Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 12
12 ALMNGISKOSNINGARNAR 1995 Föstudagur 17. mars 1995 Ragnar Arnalds, Alþýbubandalagi: Afdráttarlaus vinstristefna Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaða Alþýðubandalagsins felst meöal annars í því að flokk- urinn fylgir afdráttarlausri vinstristefnu á öllum sviðum þjóömála, en er ekki miðjuflokk- ur eins og Framsóknar- og Al- þýðuflokkur eða Kvennalisti og Þjóðvaki. Við alþýðubandalagsmenn leggjum megináherslu á jöfnun lífskjara. Við gagnrýnum harð- lega þá forhertu hægristefnu sem stjórnarflokkamir hafa fylgt und- anfarin fjögur ár, lengstum meb libsinni Jóhönnu Sigurðardóttur. Hægristefna stjórnarflokkanna hefur leitt yfir þjóðina vaxandi misrétti og rýmandi vélferbar- kerfi. Hún hefur skapab neybar- ástand í húsnæðismálum og valdið stórhækkun skatta á fólk með lágar tekjur og meðaltekjur. Þab setur sterkan svip á Al- þýðubandalagið, störf þess og stefnu, að flokkurinn hefur mikil ítök í verkalýðshreyfingunni. Vib fylgjumst grannt með þörfum og óskum launafólks, en öndvert við Alþýöuflokkinn, sem einu sinni var öflugasti verkalýös- flokkurinn, hefur Alþýðubanda- HLJÓMTÆKJADEILD: AKAI - SHERWOOD - AIWA - PHILIPS á góðu verði. SPORTVÖRUDEILD: nytsamar gjaflr TJÖLD - SVEFNPOKAR - ÍÞRÓTTAVÖRUR traust og góð merki. '■mmmmm * < nýkominn fatnaður frá m.a. KÓKÓ og 4YOU falleg föt SNYRTIVÖRUDEILD: gott úrval af snyrtivöru NO NAME - NIKE - BODY GUARD SAMBA - CASCAYA (Gabriela Sabatini) o.fl. fyrir dömur og herra tilvaldar gjafir RAKVÉLAR - HÁRBLÁSARAR MATVÖRUDEILD: allar vörur I fermingarveisluna og meira til. VIÐ ERUM SKREFI Á XJNDAN verslum í heimabyggo SKAGFIRÐINGABÚÐ Sauðárkróki lagið einnig barist fyrir hags- munamálum dreifbýlisins og á einmitt mikið og vaxandi fylgi í sveitum landsins. Alþýöubandalagið hefur ávallt lagt þunga áherslu á sjálfstæöi þjóðarinnar og varöveislu þess. Þegar Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn klofnuðu í afstöðu sinni til EES, stóðum vib alþýbu- bandalagsmenn óskiptir á móti, og bentum strax á að EES yröi fyrst og fremst notað til ab keyra þjóbina áfram inn í Evrópusam- bandib. Þab hefur reynst rétt. Abild íslands ab Evrópusam- bandinu yrði ekki aðeins háska- leg fyrir sjávarútveginn, þar sem ESB fengi úrslitavald um veiðar milli 12 og 200 mílna. ESB-aðild hefði einnig geigvænleg áhrif á íslenskan landbúnað. Það er tví- mælalaust gæfulegast fyrir ís- lendinga að lokast ekki inni í Evr- ópubandalaginu, heldur hafa frjálsar hendur til að gera við- skiptasamninga við þjóðir Asíu, Ameríku og Afríku. Hvert er helsta baráttumálið? Baráttumál okkar eru fjölda- mörg, en eitt þab brýnasta er ab ráðast af afli gegn því mikla at- vinnuleysi sem skapast hefur á liönu kjörtímabili. íslendingar verða ab brjótast út úr vítahring stöðnunar og hefja kröftuga sókn til ab auka þjóöartekjur og minnka atvinnuleysi. Við al- þýðubandalagsmenn höfum gert mjög ítarlega grein fyrir stefnu okkar að þessu marki og nefnum hana Útflutningsleiðina, vegna þess að kjarni hennar felst ein- mitt í auknum útflutningi. Jafnframt höfum vib gert til- lögur um samræmdar aðgerbir, sem skapi um 2000 störf á fyrstu tólf mánuðum nýrrar stjórnar og útrými atvinnuleysinu á næsta kjörtímabili. ■ Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Noröurlands vestra, 1. sœti Alþýöufíokks: Viljum menntun í öndvegi Hver er sérstaða þíns framboðs? Að láta á þab reyna hvort ný- ir vendir sópi best. Hvert er helsta baráttumálið? Þab er að setja menntun í öndvegi og bæta hag heimil- anna, svo að þau njóti sam- bærilegra lífskjara og önnur velferðarríki Evrópu bjóða sín- um íbúum best. Eftir að okkur hefur tekist að lækka vextina er næst á dagskrá að lækka orku- reikninga, símaútgjöld og flutningskostnað, svo og ab koma verslunarmálum í betra horf. Vib viljum koma á búsetu- launum fyrir bændur og af- nema kvótakerfið. Við viljum standa vörð um hagsmuni bændastéttarinnar og hjálpa henni ab komast undan oki of- fjárfestingar og úr þeirri sjálf- heldu, sem miðstýrð óstjórn hefur hneppt þá í. Við viljum veita þeim bænd- um, sem vilja stækka bú sín, frelsi til að framleiða það magn sem þeir ráða við af hag- kvæmnisástæðum og leysa þannig úr læðingi þau öfl hag- ræðingar og nýsköpunar, sém drepin hafa verið í dróma. Við lítum svo á að Siglufjörð- ur hafi hliðstæða sérstöðu á Norðurlandi vestra, eins og Vestmannaeyjar gagnvart Suð- urlandi, og viljum bæta sam- göngur við aðra stabi á Norður- landi með margvíslegum hætti. Við viljum beita okkur fyrir opnu hagkerfi þar sem sam- keppni og frjáls viöskipti leiða til aukinnar hagkvæmni og bættra lífskjara, og opnu sam- félagi þar sem þekking, verk- kunnátta og hæfileikar fá notiö sín til fullnustu. Vib viljum að þjóðin fái vitn- eskju um hvaða kostir eru í boði gagnvart samningum við erlendar þjóðir meb því að sækja um aðild að ESB, þótt við munum aldrei fyrirgera hags- munum okkar í fiskveiðimál- um fyrir ESB-abild. Ef þjóðinni líst vel á það, sem við náum fram með aðildarumsókn, mun hún sjálf skera úr um aðild eða ekki aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. ■ Kosningaskrifstofur Framsóknar- flokksins á Noröurlandi vestra A&alskrifstofa Sau&árkróki: Kosningastjóri: Opi& frá kl. 13.00-22.00. Siglufir&i: Kosningastjóri: Opiö frá kl. 17.00-19.00. Blönduósi: Kosningastjóri: Opi& virka daga frá kl. 20.00-22.00 og um helgarfrá kl. 14.00-16.00. Hvammstanga: Kosningastjórar: Opi& frá kl. 14.00-19.00. Su&urgötu 3, símar 36335 og 35474. Herdís Sæmundardóttir. Su&urgötu 4, símar 71880 og 72071 Sverrir Sveinsson. Húnabraut 11, sími 24686. Lárus Jónsson. Hvammstangabraut 35, sími 12363. Eggert Karlsson og Pétur Daníelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.