Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. mars 1995 ðStotitm 7 Tekid hús á Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra á Sauöárkróki: Afkomubati í rekstri Kaupfélags Skagfirbinga Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfiröinga, á skrifstofu sinni. TímamyndÁrni Cunnarsson. Uppgjörstöliir fyrir rekstur Kaupfélags Skagfiröinga á síbasta ári veröa kynntar á næstunni, en samkvæmt heimildum Tímans er um nokkurn afkomubata aö ræöa frá árinu 1993, þannig aö í heildina tekiö veröi um nokkurn hagnaö aö ræöa á rekstri fyrirtækisins. Kaupfélag Skagfiröinga er buröarás atvinnulífsins á flest- um sviðum í Skagafirði. Kaup- félagið og dótturfyrirtæki þess velta rúmlega 4 milljörðum króna á ári, en eigið fé fyrir- tækisins var samkvæmt árs- reikningi 1993 rúmlega einn milljaröur króna, en það óx nokkuð á síðasta ári. Blaða- maöur Tímans hitti Þórólf Gíslason, kaupfélagsstjóra, í stuttri heimsókn til Sauöár- króks á dögunum. „Auövitaö er erfiðara að reka fyrirtæki sem er jafn fyrirferð- armikiö á sviöi atvinnulífs og viðskipta í heimahéraði og Kaupfélag Skagfirðinga," segir Þórólfur aðspurður um hvort stærðin geti ekki verið K.S. til trafala. „Við reynum að hafa flestar einingar sjálfstæðar og lítum frekar á þetta sem rekstr- arlegan hóp fyrirtækja en eitt miðstýrt fyrirtæki," segir Þór- ólfur Gíslason. Fjölþættur rekstur Kaupfélag Skagfirðinga er eigandi Fiskiðjunnar hf. á Sauðárkróki. Fiskiðjan hf. og K.S. eiga síðan meirihluta í Skagfirðingi hf., en Fiskibjan Skagfirðingur hf. er rekin sem eitt fyrirtæki á sviði útgerðar og fiskvinnslu. Þessi fyrirtæki eru gerð upp sérstaklega, en önnur fyrirtæki eru færð í árs- reikningi kaupfélagsins. „Við reynum að hafa hverja rekstrareiningu sem sjálfstæð- asta og nýta okkur kosti vald- dreifingarinnar," segir Þórólf- ur. „Hjá afurbavinnslufyrir- tækjunum er þetta t.d. þannig að sérstakt samlagsráð fer með rekstur og málefni Mjólkur- samlags K.S. og það sama gild- ir um sláturhúsið. Rekstrarlega er þetta hins vegar allt á sam- stæðureikningi kaupfélags- ins." — Afurðastöðvamar og sér í lagi sláturhúsin hafa verið þung í rekstri víða um land. Hvemiger þetta hjá ykkur? „Við höfum tapað þar und- anfariö, en þó gerum við ráð fyrir ab afkoman verði ívið betri á þessu ári. Sláturhúsið er nokkub erfið rekstareining, sökum þess hve húsnæðið er stórt, en viö höfum þó ekki tapab meiru en nemur afskrift- um. Ástæöurnar fyrir tapinu eru öörum fremur aö slátrunin hefur minnkab. Sauðfjárslátr- unin er komin niður fyrir 30 þúsund dilka, en var 60 þús- und fyrir nokkrum árum. Þaö vegur síöan nokkuö á móti minnkandi umsvifum í sauðfjárslátrun, aö slátrun á stórgripum aukist. Slátrun á nautgripum hefur til aö mynda tvöfaldast frá því í fyrra." — Bitnar vaxandi heimaslátr- un á rekstri sláturhússins? „Ég get ekkert fullyrt um heimaslátrunina hér. Ef horft er á landið í heild, er það hins vegar áhyggjuefni ab mikill samdráttur í sauðfjárfram- leiðslunni býður upp á að fólk slátri heima. Þetta getur þýtt ab opinberar tölur um neyslu lækka og um leið dregur úr beingreiðslum sem bændur njóta. Það er mikið verk ab vinna fyrir afurðastöðvarnar og bændur að skipuleggja sín mál þannig að koma megi í veg fyrir að þessi slátmn, sem fer framhjá opinberum tölum, verði veruleg. En hvort hún er mikil og vaxandi í Skagafirði þori ég ekkert ab fullyrða um." — Afurðastöðvar í mjólkuriðn- aði hafa í auknum mœli tekið uþp verkaskiptingu sín á milli. Hefur hún skilað þeirri hagraeð- ingu sem vonast var til? „Samlagið hjá okkur hefur fyrst og fremst verið osta- vinnslubú ásamt því ab fram- leiba neysluvöm fyrir Skag- firöinga," segir Þórólfur. „Þaö hefur átt sér staö mikil verka- skipting í mjólkuriönabinum í heild, en það sem