Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 27 MINNSTAÐUR Opið í dag kl.11-15 Reykjanesbær | Tveir þriðju íbúa Reykjanesbæjar eru hlynntir því að reist verði álver við Helguvík en 19% andvíg. Hitaveita Suðurnesja fékk IMG Gallup til að gera könnun á viðhorf- um íbúa Reykjanesbæjar til áforma Norðuráls um að reisa álver í Helgu- vík sem knúið yrði jarðvarmaorku frá Hitaveitu Suðurnesja. Fram kemur í niðurstöðunum að 66,5% íbúa Reykjanesbæjar eru ým- ist mjög hlynnt eða frekar hlynnt ál- veri í Helguvík. 14,7% kváðust hvorki hlynnt né andvíg. Frekar eða mjög andvígir voru 18,8%. Mikill meirihluti beggja kynja og fólks í öll- um aldurhópum sagðist fylgjandi ál- versframkvæmdum. Stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja líta á þessar niðurstöður sem mik- ilvægan stuðning í þeirri undirbún- ingsvinnu sem fyrirtækið vinnur nú að í samvinnu við Reykjanesbæ og Norðurál um álver við Helguvík. „Íbúar í Reykjanesbæ gera sér greinilega ljóst hve gríðarlegur styrkur tilkoma álversins yrði fyrir byggðarlögin hér og að sama skapi mundi stór hluti þeirrar umhverfis- vænu orku sem hér verður til nýtast svæðinu beint,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS, í fréttatilkynningu fyr- irtækisins um niðurstöður könnun- arinnar. Könnunin var gerð 13. til 23. jan- úar sl. 746 íbúar voru í úrtakinu og svöruðu 71,3% þeirra. Tveir þriðju íbúa hlynnt- ir álveri í Helguvík Reykjanesbær | „Þegar við fréttum af bókinni fannst okkur þetta kær- komið tækifæri til að vekja athygli á þessu vandamáli,“ segir Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar af- henti í gær eintök af Fyrstu bókinni um Sævar til grunnskóla og leik- skóla bæjarins, bókasafns Reykja- nesbæjar og Bjartsýnishópsins, sem er félag aðstandenda ADHD-barna. Hjördís segir að stór hópur teng- ist börnum sem hafi verið greind of- virk og misþroska (ADHD), svo sem foreldrar, systkini, vinir, kennarar og skólasystkini. Hún segir að þessi vandamál komi oft inn á borð hjá starfsmönnum félagsþjónustunnar enda eigi börnin oft í tilvistarkreppu alla sína skólagöngu og lengur. Hún segir að útkoma Fyrstu bók- arinnar um Sævar hafi verið gott tækifæri til að vekja athygli fólks á því að þetta væri líffræðilegt vanda- mál, ekki óþekkt, og einnig til að slá á fordóma í þeirra garð með því að koma bókinni sem víðast á framfæri. Afhenda bók til að slá á fordóma Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gluggað í bókina Áhugasamir starfsmenn leikskóla skoða bókina, fv. Ár- dís Hrönn Jónsdóttir, Gerður Pétursdóttir og G. Ágústa Björgvinsdóttir. Reykjanesbær | Alls komu 1424 börn í sundlaugar Reykjanesbæjar í janúarmánuði en þau voru 589 í jan- úar í fyrra. Fjöldi sundgesta á þess- um aldri hefur því meira en tvöfald- ast milli ára og eru þá ekki taldir með gestir vegna sundmóta, sundæf- inga og skólasunds. Þessa fjölgun má rekja til þess að börn á grunn- skólaaldri fá nú frítt í sund. Þrátt fyrir það að gjald grunn- skólabarna hafi verið fellt niður um áramót hafa tekjur almenningslaug- anna aukist á milli ára um þriðjung, eða alls liðlega 153 þúsund krónur, enda hafa fullorðnir sótt sundið meira en áður. Á vef Reykjanesbæj- ar kemur fram hjá Jóni Jóhannssyni, forstöðumanni sundmiðstöðvarinn- ar, að skýring á auknum tekjum geti hugsanlega verið sú að börnin sem fá frítt í sund séu að taka með sér eldri systkini og foreldra. Auknar tekjur þótt börnin fái frítt SUÐURNES Fimm ára Krókur | Heilsu- leikskólinn Krókur í Grindavík er fimm ára um þessar mundir. Af því tilefni verður opið hús í leikskól- anum í dag, laugardag, kl. 14 til 16. Sýning verður á verkum barnanna, leikefni, námsgögnum og ljós- myndum frá opnun skólans. Form- leg athöfn verður kl. 15 þegar ný heimasíða leikskólans verður opnuð. ♦♦♦ ♦♦♦ Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.