Tíminn - 09.08.1996, Page 6

Tíminn - 09.08.1996, Page 6
6 Föstudagur 9. ágúst 1996 Einvalaliö tónlistarmanna heldur til á Kirkjubœjarklaustri í nœstu viku og efna til tónleika helgina 16.-18. ágúst: Kammertónlist á Klaustri Unnendur kammertónlistar sem hyggjast leggja leib sína á Kirkjubæjarklaustur helgina 16.-18. ágúst fá þar sitthvab vib sitt hæfi því þar verba haldnir þrennir kammertón- leikar, kl.21 á föstudegi og kl.17 á laugardegi og sunnu- degi. Þab er menningamefnd Skaftárhrepps sem stendur ab tónleikunum og er þetta í sjötta sinn sem kammerhelgi sem þessi er haldin á Klaustri. „Þetta hefur gengib mjög vel, í fyrra var t.d. fullt á öllum tón- leikunum," sagbi Edda Er- lendsdóttir, píanóleikari og listrænn stjómandi helgar- innar, í samtali vib Tímann. „Fólk kemur töluvert að sunn- an og af Suöurlandinu. Svo eru margir sem eru að ferðast um landið miðað við að vera á Klaustri á þessum tíma." Að sögn Eddu eru sumir tónlistar- unnendur árlegir gestir á tón- leikunum og kjósa margir gest- anna að gista á Klaustri yfir helgina því efnisskráin er mjög fjölbreytt. Fólki er því bent á að tryggja sér gistingu tímanlega því reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að mikil ásókn er í gistirými á Klaustri helgina sem kammertónleikarnir eru haldn- ir. Tónlistarmennirnir eru átta og koma þeir saman á mánu- daginn á Klaustri og æfa saman alla vikuna verk og sönglög eftir Mozart, Smetana, Hindemith, Jón Leifs, Britten, Haydn, Schu- rnann,, Brahms, Schubert, Ey- þór Stefánsson, Árna Björnsson og Dvorak. Edda er meðal hljóðfæraleik- ara en hún leikur á píanó. Edda hefur búið í París síöastliðin 23 ár og var nýlega veitt staða við Tónlistarskólann í Versölum. Enski píanóleikarinn Norma Fisher kemur á Klaustur en hún var snemma talin gædd fá- heyrðri tónlistargáfu. Hún hef- ur unnið til verðlauna fyrir pí- anóleik og starfað sem einleikari fyrir margar frægustu hljóm- sveitir Breta. Síðustu árin hefur hún einnig kennt á námskeið- um og skólum víðs vegar um heiminn og setið í dómnefnd- um. Hún er ekki síst þekkt fyrir fjölhæfni í túlkun. Söngvarinn að þessu sinni er Gunnar Guðbjörnsson sem var fastráðinn ljóðrænn tenór við óperuna í Lyon í Frakklandi í vetur en hann hefur sungið í óperuhúsum víða um Frakkland og annars staðar í Evrópu, þ.á m. The Royal Albert Hall. Þá hefur hann sungið inn á geisla- diska og fyrir útvarp. Aðrir tónlistarmenn sem koma fram eru Joseph Ogni- bene, fyrsti hornleikari Sinfón- íuhljómsveitar íslands frá 1981, og Bernardel strengjakvartett- inn sem skipaöur er Zbigniew Dubik, fiðlu, Grétu Guðnadótt- ur, fiðlu, Guðmundi Kristins- syni, víólu og Guðrúnu Th. Sig- urðardóttur, selló. LÓA Akranes þakkar Vigdísi Bæjarráb Akraness gerbi sam- þykkt á fundi sínum í gær þar sem Vigdísi Finnbogadóttur fráfarandi forseta eru færbar bestu þakkir fyrir störf hennar síbustu 16 árin. Segir að Akurnesingar minn- ist þar sérstaklega ánægjulegrar heimsóknar hennar árið 1992 er hún heiðraði þá með nærveru sinni við hátíðarhöld á 50 ára afmæli kaupstaðarins. Bæjarráðið árnaði einnig, fyr- ir hönd allra Akurnesinga, ný- kjörnum forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og eigin- konu hans Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur allra heilla í störfum þeim sem þau eru að taka við í þágu íslensku þjóðar- innar. -ohr Á horni Bárugötu og Garðastrætis er reisulegt steinhús sem vekur athygli. Kringum glugga hússins er upphleypt mynstur gert af steinsteypu, og fer það vel við byggingarlag þess. í september 1921 fær Gísli Jónsson vélstjóri leyfi til aö byggja tvílyft íbúðar- hús úr steini á horni Bárugötu vestan Garðastrætis, 125,3 ferm. með kjallara. Leyfið var þeim skilyrðum bundið að tröppur í inngangi yrðu innanhúss. Þann 9. september sama ár, ritaöi Ein- ar Erlendsson, húsameistari, Skólastræti 