Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 31

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 31
hann) seldu barmmerki með áletruninni „Ajatolla Palme“ og aulafyndna límborða á bíla með ráðleggingum um að nota smokk til að koma í veg fyrir að menn eins og Palme slæddust inn í heiminn. Pó að EAP sé örfámenn og fyrirlitin klíka at- vinnuæsingamanna mátti víða sjá þessi merki. Palmehatrið var útbreitt í lögreglunni. Nýlega var dreginn fram í dagsljósið hóp- ur hægriöfgamanna í Stokkhólmslögregl- unni með þungamiðju í Norrmalms-um- dæminu. Palme hafði frétt af tilvist þessa hóps þegar árið 1984 og mun hafa haft verulegar áhyggjur af honum. í Norr- malms-umdæminu er líka starfandi sk. „baseball-klíka“ en í henni eru alræmdir ofstopamenn eins og Thomas Piltz sem kemur við sögu hér á eftir en hann hefur verið kærður allt að tuttugu sinnum fyrir misþyrmingar. Eitt af hjartansmálum þessara pilta eru skotæfingar. Áke Lindsten, sem nefndur var hér að fram- an í sambandi við símhringinguna til hjónanna í Bromma, var áður lögreglu- maður í þessu umdæmi. Daginn eftir morðið sagði lögreglumaður úr Norr- malms-umdæminu í símtali við kollega sem var á morgunvakt: „Pað kom að því að helvítis kvikindið hann Palme dræpist.“ Sami lögreglumaður hafði kennt hundinum sínum að gelta þegar hann heyrði einhvern segja „Palme“. Á árshátíð lögreglunnar sem haldin var dag- inn eftir morðið munu nokkrir veislugesta hafa skálað fyrir því að Palme væri allur. Um sænsku leyniþjónustuna, SÁPO, er svipaða sögu að segja. Par var Palme álitinn hættulegur öryggi ríkisins. Frá ár- inu 1978 hefur starfað innan SÁPO fasista- regla kölluð „sák-ringen“. Til að eiga að- ild að þessari reglu þurfa menn að hafa látið sér sérlega annt um öryggi ríkisins. I Hrcssir iinginódcratar (sænsk íhaldsæska) í trcyju incö níönivnd af Palme. Treyja þcssi var hluti af áróöurshcrfcrö árið 1985 incð yfirskriftinni „Palmc- buster“. Þctta útlcggst „Palmebrjótur“ og cr aö sjálfsögöu haft á máli Bandaríkjamanna. reglunni er fjöldi hatursmanna Palme. Fyrrverandi SÁPO-maður, Melker Berntler, varaði Palme við ástandinu í SÁPO fyrir mörgum árum. Hann hefur lýst því hve rótgróið hatrið á Palme var orðið innan SÁPO þegar á 8. áratugnum. T.d. segist hann.hafa heyrt öryggislög- reglumann segja með heiftúðugum al- vöruþunga „bara að einhver skyti þennan fjandans Palme“. Berntler segir einnig að þegar hann tók upp við yfirmenn í SÁPO að hann teldi hin ýmsu samtök hægriöfga- manna hættuleg og hvort ekki væri rétt að fylgjast betur með þeim þá var honum svarað að það væri hreinn óþarfi, SÁPO hefði góð samskipti við þessi samtök. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.