Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. nóvember 1995 {w^tUClllSuí vsjrWP^,'JrvWr'*V 3 Lífeyrisgreiöslur TR og lífeyrissjóöa hœkkaö margfalt á viö launa- greiöslur undanfarin ár: Greiðslur lífeyrissjóöa hækkað 31% á þrem árum Samanlagðar greiðslur ís- lenskra lífeyrissjóða hafa hækkað hlutfallslega um sex sinnum hraðar en launa- greiöslur í landinu síðustu þrjú árin. Þannig hækkuðu greiðslur lífeyrissjóðanna um rúmlega 31% á árunum 1992- 94 en heildarlaunagreiðslur aðeins um 4,8% á sama tíma. Ber þetta væntanlega bæði vitni um mun meiri fjölgun lífeyrisþega en launamanna sem og jiað að áunnin lífeyris- réttindi fólks fara hraövax- andi með hverju árinu. Greibslur Tryggingastofnunar hækkubu einnig rúmlega tvö- falt hraðar en launin, eba rúmlega 11% þessi sömu þrjú ár. Þessar upplýsingar koma í ljós í úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar úr skattframtölum landsmanna á undanförnum árum. Frá árinu 1991 hafa framtaldar greiðslur frá lífeyrissjóðunum, Trygginga- stofnun og heildarlaunagreiðsl- ur hækkað sem hér segir: Líf.sjóbir % TR % Laun: % 1992 9,9 5,0 1,4 1993 9,8 2,4 0,4 1994 8,6 3,3 3,0 1992-94 31,1 11,1 4,8 Atvinnulífiö ber ábyrgö á eigin verkum. Sjávarút- vegsráöherra: Stjórnvöld eru engar bamapíur „Stjórnvöld geta ekki verib ein- hverjar barnapíur fyrir at- vinnurekendur, hvorki í sjávar- útvegi né öðrum atvinnugrein- um. Menn verba ab bera ábyrgb Hlíf í Hafnarfiröi: Launahækkun eba uppsögn Fundur í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfiröi telur allar forsendur fyrir gildandi kjarasamningum séu brostnar og beinir þcim tilmælum til stjórnar og trúnabarmannará&s ab segja þeim upp ef ekki fæst vib- unandi niburstaba í vibræbum samningsabila í launancfnd. Fundurinn telur eblilegt ab launa- nefndinni sé gefið tækifæri til ab ná samkomulagi um „eðlilega hækkun launa," eins og segir í ályktun fundar- ins. Ef slíkt samkomulag næst ekki fyrir næstu mánabamót, telur fundur- inn að aðildarfélög innan Verka- mannasambands íslands verði að segja samningum lausum og grípa til víðtækra aðgerða „til ab brjóta á bak aftur þá láglaunastefnu sem ríkis- stjórn og atvinnurekendur hafa fylgt árum saman." -grli Athugasemd vegna viötals viö abstobarmann landbúnabarrábherra í Tímanum 18. nóvember í vibtalinu er eftirfarandi haft eftir aðstoðarmanninum: „Þab mætti hundskamma okkur hér fyrir að yfirmeta eignir hans á Jressum tíma". Eg veit að sjálfsögðu ekki hvort þetta er rétt eftir haft, en geri ráð fyrir að að aðstoðar- maðurinn viti að matið á Kvist- um fór fram á nákvæmlega sama hátt og í öörum tilvikum þegar jarðeigandi kaupir eignir ábúanda. Um þetta eru skýr ákvæði í ábúðarlögum og eftir þeim var fariö. Skuldastaða ábúanda hefur engin áhrif á matiö og á Kvist- um var það eins og annars stað- ar framkvæmt af óháöum opin- berum matsmönnum. Um þetta verða ekki höfð fleiri orð að sinni. Með þökk fyrir birtinguna. Ragnar Böðvarsson, Kvistum, Ölfusi. á eigin ákvörðunum," sagöi Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- rábherra á 37. þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins. Ráðherra lét þessi orð falla þeg- ar hann svaraði fyrirspurn um há verð á kvóta. Á fundinum kom fram að leiguverð á þorskkílói væri hátt í 95 krónur en nokkuö lægra á rækju. Látiö var að því liggja að lítil hagnaðarvom væri í þessum viðskiptum því lítill munur væri á þessum kvótaverð- um og því sem fæst fyrir viðkom- andi fisktegundir á fiskmörkuð- um. Þá var einnig gefið í skyn að útgerðir fjármögnuðu þessi kaup með þátttöku sjómanna. Sjávarútvegsráöherra áréttabi þá skoðun sína aö kvótaverð réð- ist hverju sinni eftir framboði og eftirspurn á markaöi. Þorsteinn sagöi ekki trúa því ab útgerðir væru að kaupa kvóta á hærri verði en svo ab þeir högnuðist ekki á þessum viðskiptum. Þar fyrir utan væri hver útgerð fyrir sig ab tryggja sinn rekstur með þessum ícaupum og styrkja um leið atvinnu sjómanna. -grh Þessi þróun, mun meiri hækkun lífeyrisgreiðslna en launa, nær raunar alveg aftur til ársins 1988. Síðan hafa heildarlífeyris- greiðslur hækkað um 79% en samtala allra greiddra launa í landinu aðeins um 48% á sama tíma. Um 147.200 einstaklingar töldu fram laun og starfstengdar greiðslur á síðasta ári, samtals rúmlega 172 milljarða króna, eba hátt í 100 þús.kr. til jafnaö- ar á mánuði. Launþegum fjölg- aði abeins 0,9% frá árinu áður. Fjöldi þeirra sem töldu fram