Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 52

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 52
verði hafið skipulagt starf. En ijóst er að veita þarf stjórnvöldum og þeim er í stofn- uninni sitja fast aðhald, svo eitthvað verði gert. Þau samtök sem hingað til hafa unnið að málefnum þróunarlandanna munu enn hafa næg verkefni, þó breyta þurfi starfs- háttum og nýta þá möguleika sem þátttaka hins opinbera gefur. Og áfram verður að halda uppi baráttunni fyrir því, að Island veiti 1% þjóðarteknanna til þróunaraðstoð- ar, eins og skýlaus tilmæli Sameinuðu þjóð- anna segja fyrir um og siðferðileg skylda Is- lendinga krefur, sem fyrrverandi nýlenda í sjö aldir. En getur aðstoð Islands verið raunhæf i RAUNHÆF AÐSTOÐ — NÝ UTANRÍKISSTEFNA: Hér hefur að ofan verið greint frá, hvernig aðstoð sú, sem nú hefur verið samþykkt, er lítið meir en flótti stjórnvalda og skálkaskjól vegna pressu ungs fólks á þingliðið. Því er ekki að vænta neinnar raunhæfrar aðstoðar af núverandi meirihluta þings. Gagnger breyting verður að verða á allri utanríkis- stefnu Islendinga til að aðstoð okkar verði raunhæf. Bezti stuðningur Islendinga við þróunar- löndin væri í því fólginn, að Island segði sig úr Atlantshafsbandalaginu og hætti þar með stuðningi sínum við Portúgal, sem enn held- um milljónum manna í helgreipum nýlendu- kúgunar. Hætti stuðningi við Bandaríkin, sem reyna að undiroka frelsisbaráttu þjóða Indó-Kína og líta um allan heim á sig sem löggæzlusveit gegn nauðsynlegumþjóðfélags- breytingum, er brjóta í bága við bandaríska hagsmuni. A alþjóðavettvangi á Island ekki að skipa sér í raðir nýlendudrottna og arð- ræningja, heldur veita hinum snauðu þjóðum styrk í baráttu þeirra fyrir þjóðfélagsréct- læti og gegn efnahagsyfirdrottnun ríkra þjóða. Island þarf að taka aukinn þátt í starfi þeirra alþjóðastofnana er vinna að raunhæf- um verkefnum í þróunarlöndunum og gerast þar veitendur, en ekki þiggjendur fjár, sem fyrst og fremst er ætlað þróunarlöndunum. Það væri skýlaus stuðningsyfirlýsing með málstað þeirra er berjast gegn hinni alþjóð- legu fjármálakúgun Bandaríkjanna um heim allan, að svipta þá nú þegar hernaðaraðstöðu þeirra hér á landi, sem er einn liðurinn í hern- aðarlegri og efnahagslegri yfirdrottnun bandaríska auðvaldsins, er harðast bitnar á hinum snauðu þjóðum. Sjálfstæð íslenzk ut- anríkisstefna er byggði á þessum aðgerðum, samræmist ein sögulegum skyldum Islend- inga og raunverulegum vilja alþýðu manna að veita hinum snauðu lið. Bein efnahagsaðstoð við þróunarlöndin af Islands hálfu verður að vera bundin við verkefnaval í þróunarríkjum, þar sem ekki drottnar fámenn yfirstétt arðræningja eða leppstjórn erlends fjármagns. Þvert á móti verður aðstoð okkar að renna til ríkja þar sem framfarasinnaðar stjórnir fara með völd og tryggt er að aðstoðin komi þeim að gagni, er hennar þurfa með, en ekki í hít auð- stjórna spilltra yfirstétta. Aðstoð verður einn- ig að veita til þeirra landsvæða, sem þjóð- frelsishreyfingar ráða innan nýlendna eins og t. d. í Mosambique. Allir þeir sem sinna vilja málefnum þró- unarlandanna og hvetja til aðstoðar við þau, verða að gera sér ljóst, hve þróunaraðstoð og utanríkisstefna eru samofin. Því verður að knýja á um hvoru tveggja og hefja á ný skelegga baráttu fyrir alhliða smðningi Is- lands við þriðja heiminn, þar sem meirihluti mannkyns býr við hungur, vannæringu, sjúk- dóma og menntunarskort. ! 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.