Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 34
6 föstudagur 13. mars tíðin ✽ með rauðar neglur Getur þú lýst þínum stíl? Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að klæðast fallegum fötum og hefur fatastíllinn minn þróast í gegnum árin. Þó svo að það sé erfitt að lýsa eigin stíl verð ég að telja að minn sé klassískur en afar fjölbreyttur. Ætli ég hafi ekki verið hrafn í fyrra lífi þar sem ég er ótrúlega glysgjörn og elska aukahluti, sem geta gert gæfumuninn fyrir annars hlut- lausan klæðnað, til dæmis töskur, síð hálsmen og falleg hárskraut. Einnig viðurkenni ég fúslega að ég er skófíkill á háu stigi þar sem ég get ekki neitað mér um skó sem heilla. Konur eiga hreinlega aldrei nóg af tvennu – skóm og skarti. Hvað dreymir þig um að eignast í vetur? Ég er rosa- lega hrifin af þeirri hönnun sem Margrét Árnadóttir hefur verið með undanfarin ár og í lang- an tíma hefur mig dreymt um að eignast bæði svarta og beige ermaslá frá M-design, en þær eru úr íslensku ullinni. Hvað keyptir þú þér síðast? Ég hef verið voðalega dug- leg undanfarið að kíkja í búðir og í flestum tilfellum gert alveg svakalega góð kaup. Það sein- asta sem bættist þó í fataskáp- inn var kjóll frá All Saints, Bronx skór frá GS skóm og svo var ég að kaupa mér geggjaðan jakka á netinu sem kemur vonandi í hús sem allra fyrst. Uppáhaldsverslun? Ég hef ferðast mikið undanfarið og finnst skemmtilegast að leita uppi verslanir sem selja „un- ique“ föt sem ekki önnur hver stelpa klæðist. Það er voða- lega erfitt fyrir mig að velja eina verslun sem er í uppáhaldi hér á landi en þær sem eru ofarlega í huga eru All Saints, Miss Sixty, Zara, Topshop og auðvitað 66° Norður ef það á að kaupa góð útiföt. Uppáhaldsfatamerki? Ég á ekkert eitt uppáhaldsfatamerki, en ætli uppáhaldsfatamerk- in séu ekki þau sem ég finn í verslununum sem ég nefndi hér að ofan. Samt sem áður er allt- af gaman að slefa yfir nýjustu hátískublöðunum og í kjölfar- ið reyna að taka skynsamlega ákvörðun um það hvort flíkurnar þar séu peninganna virði. Í hvað myndir þú aldrei fara? Ég myndi aldrei láta sjá mig í hvítum leggings. Hvaða snið klæðir þig best? Þegar fólk hefur fjölbreytt- an fatastíl er erfitt að finna eitt snið sem hentar best. Mér finnst skemmtilegast að blanda mis- munandi hlutum saman og vera dugleg að prófa eitthvað nýtt. Það sem skiptir mig mestu máli er að mér líði vel og sé sátt við útkomuna hverju sinni. TÖFRAR OG DIRFSKA Lalli töframaður, John sjón- hverfingamaður, Pétur Pókus og Sirkustrúðurinn Wally sýna það sem í þeim býr í metnaðarfullri sýningu, en þeir hafa ólíka reynslu á sviði töfra og sikuslista. Ekki missa af frá- bærri fjölskylduskemmtun í Iðnó um helgina fyrir fullorðna og börn, sex ára og eldri. MARLEY AND ME Jennifer Aniston og Owen Wil- son fara með aðalhlutverk í gamanmynd sem fjallar um par sem fær sér lítinn hvolp, Marley, sem verður yfirgengilegur þegar hann stækkar. Ekki missa af stórskemmtilegri mynd sem var á toppnum í Bandaríkjunum tvær vikur í röð og er byggð á samnefndri metsölubók. „90‘s áhrif eru mjög sterk, en það glittir líka í 60’s áhrif,“ segir Guðbjörg Huldís Krist- insdóttir förðunarmeistari, spurð um tísku- straumana á komandi mánuðum. „Andlit sjö- unda áratugarins verður áberandi í vor með svörtum, þungum skugga í kringum augun, fölum vörum og löngum, þykkum augnhár- um,“ bætir hún við. Til að ná þessum tísku- áhrifum farðaði Guðbjörg Huldís Evu Katr- ínu Baldursdóttur með vörum frá MAC. „Ég notaði Mineralize Skinfinish púður sem nægir að setja létt yfir t-svæði andlitsins og gefur flauelskennda og náttúrulega áferð. Svo notaði ég kremaugnskugga frá MAC sem heitir Gilded Ash og setti svo pa- intpot sem heitir Blackground yfir allt augnlokið. Til þess að fá „djúsí“ og fal- lega áferð yfir augnlok- ið er settur Brilli- ance augngloss,“ útskýrir Guðbjörg Huldís. „Til að ýkja og þykkja augnhár- in notaði ég svartan Fibre Rich maskara og á varirnar notaði ég Hue varalit sem gefur girnilega áferð með léttum gljáa. Þetta er tiltölulega einfalt að gera og er „look“ sem hæfir flestum svo allir ættu að geta fylgt þessum áhrifum á auðveld- an hátt.“ - ag Andlit sjöunda ára- tugarins áberandi Dökk augu „Andlit sjö- unda áratugarins verður áberandi í vor með svört- um, þungum skugga í kringum augun, fölum vörum og löngum, þykk- um augnhárum,“ segir Guðbjörg Huldís. Helena Eufemía lögfræðingur: Er glysgjörn og elskar aukahluti 1 Bronslitaðir skór úr Nine West, einnig keyptir í Boston. 2 Grár kjóll með hvítum blómum úr Topshop í London. 3 Blár kjóll með svörtu glimmeri úr Ware 4 Skyrta úr Zöru, legg- ings frá American Apparel í Boston, Celia Marco design stíg- vél, armband úr Mango og hálsmen frá ömmu. 5 Eyrnaband úr selskinni sem ég fékk í gjöf frá frænda mínum þegar hann kom frá Grænlandi. 6 Pils sem ég keypti í Norr í Stokkhólmi. 7 Jakki með pallíettum úr H&M í Stokkhólmi, hlýrabolur úr Gina Tricot í Kaupmannahöfn, gallabuxur úr Miss Sixty, skór úr Zöru og hringur eftir Hendrikku Waage. 8 Nine West taska, keypt í Boston. 2 1 3 5 4 7 6 8 SALATBARINN ER 13 ára 13. í dag föstudaginn Faxafen 9 • Sími 588 0222 Erum einnig með almenna veisluþjónustu www.salatbarinn.is Ef 13 koma saman fær sá 13. frítt. 13 ára greiða 13 krónur. Landsfrægir listamenn skemmta í hádeginu og í kvöld. Þorir þú út föstudaginn 13.? 13% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.