Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 21 Í Bretlandi og Bandaríkjunumhefur sprottið upp heit umræða um stöðu klassískrar tónlistar í al- menningsútvarpi. Ríkisútvarpið vestra, National Public Radio, (NPR), og BBC – rás 3 hafa legið undir ámæli um að hafa dregið stórlega úr flutn- ingi sígildrar tón- listar og djass á kostnað talmáls. Í Bandaríkj- unum er Rík- isútvarpið, Nat- ional Public Radio, (NPR) kostað að hluta með opinberu fé, gegnum Listasjóðinn, National Endowments for the Arts. Dagblaðið Washington Post sagði frá því í vikunni að nú væri svo komið að Listasjóðurinn hefði tals- verðar áhyggjur af framgangi tón- listarinnar í ameríska ríkisútvarp- inu, en sjóðurinn birti nýverið skýrslu um ástandið. Þar kemur fram að þær útvarpsstöðvar sem sendi út frá NPR hafi í auknum mæli hneigst til þess að auka talmál á kostnað tónlistarinnar í viðleitni til að laða að fleiri hlustendur. „En vegna þess að ríkisútvarpið nýtur skattpeninga almennings gegnum Listasjóðinn,“ hefur Washington Post eftir skýrsluhöfundum, „hefur almenningsútvarp aðrar skyldur en þær að hámarka hlustendafjölda. [...] Almenningsútvarp hefur menn- ingarlegar skyldur gagnvart þjóð- inni og þjónusta þarf ekki endilega að vera ábatasöm.“ Washington Post segir að NPR verji dagskrárákvarðanir sínar með yfirlýsingum um að til standi að auka framboð á tónlist gegnum vef útvarpsins og eftir öðrum stafræn- um leiðum. Ken Stern út- varpsstjóri segir í viðtali við blaðið að NPR stand- ist skyldur sínar gagn- vart almenningi með þessu móti, og að hlust- endur sem geti nýtt sér netið, muni finna þar allt það nýjasta í djassi, klassík, bluegrass-tónlist og öðrum greinum tónlistar sem ekki teljast til dægurtónlistar. „Vettvangur nú- tímans er flókið umhverfi netmiðla, og við verðum að fiska þar sem veiðist.“ Samkvæmt Washington Post hef- ur útvarpsstöðvum með klassískri tónlist fækkað úr 40 árið 1998 í 28 á síðasta ári, og segja fulltrúar Lista- sjóðsins, að NPR, sem þiggi and- virði ríflega fimm milljarða króna á ári úr sjóðnum beri að vinna gegn þeirri þróun, með því að laða fólk markvisst að öðrum tegundum tón- listar en dægurtónlist. Svo virðist sem skoðanir séu skiptar um gildi útvarpsútsendinga um netið. því meðan NPR telur að miðlun klassíkur og annarrar tón- listar þar, laði nýja kynslóð að henni, segja forsvarsmenn Lista- sjóðsins að slíkar útsendingar verði aldrei annað en viðbót við hefð- bundið útvarp; viðbót sem ekki sé augljóst í dag að geti haft sömu áhrif á hlustendur og náð jafnvíða og hefðbundnar útvarpsútsend- ingar. Washington Post segir að í skýrslu Listasjóðsins komi fram að hlustendum klassískrar tónlistar hafi ekki farið fækkandi, þrátt fyrir barlóm NPR og erfiða fjárhags- stöðu einkarekinna klassískra út- varpsstöðva, þeim hafi þvert á móti fjölgað um 7% milli ára. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi, þar sem þriðja rás BBC er harðlega gagnrýnd fyrir að ætla nú að draga úr útsendingum á klassískri tónlist, en tónleikaútsend- ingar hafa verið aðalsmerki þess- arar menningarrásar breska út- varpsins. Þar segja ráðamenn þó að ekki sé ætlunin að draga úr hlut klassískrar tónlistar, heldur að eyða meira fé í stúdíóupptökur á vegum rásarinnar. TÓNLIST Ken Stern Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Áttunda plata bresku hljómsveitarinnarThe Cure, Disintegration, kom út í maíárið 1989. Heimurinn stóð á miklumtímamótum, stjórnmálalega sem og menningarlega. Nýrómantíkin var að líða undir lok og nýir tímar að ganga í garð. Í popptónlist- inni var eins og margir vissu ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga, níundi áratugurinn hafði mjög ákveðinn stíl en nú vissu menn ekki alveg hvert skyldi stefna. Því varð úr að margir gerðu sínar verstu plötur á þessum árum, til dæmis David Bo- wie, Rolling