Réttur


Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 40

Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 40
44 RÉTTUIl SJÓMANNARÁÐSTEFNA ALÞÝÐUSAMBANDSINS Alþýðusambandið boðaði til sjómannaráðstefnu síðastliðið haust til þess að ræða vandamál fiskimanna og sjómannastéttar- innar allrar. Ráðstefnan samþykkti margar gagnmerkar ályktanir um hagsmunamál sjómanna, öryggismál, skipulagsmál stéttarinn- ar og fleira, og var þátttakan mjög mikil. Ein merkasta samþykkt- in var um lágmarkslaun fiskimanna, samræmingu á kjörum þeirra og lágmarkskauptryggingu hlutasjómanna. Hefur Alþýðusambandið þegar tekið fyrsta skrefið til framkvæmda, þar sem sjómannafé- lögin hafa auglýst sameiginlegan taxta um kjör skipshafna á bát- um, sem stunda dragnóta- og bolnvörpuveiðar og er lágmarkskaup- tryggingin þar merkasta nýmælið. Þá hefur Alþýðusambandið gert samning um gagnkvæman stuðning við Farmanna- og fiskimannasambandið. Á Alþingi hafa þingmenn sósíalista flutt tillögu til þingsályktunar um tryggingu lágmarkslauna fiskimanna og er hún í samræmi við ályktanir sjómannaráðstefnunnar. Aðalefni tillögunnar er um skip- un nefndar til þess að undirbúa: 1. Tryggingarstarfsemi, er sé kostuð með framlögum frá útgerðinni og ríkinu, til þess að tryggja hlutarfiskimönnum og smáútvegs- mönnum ákveðin lágmarkslaun. 2. Framlög úr ríkissjóði til þess að tryggja fiskimönnum lágmarks- laun, þar til tryggingarnar taka til starfa, og reglur um, hvern- ig greiðslum þessum skuli hagað. Þessu verki skal nefndin hafa lokið og ríkisstjórnin hafa lagt þær tillögur hennar sem að þvi lúta, fyrir Aljiingi eigi síðar en 1. maí 1944“ Nefndin skal skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af Al- Jjýðusambandinu, öðrum af Fiskifélagi Islands og hinum þriðja skipuðum af ráðherra án tilnefningar. Það er í beinu framhaldi af Jaeirri hugsun, sem vakti fyrir 6- manna nefndinni, að nú verði gerð gangskör að því að tryggja fiskimönnum samhærileg kjör við aðrar atvinnustéttir. En und- anfarin ár hafa engir borið jafn skarðan hlut frá borði og fiskimenn í sumum verstöðvum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.