Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 10

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 10
in vel í hvarf við þorpið. Hann var orðinn ofurlítið rólegri, en kveinkaði sér við að ganga á sokkunum og sýndi henni skrámurnar á fótunum og hvernig hann var marinn á handleggjunum. Svo tók hann úr úlpu sinni tvær kexkökur, sem þau borðuðu og drukku vatn úr læknum. Þegar mesta ofboðið var af þeim, fór Lauga að hugsa um hvernig þetta ferðalag mundi enda. Hún vissi, að þau mundu ekki geta falið sig í fjallinu til lengdar matarlaus. Svo yrði líklega leitað að þeim. Samt vildi hún ekki snúa aftur við svo búið. Hún varð að hjálpa drengnum héðan af. Verst var að geta ekki talað við hann, henni fannst hann svo ósjálfbjarga, að henni lá við að missa kjarkinn. Hún fékk ekki langan tíma til þess að hugleiða hvað gera skyldi, því að drengurinn vildi halda áfram upp fjallið. Þegar þau voru komin upp á fyrstu brúnina, stanz- aði skipsdrengurinn og örvæntingin skein út úr brúnu augunum hans, þegar hann sá, að eins langt var eftir upp á næstu brún, eins og það, sem þau voru búin að fara. Hann hafði augsýnilega haldið, að miklu styttra væri yfir fjallið og gert sér einhverjar ákveðnar hug- myndir um að sér væri borgið, ef hann kæmist það. Nú gafst hann upp. Hann benti á þessa nýju brekku og hristi höfuðið ásakandi framan í Laugu, það var eins og hann kenndi henni um, hvað þetta land var hræðilegt, að hvergi sæust rauðmáluð hús með litl- um ávaxtagörðum í kring, þar sem stæði vingjarnleg kona, sem byði þreyttum flóttamanni mat og skjól. Hann fleygði sér niður á jörðina og fór að gráta. Lauga saug á sér neðri vörina í fullkomnu ráða- leysi, hún sá, að þetta hafði verið fljótfærni af þeim, þau hefðu heldur átt að hgilda inn dalinn og reyna að leynast á einhverjum bænum þangað til skútan hans væri farin. Hún hafði raunar ekki mikla trú á því, að fólk færi að hjálpa niðursetningi, sem væri .að strjúka, og var þar ofan á kaupið útlendingur, 202

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.