Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 52

Réttur - 01.10.1982, Page 52
Börge Houmann áttræður Börge Houmann varð áttræður á þessu ári 1982, fæddur 26. mars 1902. Hann er einn af stórmennum Danmerkur, einn þeirra bestu sona, sem danska þjóðin hefur eignast á þessari öld. Börge Houmann var einn aðalmaðurinn í frelsisráði Danmerkur, einhver snjallasti skipuleggjandi í því fræga ráði — og náðu þýsku böðlarnir honum aldrei. Hefur „Réttur“ áður sagt frá þeirri baráttu hans (1972, bls. 110-111). Houmann hafði gengið í Kommúnista- flokkinn danska 1930 og stjórnaði bókaút- gáfu hans „Arbejderforlaget“ um nokkurt skeið og síðar starfaði hann við blað flokksins. En á stríðsárunum 1942 hóf hann útgáfuna á „Land og Folk“ sem leyniblaði flokksins, kom því upp í 125 þúsund eintök sem hálfsmánaðarblaði og eftir sigurinn yfir nasismanum varð hann ritstjóri „Land og Folk“ sem dagblaðs, er varð þá þriðja útbreiddasta dagblað Danmerkur, næst „Berlingske“ og „Poli- tiken“. Þessi mikli stjórnmálaleiðtogi var í senn Ijóðskáld og mikill áhugamaður um skáld og rit þeirra. 1922 hafði hann hitt Martin Andersen Nexö og þegar heilsa hans gerði honum erfiðara fyrir með daglegu stjórnmálastörfin, sneri hann sér að bókmenntunum og hefur unnið í þeirra þágu stórvirki, sem allir unnendur verka- lýðsbókmennta fá honum seint fullþakk- að. Og það er sérstaklega á einu sviði, sem stórkostleg verk liggja eftir hann — og eru fleiri á leiðinni. Fundur Börge og Martins 1922 varð til að tengja vináttu þeirra ævilangt. Útgáf- urnar varðandi Nexö eru ótrúlegt stór- virki, ekki síst með tilliti til heilsu hans. En elja hans er ótrúleg. Ég kynntist honum strax eftir 1930 og 1949 vorum við saman í Prag á flokksþingi Kommúnista- flokksins þar. Var hann fulltrúi danska flokksins, en ég Sósíalistaflokksins. Ég minnist líka sérstaklega annars afreks- manns á sínu sviði, sem við báðir kynntumst þá. Það var Paul Robeson, söngvarinn heimsfrægi. Tók ég það loforð af honum að koma við hjá okkur á fslandi næst er hann færi frá Bandaríkjunum til Evropu. Samskonar loforð held ég hann hafi gefið Halldóri Laxness, sem hann 244

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.