Réttur


Réttur - 01.10.1984, Síða 31

Réttur - 01.10.1984, Síða 31
„Byltingu eða dauða44 Annar hluti greinaflokks um Mið-Ameríku Tímabilið milli heimsstyrjaldanna 1 •' ,‘v : . '• ■ ■ ' „Vegna efnahagsyfirburða Bandaríkjanna mun forusta nýs kerfis alþjóðlegra tengsla á sviði verslunar og annarra þátta efnahagslífsins mikið til verða í höndum þeirra. Við skulum takast þessa forustu á hendur og þá ábyrgð, sem henni fylgir, framar öllu í hreinu og kláru eiginhags- munaskyni..“ (Cordell HuII, utanríkisráðherra í stjórn Franklins D. Roosevelts). I fyrsta hluta þessa greinaflokks var skýrt frá hvernig bandarískt auðmagn og bandarísk hernaðar- og stjórnmálaumsvif þöndust jafnt og þétt út fyrir landamæri Bandaríkjanna síðustu áratugi 19. aldar og í byrjun þessarar. Valdastétt Bandaríkjanna lét líka óspart í ljós þá skoðun sína að hún hefði í krafti efnahags- og hernaðaryfirburða sinna fullan rétt til að skipta sér af og ráðskast með tilveru annarra landa og þjóða. Petta var sett fram sem vörn gegn tilraunum evrópskra nýlenduvelda til að viðhalda og efla áhrif sín í Ameríku. Meiri hluti eyj- anna í Karabíahafi voru enn þá enskar og franskar nýlendur. Jafnvel Danmörk átti nýlendu þarna, Jómfrúreyjarnar, en þær voru reyndar seldar Bandaríkjunum 1917. Big Business Utþensla og iðnaðarhyggja, peninga- samsteypurnar risavöxnu, óheftur auð- valdsbúskapur, allt það sem Kanar kalla „Big Business“ var hafið til skýjanna í Bandaríkjunum. Við þeim blasti framtíð full nýrra fyrirheita. Bandaríkin voru á þessum tíma óskaland þeirra kapítalista sem gátu brotið á bak aftur keppinauta sína og komist inn á hagstæða markaði. Hvað var þá eðlilegra en að líta nágranna- löndin, sem svo illa voru nýtt, hýru auga til fjárfestinga og arðráns? Bandaríska borgarastéttin áleit lífsvið- horf sín hin einu réttu og eðlilegu og þess vegna fannst henni menning og samfé- lagsgerð þessara landa (ef hún á annað borð velti því máli eitthvað fyrir sér) frumstæð og ekkert sjálfsagðara en að veita þeim blessun bandarískrar menningar. Allt var þetta réttlætt með þeirri „sér- stöku ábyrgð“ sem Bandaríkin voru reiðu- búin að taka á sínar herðar vegna fram- tíðar Anreríku. Þá var lögð mikil áhersla 207

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.