Stones og Duran Duran. Aðrar sveit- ir voru hins vegar mjög fljótar að jafna sig á ní- unda áratugnum, til dæmis U2 og The Cure sem gerðu sín bestu verk í kringum 1990; U2 gerði Achtung Baby árið 1991 og The Cure gerði Dis- integration eins og áður segir árið 1989. Fyrstu tónar plötunnar eru dramatískir í meira lagi og gefa þeir góða mynd af því sem koma skal því dramatíkin svífur yfir vötnum frá upphafi til enda. Það mætti jafnvel segja að Disintegration sé epísk plata, hún er óvenju löng eða rúmlega 71 mínúta og lögin eru hvert öðru lengra, flest yfir fimm mínútur og það lengsta yfir níu mínútur. Dramatíkin leynist þó ekki eingöngu í tónum og lengd laga því textarnir geta á köflum kallað fram gæsahúð. „I think it’s dark and it looks like rain,“ you said „and the wind is blowing like it’s the end of the world,“ you said „and it’s so cold it’s like the cold if you were dead,“ and then you smiled for a second (Úr Plainsong) Á fyrstu árum The Cure, í lok áttunda áratug- arins og í upphafi þess níunda, var sveitin þekkt fyrir dimma og þunga tóna, og oftar en ekki þung- lyndislega texta söngvarans Robert Smith. Ný- rómantíkin hafði hins vegar sín áhrif á þá félaga á níunda áratugnum og gerðu þeir tvær nokkuð glaðværar plötur, The Head on the Door árið 1985 og Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me árið 1987. Þeir virð- ast hins vegar hafa fengið nóg af gleðipoppinu því Disintegration er allt annað en glaðvær plata. I’ve been looking so long at these pictures of you that i almost believe that they’re real i’ve been living so long with my pictures of you that i almost believe that the pictures are all i can feel (Úr Pictures of You) Tvö lög plötunnar náðu töluverðum vinsældum, Love Song og Lullaby, sem trúlega er þekktasta lag sveitarinnar í dag. Hvort tveggja eru þetta frábær lög, en þó ekki bestu lög plötunnar sem verða að teljast Pictures of You og titillagið Dis- integration. Á lista tímaritsins Rolling Stone yfir bestu plöt- ur allra tíma er platan í 326. sæti sem verður að teljast nokkuð góður árangur, þótt plötur sveita á borð við Green Day og No Doubt séu reyndar ofar á listanum. Tónlistin á Disintegration er falleg og áreynslu- laus, þarna var ekki verið að búa til tónlist ein- göngu til þess að búa til tónlist, eins og svo marg- ar sveitir gera því miður í dag. Hér voru á ferðinni tónlistarmenn og textahöfundar með mikla hæfi- leika sem skiluðu af sér einni bestu, ef ekki bestu plötu The Cure. Þess má geta að Disintegration er hluti af þrí- leik Roberts Smith, en hann inniheldur einnig plöturnar Bloodflowers og Pornography. Árið 2002 spilaði sveitin allar plöturnar þrjár í heild sinni á frægum tónleikum í Berlín sem voru síðar gefnir út á DVD. Í tilefni af tónleikum Sykurmolanna í Laug- ardalshöllinni í gærkvöldi vil ég að lokum setja fram þá kenningu að Björk og félagar hafi hlustað töluvert á The Cure á sínum tíma, og þá jafnvel sérstaklega á Disintegration, því margt er líkt með tónlist Sykurmolanna og tónlistinni á Dis- integration. Það er þó spurning hvort það hafi í raun verið The Cure sem hafði áhrif á Sykurmolana, eða hvort því hafi jafnvel verið öfugt farið. Epísk eyðing POPPKLASSÍK Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is R ætt er um Bert Jansch á sama hátt og menn eins og Richard Thompson og Martin Carthy enda Jansch óhikað einn af ris- unum hvað gítarleikurum í breskri þjóðlagatónlist við- kemur. Nýtur hann ekki einasta óskoraðrar virðingar jafnaldra og samherja heldur og fólks af yngri kynslóð, sem er farið að keppast um að vinna með honum. Þannig eru gestir á The Black Swan þau Beth Orton og Devandra Ban- hart m.a. Jansch var upprunalega undir áhrifum frá hinum fjölhæfa Davey Graham, sem hafði mikil áhrif á gítarleikara í Bretlandi við upphaf sjö- unda áratugarins. Graham