Tíminn - 15.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.11.1994, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 15. nóvember 1994 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. Misjöfn viöbrögö viö ESB-aöild: Gætum þurft ab endurmeta stöbuna Vibbrögö forystumanna í ís- lenskum stjórnmálum og at- vinnulífi við þeirri niður- stööu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um helgina að Svíar skuli ganga í Evrópusam- bandiö eru afar mismun- andi. Það vekur sérstaka at- hygli að forystumenn ASÍ, VSI og Verslunarráðs telja þessi úrslit auka mjög líkurn- ar á því að Norömenn sam- þykki ESB-aðild í þjóöarat- kvæðagreiöslu eftir tvær vik- ur, en þegar og ef slík niöur- staða lijggi fyrir í Noregi komist Islendingar ekki hjá því lengur að taka hugsan- lega aðild sína til alvarlegrar umræðu og jafnvel endur- mats. Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri Al- þýbusambands Islands: „Niðurstað- an í Svíþjóð kemur engan veginn á óvart og þótt hún setji aukinn þrýsting á Norðmenn að samþykkja að- ild að ESB kæmi það okkur ekki í aðstöðu sem við sáum ekki fyrir. Sam- þykki Norðmenn aðild verður staðan líklega sú að við verð- um þá frekar knúin til að meta hvort við séum betur stödd þar sem við erum nú, eða hvort við þurfum að reyna að nálgast þetta meira. Hingað til höfum við sagt sem svo að þetta skipti ekki máli. En þegar komin er upp sú staða að öll Norður- löndin eru komin inn í ESB, að okkur frátöldum, og mun mynda þar einhvers konar norræna blokk, þá fer norrænt samstarf þangað inn, og það mun hrista upp í nokkur. Um- ræðan fer í gang, á því er eng- inn vafi, en hvar hún byrjar veit ég ekki. Hún gæti komið upp hjá okkur," segir Ari Skúlason. Þórarinn V. Þórar- insson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands: „Úrslitin í Svíþjóð eru að mínu mati til- efni til fagn- aöarláta í Sví- þjóð þar sem sænskt at- vinnulíf hefði verið í mjög erfiðri stöðu ef ekki hefði kom- ið til aðildar að ESB. Með þess- um hætti hefur Svíum tekist að tryggja sér áhrif og aðgang að hinu pólitíska samráðsferli og það að verða hlutgengir meðal vestur- evrópskra þjóða. Þetta mun eflaust ýta mjög undir já-hliðina í Noregi. Ég er hins vegar ekkert viss um að það dugi, því Norðmenn eru tortryggnir á samskipti við út- lendinga. Það er ekki aðeins í sambandi við fiskveiðar heldur einnig landbúnað. Norskur landbúnaður virðist vera í gíf- urlega erfiðri stöðu og menn hafa nefnt mér það sem dæmi að á meðan kjötvinnslan í Danmörku kaupir svínakjötið inn á 17 krónur kílóið, og á 19 krónur í Svíþjóð, er innkaups- verðið í Noregi 34 krónur, eða helmingi hærra. Menn óttast mjög frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum til Noregs og að fyrirtækin fái ekki nægi- legt ráðrúm til að bregðast við breyttum aðstæðum. Ég hef lengi búist við því að við íslendingar stæðum einir eftir, eitt EFTA-ríkja með EES- samninginn, eftir aö hinar Norðurlandaþjóbirnar yrðu abilar ab ESB, en í mínum huga er enginn vafi á því ab allar forsendur þess samnings hafa veikst mjög mikið. Það væri barnaskapur að halda að um eitthvert raunverulegt „Niðurstab- an í Svíþjóð varð í takt við það sem menn áttu von á og þetta er eðlileg niðurstaða. Það hefur verið eindregin af- staða stjórn- málamanna, og þá ekki síður í sænsku atvinnulífi, að framtíð Svía væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess. Því held ég að þetta teljist heillaspor hjá þeim. Þetta mun styrkja þann hluta norsku þjóðarinnar sem vinnur að að- ild, um leið og það hefur þá áhrif á þá óákveðnu að þeir verða henni fylgjandi. Leiðtog- ar þessara þriggja Norður- landaþjóba sem ganga til þjób- Sænska „jáið" hefur mikil áhrif í Noregi Víst er að innganga Svía í ESB og þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fer í Noregi eftir tvær vikur, er það mál sem setur mestan svip á þing Norðurlandaráðs sem hafið er í Tromsö, enda kann þetta að vera í síöasta sinn sem norrænir stjórn- málamenn metast um það á þess- um vettvangi hvort norræn sam- vinna sé betur komin innan Norðurlandaráðs eða Evrópusam- bandsins. Um leið og úrslitin lágu fyrir í Svíþjóð á sunnudagskvöld varð þess vart í Noregi að þau höfðu áhrif á afstöðu manna þar, þannig að harðir andstæðingar skiptu um skoðun umsvifalaust. Meöal þeirra fyrstu sem lýstu yfir breyttri afstöðu var Jan Otto Fre- dagsvik, þingmaður Verka- mannaflokksins, sem segir að það sé óeðlilegt að Norðmenn fari aðra leiö en aðrar Norðurlanda- þjóðir. Forystumenn í íslensku at- vinnulífi telja að úrslitin í Svíþjóð nú efli mjög fylgjendur ESB í Nor- egi, þar sem þjóðaratkvæða- greiðsla fer fram eftir tvær vikur. 