Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 4
4 Tfminn Laugardagur 29. ágúst 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Síml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö f lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Byggðin í sveitum má ekki bresta Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamtök mjólkur- framleiðenda og Stéttarsamband bænda halda sína landsfundi um þessar mundir. Þar eru að vonum til umræðu hin miklu vandamál, sem við er að glíma í landbúnaðarframleiðslunni. Þetta á ekki síst við um sauðfjárframleiðsluna. Einkum er það flatur niður- skurður í henni sem eru alvarleg tfðindi fyrir sauðfjár- bændur. Búin eru nú þegar mörg hver lítil eftir fram- leiðslusamdrátt síðustu ára, og svigrúmið til frekari samdráttar er þrotið. Þessir erfiðleikar stafa af því að neysla kindakjöts dregst stöðugt saman. Deilt hefur verið um það hvort nægilega vel sé staðið að sölunni, og mörgum hættir til þess að einfalda málið og skella allri skuldinni á af- urðastöðvar landbúnaðarins og þá sem fara með sölu- málin. Einnig er háu verði á landbúnaðarframleiðslu kennt um. Sannleikurinn er sá að hér er áreiðanlega um marga samverkandi þætti að ræða. Breytingar á neysluvenjum landsmanna eiga hér stóran hlut að máli. Öllum ber hins vegar saman um það að gott lambakjöt sé gæðavara. Hugmyndir hafa nú verið reifaðar um að gefa kjötsöl- una frjálsa og framleiðsluna einnig, og að bændur berjist á markaðnum með sína vöru. Af þessu fyrir- komulagi höfum við reynslu með aðrar búgreinar en sauðfjárræktina. Kartöflubændur búa í raun við þetta fyrirkomulag, og einnig er það í raun við lýði í svína-, kjúklinga- og nautakjötsframleiðslu. Það er auðvitað sjálfsagt að ræða nýjar hugmyndir í sölumálum land- búnaðarins, en hitt er varasamt að flana að þeirri lausn sem hér um ræðir. Sauðfjárræktin býr við allt aðrar aðstæður heldur en önnur kjötframleiðsla að því leyti að framleiðslan kemur inn á markaðinn á mjög skömmum tíma á haustin, þó auðvitað gæti sá tími eitthvað lengst. Hætt er við að staða bænda yrði mjög erfið við að brjótast um á markaðnum á þessum skamma tíma. Að minnsta kosti er reynslan sú með kartöflubændurna. Umræður um verð á aðföngum til landbúnaðarfram- leiðslu eru mjög þarfar. Kostnaður hefur verið borinn saman við sambærilegan kostnað í Skotlandi og mikill mismunur hefur komið í Ijós. í þessu sambandi vakn- ar sú spurning hvort þær kröfur, sem gerðar eru til af- urðastöðva um allan búnað, eru eðlilegar. Fróðlegt væri að gera nánari úttekt á því í hverju mikill mis- munur sláturkostnaðar hér og í Skotlandi er fólginn. Við núverandi aðstæður verður að skoða skipulag mála á öllum stigum með það að markmiði að lækka verð landbúnaðarafurða til neytenda, og skapa bænd- um jafnframt lífsviðurværi af þessari framleiðslu. Það er mjög vafasamt að frjáls uppboðsmarkaður sé lausn í þessu efni. Hins vegar eru umræður um allar hliðar þessa máls mjög gagnlegar, því það er afar brýnt fyrir mannlíf og byggð í landinu að sauðfjárbændur geti snúið vörn í sókn. Með góðu skipulagi geta þeir búið í sátt við landið og þjóðina og það er afar mikilvægt ein- mitt nú að byggð bresti ekki í sveitum landsins. Það eykur aðeins á þann vanda, sem þjóðin sem heild á við að stríða í atvinnumálum. Síðasta miðvikudag fór Stöð 2 á stjá og lagði stutta og gagnorða spumingu fyrir fólk í Austur- strætinu í Reykjavík. Spurningin var blátt áfram á þá leið hvort viðkomandi væri kunnugt um hvort lýðveldið ísland væri aðili að EFTA eða EB? Um kvöldið, þegar áskrifendur stöðvarinnar fengu að hlýða á frammistöðu þátttakenda í „getrauninni", op- inberaðist sú fyrirmunun að fleiri en færri álitu að landið væri aðili að EB — sem sýnir auðvitað að mikill fjöldi fólks virðist ekki fylgjast agnar vitund með þessu helsta hitamáli stjómmálaum- ræðunnar síðustu mánuði og raunar ár. Af þessu er leyfilegt að láta sig gmna að mikill hluti og kannski meirihluti landslýðsins kynni að standa á gati eða giska rangt, væri þessi einfalda spurning fyrir hann lögð. Taka ber fram að eldra fólkið meðal þeirra sem spurðir vom — fólk um fimm- tugt og nokkrir sem greinilega áttu að vera byrjaðir að ausa um eyru sér af sjóði „reynslu og visku ellinnar" — var enn gátt- aðra og „vitlausara“ en þeir Atli