Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 44
28 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR Þennan dag árið 1983 var Kvennalistinn (sam- tök um kvennalista) stofnuð. Forverar listans voru kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri sem fengu fulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosning- um árið 1982. Kvennalistinn bauð fram til Alþingis í þrem- ur kjördæmum árið 1983 og fékk 5,5 prósent at- kvæða og þrjár konur á þing. Í kosningunum 1987 nær tvöfaldaði flokkurinn fylgi sitt og fékk 10,1 prósent atkvæða og sex konur á þing. Árið 1991 tapaði listinn einu sæti og árið 1995 kom hann einungis þremur konum á þing. Kvennalistinn sameinaðist Alþýðuflokki og Alþýðubandalaginu til að mynda Samfylkinguna árið 1998. ÞETTA GERÐIST 13. MARS ÁRIÐ 1983 Kvennalisti stofnaður Leikarinn góðkunni Örn Árnason, sem leikur ræningjann Kasper í nýjustu uppfærslu Þjóðleikhússins á Karde- mommubænum, hefur náð þeim áfanga að leika alla ræningjana þrjá í verkinu. Hann byrjaði á að leika Jónatan í upp- færslunni árið 1984, lék svo Jesper árið 1995 og nú Kasper. Hann hefur í heildina leikið í tæp- leg tvö hundruð Kardemommubæjar- sýningum og má leiða að því líkur að þær verði nær þrjúhundruð þegar yfir lýkur. „Ég held að fyrsta uppfærslan hafir rúllað um 85 sinnum, númer tvö um níutíu sinnum og núverandi sýn- ing gengur glimrandi vel svo það er aldrei að vita hvernig þetta endar,“ segir hann kátur í bragði. En hvern- ig er að leika í sömu sýningunni svona oft? „Þetta er nú alls ekki það leiðinleg- asta sem ég geri. Auðvitað getur stöðug endurtekning verið þreytandi til lengd- ar en út á þetta gengur leikarastarfið að miklu leyti og eins og einhver sagði þá hefði maður betur valið sér annað starf ef endurtekningin væri manni ekki að skapi,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta er bara eins og að fara á sjóinn. Ég legg í hann um hádegisbil á laugardag og kem heim um kvöldmat- arleytið á sunnudag. Það fiskast vel og ég kem heim með fjórar fullar lestar,“ segir Örn en sýndar eru fjórar sýning- ar allar helgar. En hvaða ræningi er nú skemmtileg- astur? „Þeir eru allir mjög skemmti- legir en ég neita því ekki að ég hef voða gaman af Kasper. Hann er elst- ur og með mestu karaktereinkennin. Hann ræður svolítið för og hinir fylgja á eftir.“ Örn segist ekki hafa kunnað rulluna utanbókar þrátt fyrir að hafa leikið á móti Kasper jafn oft og raun ber vitni. „Ég er nú engin minnisbók en það sat samt ótrúlega mikið eftir og ég gat miðlað af reynslu minni.“ Örn segir talsverðan mun á sýningunum og að núverandi sýning sé tvímælalaust sú litríkasta. „Menn tala um Disney- og Hollywoodbrag og sumum finnst það eitthvað neikvætt. Ég er bara ekki sammála því. Þetta er sá veruleiki sem börn nútímans þekkja og hvað er svona neikvætt við hann?“ Örn er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að barnaleikritum og komast fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Hann hóf ferilinn sem einn ræningjanna í Línu Langsokk og hefur bæði leikið Lilla og Bangsapabba í Dýrunum í Hálsaskógi svo dæmi séu tekin. Lilla segist hann hafa fengið í arf fá föður sínum, Árna Tryggvasyni. Hann segir þá Bessa Bjarnason og Árna eiga metið í fjölda barnaleikrita nokkuð skuldlaust en neitar því ekki að hann komi nokkuð fast á hæla þeirra. Örn hefur að vonum gaman af því að leika fyrir börn. „Börn eru skemmtilegt fólk og það er alltaf gaman að heyra til þeirra úti í sal.“ vera@frettabladi.is ÖRN ÁRNASON: HEFUR LEIKIÐ ALLA RÆNINGJANA ÞRJÁ Í KARDIMOMMUBÆNUM Kasper er mesti karakterinn af ræningjunum þremur Örn Árnason, sem Jónatan, Randver Þorláks- son og Pálmi Gestsson árið 1984. Hjálmar Hjálmarsson, Örn Árnason, sem Jesper, og Pálmi Gestsson árið 1995. ÖRN HEFUR GAMAN AF KASPER Örn Árnason, í hlutverki Kaspers, ásamt þeim Kjartani Guð- jónssyni og Rúnari Frey Gíslasyni. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ástkær móðir mín, amma, langamma og langalangamma, Áslaug Björg Árnadóttir lést miðvikudaginn 11. mars á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Sigtryggsdóttir. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sjöfn Karólína Smith Grandavegi 47, Reykjavík, sem varð bráðkvödd hinn 9. mars, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 18. mars klukkan 13.00. Sigurjón Eðvarð Sigurgeirsson Magnús Ingimundarson Brynja Ásta Haraldsdóttir Sverrir Ingimundarson Steinþóra Ágústsdóttir Laufey Anna Ingimundardóttir Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Þóra Sigurjónsdóttir Árný Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, Ólafs Guðmundssonar Kaplaskjólsvegi 37. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala, eink- um deildar K2, fyrir góða umönnun. Valgerður Ólafsdóttir Ásgeir Þormóðsson Guðmundur Ólafsson Fjóla Guðmundsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Sigurjón Finnsson Huldugili 9, Akureyri, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 14. mars kl. 13.00. Lilja Sigríður Guðmundsdóttir Baldur Snævarr Tómasson Steinunn Oddný Guðmundsdóttir Björgvin Sveinn Jónsson Guðmundur Finnur Guðmundsson Rósa Jennadóttir Kristín Björk Guðmundsdóttir Guðmundur Jóhannesson Jón Birgir Guðmundsson Þórunn Guðlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, Svava Björnsdóttir sem lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 4. mars, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 13. mars kl. 11.00. Rósa Hilmarsdóttir Árný Birna Hilmarsdóttir Páll Hjálmur Hilmarsson og fjölskyldur. Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, Herdísar Pálsdóttur frá Fornhaga. Sérstakar þakkir til starfsfólks Beykihlíðar, Hlíð, Akureyri. Brynhildur Ingólfsdóttir Arnheiður Ingólfsdóttir Gísli Sigurkarlsson Gunnfríður Ingólfsdóttir Páll Hrólfsson Guðmundur Ingólfsson Brynja Óskarsdóttir Sesselja Ingólfsdóttir Valur Daníelsson ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar bróður okkar, mágs og frænda, Arnórs Karlssonar fyrrum bónda á Bóli, síðar Arnarholti í Biskupstungum, Bjarkarbraut 10 í Bláskógabyggð. Einnig þökkum við þeim sem önnuðust Arnór síðustu vikur hans á Landspítalanum í Fossvogi. Systkini hins látna og aðrir venslamenn. timamot@frettabladid.is HANS-GEORG GADAMER LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2002 „Sagan tilheyrir ekki okkur. Við til- heyrum sögunni.“ Hans-Georg Gadam- er var þýskur heim- spekingur, sem er þekktastur fyrir rit sitt Sannleikur og aðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.