sjálfur var hins vegar mikill sveimhugi og hann náði ekki að umbreyta hæfileikunum í neitt sem hægt væri að kalla frægð og frama. Jansch sjálfur, sem bjó og býr yfir hreint ótrúlegri tækni, átti hins vegar eftir að hafa áhrif á menn eins Neil Young og Jimmy Page og gekk Young svo langt í viðtali við tíma- ritið Guitar Player, að segja að Jansch hefði gert það sama fyrir kassagítarinn og Jimi Hendrix gerði fyrir rafmagnsgítarinn. Plata hans og gítarleikarans John Renbourn, Jack Orion (1966), er þannig talin með helstu þrekvirkjum breskrar þjóðlagatónlistar en frægð Jansch varð kannski mest er hann og Renbourn voru saman í þjóðlagasveitinni Pent- angle, en þar um borð var einnig bassavirtúós- inn Danny Thompson. Pentangle stóð þó ávallt í skugganum af Fairport Convention sem hafði á að skipa áðurnefndum Richard Thompson og söngdívunni Sandy Denny. Engin froða Jansch er skoskur en flutti til Lundúna upp úr sjöunda áratugnum og hafnaði fljótlega í faðmi hinnar alltumlykjandi þjóðlagasenu. Fyrsta plata Jansch kom út árið 1965 og þótti merkileg fyrir þær sakir að nánast allt efnið var frum- samið. Platan náði nokkrum vinsældum, Donov- an tók upp eitt lag hennar og þar er að finna lag- ið „Needle of Death“, myrka smíð er fjallar um heróínmisnotkun og strax var komið ágætt dæmi um nálgun Jansch við laga- og textasmíð- ar sem iðulega eru í skuggalegra lagi. Tvær plötur komu fljótt í kjölfarið, m.a. áðurnefnd Jack Orion en þar er að finna lagið „Blackwater- side“, lag sem Jimmy Page flutti síðar svo gott sem óbreytt sem „Black Mountain Side“ á fyrstu plötu Led Zeppelin en skrifaði það samt á sig. Pentangle var svo stofnuð árið 1968 og starf- aði til 1973. Eftir upplausn sveitarinnar dró Jansch sig í hlé en það stóð stutt. Jansch hefur nefnilega gefið reglulega út plöt- ur, allt fram til dagsins í dag, þótt lágt hafi farið. Lenska er að ræða um hann sem áhrifamann, gúrú og költlistamann en þeir sem það gera virðast þó ekki hafa rænu á því að kanna það efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu ára- tugi, sem er síður en svo ámátleg froða útbrunn- ins manns eins og oft vill verða. Þess í stað er hamast á þessum fyrstu plötum hans og því sem hann var að gera með Pentangle Svalur Árið 2002 lék Jansch á tónleikastaðnum Jazz Cafe ásamt Johnny Guitar Hodge og Bernard Butler (frægur fyrir veru sína í Suede) og við það fór samstarf Jansch og yngri aðdáenda að aukast. Sama ár kom platan Edge of a Dream þar sem fram koma ásamt Jansch þau Bernard Butler og Hope Sandoval m.a. (úr Mazzy Star). Í fyrrahaust þurfti Jansch svo að gangast undir hjartauppskurð og tók hann fyrri hluta þessa árs í að jafna sig. The Black Swan hefur verið að fá ótrúlega dóma í öllum helstu tónlistarbiblíunum, þar á meðal Mojo, Uncut og Q. Gestir á plötunni eru þungavigtarlistamenn eins og Devandra Ban- hart, einn þekktasti „freak-folk“ listamaður samtímans, en það afbrigði af þjóðlagatónlistinni hefur borið með sér mikinn vaxtarbrodd und- anfarin ár. Einnig kemur Beth Orton fram á plötunni, en síðasta plata hennar, hin frábæra Comfort in Strangers, hefur margar hliðstæður við tónlist Jansch. Otto Hauser og Helena Esp- vall úr Espers, sem einnig er stórt nafn í „freak- folk“ geiranum, spila einnig á plötunni sem gefin er út af hinu virta neðanjarðarmerki Drag City. Maður á sjötugsaldri gerist varla svalari hvað útgáfu og samstarfsmenn varðar og kannski að hamparar Jansch fari nú loks að hlusta á það sem hann er að gera. Úr frjóum sverði Gítarleikarinn Bert Jansch er lifandi goðsögn í heimi breskrar þjóðlagatónlistar. Hin síðustu ár hefur hann reglubundið sent frá sér plötur og sú nýjasta, The Black Swan, kom út fyrir réttum mánuði. Bert Jansch Ný plata hans The Black Swan hefur fengið góða dóma að undanförnu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.