Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 59

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 59
bætur. Hún eingaðist barn með syni stór- bónda. Hún var þá vinnukona á bænum. Þetta þótti vitanlega mikil hneisa. Barn- inu var komið fyrir á bæ í annari sveit og Bjagga látin fara í burtu. Um tilfinningar hennar var ekki spurt. Þannig var nú lífið í þá daga. — Þannig var réttur hins snauða og umkomulausa.“ Gæti nú ekki verið að þetta hafi valdið henni Bjöggu gömlu æfilöngum sviða. Allar bollaleggingar um það verða aðeins getgátur. — En sem betur fer, er þetta veröld, sem var. Bréf Sigríðar Bogadóttur Bolungarvík, ágúst 1981 Kæri Ágúst minn, Unt leið og ég þakka ykkur hjónunum alla tryggðina og gæðin við mig í gegnum árin, ætla ég nú loks að láta verða af því, að segja þér fyrripart ævinnar hennar Bjöggu, Aðalbjargar Þórðardóttur, eins og hún hét fullu nafni. Móðir hennar hét Guðbjörg, og meira veit ég nú ekki um hennar ætt. Ég hef lík- lega verið á 11. ári, þegar ég heyrði fyrst minnst á þessa stúlku, en hún var sókn- arbarn séra Sigurðar í Vigur, þar sem ég ólst upp. En tilefnið var það, að hún hafði eignast barn með manni, er Gísli hét, og var kallaður „stóri Gísli“. Þetta var telpa, sem var látin heita í höfuðið á ömmu sinni, Guðbjörgu, en þetta vor átti telpan að fermast, og móðir mín var fengin til að sauma á hana fermingarkjólinn, sem hún þurfti svo aldrei að nota, því nokkrum dögum áður en hún átti að fermast veikt- ist hún, líklega af barnaveiki, sem þá herjaði bæði á börn og fullorðna, og sem dró hana til dauða. Bjagga var um eða yfir tvítugt þegar hún eignaðist þessa telpu, og hefur þetta verið sár reynsla fyr- Bjagga býr sig upp á, ætlar í kirkju. ir hana svona unga, en telpan mun hafa alist upp hjá móðurafa sínum og ömmu, því Bjagga var alltaf í vistum, og gat því ekki annast telpuna. En meira varð víst ekki úr kunningsskap Gísla og hennar. Eitt var það við Bjöggu, að hún réði sig alltaf á heimili, sem álitin voru meirihátt- ar, alltaf sem eldhússtúlka, og þótti vinna verk sín af dyggð og skyldurækni. Nú líður tíminn, og ég heyrði ekki minnst á Bjöggu, þar til hún hafði ráðist eldhússtúlka að Ögri, til óðalsbænda- hjónanna Jakobs og Þuríðar Ólafsdóttur í Ögri. Þau áttu þrjú uppkomin börn: Halldór, Ragnhildi og Árna. Ekki er hún búin að vera þar lengi, þegar fólk tekur eftir því, að hún er farin að þykkna undir belti, en samt heldur Bjagga áfram að 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.