Tíminn - 25.01.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1995, Blaðsíða 2
2 Miovikudagur 25. janúar 1995 Tímirm spyr... Eiga verkalý&sforingjar a& sitja á Alþingi? Ragnhildur Gu&mundsdóttir, forma&ur Félags íslenskra síma- manna og varaforma&ur BSRB: „Þeir sem veljast til setu á Al- þingi þurfa m.a. að vera vel ab sér í kjaramálum og mér hefur stundum fundist aö fulltrúar ým- issa stjórnmálaflokka, ég nefni engin nöfn, séu býsna illa a& sér um allt sem varðar kjaramál. Því skyldu þá verkalýðsforingjar ekki eiga erindi á Alþingi til aö upp- lýsa um þau mál sem lúta aö kjaramálum." Gunnar Helgi Kristinsson dó- sent: „Þab eru mörg dæmi um að verkalýösforingjar hafi setiö á Al- þingi, ekki bara fyrir einn flokk, heldur í mörgum flokkum. Hins vegar taka verkalýðsforingjar ákveöna áhættu meö því aö setj- ast á Alþingi. Áhættan er sú aö þeir séu sakaðir um það í flokkn- um, að gæta ekki hagsmuna flokksins, heldur verkalýösfélags- ins, eöa aö þeir séu sakaðir um í verkalýösfélaginu aö gæta hags- muna flokksins, en ekki verka- lýösfélagsins. Þeir geta lent í ákveöinni togstreitu, því þaö er alls ekki víst aö hagsmunir flokksins og verkalýðsfélagsins fari saman." Magnús L. Sveinsson, forma&ur VR: „Aö mínu mati kom þeir til greina eins, og hverjir aðrir og ekki síöur. Á Alþingi er meira og minna á hverjum degi veriö aö fjalla um kaup og kjör manna, þannig aö þar er vettvangur fyrir forystumenn úr verkalýöshreyf- ingunni aö hafa áhrif á kaup og kjör. Því eiga þeir fullt erindi inn í þessa stofnun, þar sem þeir búa yfir þekkingu sem getur komið sér vel og ráöiö úrslitum um af- greiðslu mála á þessum vett- vangi. Þaö má líka benda á aö þaö er talið að ýmsar stéttir eigi sína fulltrúa, s.s. bændasamtökin, at- vinnurekendur og fleiri og því skyldu verkalýðsfélögin eiga það eins og aðrir og þar með launþeg- ar beint. Sölumiöstöb hrabfrystihúsanna: Býbur Sölumiöstöb hra&frystihús- anna hyggst flytja hluta af starfseminni til Akureyrar, haldi fyrirtækiö áfram a& selja framlei&slu Útgeröarfélags Ak- ureyringa á erlendum mörk- u&um. Þetta kom fram á fundi sem forráöamenn Sölumiö- Akureyri: Eignastjökl- ar og málning Slippstöðina? Frá Þór6i Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Eignast Jöklar hf. dótturfyrir- tæki Sölumiðstöövar hraðfrysti- húsanna, Málning hf. í Reykja- vík og rafeindafyrirtækiö DNG, sem staðsett er noröan Akureyr- ar, Slippstöðina hf. á Akureyri. Þessari spurningu velta menn nú fyrir sér eftir aö ákveönar hugmyndir í þá veru komu fram á viðræöufundi forráð- manna Sölumiöstöðvar hrað- frystihúsanna og bæjaryfirvalda á Akureyri á mánudag. Á fundinum kom fram að Jöklar hf. og Málning hf. og DNG hafi tryggt sér kaup á meirihluta hlutabréfa Lands- banka íslands í Slippstöðinni en bankinn er nú stór eignaraðili að fyrirtækinu. Kaupin á eignar- hluta Landsbankans í Slippstöð- inni munu vera hugsuö sem lið- ur í hugmyndum forráðamanna Sölumiðstöðvarinnar um at- vinnuuppbyggingu á Akureyri til að tryggja viðskipti sín við ÚA. 80 störf á Akureyri stöbvarinnar héldu með bæj- arfulltrúum Akureyrar á mánudag. Hugmyndir forráöamanna Sölumiðstöðvarinnar miða að því að 31 starf skapist í tengslum við sérstaka stofnun fyrirtækis- ins á Akureyri, auk þess sem komið veröi á fót umbúða- vinnslu sem þurfi á tæplega 40 manns að halda. Þá lögðu for- ráðamenn Sölumiðstöðvarinnar til aö skapa 10 störf í tengslum viö flutningamiðstöð Eimskips á Akureyri, auk þess að kosta pró- fessorsstöðu við Háskólann á Akureyri. Þessar hugmyndir for- ráðamanna Sölumiðstöðvar hraöfrystihúsanna eru svar fyrir- tækisins við hugmyndum um flutning íslenskra sjávarafurða til Akureyrar og að það fyrirtæki taki að sér markaðs- og sölustörf fyrir