2 B, bréf fyrir hönd Gísla Jónssonar, til byggingarnefndar Reykjavíkur, þar sem hann óskar svara við því af hverju hús Gísla Jónssonar, eitt af öðrum nálægum húsum reistum á svipuðum tíma, eigi að vera með yfirbyggðar tröppur að inn- gangi hússins. í svarbréfi frá byggingarnefnd Reykja- víkur, dagsettu 16. september, er veitt leyfi fyrir útitröppum allt að 1,5 m. á hæð. Árið eftir lét Gísli Jónsson byggja hluta hússins að Bárugötu 2. Húsið var 79,5 fermetrar, byggt í kastalastíl. Fyrsta brunavirðingin var gerð sama ár. í þeirri virðingu er sagt að Gísli Jóns- son vélstjóri hafi byggt nýtt íbúðarhús úr steinsteypu, með járnþaki á borðasúð með pappa í milli. Á hæðinni eru fjögur íbúðarherbergi, eldhús, búr, vatnssalerni og gangur. All- ir útveggir eru klæddir innan með korki, sem er kalksléttaður innan og með álímdum veggjapappír. Tvö steinsteypuloft eru í húsinu, kalksléttuð og máluð að neðan. Kjallari er undir öllu húsinu, fjórar álnir á hæð. Þar eru þrjú íbúðarherbergi, með sams- konar frágangi og á hæðinni, miðstöðv- arklefi, geymsluherbergi, gangur og vatnssalerni. Þar er timburgólf yfir stein- steypugólfum. Línolíumdúkur er á gólf- um í herbergjum. í eldhúsi, gangi og vatnssalerni á aðalhæð er flísagólf. I hús- inu er miðstöðvarhitun, rafmagns-, vatns-, gas - og skólpleiðslur. í manntali frá desember 1922 eru eft- irtaldir skráðir til heimilis að Bárugötu 2: Gísli Jónsson vélstjóri, fæddur 17. ágúst 1889 að Litlabæ á Álftanesi; Hlín Þor- steinsdóttir, kona Gísla, fædd 5. desem- ber 1899 í Reykjavík; Guðrún Gísladótt- ir, ungbarn; Karólína Jóhannsdóttir þjónustustúlka, fædd 28. oktober 1901 í Hull Englandi; ÍCristján Kristjánsson nemandi, fæddur 6. ágúst 1899 í Hafnar- firði; Benedikt Ögmundsson nemandi, fæddur 4. oktober 1902; Jón Magnússon sjómaður, fæddur 28. mars 1906 í Vest- mannaeyjum; Guðlaugur Þorsteinsson nemandi, fæddur 14. október 1900 á Vopnafirði; Sigurjón Jóhannesson nem- andi, fæddur 30. ágúst 1898 í Flatey; Guðbjörg Scheving nemandi, fædd 5. febrúar 1892 að Læk Hróastungu og Sig- urður Gröndal verslunarmaður, fæddur 3. nóvember 1903 í Ólafsvík. ....L.:..... Bárugata 2 Á þessum tíma var húsnæðis- skortur í Reykjavík og erfitt fyrir utan- bæjarfólk að fá húsnæði. Þá fengu námsmenn og annað fólk sem þau Gísli og Hlín þekktu, að búa á heimili þeirra á meðan húsrúm leyfði. Þau hjón vom mjög rómuð fyrir gestrisni og stuðning við ungt og efnilegt námsfólk. í apríl 1926 fær Gísli Jónsson leyfi fyr- ir stækkun hússins um 46,65 rúmmetra. Þá var byggt vestan við húsið og þakhæð með þremur kvistum reist ofan á. Yfir þakhæðinni var efraloft. Á aðalhæð voru fimm íbúðarherbergi, eldhús, búr og tveir gangar. Á þakhæð vom fjögur íbúðarher- bergi, eldhús, búrskápur, baöherbergi, klósett, fataklefi og tveir gangar. Á háa- lofti var þurrkloft, fjögur íbúðarherbergi og fataklefi. Sama ár í nóvember var leyft að stækka inngang um 2,8 fermetra og gera hringstiga frá aðalhæb. Ári síðar er byggð hjólhestageymsla á lóðinni. Hluti hennar var tekinn undir kæli fyrir ávexti og er þab líklega fyrsta ávaxta- geymsla á íslandi. Þar var einnig gerður frystiklefi. Bæði hann og kælinn voru ætlaðir til heimilisnota. En nágrannar og fleiri, fengu að geyma kjöt og aðra vibkvæma matvöm á meðan pláss leyfði. í brunavirðingu sem gerð var 1935, er sagt ab húsib sé ab mestu leyti óbreytt frá virðingu 21. oktober 1926. Þá er get- ib um bifreiöaskúr sem byggður var 1932 hafi verið lengdur um 4,5 metra og sé 11,3 m. á lengd og 3,7 m. á breidd. Þá er stærb geymsluskúrsins 5.8 m. á lengd og 2.9 á breidd, með t v e i m u r geymsluklefum. Gísli Jónsson var sonur Jóns Hall- grímssonr, útvegsbónda og síðar kaup- manns á Bakka í Arnarfirbi og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Grashús- um á Álftanesi. Gísli nam vélvirkjun hjá Jessen á ísafirði 