Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1994, Blaðsíða 2
2 gHMfaWi Þribjudagur 1. nóvember 1994 Tíminn spyr... Hvers vegna var þátttakan í prófkjöri sjálfstæbismanna í Reykjavík ekki meiri en 48%? Björn Bjarnason í þribja sæti í prófkjörinu: Sighvatur Bjarnason, framkvœmdastjóri Vinnslustöövarinnar: Jákvætt fyrir byggbariagiö Frá Þorsteini Cunnarssyni, Vestmannaeyjum: Á sunnudaginn var gengiö frá kaupum íslenskra sjávarafuröa á 30% hlut Bjarna Sighvatssonar og fjölskyldu á Vinnslustöðinni í Eyjum. Að sögn Sighvatar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, er mark- miðið meö þessari sölu auk hlutafjáraukningar í fyrirtæk- inu, að styrkja eiginfjárstöðu Vinnslustöðvarinnar. Þetta sé mjög jákvætt spor fyrir Vinnslu- stöðina og byggðarlagið í heild, því fyrirtækið sé komiö í þá stöðu að geta eflst á nýjan leik í stað þess að vera í samfelldum niðurskurðarleik. „Það breytist ekkert í fyrirtæk- inu sem slíku. Það verða áfram sömu stjórnendur. Eina breyt- ingin er að eiginfjárhagsstaða þess verður mun styrkari fyrir vikið. Það er stefnt að því aö hlutabréf fari á almennan mark- að síöar í mánuðinum til þess að styrkja stoöir fyrirtækisins enn frekar," sagði Sighvatur. Hlutur Bjarna og fjölskyldu hefur verið til sölu í rúmt ár. Hann segir að enginn hafi lýst yfir áhuga fyrr en Islenskar sjáv- araíurðir og hópur þeim tengd- ur ákvað að fjárfesta í hlut Bjarna. Sighvatur neitar því ekki að þrýstingur hafi verið á fyrir- tækið að ganga til samstarfs við íS og fer ekki á milli mála að hann á þar við Sölumiðstöð hraöfrystihúsanna. „Það var mikill þrýstingur á okkur víða að og það má segja að ég hafi kynnst nýrri hlið á íslensku við- skiptalífi," segir Sighvatur sem sjálfur á tæp 2% í Vinnslustöð- inni. „Ég hlakka mikið til að vinna með íslenskum sjávaraf- urðum. Þarna er hópur ungra manna sem hefur þurft að berj- ast við ýmislegt í gegnum tíðina og staðið margt af sér. Þeir hafa haft SÍS drauginn á bakinu en eru búnir að losa sig við hann. SÍS er ekki til lengur og ég vænti mikils af samstarfinu við ís- lenskar sjávarafurðir," sagði Sig- hvatur. Bjarni, faðir hans, mun láta af stjórnarformennsku í Vinnslu- stöðinni en Sighvatur vissi ekki hver tæki við honum. Hann sagði það vera ákvörðun stjórn- arinnar. Ekki hefur heldur verið tekin ákvöröun um hvað gert verður við hlut Vinnslustöövar- innar í SH en Sighvatur segir að eignahlutur í SH sé verðmæti sem gæti borgað sig að halda. „Markmibið er ab gera Vinnslu- stöðina að öflugu sjávarútvegs- fyrirtæki á svipaðan hátt og Granda. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt," segir Sighvatur, sem sjálfur á sæti í stjórn SH. Um áramótin munu Samskip annast nánast alla flutninga fyrir Vinnslustöðina að undanskild- um einhverjum ferskútflutningi en Sighvatur segir að ávallt verði leitaö til þeirra með flutn- inga sem eru ódýrastir hverju sinni, en sem kunnugt er keypti Vinnslustöðin hlut í Samskip- um fyrr á árinu og er talið ab farmgjöld fyrirtækisins nemi um 150 milljónum á ári. Þau skipa fjögur efstu sœtin á frambobsiista Framsóknarflokksins íkomandi alþingiskosningum. Frá vinstri taiib: Isólfur Cylfi Pálmason, Elín Einarsdóttir, Ólafía Ingólfsdóttir og Gubni Ágústsson. Ljósm: sigurburBogi Framboöslisti Framsóknarflokksins á Suöurlandi liggur fyrir: ísólfur Gylfi í öðru sæti „Til þess að prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík séu bindandi fyrir kjörnefnd, þurfa 50% flokksbundinna að greiöa at- kvæði. Nú er það svo ab um 15 þúsund manns eru í flokknum og hefur fjölgaö á undanförnum ár- um. Þessi fjöldi félagsmanna ger- ir þær kröfur að sífellt stærri hóp- ur manna greiði atkvæði í próf- kjöri til þess aö um bindandi kosningu sé að ræða. Ég get ekki litið á það sem neitt sérstakt vandamál þó ab ekki hafi náðst nema 7500 manns til að greiða atkvæði í þessu prófkjöri. Mér