á að það kerfi, sem var í gildi, hafi gefið góða raun, bæði hvað varðar hreinleika matvæla, sem unn- in eru úr íslenskum búpen- ingi, og jafnframt hafi álagn- ing dýralyfja verið lægri en annarra lyfja. Þeir hafa einnig bent á að lyfjafræðingar hafi hlotið þjálfun til að leiðbeina fólki um notkun lyfja fyrir manneskjur, en þeir hafi hins vegar ekki þjálfun til að leið- beina um notkun lyfja fyrir dýr, líkt og dýralæknar. Rögnvaldur segir að breyting- arnar á fyrirkomulagi dreif- ingu og sölu dýralyfjanna hafi í för meö sér óhagræði bæði fyrir dýralækna og bændur. Sér í lagi bændur í strjálbýlli héruðum landsins. Á nokkr- um stöðum hátti svo til að ekki séu apótek í umdæmi hér- absdýralæknis eða á þeim stað sem hann starfar frá. Komi ekki til fjölgun apóteka á landsbyggðinni, sem ekki séu miklar líkur á aö verði, verði staðan mjög slæm í þessum héruðum. Þeir bændur, sem Tíminn ræddi við um nýju lyfjalögin og túlkun þeirra, voru á sama máli og dýralæknar og töldu þau til bölvunar fyrir báða að- ila. Frá skíbasvœbinu í Bláfjöllum. Þar urbu tekjur af abgöngumibasölu mun minni en áœtlab var. Kostnaöur Reykjavíkurborgar afrekstri skíöalandanna 1993 ácetlaö- ur 26 milljónir, en varö 46 milljónir: Kostnaöur viö skíöalöndin fór um 78% framúr áætlun Kostnaöur Reykjavíkurborgar fór langt framúr áætlun á öllum skíðasvæðum borgarinnar á síð- asta ári — allt að 400% umfram á skíöasvæði Hengils — sam- kvæmt skýrslu borgarendur- skoöanda. Athygli vekur, aö höf- uöástæöan var fleiri opnunar- dagar en undanfarin ár á sum- um svæöunum, en ótíö og fáir opnunardagar á öörum. Hvergi hafa menn þó misreiknaö sig eins og í Henglinum, þar sem tekjur, miöaöar við aðsóknartöl- ur hjá ÍR og Víkingi árið á und- an, voru áætlaðar 6 milljónir, en urðu aöeins 1,7 milljónir. Borgin endaöi þar meö nærri 10 milljóna kostnað, eða fimm sinn- um meiri en áætlaö var (2 mkr.). Útgjöld borgarinnar, umfram tekj- ur af skíöasvæöunum, vom áætl- aðar um 26 milljónir, en uröu samtals um 46 milljónir króna í fyrra. Heildarkostnaður af rekstri Bláfjallasvæðisins, aö frádregnum tekjum, var áætlaöur rúmlega 14 milljónir, en varö hátt í 22 millj- ónir. „Meginskýringin á þessari slæmu útkomu er sú að tekjur af aðgöngumiðasölu urðu 12,2 m.kr. lægri en áætlað var, vegna slæms veðurs allt skíðatímabilib og færri opnunardaga þarafleiðandi," segir í skýrslunni. I Skálafelli, aftur á móti, fór kostnaður rúmlega 70% framúr áætlun, m.a. vegna þess að: „Opn- unardagar voru fleiri en undanfar- in ár og þ.a.l. var troðið mun meira." Tekjurnar fóru ab vísu rúmlega 900 þús.kr. framúr áætl- un í Skálafelli. En samt varö kostn- aður borgarinnar rúmlega 4,1 milljón meiri en ætlaö var. Helstu skýringarnar eru miklu meiri viö- halds- og eldsneytiskostnaöur troöara og snjósleöa en áætlaö var og viöbótarkostnaður vegna launa (1,5 m.kr.), matvæla (730 þús.kr.) og trygginga fyrir fólk sem ráöiö var í átaksverkefni fyrri hluta árs- ins. Sem áður segir hafa menn misreiknaö sig gífurlega á Hengils- svæöinu, sem ÍTR tók viö rekstri á frá ÍR og Víkingi í upphafi síðasta árs. Fjárhagsáætlun byggöist því á reynslutölum félaganna árið á undan, um 2ja milljóna framlag borgarinnar til viöbótar 6 milljóna áætluðum tekjum. „Reksturinn í heild varb afar kostnaðarsamur vegna óvissuþátta: ótíðar, bilana í lyftum og troðara, snjóflóðs og mikillar yfirvinnu starfsmanna," segir í skýrslunni. Laun og bíla- kostnaður starfsmanna urðu t.d. 2 milljónum hærri en ætlaö var. Og borgin sat á endanum uppi meö nær 10 milljóna útgjöld, umfram þær 1,7 milljónir sem fengust í tekjur. Skíðabrekkurnar í Seljahverfi og Ártúnsbrekku komu langbest út, aðeins 1 milljón (25%) umfram áætlun, „fyrst og fremst vegna mun fleiri opnunardaga en venju- lega". ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.