1908-1909. Fór í fram- haldsnám á ámnum 1913-1916, til Eng- lands og Kaupmannahafnar. Gísli Jóns- son var handhafi prófskírteinis nr. 1 sem vélstjóri. Hann var vélstjóri á Gull- fossi og á ýmsum skipum Eimskipafélags íslands og var fyrsti starfandi vélstjóri hjá Eimskip með íslenskt vélstjórapróf. Gísli Jónsson stofnabi ýmis fyrirtæki og tók mikinn þátt í opinberum störfum. Hann var alþingismaður á árunum 1924 til 1956 og 1959 til 1963. Var formaður fjárveitingarnefndar Alþingis og Þing- vallanefndar. Hann var forseti Norður- landaráðs á árunum 1959 til 1963. Hér hefur aðeins fátt verið talið upp af störf- um þessa merka manns, sem hann vann í þágu þjóðar sinnar. Kona Gísla Jóns- sonar var Hlín Þorsteinsdóttir dóttir Þor- steins Jónssonar járnsmiðs og konu hans Guðrúnar Bjarnadóttur sem bjuggu á Vesturgötu 33, í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn sem öll eru hámenntuð. Ábur en Hlín giftist var hún í námi í Kaupmannahöfn, nam þar hússtjórn. Hún var mikil garðræktarkona og í garð- inum við húsið uxu suðrænar skraut- jurtir sem sjaldséðar em í görðum á ís- HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR landi. Þar ræktaði hún bæði rósir og nellikur. Reynitrén sem eru í garöinum Bárugötumegin eru gróbursett af þeim hjónum Gísla og Hlín. Baka til við húsið var matjurtagarður og var þar mikill fjöl- breytileiki í ræktum grænmetis. Hlín Þorsteinsdóttir lést 9. nóvember 1964. Gísli Jónsson lést 7. oktober 1970. Árið 1950 verða eigandaskipti að Bárugötu 2. Gísli Jónsson og Hlín Þor- steinsdóttir seldu Einari Sigurðsyni og konu hans Svövu Ágústsdóttur húsib. Einar Sigurðsson var fæddur 7. febrúar 1906 að Heiði í Vestmannaeyjum. For- eldrar Einars voru hjónin Sigurður Sigur- finnsson hreppstjóri og Guðríður Jóns- dóttir. Einar var mjög þekktur mabur í þjóblífinu. Árið 1924, aðeins átján ára gamall, stofnsetti hann sína fyrstu versl- un í Eyjum, sem hann nefndi Boston og rak hana til ársins 1940. Hann átti alls tíu verslanir í Eyjum. Einar Sigurðsson kom á fót stórútgerð og fiskvinnslu, bæbi í Reykjavík og Vestmsnnaeyjum. Einnig gerði hann út frá Vestfjörðum og Keflavík og rak þar fiskvinnslu. Hann kom á fót Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Hrabfrystistöðinni í Reykjavík við Mýrargötu. Á tímabili gerði Einar Sig- urðsson út fimmtán skip. Kona Einars var Svava Ágústsdóttir, fædd 24. júlí 1921 að Saurbæ á Kjalarnesi. Svava og Einar eignubust ellefu börn og komust tíu þeirra upp. Þau eru öll háskóla- menntuð og er þab sennilega einsdæmi um svo stóran systkinahóp. Einar Sigurbsson sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja og var trúnaðarmabur í byggingasjóði verkamanna og mikill áhugamabur um bætt lífskjör verka- fólks. Hann var einn af stærstu atvinnu- rekendum þessa lands. Yfir vertíðina veitti hann hundruðum manna vinnu og þegar best lét voru allt ab sjö hundr- uð manns í einu með atvinnu á hans vegum. Af þessu öllu fékk hann viður- nefnið „ Einar ríki." Þórbergur Þórbar- son rithöfundur skrásetti æviminningar Einars Sigurðssonar og eru þær í þremur bindum. Þar er ab finna skemmtilega mynd af Sæbjörgu, tólf lesta bát, sem var fyrsta skipiö sem Einar eignaðist. Einar Sigurðsson lést 22. mars 1977. Svava Ágústsdóttir lést 30. nóvember 1978. Árið 1980 keyptu St. Jósefssystur Bárugötu 2. Þær hafa átt húsið síðan. Núna er búið að byggja yfir útidyra- tröppur á húsinu en það munu systurn- ar hafa látið gera. Bárugata 2 er hús gæfunnar. Þar ólust upp þrettán börn sem öll luku námi frá Háskóla íslands og nokkur fóru til fram- haldsnáms í erlendum háskólum. Þegar Þorsteinn Gíslason var drengur, rispaði hann með demantshring nafn móður sinnar, „Hlín," í rúðu í einum glugganum á húsinu. Þorsteinn var lengi forstjóri í Coldwater í Bandaríkj- unum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.