finnst það ekki umtalsefni, nema menn séu að því til að gera lítið úr prófkjörinu sem er með öllu ástæðulaust." Finnur Ingólfsson, þingmabur Framsóknarflokks í Reykjavík: „Flokksbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík eru ab lýsa óánægju sinni með störf flokksins. Svikin loforð frá síðustu kosningum, svo sem í skattamálum, sem fólk fólk gleymir ekki heídur fyrir kosningarnar í vor. Sú spurning vaknar hvort opin prófkjör séu ekki gengin sér til húðar. Að fjöldi fólks sem skrábur er í Sjálf- stæðisflokkinn ætli sér alls ekki að kjósa hann." Ingi Björn Albertsson, þingmabur Sjálfstæbisflokks í Reykjavík: „Meginástæðan er sú að þab er mikil óánægja grasserandi í Sjálf- stæöisflokknum og hún birtist í þeirri þátttöku sem raun ber vitni." Aöalfundur Vinnslu- stöövarinnar hf. í Eyjum veröur n.k. laugaraag: Kaupin styrkja starfsemi ÍS „Fyrir íslenskum sjávarafurbum vakir þab fyrst og fremst ab styrkja sitt starf, enda fáum vib þarna stóran og öflugan fram- leibanda," segir Benedikt Sveins- son, framkvæmdastjóri íslenskra sjávarafurba hf., sem hafa haft forystu um kaup á 30% eignar- hlut Bjarna Sighvatssonar og fjöl- skyldu í Vinnslustöbinni hf. í Vestmannaeyjum. Nafnviröi hlutabréfa fjölskyld- unnar er um 85,5 milljónir króna en ekki fæst uppgefið hvert sölu- gengi þeirra hefur verið. Aðalfund- ur Vinnslustöbvarinnar hf. verður haldinn n.k. laugardag, 5. nóvem- ber og þá munu íslenskar sjávaraf- urðir koma formlega ab fyrirtæk- inu, en skrifab var undir kaup- samninginn um sl. helgi. Benedikt segir þab vera mjög spennandi að taka þátt í ab byggja upp Vestmannaeyjar á ný sem öfl- ugan sjávarútvegsstab, sem ab sumra áliti hefur verib í dálítilli lægb síbustu misseri. Hann segir ab sömu menn muni stjórna fyrirtæk- inu og ábur meb fullum stubningi ÍS. Auk þess séu engar breytingar fyrirhugabar á starfsmannahaldi f>TÍrtækisins. Benedikt segir ab hlutafé fyrirtækisins verbi aukib, jafnframt sem þab muni fara út á hlutabréfamarkabinn. ■ ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli, mun skipa annað sætið á framboöslista Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjör- dæmi í komandi alþingis- kosningum. Þetta var niður- staðan í forvali á þingi flokksins í kjördæminu sem haldið var um helgina. Serri vænta mátti var vilji flokksmanna sá að Guðni Ág- ústsson skipaði efsta sæti list- ans og færist hann upp um sæti — eftir að Jón Helgason ákvað að hætta beinum stjórn- málaafskiptum. Guðni fékk 140 atkvæði í fyrsta sætið. ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri á Hvolsvelli, fékk 150 atkvæði í 1. og 2. sætiö, Ólafía Ingólfsdóttir, húsfreyja í Vorsabæ í Flóa, 85 atkvæði í 1.-3. sæti, Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu í Mýrdal 132 atkvæði í 1.-4. sæti, Agúst Sigurðsson, bóndi í Birtingar- holti í Hrunamannahreppi, 120 atkvæði í 1.-5. sæti og Skæringur Georgsson, fram- kvæmdastjóri í Vestmannaeyj- um, fékk 177 atkvæði í 1.-6. sætið. Þær Ólafía og Elín börð- ust um þriðja sætið og í raun munaði ekki nema tveimur at- kvæðum þar. Þuríður Bernódusdóttir, fisk- verkandi í Vestmannaeyjum sem stefndi á þriðja sætið og skipaði það fyrir síðustu kosn- ingar, dró framboð sitt til baka. Í stjórnmálaályktun þingsins segir að í kosningum að vori verði kosið um hvort Fram- sóknarflokkurinn leiði næstu ríkisstjórn eða hvort þjóbin búi áfram við stjórnafar síö- ustu ára. Flokkurinn þurfi að fylkja mörgum undir merki sitt svo megi með farsælum hætti leysa þau mörgu erfiöu verkfni sem framundan séu. Þar er nefnt að ná þurfi efna- hagslífinu úr öldudal kyrr- stöðu og samdræáttar, sem og að bæta kjör þeirra er verst standa. Sömuleiðis þurfi að fara inn á nýjar brautir við nýtingu náttúruaublinda og þar gefi góð menntun og kunnátta þjóðarinnar marg- víslega möguleika. -sbs, Seifossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.