Tíminn - 15.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1994, Blaðsíða 4
4 T I WWIWW Þri&judagur 15. nóvember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Veröld sem var Ásýnd Evrópu breytist talsvert við það að Svíar hafa ákveðiö í þjóðaratkvæðagreiöslu að gerast aðilar að Evr- ópusambandinu. Þótt mjótt sé á munum, duga úrslitin til aö staðfesta vilja mikils meirihluta Ríkisdagsins um að Svíþjóð verði hluti af bandalagi Evrópuríkja þegar um næstu áramót. Vafalaust mun finnska þingið samþykkja aöild á næstu dögum, en fyrir liggur meirihlutaákvörðun í þjóðarat- kvæðagreiðslu þar í landi og var aðeins beðiö niðurstöð- unnar í Svíþjóð til aö reka endahnútinn í samningaferlið og mun Finnland einnig ganga í sambandið um áramót- in, eða eftir aðeins nokkrar vikur. En þeirri spurningu er enn ósvarað hvort Noregur mun fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum inn í nána Evrópu- samvinnu, en eins og í hinum löndum er þingmeirihluti fyrir aðild og búið að semja um hana, en þjóðaratkvæba- greiðsla mun fara fram eftir tæpar tvær vikur og ráðast þá úrslitin. Með aöild að ESB vakir fyrst og fremst fyrir Finnum að tryggja öryggi sitt og skipa sér ótvírætt á bekk með vest- rænum þjóðum, en viöskiptahagsmunir eru að sjálfsögbu einnig mikilsverðir. Bæði Svíþjóð og Finnland láta nú af hlutleysisstefnu og eru það út af fyrir sig merkileg tímamót í Evrópusögunni. Afstaöa Svía mótast þó ekki síður af efnahagslegum ástæð- um, en iðnaöur þeirra hefur verið á niðurleið og fjár- magnsflótti er á góðri leið með ab lama athafnalífiö. Það er athyglisvert aö foringjar stærstu flokkanna og öflug- ustu hagsmunasamtaka landsins snéru bökum saman til að sannfæra þjóðina um ágæti ESB og var mikill hræðslu- áróður rekinn þar sem lögö var áhersla á hve ömurleg framtíð biði þjóöarinnar yrði aðild hafnað. í því ljósi er næsta furðulegt hve andstæöingar aöildar reyndust öflug- ir. Ákvörðun Svía var fagnað í aðalstöðvum ESB í Brussel og hafa menn þar á orði að sambandið eflist mjög meö þeirri fjölgun aðildarríkja. Það er greinilegt að þróuð iðn- ríki með lýðræðislega stjórnarhefð að bakhjarli eru öðrum eftirsóttari til að taka þátt í því ríkjasambandi sem Evr- ópusamruninn er og verður. Norræn samvinna verður ekki söm-eftir að Svíþjóð og Finnland eru ásamt Danmörku komin í ESB og vafi leikur á hvort Noregur fylgir á eftir. Hvaö verður um EFTA og Evrópsku efnahagssamvinnuna eru málefni sem engin einhlít svör eru gefin um. íslenska ríkisstjórnin er klofin í afstöðu til umsóknar í Evrópusambandið, en vilji Alþingis er skýr, sem er ab ís- land eigi ekki erindi í ríkjasamrunann eins og málum er háttað. Bíða verður ákvörðunar Norðmanna um aöild áður en í Ijós kemur hvort ísland og Lichtenstein verða einu ríkin í EES eftir áramót. Hvaða áhrif það kemur til með að hafa um framtíðarskipan og samninga milli þessara mjög svo misstóru samabanda er ekki á hreinu. Sumir svokallaðir áhrifamenn segja að samningar verði óbreyttir, talaö er um tvíhliða samning og síbreytilega samninga milli efnahagsheildanna. Það virðist sem sagt túlkunaratriði manna með mismunandi skoðanir og áherslur hver staða íslands í umheiminum veröur eftir áramótip. Það er auðvitað óviðunandi og hljóta ráða- menn að bæta hér úr. Þá er vert ab hyggja aö því hve örum og miklum breyt- ingum Evrópa tekur með stækkun ESB og inngöngu Norð- urlandaþjóðanna og afsali Svíþjóðar og Finnlands á hlut- leysi sínu. Sú Evrópa, sem við þekkjum, er að verða veröld sem var, en hvab við tekur er ekki vitað með öruggri vissu. Hvað ísland áhrærir verður fyrst að bíða þess hvort við eigum samflot með Norömönnum í EES áður en staðan er