Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 9

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 9
að það var bezt fyrir niðursetninga að vera ekki mik- ið að halda fram skoðunum sínum, en hún fann, að það var eitthvert samband á milli hennar og þessa dökka drengs, og að þau skildu hvort annað, þó að þau gætu ekki talað saman. Hann hafði einu sinni verið sjónarvottur að því, að hin börnin stríddu henni og hröktu,það gerðu þau oft og án minnsta samvizku- bits,því þau ætluðu sér að vera stór. Þá kinkaði hann kolli til hennar, eins og hann vildi segja: Ég skil, la, la. — Nú sat Lauga þennan kyrrláta sunnudag í f jörunni og var að lesa og reyna að fe.sta sér í minni hið furðu- lega nafn skútunnar, sem málað var með stórum stöf- um aftan á skutinn, þá sér hún allt í einu skipsdreng- inn koma upp úr skipinu í skyndingu, leysa julluna og róa upp í fjöruna. Enginn maður sást á þilfarinu, og Lauga skildi það í einni sjónhendingu, að dreng- urinn var að strjúka, og að hún varð að hjálpa hon- um til þess. Hún stóð upp og beið hans eldheit af spenningi. Strax og hann náði landi, stökk hann úr jullunni: La la, la la: Hann baðaði út höndunum og benti upp til fjallsins. Hún litaðist um, hvort nokkur sæi þau; en enginn sást á ferli. Þeir, sem ekki sváfu í kirkj- unni, virtust hafa fengið sér dúr heima hjá sér. Svo benti hún honum að fylgja sér og þau hlupu upp gilið, áleiðis til fjalls. Hann var seinn að hlaupa á tréskónum og virtist næstum máttlaus af hræðslu. Hún æggjaði hann og benti honum að taka af sér tréskóna og ganga á sokkunum. Hann gerði það, en var hálfkjökrandi og spurði í sífellu um eitthvað uppi á fjallinu. Hún svaraði því játandi, því að það var um að gera að flýta sér. Svo héldu þau áfram. Hlíðin var brött og erfitt að klöngrast upp gilið sumstaðar, en Lauga þorði ekki að fara upp melana, þau kynnu þá að sjást. Keit og sveitt af hlaupunum settust þau niður tii aö hvíia sig, þegar þau voru kom- 201

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.