snýr aö okk- ur hefur fyrst og fremst veriö verkaskipting á milli mjólkur- samlagsins á Saubárkróki og Blönduósi. Samlagið á Blönduósi annast t.d. alla skyrgerö fyrir Skagafjörð og Húnavatnssýslur, en K.S. sér um súrmjólkurgerðina. Sjálf- sagt eiga menn eftir að sjá enn frekari verkaskiptingu á milli samlaganna á næstu ámm." Þokkalega sam- keppnisfærir — Kaupfélag Skagfirðinga rek- ur Skagfirðingabúð, stœrstu verslunarmiðstöð á milli Reykja- víkur og Akureyrar. Hvemig hefur mönnum tekist tii í samkeppn- inni? „Við höfum litib þannig á þetta að til þess að standa jafn- fætis verðum við að bjóða upp á svipað verðlag og gengur og gerist á höfuðborgarsvæðinu. Sú leiö, sem við höfum farið, er að flytja sjálfir þær vörur, sem á annað borð þarf að flytja inn. Við teljum okkur orðna þokka- lega samkeppnisfæra. Á síbustu ámm hefur aukist skilningur á því að verslun sé hluti af at- vinnulífi.hvers byggðarlags. Ef við getum haldið verði og þjónustu á svipuðum nótum og gerist á almennum markaði, teljum viö að skilningur sé fyr- ir þessu." Kaupfélög án SÍS Þórólfur er uppalinn í rekstri samvinnuhreyfingarinnar, en hann var áður kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Hann segist sakna þess félagslega hlutverks sem samvinnuhreyfingin gegndi. En hverju breytir það viðskiptalega séð, að Samband íslenskra sam- vinnufélaga skuli vera horfið af sjónarsviðinu? „Þessu er kannski dálítið vandsvaraö," segir Þórólfur. „Sambandiö haföi meö hönd- um erlend viðskipti fyrir kaup- félögin, þ.e.a.s. sá um útflutn- ing sjávarafuröa og landbún- aðarvara og hafði milligöngu um innkaup fyrir kaupfélögin. Eins og þetta snýr að okkur hér, höfum viö í vaxandi mæli annast sjálfir innflutnings- verslunina. Við emm aðilar að fyrirtækinu íslenskum sjávar- afurðum, en forveri þess var Sjávarafurðadeild Sambands- ins. Í.S. annast sölu á fiskaf- urðum okkar. Osta- og smjör- salan og Mjólkursamsalan hafa annast sölu á unnum mjólkurafurðum og gera það enn. Búvömdeild Sambands- ins, sem síðar varð Goði, ann- aðist áður kjötsöluna. Nú hef- ur verið stofnað hlutafélagið Kjötumboðið hf., sem er arf- taki Goða. Ég býst við að kjöt- salan sé sá þáttur sem á eftir að taka einhverjum breytingum í framtíðinni. Aðrir þættir starf- seminnar, sem Samband ís- lenskra samvinnufélaga sá um, eru komnir í nokkuö fast- an farveg." Gott starfsfólk er styrkleiki — Hverju þakkar þú það að Kaupfélag Skagfirðinga hefur haldið sjó og rúmlega það, þrátt fyrir samdrátt í landbúnaði og sjávarútvegi og þjóðfélaginu al- mennt? „Þegar blasti við mikill og erf- iður samdráttur í landbúnaði, þurftu menn annað hvort að draga verulega saman seglin eða finna einhverjar nýjar áherslur til þess að vega upp þann sam- drátt. Stjórn Kaupfélagsins tók þá ákvörðun að reyna að hag- ræða eins og hægt var í rekstrin- um, en sækja jafnframt fram til nýrrar atvinnusköpunar. Þar hefur aukning í sjávarútvegi vegið þyngst, eins og sést í árs- reikningum undanfarinna ára. Við höfum jafnframt verið að reyna að skjóta fjölbreyttari stoöum undir atvinnulífið hér í Skagafirbi með því að fara út á nýjar brautir. Rafmagnsverk- stæði K.S. hóf á síðasta ári fram- leiðslu á rafskynjurum fýrir frystikerfi, sem flokkast undir hátækniiðnaö. Sá rekstur lofar góðu. Graskögglaverksmiöja Kaupfélagsins í Vallhólma hefur verið að sækja á með fram- leiðslu og sölu á ferskgrasi, sem aðallega er selt til Norðurland- anna, þó að uppistaðan sé hefð- bundin graskögglaframleiðsla. Þannig mætti áfram telja, en einn mesti styrkleiki okkar er að hafa góðu starfsfólki á að skipa, sem leggur sig fram um að skila vel sinni vinnu og hefur vak- andi auga fyrir því sem betur mætti fara," sagöi Þórólfur að lokum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.