Magnússon: EES? — DDT? — SOS? yngri, ef nokkuð var. Tæpast nokkur unglingur var í hópi þeirra, sem spurðir vom, svo ekki verður sökinni varpað á un- gæðislega fákænsku. Vísbending? Auðvitað taka stjórnmálamenn- irnir eftir frammistöðu kjósenda sinna, þótt þeir séu ekki þau flón að hafa orð á því. Kjósendur munu áfram verða „hæstvirtir" í munni þeirra, þótt þeir í hjarta sínu álíti þá óttalega aula mest- anpart. En gátan litla, sem fréttamaður Stöðvar 2 lagði fyrir fólkið, mun trúlega af mörgum verða skoðuð sem lóð á vogar- skál þeirra, sem tregðast við að ansa kröfunni um þjóðarat- kvæðagreiðslu vegna EES- samninganna. Menn gætu spurt sem svo hvaða vit sé í að reka fólk á kjörstað vegna þessa EES, sem er flestum lítið annað en þrír öldungis óræðir bókstafir. Það mætti eins senda fólk af stað til þess að kjósa um DDT, KGB eða SOS. Enn ískyggilegra verður þetta svo allt saman, ef þess er gætt að það er engan veginn tryggt að þeir, sem giskuðu rétt, séu í neinu sem máli skiptir fróðari um EES en hinir sem giskuðu rangt. Það er ekki sjálfgefið að sá, sem dettur niður á að svara því rétt að Sókrates hafi búið í Aþenu en ekki vestur í Texas, sé tiltakanlega margfróður um speking þennan samt. Vandræðaspuming Þó ættu menn ekki að hrapa að því að draga ályktanir af þeirri fá- visku, sem fólk óneitanlega gerði sig bert að í Austurstrætinu, eða fullyrða of snemma að hún sé stoð undir það viðhorf að leiða megi málið til lykta án þess að bera það undir vankunnandi og áhugalitla kjósendur. Það kemur til af því að þá hlýtur sú vand- ræðaspurning að vakna hvort ástæða sé til að halda kosningar yfirleitt — svo Alþingis- sem sveitarstjórnakosningar. Eða hvaða rök hnfga svo sem að því að manneskjurnar þarna í Aust- urstrætinu séu nokkuð fremur vanar að vega það og meta áður en á kjörstað kemur hverjar af þrem eða fjórum ólíkum efna- hagstillögum þær vilji helst sjá ná fram að ganga? Eða þá hvaða framboðslista þær telji hafa upp á skarpvitrustu mennina að bjóða? Að því hníga vitanlega engin rök. Þá fer nú heldur en ekki að volgna undir hinum virðulegu þingmönnum sjálfum. Það skyldi þó ekki vera að van- þekking, blinda og eintómur aulagangur hafi lyft þeim í vald- asöðulinn...? Guð sé oss næstur! Skrýtin skepna En lýðræðið og kjósendavaldið er skrýtin skepna. Hversu fávís og hjárænuleg sem skepna sú kann að virðast, ef á hana er gengið um málefnin, þá er það samt af einhverjum orsökum svo að hún hefur yfir sérstöku skiln- ingarviti að ráða, sem seint verð- ur skilgreint. Þessu má líkja við þefnæmi eða heyrn sumra dýra — svo sem hunda sem rekja gamla slóð um langa leið og heyra að auki hljóð af hærri eða lægri tíðni en mannseyrað. Þess eru að vísu mörg dæmi að þessir eiginleikar hafa truflast og skepnan hlaupið út í fen og það- an af verra. En senn hressist þetta skilningarvit aftur og kem- ur skepnunni á slóðina að nýju. Því má venjulega treysta. Reynslan sýnir að þetta skiln- ingarvit dugar kjósandanum á endanum betur en bæklingar, fræðslufundir, ávörp, útskýring- ar, myndasýningar, línurit og súlurit. Allt slíkt efni er oft meir líklegt til að rugla stjórnmála- mennina sjálfa í ríminu en að það auki á dómskyggni kjósend- anna, sem þeir brenna svo í skinninu að uppfræða. Hið hlá- lega er að lagermaður í vara- hlutabúð með hljómspöng á höfðinu, sem dælir popptónlist inn í hlustimar á honum frá morgni til kvölds, og karl, sem stendur uppstyttulaust yfir smergli með tappa í báðum eyr- um, „fylgjast með“ á einhvem furðulegan hátt. Hamingjan má vita hvernig. Þeir fylgjast meira að segja svo vel með, að þau dæmi em örugglega mörg sem sanna að þeim hefur tekist að af- stýra mjög alvarlegum afglöpum í stjórnmálum, þegar stofnana- gögnin og upplýsingastreymið hafa svipt landsfeðurna réttu ráði. Því er áreiðanlega alveg óhætt að lofa þjóðinni að kjósa um EES sem hvað annað. Það er engin hætta á að niðurstaðan leiði til eitthvað meiri vitleysu og vand- ræða en vant er. Hver veit nema tíminn mundi leiða í ljós að öll- um þættu þeir skyldugir að blessa þá heppni að vitringarnir, sem Stöð 2 fann að máli í Aust- urstrætinu, skyldu verða til kvaddir að skera úr um afstöð- una til þriggja bókstafa — sem þeir þó ekki botnuðu vitund í hvað merktu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.