greiðslur frá Tryggingastofnun á árinu samsvarar nærri þriöjungi launþeganna, eða rösklega 47.600 manns og hafði fjölgaö um 1,6% milli ára. Greiðslurnar námu samtals rúmlega 14,5 milljörðum, sem svarar til 25.400 kr. meðalgreiðslu á mann á mánuði. Þúsundir manna úr þessum hópi eru einnig meðal framangreindra launþega. Um 28.200 manns fengu greiðslur frá lífeyrissjóðunum í fyrra og hafði þá fjölgaö um tæp 4% frá árinu á undan. Fjöldi líf- eyrisþega nálgast því um 20% launþega. Samanlagðar greiðsl- ur til þessa hóps voru rúmlega 9.480 milljónir króna, eða um 28.000 kr. að meðaltali á mann á mánuöi. ■ Eldar Valiev og Lilia Valieva dansa tvídans úr Hnotubrjótnum Sex ballettverk í Borgarleikhúsinu hafa fengiö mikla aösókn: Aukasýning Mikil absókn hefur verib ab sýningum íslenska dansflokks- ins á Sex ballettverkum og því hefur verib ákveðið að bjóða upp á eina aukasýningu, sunnu- daginn 26.nóv. kl.20.00. Uppselt hefur verið á sýning- arnar hingað til og einungis örfáir miðar eftir á sýninguna á morg- un. Sex ballettverk hafa hlotib frá- bæra dóma og mun íslenski dans- flokkurinn nota næstu daga til að heimsækja grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu þar sem flutt verða brot úr verkum sýningar- innar. ■ Samband ungra jafnaöarmanna segir ekkert stjórnmálaafl eitt og sér geta leyst vandamál þjóöfélagsins: Vilja öflugan og nútíma- legan jafnaöarmannaflokk „Forsendur þess ab taka megi á þeim mikla vanda sem stebj- ar ab íslensku þjóbarbúi er ab hér verbi til stór, nútímalegur jafnabarmannaflokkur," segir í samþykkt sem gerð var á sambandsstjórnarfundi Sam- bands ungra jafnaðarmanna um síðustu helgi. Ungkratar segja að verkefnin sem blasi við og leysa þurfi séu mörg og margbreytileg. Þeir segja ekkert stjórnmálaafl eitt og sér hafa burði til aö leysa vandamálin. Þeir sem helst gætu það séu í dag sundraðir í mörg lítil flokksbrot, oftast sakir hégómagirndar eða persónu- ágreinings. Þessar ástæbur sundrungar telja ungkratar of léttvægar til þess að íslenskir jafnaðarmenn láti á þeim brjóta í samstarfi sín á milli. Lýsir SUJ sig reiðubúið til við- Framlag RKI til hjálparstarfa erlendis jókst um 80% í fyrra, í rúmar 120 milljónir: Söfnunarkassar RKI safna milljón á dag Söfnunarkassar Rauba kross íslands skilubu eiganda sín- um tæplega 364 milljónum króna á síðasta ári, eða rétt um einni milljón króna á dag ab mebaltali. Kassarnir eru megintekjulind samtakanna. En söfnunarfé og gjafir námu rúmlega 26 milljónum króna á árinu. AIls höfbu samtökin um 414 milljónir kr. til ráb- stöfunar. Af þessum tekjum fóru rúmar 120 milljónir í aíþjóöastarf, sem var hækkun úr tæpum 65 millj- ónum ári áður. Meginframlag er fólgib í starfi sendifulltrúa. Á síðasta starfsári tóku 19 íslend- ingar á vegum RKÍ þátt í ólíkum hjálparabgerbum í 13 löndum í þrem heimsálfum. Um 124 milljónir fóru í framlög til deilda Rauöa krossins, sem eru grunnur innlendu starfseminn- ar. Og tæplega 104 milljónum til viðbótar var variö til annarr- ar starfsemi innanlands, sem var yfir 50% hækkun frá árinu á ‘undan. Bætt skipulag sjúkraflutninga verbur til umfjöllunar á ráð- stefnu sem RKÍ efnir til í tengsl- um við aðalfund sinn dagana 17. til 19. nóvember. Að mati RKÍ er brýn þörf á bættu skipu- lagi sjúkraflutninga og hafa samtökin átt í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um það mál. Jafnframt verba haldnar ráð- stefnur um málefni flótta- manna og andlegan stuðning vegna alnæmis. ■ ræðna um sameiningu jafnaðar- manna á breiðum vettvangi, viö alla þá sem áhuga hafi á því brýna verkefni. - ]BP C uörún Helgadóttir, varaþingmaöur og rithöfundur: Með kveðju til Garra og Sivjar Gubrún Helgadóttir rithöfund- ur og varaþingmabur hringdi vegna skrifa Garra 16. nóvem- ber þar sem vitnab er í gamla þingræbu Gubrúnar frá þeim tíma þegar lög um vernd barna og unglinga voru til mebferbar á Alþingi. „Astæðan fyrir því að Garri er að rifja þetta upp eru án efa um- deildar yfirlýsingar Sivjar Frið- leifsdóttur um að hún fari ekki ab þeim lögum sem sett voru, því henni þyki þau ekki raunhæf. Ég vil bara vekja athygli á því ab þab er mikill munur á því að reyna að fá lögum breytt eins og ég gerði, og hins vegar aö fara ekki það að gildandi lögum. Á þessu er gríðar- lega mikill munur," sagði Guð- rún Helgadóttir. „Annars með ástarkvebju til Sivjar og Garra," sagði Guðrún. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.