Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 26
4 föstudagur 27. mars Marín Manda Magnúsdóttir, fatahönnuður og verslunareigandi, býr í Kaupmannahöfn ásamt dönskum kærasta og tveimur börnum. Marín Manda stóð á tímamót- um þegar eldra barnið fæddist, tók pásu á hönnuninni og ákvað að opna barnafataverslun. Viðtal: Indíana Ása Hreinsdóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason Æ tlunin var aldrei a ð b ú a h é r svona leng i . Ég hafði hugs- að mér að klára námið og fara svo í framhalds- nám eitthvert annað,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir, fatahönnuður og verslunareigandi. Marín Manda býr í Kaupmannahöfn ásamt fjöl- skyldu sinni en hún flutti frá Ís- landi árið 2001. „Ég komst inn í fatahönnunarskóla og var tilbúin að kveðja vini og vandamenn og byrja nýjan kafla í mínu lífi. Ég fór ein og var svolítið alein í heimin- um fyrstu mánuðina. Fyrsta árið var mjög erfitt og öðruvísi en allt sem ég var vön en ég var ákveð- in í að upplifa ævintýri og fljótlega kynntist ég skemmtilegu fólki.“ HEILLAÐIST STRAX AF KÆRASTANUM Marín Manda og kærastinn hennar, Danny T. Nielsen, eiga saman tvö börn: Alba Mist er þriggja og hálfs árs og Bastian Blær níu mánaða. Danny er yfirmaður hjá fyrirtæk- inu Comeat og sér um að reka veitingastaðinn Messen sem er í nágrenni við stærstu kvikmynda- fyrirtæki Danmerkur svo á meðal viðskiptavina eru stjörnur á borð við kvikmyndaleikstjórann Lars Von Trier. Danny hafði verið innan skemmtanabransans í fimmtán ár en seldi staðinn sinn Konrad í fyrra. „Honum fannst tími til kom- inn að taka pásu og prófa krafta sína annars staðar. Hann tekur líka föðurhlutverkið mjög alvarlega og fannst ómögulegt að vera í burtu allar helgar,“ segir Marín Manda. Þau Danny kynntust á Konrad og Marín Manda segist hafa heillast við fyrstu sýn. „Við vorum hins vegar bæði tiltölulega nýkomin úr löngum samböndum og vorum því ekkert að drífa okkur í að verða kærustupar. Þess vegna eigum við engan svokallaðan afmælisdag eins og svo mörg pör. Við gáfum okkur bara góðan tíma í að kynnast og hafa gaman,“ segir hún og bætir við að Danny hafi verið kletturinn hennar í gegnum tíðina. „Við erum rosalega ólík en höfum sömu lífs- gildi. Við eigum mörg góð samtöl þar sem við erum ósammála en það er í góðu lagi því þá höfum við allt- af eitthvað að tala um. Mér myndi leiðast ansi fljótt með manni sem væri alltaf sammála mér og Danny hefur kennt mér að sjá það besta í fari annarra og hjá sjálfri mér.“ ÆÐRI MÁTTUR GREIP Í TAUMANA Marín reyndi um tíma fyrir sér sem fatahönnuður en tók pásu á hönn- uninni þegar hún varð mamma. „Þarna stóð ég á tímamótum og fannst ég þurfa að taka mig saman í andlitinu og fullorðnast. Ekki var ég að lifa á þessu og ég varð að finna mig í öðru hlutverki þar sem ég gæti borgað reikninga.“ Hún segir komu Ölbu Mistar í heim- inn hafa fyllt upp í líf hennar og allt í einu snerist allt um dóttur- ina og börn yfirhöfuð. „Ég var eitt kvöldið að vafra um Netið og skoða barnaföt og eftir það gengu hlut- irnir hratt. Í sjálfu sér vissi ég lítið um fyrirtækjarekstur en ég var til- búin að taka áhættu,“ segir Marín Manda sem ákvað þetta kvöld að opna sína eigin barnafataversl- un. „Upphaflega hugmyndin var að opna netverslun og hanna sjálf einstaka hluti. Það hefur hins vegar ekki orðið að veruleika enn þá þar sem boltinn rúllaði strax af stað og innan hálfs árs var ég búin að opna verslun og stuttu seinna netverslun líka.