Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 13

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 13
til þess að vinna fyrir honum og börnunum. Síðan sér hún um daglegan heimilisrekstur og ber ábyrgð á uppeldi og umönnun barn- anna. Þetta er engin smáræðis fyrirgreiðsla, sem honum veitist. Hún greiðir sitt lífsins framfæri því geipi- verði að sitja heima innilokuð án beinnat, virkrar aðildar að heimi starfsins, þjóðfélag- inu í öllum þess margbreytileika. Hún nær ekki að vinna sér þar óskoraðan þegnrétt. Krafa hennar er hvergi tekin gild. Það þætti fjarstæða og ósvinna, ef faðirinn þyrfti um stund að þoka af sviðinu úti í þjóðfélaginu vegna skyldustarfa heima fyrir. Hvað stoðar það Ingu í barátm hennar fyrir eigin persónulegu lífi, þótt börn hennar eigi sér föður? „hún átti þetta með strák" eins og móðir hennar bendir á. Hann er „stikkfrí" frá heimilis- og uppeldisskyldum, þær dæmast á konuna, og hún hvílir í horn- steini þjóðfélagsins, múruð inni. Það er vísast fráleitt að hugsa sér, að það kynferðismisrétti, sem er svo áþreifanleg staðreynd í nútímanum, muni á næstunni hverfa úr sögunni og aðstæður allar færast til betra og réttlátara horfs, jafnvel þótt kon- urnar sjálfar upp til hópa færðust stórlega í aukana með virku andófi gegn ríkjandi ástandi. Hér er um að ræða meira forskot og meiri forréttindaaðstöðu en svo, að hægt sé að gera ráð fyrir, að slíkt verði fúslega af hendi látið og sviðið rýmt, þótt ekki væri nema um svo sem hársbreidd. Sú heildarmynd mun því miður enn um stund blasa við, að íslenzkar konur standa höllum fæti á vinnumarkaði, eru þar varalið, sem er kallað út, þegar byrlega blæs í efna- hagslífinu, en sendar heim aftur um leið og harðnar á dalnum. Þannig eru þær íhlaupavinnuafl og láglaunahópur, sem ekki nýmr skýlausrar viðurkenningar á réttinum til atvinnu í samræmi við getu. Þær eru áhrifalausar á stjórn landsins, þær standa utan valdamiðstöðvanna sjálfra, smárra og stórra. Vandséð er hvað er orsök og hvað er af- leiðing eða er þetta vítahringur? Það eitt er víst, að hér er við ramman reip að draga. Hver sú kona, sem vill skapa sér eigin sjálf- stæða braut og taka upp baráttuna gegn ríkj- andi skoðunum og hefðbundnu mati á stöðu konunnar, verður að hafa sig alla við, og má ekki vera uppnæm, þótt á móti blási. I seinni tíð hefur almenn umræða um þessi mál mjög færzt í aukana, og framlag Svövu Jakobsdóttur vegur þar þungt. Enginn vafi leikur á því, að umræðuverk sem þetta leikrit hennar, er sérlega vel til þess fallið að vekja til umhugsunar og skiln- ings á þeim vanda mannlegs samfélags, sem að vísu lýtur að margnefndri stöðu kvenn- anna, en er þó engan veginn neitt sérmál þeirra. Leikritið „Hvað er í blýhólknum" er að að líkindum öllu sigurstranglegra, þegar á allt er litið, en langar ræður og ýrnis meiri háttar fyrirgangur annar. Verkið var sýnt í Lindarbæ á vegum leik- félagsins Grímu við góðar undirtektir. Síðar var gerð sjónvarpsupptaka, sem hinn mesti fengur var að og hefur hlotið lofsamleg ummæli. Það er einlæg von mín, að Svava Jakobs- dóttir haldi áfram að lesa okkur pistilinn, segi okkur fleiri sögur. Leiðrétting: í grein Soffíu í síðasta hefti Réttar mis- prentaðist í 6. línu á bls. 20 í síðasta dálki „einnig", en á að vera „engirí’. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.