Útgerðarfélag Akureyringa. Með því að opna útibú á Akur- eyri myndi um þriðjungur starfa á vegum Sölumiðstöðvarinnar flytjast til Akureyrar en þar starfa hátt í 90 manns að jafn- aöi. Einnig er gert ráð fyrir að hluti yfirstjórnar fyrirtækisins veði staðsettur á Akureyri. Sölu- miðstöðin býðst til að vinna þeirri hugmynd brautargengi að Háskólinn á Akureyri fái viður- kenningu á því að verða alþjóð- legur sjávarútvegsskóli og er hugmyndin um prófessorsstöðu í sjávarútvegsfræðum liður í slíku verkefni. Einnig er unniö að athugun á flutningi skipafé- lagsins Jökla hf. til Akureyrar en þær eru bundnar því skilyrði að fyrirtækið annist áfram sölu- störf fyrir Útgerðarfélag Akur- eyringa. Guðmundur Stefánsson, for- maður atvinnumálanefndar Ak- ureyrar, sagöi í samtali við Tím- ann að ánægjulegt væri að finna áhuga forráðmanna á atvinnu- málum á Akureyri og hugmynd- ir þeirra yrbu teknar til gaum- gæfilegrar athugunar. Atburöir síöustu vikna sýni ljóslega aö Akureyri eigi ýmsa kosti í at- vinnumálum. Hugmydir um flutning íslenskra sjávarafuröa til Akureyrar og einnig hug- myndir forráöamanna SH geti eflt atvinnulífið til muna. Guð- mundur er einn fulltrúa Akur- eyrarbæjar í starfshóp, er skipað- ur var til viðræöna viö þá aðila er sýnt hafa kaupum á hluta- bréfum Akureyrar í ÚA áhuga. Hann sagði að nú væri beðið skýrslna um hver áhrif þess ab ÚA skipti um söluaöila myndi verða og einnig hver áhrif sala á meirihlutaeign bæjarfélagsins í ÚA gæti haft. Málin yrðu rædd ítarlega þegar niðurstöður liggja fyrir og ákvarðanir teknar í framhaldi þess. ■ Noröausturland: Félög ungra framsóknarmanna stofnuð Slippstöðin hefur átt í veru- legum rekstrarerfibleikum eins og flest skipaiðnaöarfyrirtæki í landinu en nokkuð hefur þó ræst úr verkefnastöðu hennar aö undanförnu. Eins og kunn- ugt er hefur Akureyrarbær fest kaup á flotkví sem fyrirhugað er aö draga til Akureyrar meö vor- inu. Tilkoma flotkvíarinnar mun auka verulega möguleika til skipaviðgeröa, þar sem þá veröur unnt að taka allt að fimm þúsund tonna skip á þurrt og gæti það þýtt veruleg verk- efni fyrir Slippstöðina hf. ■ Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Nýlega voru stofnuð félög ungra framsóknarmanna á Húsavík og Dalvík. Félagið á Húsavík nefnist Félag ungra framsóknarmanna í Þingeyjar- sýslum, en félagib á Dalvík Fé- lag ungra framsóknarmanna á Dalvík og nágrenni. Um fimmtíu manns gerðust stofnendur Félags ungra fram- sóknarmanna á Húsavík 7. janúar og stjórn þess skipa: Gunnlaugur Stefánssön, Húsa- vík, formaöur; Anna Gerður Guðmundsdóttir, Aðaldal, Þröstur Aðalbjarnarson, Öxar- firði, Ölver Arnarson, Þórshöfn, og Jónas Aðalsteinsson, Húsa- vík. Á Ðalvík gerðust um þrjátíu manns stofnfélagar á fundinum og formaöur þess er Eyþór Hauksson, en abrir í stjórn Grímlaugur Björnsson og Ragn- heiður Valdimarsdóttir, öll frá Dalvík. ■ Ríkisendurskobun telur orka tvímœlis oð rukka sýslumann um húsaleigu vegna toll- og löggœslu: Tollarar ættu að sleppa við leigu í flugstöðinni Ríkisendurskoðun telur þaö orka mjög tvímælis að sýslu- mannsembættinu á Keflavíkur- flugvelli skuli gert að borga hús- næðiskostnað vegna starfsemi sinnar í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar. „Venjan er hins vegar sú að farmflytjendur beri kostnað af starfsemi tollgæslu og leggi til húsnæði ókeypis," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun sýslu- mannsembættisins á Keflavík- urflugvelli. „Telja verður eblilegt að flug- stöðin leggi embætti sýslu- mannsins til húsnæöi sem þaö þarfnast vegna toll- og löggæslu í flugstöðinni og dreifi þeim kostnaöi á hina raunverulegu notendur hússins," segir Ríkis- endurskoöun. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.