Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. ágúst 1992 Tíminn 9 skoða og -prófe El-Jet í Kalifomíu og Astralíu. Kewet El Jet um allan heim Skammtímamarkmið okkar er að vinna upp góðan markað fyrir bflinn í öllum Evrópulöndum hið fyrsta þann- ig að við getum fljótlega aukið verulega framleiðsluna og fengið svigrúm til að bæta bflinn og auka notagildi hans, þróa tæknina þannig að við getum haf- ið fjöldaframleiðslu á vandaðri vöru á eins lágu verði og mögulegt er. Til þess að svo megi verða þarf bfllinn að seljast sem víðast og vinna sér orð sem lftill en vandaður gæðavaga Nú hafa selst allt í allt rúmlega 300 bfl- ar ogvið gerum ráð fyrir því að fram- leiða um 1000 bfla á næsta ári en lang- tímarharkmiðið er að framleiða 35-40 þúsund bfla á ári. Því marki hyggjumst við ná eftir 5-7 ára starfsemi, en í það er vitanlega langt í land enn. Vagninn hefur fengið ágætar móttök- ur þar sem hann hefur verið kynntur en fólk hlýtur hins vegar að þurfa að kynnast rafbílum þar sem þeir eru tals- vert ólíkir venjulegum bflum. Þeir hafa ýmsa kosti og möguleika en þeir hafa jafnframt talsverðar takmarkanir. Kostir og gallar EI-Jet er hannaður með það fyrir augum að hann komi að langmestu leyti til móts við allar almennar akst- ursþarfir venjulegs fólks. í honum er rúm fyrir tvo fullorðna eða einn full- orðinn og tvö böm. Þegar þú lítur á umferðina sérðu að í langflestum bfl- um sem fram hjá aka er ein til tvær manneskjur. Þá eru akstursvega- lengdir í borgarumferð sjaldnast lang- ar. lákmörk rafbflsins felast einkum í hámarkshraða og akstursvegalengd, þ.e.a.s. ef verðið á að haldast viðráðan- legL Tæknilega séð gætum við útbúið okkar bfl þannig að hann kæmist fleiri hundruð km á einni hleðslu og kæm- ist mun hraðar. Sú tækni er hins veg- ar svo dýr að enginn hefði ráð á bfln- um þannig búnum. Aðeins rafhlöð- umar myndu Ld. kosta tvær milljónir ísl kr. Rafbflar dagsins í dag em því mála- miðlun milli verðs, akstursvegalengd- ar á hverri hleðslu og hámarkshraða. Við ákváðum í samræmi við þetta að miða við að bfllinn æki að jafnaði á 50 km hraða sem er lögbundinn há- markshraði í þéttbýli. Hröðun hans er nokkum veginn sú sama og hjá smá- bflum og hann kemst upp undir 100 km vegalengd á hverri hleðslu ef ekið er skikkanlega. Séu geymamir alveg tómir tekur um átta klsL að fúllhlaða þá á ný. Því er það hæfilegt að stinga bflnum í samband við straum á kvöld- in eftir notkun og hann er fullhlaðinn að morgni og tilbúinn til aksturs allan daginn. Við hyggjumst halda áfram að þróa bflinn og endurbæta í samræmi við reynslu notendanna enda þótt við sé- um þess fúllviss að við séum þegar með góða framleiðsluvöru og nota- drjúga miklum földa fólks, ekki síst á íslandi. Það má bera saman norska markaðinn við þann íslenska, en í Noregi kynntum við El-Jet bflinn í aprílmánuði sl. og nú þegar hafa selst þar 57 bflar. Mjög víða þar sem við leitum hóf- anna með markað fyrir bflinn eru stjómvöld að glíma við umhverfis- vanda og mengun og vilja mjög gjam- an að rafbflum fjölgi vemlega. Fjölg- un þeirra ein sér myndi td. draga úr hávaða í borgum og loftmengun. í Kalifomíu hafa yfirvöld nú þegar sett reglur um að fólk megi ekki aka eitt sér í bfl og að meðaltali skuli 1,5 menn vera í hverjum bfl en þetta er gert til að draga úr umferð bfla og þar með mengun. Ég sat nýlega ráðstefhu í Osló um rafbfla. Bandarískur fyrirlesari á ráð- stefnunni greindi frá loftmengun á Los Angeles svæðinu og upplýsti að bifreiðar þar brenndu daglega upp 200 milljónum lítra af bensíni. Af völdum mengunar á svæðinu væri starfsemi lungnanna í 15 ára unglingum þar skert að meðaltali um 15%. og slflrt verður ekki endurheimL Það er því mikilvert að draga úr menguninni með öllum ráðum og eitt þeirra er að hefta mjög umferð bensínknúinna bfla." —En breyta rafbflar þar nokkru um ef rafmagnið fyrir þá er framleitt með því að brenna olíu eða kolum? „Vitanlega skiptir miklu