Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 27

Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 27 MINNSTAÐUR Opið í dag kl.11-15 Reykjanesbær | Tveir þriðju íbúa Reykjanesbæjar eru hlynntir því að reist verði álver við Helguvík en 19% andvíg. Hitaveita Suðurnesja fékk IMG Gallup til að gera könnun á viðhorf- um íbúa Reykjanesbæjar til áforma Norðuráls um að reisa álver í Helgu- vík sem knúið yrði jarðvarmaorku frá Hitaveitu Suðurnesja. Fram kemur í niðurstöðunum að 66,5% íbúa Reykjanesbæjar eru ým- ist mjög hlynnt eða frekar hlynnt ál- veri í Helguvík. 14,7% kváðust hvorki hlynnt né andvíg. Frekar eða mjög andvígir voru 18,8%. Mikill meirihluti beggja kynja og fólks í öll- um aldurhópum sagðist fylgjandi ál- versframkvæmdum. Stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja líta á þessar niðurstöður sem mik- ilvægan stuðning í þeirri undirbún- ingsvinnu sem fyrirtækið vinnur nú að í samvinnu við Reykjanesbæ og Norðurál um álver við Helguvík. „Íbúar í Reykjanesbæ gera sér greinilega ljóst hve gríðarlegur styrkur tilkoma álversins yrði fyrir byggðarlögin hér og að sama skapi mundi stór hluti þeirrar umhverfis- vænu orku sem hér verður til nýtast svæðinu beint,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS, í fréttatilkynningu fyr- irtækisins um niðurstöður könnun- arinnar. Könnunin var gerð 13. til 23. jan- úar sl. 746 íbúar voru í úrtakinu og svöruðu 71,3% þeirra. Tveir þriðju íbúa hlynnt- ir álveri í Helguvík Reykjanesbær | „Þegar við fréttum af bókinni fannst okkur þetta kær- komið tækifæri til að vekja athygli á þessu vandamáli,“ segir Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar af- henti í gær eintök af Fyrstu bókinni um Sævar til grunnskóla og leik- skóla bæjarins, bókasafns Reykja- nesbæjar og Bjartsýnishópsins, sem er félag aðstandenda ADHD-barna. Hjördís segir að stór hópur teng- ist börnum sem hafi verið greind of- virk og misþroska (ADHD), svo sem foreldrar, systkini, vinir, kennarar og skólasystkini. Hún segir að þessi vandamál komi oft inn á borð hjá starfsmönnum félagsþjónustunnar enda eigi börnin oft í tilvistarkreppu alla sína skólagöngu og lengur. Hún segir að útkoma Fyrstu bók- arinnar um Sævar hafi verið gott tækifæri til að vekja athygli fólks á því að þetta væri líffræðilegt vanda- mál, ekki óþekkt, og einnig til að slá á fordóma í þeirra garð með því að koma bókinni sem víðast á framfæri. Afhenda bók til að slá á fordóma Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gluggað í bókina Áhugasamir starfsmenn leikskóla skoða bókina, fv. Ár- dís Hrönn Jónsdóttir, Gerður Pétursdóttir og G. Ágústa Björgvinsdóttir. Reykjanesbær | Alls komu 1424 börn í sundlaugar Reykjanesbæjar í janúarmánuði en þau voru 589 í jan- úar í fyrra. Fjöldi sundgesta á þess- um aldri hefur því meira en tvöfald- ast milli ára og eru þá ekki taldir með gestir vegna sundmóta, sundæf- inga og skólasunds. Þessa fjölgun má rekja til þess að börn á grunn- skólaaldri fá nú frítt í sund. Þrátt fyrir það að gjald grunn- skólabarna hafi verið fellt niður um áramót hafa tekjur almenningslaug- anna aukist á milli ára um þriðjung, eða alls liðlega 153 þúsund krónur, enda hafa fullorðnir sótt sundið meira en áður. Á vef Reykjanesbæj- ar kemur fram hjá Jóni Jóhannssyni, forstöðumanni sundmiðstöðvarinn- ar, að skýring á auknum tekjum geti hugsanlega verið sú að börnin sem fá frítt í sund séu að taka með sér eldri systkini og foreldra. Auknar tekjur þótt börnin fái frítt SUÐURNES Fimm ára Krókur | Heilsu- leikskólinn Krókur í Grindavík er fimm ára um þessar mundir. Af því tilefni verður opið hús í leikskól- anum í dag, laugardag, kl. 14 til 16. Sýning verður á verkum barnanna, leikefni, námsgögnum og ljós- myndum frá opnun skólans. Form- leg athöfn verður kl. 15 þegar ný heimasíða leikskólans verður opnuð. ♦♦♦ ♦♦♦ Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.