metin og síöan að fá skýr svör um hvaba stoð verður ab þeim samningi eftir ab Evrópa tekur stakkaskiptum frá okkar sjónarhóli. Gubmundur Árni, Björn og hatturinn Þá er loksins lokiö hinum lang- dregna leikþætti um embættis- færslur Gu&mundar Árna og þaö hvort hann segöi af sér eða seg&i ekki af sér. Vi&brögb fólks viö afsögninni eru nánast öll á einn veg: fólki léttir, þaö fagnar og samflokksmenn Gu&mundar tala um „rétta ákvöröun", en aðrir segja einfaldlega „mikiö var að beljan bar". Einn er sá maöur sem þó hlýt- ur aö fagna því alveg sérstaklega aö Gu&mundur er búinn a& segja af sér og þar meö slá á fjöl- mi&laumfjöllunina um þetta mál allt saman. Þetta er Björn Önundarson, fyrrverandi yfir- tryggingalæknir. Björn er nú búinn að fara úr frakkanum og hengja upp hattinn sinn einu sinni til tvisvar í hverjum ein- asta fréttatíma sjónvarps und- anfarnar vikur. Þjóðin er farin ab kunna utanað göngulag Björns og hvernig hann hengir upp hatta. Meira að segja þeir sem tregari teljast í eftirtekt hafa fengið næg tækifæri til að læra utanað hreyfingar Björns, auk þess sem hann gengur alltaf hægar og hægar inn ganginn og hattupphengingin er orðin að tígulegri sveiflu sem helst minnir á hreyfingar geimfara í þyngdarleysi. Ef þessi sýning á Birni hefði haldiö áfram öllu lengur, er viðbúiö að börn bentu á hann á götu og segðu: „Þarna er maðurinn sem hengir upp hattinn." Að hámarka pólitískan skaða En burtséð frá þessari óvæntu frægö Björns Önundarsonar er óhætt aö fullyrða aö sá pólitíski skaði, sem þetta mál hehir skap- að, er þó margfalt meiri núna en hann hefði orðið ef Guðmund- ur Árni hefði brugðist skjótt við GARRI og hætt strax. Þetta á bæði við um Alþýöuflokkinn og ekki síb- ur um pólitíska framtíð Guð- mundar Árna. En svo einkenni- legt sem það kann að virðast, þá er þessi dráttur, sem orbið hefur á afgreiðslu málsins, afskaplega dæmigeröur fyrir ráðherraferil Guðmundar Árna. Þegar hann hóf ráðherradóm sinn, var hann á biðlaunum frá Hafnar- firði og fékk bágt fyrir. Þá dró Guðmundur að afsala sér biðla- unum þar til þetta mál var búið að skaða hann eins mikið og hugsanlegt var. Þegar Guö- mundur svo hugðist koma á heilsukortum, fékk hann bágt fyrir hjá öllum almenningi. Hann dró hins vegar að bakka með þá ákvörðun þar til málið var búið aö valda pólitískum ferli hans hámarksskaða. Síðan ætlaði Guðmundur að spara á barnaheimilum spítalanna og lenti i miklum hremmingum út af því máli. Samt hélt hann í þessa hugmynd alveg þangað til hún gat ekki skaðað hann meira. Þá bakkaði hann með hana. Nú, þegar hann fær á sig endalausar ávirðingar út af embættisfærslum sínum og krafan um afsögn kemur fram, dregur Guðmundur að segja af sér þar til málið er búið að valda honum hámarksskaða. Stjórnmál sýnd hægt Þessi dráttur á afgreiðslu mála virðist því vera einkenni frekar en undantekning á s.tjórnmála- stíl Guðmundar Árna. Hann bregst við aösteöjandi pólitísk- um vanda í „slow motion" eöa í hægagangi, rétt eins og hann sé með allt sitt á þurru, og gerir ekkert til aö þau fái skjótan endi. Þvert á móti tekst honum að draga þau á langinn og búa til úr því síendurtekin „mynd- skeið", sem valda því að spill- ingarstimpillinn grær nánast fastur við hann. