Tíminn - 25.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.01.1995, Blaðsíða 5
Mibvikudagur 25. janúar 1995 5 Kennarinn john slœr um sig meb innantómu oröagjálfrí, sem nemandinn Carol skilur ekki, enda móbursjúkur femínisti, og samskipti þeirra eru ónátt- úruleg og lífsfirrt. Að skilja og misskilja Þjó&leikhúsib: OLEANNA eftir David Ma- met. Þýbing: Hallgrímur H. Helgason. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leik- stjórn: Þórhallur Sigur&sson. Frumsýnt á Litla svi&inu 20. janúar- Vegna fjarveru úr bænum gat ég ekki verið á frumsýningu þessa leikrits, en sá aðra sýn- ingu á sunnudagskvöldiö. Þetta verkefni leikhússins hefur feng- iö verulega kynningu í fjölmiðl- um. Leikritið fjallar um sam- skipti nemanda og kennara í háskóla, — það er ysta boröið. í öðru lagi fjallar það um mis- munandi orðanotkun sem leiðir til misskilnings, og að endingu snýst það raunverulega um vaídabaráttu og kynjabaráttu. í þeim leik er engum að treysta; það má víst ekki ætlast til að áheyrandinn skilji eða vilji skilja, því að mælandanum leyf- ist ekki að búast við að áheyr- andinn leggi sama skilning í oröin og sá sem talar. Ráöið kannski að tala nógu óljóst og forðast að ydda mál sitt. I>að er víst orðið sport meðal ruglaðra (það má víst ekki segja móðursjúkra) femínista í bandarískum háskólum að ákæra karlkyns kennara fyrir kynferðislega áreitni í orði ef ekki í verki, af minnsta tilefni eða grillum einum. Hefur tekist að hrekja menn úr starfi eða beygja þá niður í gólfið með slíkum aðförum. Kennarinn í leikriti þessu er á leiðinni á hnén um það er lýkur. Er þetta þá sigur kvenréttinda á karl- rembunni? Æ, nei. Mér fannst þetta leikrit hvorki sýna sigur né ósigur sem nokkm skiptir, af því aö það fólk, sem hér á í höggi hvort við annað, er svo leiöinlegt og ómerkilegt að manni er sama um hvor hrósar sigri, „hirði ég aldrei hverjir drepast", segir í Njálu. Kennarinn John er líklega einhvers konar félagsfræðingur. Að minnsta kosti talar hann eins og slíkur fræðingur, með innantómu orðagjálfri, frösum og margföldum umbúðum utan um óljósa hugsun sem snýst um hans eigin nafla. Nemandi hans, Carol, er komin til að ræða um ófullnægjandi úrlausn verkefnis. John hefur reyndar lítinn tíma til að tala um það, enda er hann að kaupa hús og stefnir að stöðuhækkun. Á milli þess sem hann ræðir þetta í símann dælir hann orbaflóbi sínu yfir nemandann sem aldrei kemst að, talar um sjálfan sig og slær um sig með sleggjudómum um námið sem nemandann skortir alla dómgreind og skiln- ing til að átta sig á, en glósar LEIKHUS CUNNAR STEFÁNSSON spekina. Svo bugast stúlkan, grætur, segist ekki skilja neitt, hún er heimsk. Kennarinn vill hjálpa henni og býður henni að koma til sín á skrifstofuna, hann segir að sér líki vel við hana. í næsta þætti er nemandinn svo búinn að kæra kennarann fyrir kynferðislega áreitni og móðganir og renna því tvær grímur á stöðumatsnefndina. í þriöja þætti hefur svo þessi stúlkukind sem ekkert skildi breyst í harðvítugan ógnvald sem meb skipulegum hætti þjarmar að kennaranum, kærir hann fyrir nauögunartilraun og setur honum loks þau skilyrði ab auðmýkja sig rækilega, jafn- vel aö afneita eigin- verkum ef hann á ab geta hangið áfram við kennslu. Á bak við stúlkuna er einhver „hópur". Leikrit þetta mun hafa farið víða, enda er þaö auðséð að David Mamet er kunnáttusam- ur höfundur. Hann á ekki í vandræöum með ab byggja leik- rit: hér er stígandi og markviss vinnubrögö. Fyrsti þáttur er reyndar afar leibinlegur, en þeg- ar á líður lifnar vel yfir sviðinu. Leiðindin liggja í þeirri hugsun og lífssýn sem í verkinu birtist. Bæði kennari og nemandi eru strengjabrúður valds sem þau ráða ekkert við. Kennarinn er aöeins þjónn vitlauss kerfis (prófin eru fyrir hálfvita, samin af hálfvitum, segir hann). Fyrir honum er kennslan aðeins at- vinna, framfærsluleið, en skipt- ir að öðru leyti engu máli. Nem- andann varbar ab sínu leyti ekk- ert um pælingar kennarans, hún þarf bara að ljúka prófi til ab komast á sinn bás í kerfinu, til þess skrifar hún niður eins og Alefling andans „I>ab er svo bágt að standa í stað," segir skáldið, og alltaf er valnefnd Sinfóníuhljómsveitar- innar ab reyna ab mennta okkur og skila okkur ögn áleiðis í mús- íkfræöunum, með því aö kynna fáheyrð verk í bland við þau vin- sælu. Á tónleikunum 19. janúar voru þannig þrjú tiltölulega sjaldheyrð verk en þó ágæt, hvert á sinn hátt: Fjórða sinfón- ía Joonasar Kokkonen, Koss álf- konunnar eftir Stravinsky, og knéfiðlukonsert eftir