fyrir um- hverfi almennt hvemig rafínagn er framleitt, hvort það er framleitt með fallorku vatns, við bruna jarðefna, kjamorku eða sólar- og vindorku. En alveg burtséð frá því þá er alveg Ijóst að rafbflar em nú loks komnir til að vera og þeim á eftir að fjölga mjög. Ástæður þess em ma. þær að það er miklu auðveldara að hemja mengun frá einu stóm orkuveri en frá þetta 30 þúsund bflum. Glænýr bensínbfll með hvarfakút er að sjáífsögðu minna mengandi en gamall bfll, en hann verður Iíka fljótt gamall. Þá skulum við ekki síður átta okkur á því að aðalloftmengunin í borgunum er sjaldnast af völdum orkuvera sem brenna jarðefnum þar sem þau em ætíð reist utan þéttbýlis- kjamans og það er auðveldara að hefta mengunina frá þeim en öllum bflun- um sem aka í þéttbýlinu. Velvilja stjórn- vatda þarf tíl Rafbílar henta ágætlega í borgarum- ferð og uppfylla kröfúr og þarfir flestra í umferðinni í borgunum, Reykvíkinga ekki síður en íbúa annarra borga. Tíl þess að fólk kaupi rafbfla þarf hins veg- ar fleira að koma til: Sé löggjöfin and- snúin rafbflum eða láti þá ekki njóta sannmælis þá verða þeir vitanlega ekki almennir vegna þess að rafbfll er tals- vert dýrari í framleiðslu en bensínknú- inn bfll. Til þess að framleiða raftnót- ora þarf mikið af málmum og efnum sem em mjög dýr, svo sem kopar sem mikið þarf af f rafmótora og raflagnir. Því em rafmótorar dýrari í framleiðslu en venjulegar bflvélar. Tíl að létta undir með því að rafbflum fjölgi geta stjómvöld létt af rafbflum algengum bifreiðagjöldum til að gera þá vænlegan kost fyrir neytendur. Þá gætu þau einnig selt straum á lægra verði til þeirra og aflagt bflastæðagjöld fyrir þá. Án slíkrar aðstoðar stjóm- valda á rafbfllinn erfitt uppdráttar, hannerofdýr. Stjómvöld víða telja kosti rafbfla slíka að sjálfsagt sé að létta undir með kaup- endum á ýmsan hátt Víða em engin bifreiðagjöld greidd af þeim og annars staðar þar sem bifreiðagjöld em mjög lág eða engin, eins og Ld. í Þýskalandi, er fólk styrkt sérstaklega ef það fær sér rafbfl. Þar fær rafbfleigandi senda ávís- un upp á 350 þúsund ísl. kr. eftir að hann hefúr fest kaup á bflnum. Nú em að hefjast framkvæmdir við nýtt íbúðarhverfi í Berlín þar sem venjulegir bflar verða ekki leyfðir. Reist verða fjölmörg einbýlishús og við þau bflskúr og inni í hveijum bflskúr mun standa Kewet El-Jet rafmagnsbfll sem fylgir fúllbúnu húsinu. f Mexíkó á að reisa sjö nýja kaupstaði frá grunni með 2500 íbúðarhúsum í hveijum þeirra. Þar verða aðeins rafbflar leyfðir. Þannig er mjög víða verið að kljást við mengunarvandann og ryðja rafbflnum braut og rafbflum mun fjölga mjög á næstu árum í heiminum. Við hjá Ke- wet emm á vissan hátt brautíyðjendur f Evrópu og utan hennar og höfúm visst forskot ffamyfir stóm bflafram- leiðenduma. Við höfum fengið góðar móttökur hjá almenningi og ég veit að ef fólk Ld. hér í Reykjavík hugsar sig rækilega um hvemig það notar bflinn sinn nú, þá kæmist það að því að það gæti alveg eins notast við raflbfl eins og bensínbfl. Reksturskostnaður hans er aðeins þriðjungur af því sem kostar að reka venjulegan smábfl. Þú kemst að vísu ekki eins hratt og ekki eins langt í einu en þú mengar ekkerL" —Stefán Ásgrímsson UNDIRSTAÐA UMFERÐAR MALBIKUNARSTÖÐ REYKJAVÍKURBORGAR Sævarhoföa 6 12 HO Reykjavík, sími 38970. Malbikunarstöö Reykjavíkurborgar er stærsti framleiðandi malbiks á íslandi. Stððin framleiðir malbík fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Helmingur framleíðslunnar fer til nýlagningar og viðhalds á götum i Reykjavik. Malbikunarstöóín er sjálfstæð eining í rekstrí Reykjavíkurborgar og stendur algerlega undir rekstri sinum. Starfsmenn stöðvarinnar eru 9. en á sumrin bætast við 15 manns við utlagningu. Malbík er blandað ur asfalti og steinefnum. Á virinslustigí er malbíkid heítt og strax eftir lagningú er það valtað til aö þótta það og slótta yfirborð þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.