52.2% sænskra kjósenda greiddu aðildinni að ESB atkvæði sitt en 46.9% voru á móti. Ein- ungis 0.9% skiluðu auðu, en kjör- sókn var um 82%. ■ samráðsferli yrði að ræða milli Evrópusambandsins annars vegar, með 380 milljónir íbúa, og íslands hins vegar með 260 þúsund manns. Þau hlutföll hafa öll breyst og hættan á ein- angrun verður auðvitað mjög virk í þessu efni," segir Þórar- inn V. Þórarinsson. Einar Sveinsson, formabur Verslun- arráðs íslands: Urslit þjóbaratkvœbagreibslunnar um abild Svía ab Evrópusambandinu eru mikill sigur fyrir Ingvar Carlsson forsœtisrábherra. Einn harbasti andstœbingur abildar var landbúnabar- rábherrann í hans eigin ríkisstjórn, Margareta Winberg. Hún var þó ekki lengi ab taka glebi sína á ný eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var eftir ab niburstaban lá fyrir. Þá féllust þau í fabma. aratkvæðis um aðild að ESB um þessar mundir hafa áreið- anlega vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir voru að raða at- kvæðagreiðslum inn á alman- akið. Ég hallast að því ab Norð- menn fylgi í kjölfar Svía og samþykki aðild, þótt líklegt sé að mjótt verði á mununum í Noregi eftir tvær vikur ekki síður en í Svíþjóð. Niðurstaðan nú um helgina færir alla þessa umræðu nær okkur og íslend- ingar þurfa að búa sig undir það að ræða þessi mál af al- vöru," segir Einar Sveinsson. Hákon Sigurgríms- son framkvæmda- stjón Búnabarfé- lags íslands: „Það er aug- ljóst að þessi innganga Svía setur mikla pressu á Norð- menn að gera slíkt hið sama. Það hlýtur að vera mjög óþægilegt fyrir Norðmenn með þessi löngu landamæri að Svíþjóð að grannþjóðin sé innan ESB en þeir ekki. Hvað okkur varbar þá höfum við haft mjög náið og öflugt samband við nor- rænu bændasamtökin og fari Norðmenn þarna inn líka er alveg ljóst að spurningar vakna varðandi framhald þess samstarfs. Hins vegar sé ég ekki að innganga Svía og hugs- anlega Norðmanna einnig breyti nokkru varðandi stöðu íslendinga. Við höfum samn- inginn um Evrópska efnahags- svæbib. Það er ljóst ab í fram- haldi af inngöngu þessara þjóða beggja þarf ab breyta honum í tvíhliða samning milli íslands og Evrópusam- bandsins. Ég álít að í EES- samningnum séu leyst flest viðskiptavandamál okkar við Evrópubandalagið og vib höf- um tiltölulega lítið ab sækja þangað, því til vibbótar, með aðild í náinni framtíð." Þeir forystumenn í stjórn- málum sem hafa tjáð sig enn sem komið er telja fæstir að niöurstaða Svía hafi þau áhrif ab íslendingar taki málið á dagskrá á næstunni. Þannig hefur Davíð Oddsson sagt í viötali vib Morgunpóstinn að hér á íslandi muni þessi úrslit ekki hafa nein áhrif í bráð. „Við munum að sjálfsögðu skoða reynslu þessara þjóða af ESB þegar íhuga þarf aðild upp úr aldamótum," segir forsætis- ráðherra sem álítur jafnvel þægilegra fyrir íslendinga að bæði Svíar og Norðmenn gangi í ESB þar sem þá verbi aubveldara ab ganga frá breyt- ingum á samningum um EES. I sama streng og forsætisráð- herra tekur Halldór Ásgríms- son, formabur Framsóknar- flokksins, sem telur auðveldara fyrir íslendinga að semja við Evrópusambandiö ef báðar þessar frændþjóðir okkar sam- þykki aðild. ■ I VINNIN LAUGA % GSTÖLUR RDAGINN 12.11.1994 5)(25) (34) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 1.863.139 r\ 4 af 5 rJ ^•Plús L, p 107.800 3. 4 af 5 103 5.416 4. 3af 5 3.264 398 Heildarvinningsupphæö: 4.043.459 M i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Guðrún Helgadóttir alþingismaður: ...ég fylgist með Tímanum... ít hin hliðin á málunum Sími 63 16 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.