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru síendur- teknar sýningar á yfirtrygginga- lækni að hengja upp hattinn sinn — aftur og aftur, hægar og hægar — kannski ekki svo galið myndefni með frétt af vand- ræðamálum Guðmundar Árna. Þessi notkun myndefnis er táknræn fyrir stjórnmálastílinn, sem veriö er að fjalla um. Garri Stórsigur hlutleysisins Þeir sem kjósa í prófkjörum Sjálf- stæðisflokksins eru duglegir ab úthýsa konum og gamlingjum og hefur þingforseti lýst yfir miklum áhyggjum fyrir hönd flokksins sem glata mun miklu fylgi vegna þessarar áráttu. Aðrir flokkar leggja mikla áherslu á kynjajafn- ræði sem á að duga þeim vel á at- kvæðavertíðinni. Eftir hvert prófkjör íhaldsins eru allir svaka sorrí yfir því hve illa kvenþjóðinni vegnar en karl- remban bætir úr því með því að lýsa yfir hvílíkir afbragöskarl- menn það eru sem traustsins njóta og raða sér fyrir framan konurnar á listana. En áhyggjur yfir lélegu kjörfylgi íhaldsins eru óþarfar. Nú er komin skoðana- könnun sem sýnir meirihlutafylgi Sjálfstæðisflokksins og afhroð hinna flokkanna. Þeir sem upp úr standa eru íhaldið og Jóhanna. Meira að segja Kvennalistinn sem er meö efstu sætin gulltryggð fyrir konur hrapar niður í fylgi skoðanakannana. Valdimar munkur og átta Jóhönnur Einu sinni var bókelskur karl og fátækur sem sagöi eftirfarandi: „Ég vildi ab ég ætti fullan skáp af bókum og allt væri það Valdimar munkur." Dægurlaga- og vídeókynslóð- inni til upplýsingar skal tekið fram að bókin um munkinn Valdimar var meb fystu reyfurum sem gefin var út hérlendis og þótti afbragðsskemmtileg lesn- ing. Fylgjendum Jóhönnu er eitt- hvað svipaö farið og aðdáanda Valdimars. Þeir vilja hafa hana eina á öllum listum í öllum kjör- dæmum, eða ganga út frá því sem vísu ab þeir geti kosið Jóhönnu og annað ekki. Út á þennan einstæða persónu- leika nýlur höfundur greiösluerf- iðleikalána heimilanna þrisvar sinnum meira fylgis en Alþý&u- flokkurinn sem hún stjórnaöi með Jóni Baldvini þangað til í fyrra að Guðmundur Árni gerðist sporgöngumabur hennar. Á víbavangi Samkvæmt skoðanakönnun Morgunpóstsins eru átta Jóhönn- ur inni á Alþingi, en þaö veitir litla stoö, þar sem Sjálfstæöis- flokkurinn er meö hreinan meiri- hluta og 32 þingmenn. En guöi sé lof og prís fyrir a& þar er aðeins einn Davíð. Ópólitískur íhalds- kjósandi Þessari glæsilegu skoðanakönn- un Morgunpóstsins skal sagt til afbötunar að ekki voru nema 49 af hundraði aöspuröra sem svör- ubu afdráttarlaust hvað þeir ætla að kjósa. Aðrir neituðu ab svara eða vissu ekkert í sinn haus um hvaba stjórnmálaafli þeir fylgja ab málum. Því má með nokkrum sanni halda því fram ab ópólitísk- ir hafi fengið hreinan meirihluta í skoðanakönnuninni og fram- boðsflokkarnir orðið í minni- hluta. Þessu geta stjórnmálafræb- ingar og fréttaskýrendur velt fyrir sér og ruglað vesalings atkvæðin enn meira í ríminu en þegar er oröið. Haukur pressari sagði eitt sinn vísdómsorð um pólitíska afstöðu sína — orð sem eru fyrir löngu oröin klassík: „Ég er alveg ópólit- ískur og kýs bara íhaldið." í skoð- anakönnun þar sem meirihlutinn tekur enga afstööu vinnur Sjálf- stæðisflokkurinn stórsigur og hreinan meirihluta þingsæta. Svona getur hlutleysið eflt íhaldið eins og sá mæti pressari Haukur Guðmundsson gerði á hérvistar- dögum sínum. Dálætið sem minnihluti svar- enda í skoðanakönnun Morgun- póstsins hefur á Sjálfstæðisflokki og Jóhönnu er óútskýrt, enda óskiljanlegt, nema kannski í ljósi þess að að allir eru á móti Jóni Baldvini sem hrapar niður fyrir fimm prósentin. Eina pólitíska markmibið sem vitaö er til ab Jóhanna hafi er ab ná sér niðri á formanni kratanna. Davíð forsætisráöhera er svarinn andstæ&ingur utanríkisrá&herra síns og hans sjónarmiða í utanrík- ismálum og munu ekki önnur dæmi um slíkt í gjörvallri stjórn- málasögunni. Sé sú skýring rétt að kjósendur velji fyrst og fremst höfuðand- stæðinga Jóns Baldvins í skoðana- könnun og fylgi íhaldsins byggist á því, kynni að flögra að manni að meira sé í hann spunnið en virbist við fyrstu, aðra og þribju sýn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.