Elgar. Stjórnandi á tónleikunum var Osmo Vanska, sem greinilega hefur verið hinn mesti happa- dráttur fyrir Sinfóníuhljómsveit- ina, því allir tónleikar undir hans stjórn lukkast stórvel. Hljómsveitarmenn segja hann vera afar kröfuharban, enda leynir árangurinn sér ekki. Joonas Kokkonen (f. 1921) er að sögn tónleikaskrár stórt núm- er í tónlistarmálum Finnlands, bæði sem fjölhæft tónskáld og kennari. Fjórba sinfónía hans, sem spiluð var á tónleikunum, var frumflutt árib 1971 í tilefni af fimmtugsafmæli skáldsins. í henni þykir gæta áhrifa rað- tækni, en jafnframt klassískrar hugsunar með útvinnslu efnis- TONLIST SICURÐUR STEINÞÓRSSON ins af ýtrustu nýtni og form- festu, enda segir sicráin að í þessu verki hafi tónskáldinu tekist aö skapa frábært jafnvægi milli hins formræna og hins huglæga. Allt um þab er sinfónían prýöi- lega áheyrileg og dylst engum ab hún er samin af mikilli kunnáttu og ab flutningurinn var með miklum ágætum. Næst kom ballettverk eftir Stravinsky (1882-1971), Le Bais- er de la Fée uppá frönsku, sem mun þýba koss álfkonunnar, og vísar til Snædrottningar H.C. Andersens. Þennan ballett samdi Stravinsky 1928, löngu síöar en sína frægu balletta Eldfuglinn (1910), Petrushku (1911) og Vor- blót (1913), og einhvern veginn hefur hann ekki slegið í gegn meb sama hætti. Þarna er þó ým- islegt skemmtilegt og kraftmikið að heyra, en þó vantar greinilega sitthvab til að tónlistin jafnist á við hin eldri verk. Eftir hlé flutti hljómsveitin fyrst Dauða Ásu úr Pétri Gaut páfagaukur. En þau skilja ekki hvort annað. í stað þess að reyna ab skilja kærir hún kenn- arann og leggur starfsferil hans í rúst. Almennt séð er þab lítill skaði, því kennarinn er bullu- kollur. Þaö er skýrt vel í leikskrá hvað liggur að baki verkinu. Þar er meira að segja skýrt nafniö. Ole- anna var sæluríki í Bandaríkjun- um sem Ole Bull, hinn norski fiðlusnillingur, lét sig dreyma um aö stofna! Þetta er útópía: land þar sem sannleikur ríkir og jöfnuður býr og karlar og konur skilja hvert annað. Mér sýnist þó höfundurinn ekki veita áhorfandanum neina vonglaða sýn á þetta land. Þar komum við að persónu- sköpuninni, sem hlýtur ab telj- ast veikasti hlekkur verksins. Það er sérlega ljóst í Carol, sem er gjörsamlega rugluð persóna eins og hún blasir við: allt of grautarleg fyrst, allt of markviss seinna. Það var ekki von að Elva Ósk Ólafsdóttir gæti mikið unn- ið úr þessari kvengerð. John er mun betur gerð persóna og Jó- hann Sigurðarson skilaði hlut- verkinu með fullum sóma, enda þrautreyndur og hæfileikaríkur leikari. Hann sýndi allar hliðar persónunnar vel: yfirlætið og sjálfumgleðina í byrjun, síðan vaxandi ótta og reiði mannsins: allt varð þetta glöggt í meðför- um leikarans. Leikmynd er stílhrein og gaman hvernig halli gólfsins er notaður í baráttunni. Þórhallur Sigurðsson hefur tekið á verk- inu af góðum skilningi. Þýðing- in er munntöm, en verkið kannski illþýðanlegt. Sum orð í íslensku hafa ekki þá skírskot- un, til dæmis til kynferðis, sem samsvarandi orb hafa í ensku. Ég tók eftir aö Carol taldi það til marks um kynferðislega hlut- drægni að John telur að í hinni margnefndu matsnefnd, skip- abri karlmönnum, sitji „sóma- menn". Maður merkir mann- eskja á íslensku, þótt ýmsir eigi augsýnilega erfitt með að kyngja því. — Annars er hugs- unarhátturinn í verkinu víst einkar „akademískt-amerískur" og ekki við þýðanda að sakast þótt sumt í oröaflaumnum verkaði undarlega. Þjóðleikhúsið er að tolla í tísk- unni meb því að sýna þetta leik- rit. Þab tiltæki skal síst lastað og sýningin á Oleönnu var yfirleitt vönduð og í heild ekki leiöin- leg. Annab mál er hitt að þessar persónur og samskiptamál þeirra stríða ekki á leikhúsgest- inn eftir aö sýningu lýkur. Þab er helst að maður hafi áhyggjur af, ef satt reynist, að samskipti fólks séu komin í jafn ónáttúrulegar og lífsfirrtar skorður og sýnt er í þessu leik- verki. En „það gerist aldrei hér" — eða hvab? eftir Grieg til minningar um fórnarlömb snjóflóðanna fyrir vestan. Og loks lék bandaríski knéfiðlarinn Gary Hoffman ein- leik í sellókonsert Elgars, af mik- illi fegurð og innlifun. Konsert þessi mun vera talinn í fremstu röð meðal sellókonserta, en Hoffman er í hópi mestu knéf- iðlara vorra tíma. Var sá flutn- ingur allur mjög fagur og tók þar hver á sem mest hann mátti, einleikari, stjórnandi og hljóm- sveit. Var góður rómur að gerð- ur, og fór svo að lokum ab lista- fólkið endurtók hæga kafla konsertsins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.