“ Í dag rekur Marín Manda net- verslunina www.baby-kompagni- et.dk þar sem búðin sjálf varð fyrir vatnstjóni svo endurnýja varð hús- næðið. „Í kjölfarið lentum við í stríði við leigusalann sem okkur fannst ekki vera að standa sig og tókum fyrir vikið þá ákvörðun að segja húsnæðinu upp og reka eingöngu netverslun um sinn,“ segir hún og bætir við að það hafi verið erf- itt að flytja úr litlu huggulegu búð- inni. „Það er samt engu líkara en hér hafi æðri máttur gripið í taum- ana því við lentum í svo mörgum óhöppum á sama tíma. Rétt eins og einhver væri að benda mér á að opna augun. Nú rek ég fyrirtækið á annan hátt og er með skrifstofu og „showroom“ þar sem viðskipta- vinir geta óskað eftir að koma í heimsókn og skoðað í hillurnar sem er sniðugt fyrir t.d. mömmu- klúbba. Svo þegar við erum með út- sölu býð ég viðskiptavinum í heim- ókn svo ég er enn þá að hitta fólk persónulega þótt verslunin sé ekki opin lengur. Fyrir vikið hef ég meiri tíma fyrir fjölskylduna svo kannski hefur þetta verið lán í óláni. Það á eftir að koma í ljós.“ GLÖÐ MAMMA BETRI MAMMA Marín Manda segir mun færri Ís- lendinga á ferli í Danmörku í dag en áður en efnahagskreppa skall á. „Já, miklu færri. Á síðasta ári voru bestu kúnnarnir mínir Íslending- ar en það hefur breyst, skiljanlega. Þó eru margir Íslendingar að skella sér til Kaupmannahafnar í svokall- aða upplifunarferð og þá minna sem verslunarferð. Nú eru engir Lifir lífinu til full ✽ b ak v ið tj öl di n Stjörnumerki: Vatnsberi með meiru. Besti tími dagsins: Er þegar allt gengur að óskum. Geisladiskurinn í spilar- anum: AMPOP Uppáhaldsverslunin: Forvandlingskuglen og OZ. Uppáhaldsmaturinn: Austurlenskur, sushi eða taímatur. Líkamsræktin: hmm … að labba um bæinn með börnin á herðunum eða hjóla. Mesta dekrið: Að fara í Zoneterapy og einnig nudd hjá Nímat. Mesta freistingin: Að skjótast til Barcelona í smá frí. Ég lít mest upp til … Forfeðra minna. Svo finnst mér líf Baracks Obama algjörlega hægt að taka til fyrirmyndar. Áhrifavaldurinn? Tvímælalaust foreldrar mínir, hvort á sinn eigin máta. Draumafríið? Þegar við Danny fórum til Máritíus. Einnig er yndislegt á Toskana á Ítalíu. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara? Óþarfa. Fullkomin öryggiskerfi með miklum möguleikum og þráðlausum skynjurum. Henta vel fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki og fást í mörgum útfærslum. Uppsetning í boði ef óskað er. TILVERAN getur verið streitulaus... ÖRYGGI ÁN MÁNAÐARGJALDA www.sm.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT MEÐAL MÖGULEIKA: REYKSKYNJARI VATNSSKYNJARI HITASKYNJARI GASSKYNJARI ÖRYGGISHNAPPUR MEÐ ÍSLENSKU TALI OG TEXTA ÁTTU SUMARBÚSTAÐ? BJÓÐUM UPP Á VÖNDUÐ GSM ÖRYGGISKERFI SEM HENTA VEL ÞAR SEM EKKI ER SÍMALÍNA, T.D. Í SUMARBÚSTÖÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.