Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, takk, við ætlum að fá okkur danskar, ykkar fara svo skakkt með. Ókyrrð á fjármála-markaði undan-farið setur ekki strik í reikninginn í þjóð- hagsspá fjármálaráðu- neytisins til ársins 2010 sem kynnt var í gær, enda er hún tímabundin að sögn skýrsluhöfunda. Þeir segja breytingar á fjár- málamarkaði muni ganga yfir og hagkerfið leita jafnvægis á ný. Bjartsýni gætir sum sé í spánni, að því gefnu að rétt verði haldið á spilunum, t.d. hvað varðar tímasetning- ar fyrirhugaðra stóriðjufram- kvæmda. Gert er ráð fyrir að hægja muni hratt á vexti þjóðar- útgjalda og innflutnings í kjölfar aðhaldsamrar hagstjórnar og loka yfirstandandi stóriðjufram- kvæmda, en að stóraukinn út- flutningur áls muni segja til sín. Þessi kröftugu umskipti í utanrík- isviðskiptum verða til þess að hag- vöxtur á næsta ári verður 1,8% að mati ráðuneytisins. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum nú útskýrist annars vegar af stór- iðjufjárfestingum sem voru fyrir- séðar og hins vegar af þýðingar- miklum skipulagsbreytingum á fjármálamarkaði sem voru ófyrir- séðar, þ.e. vegna íbúðalána bank- anna og skuldabréfaútgáfu er- lendra aðila í íslenskum krónum, að sögn Þorsteins Þorgeirssonar, skrifstofustjóra efnahagsskrif- stofu fjármálaráðuneytisins, sem kynnti skýrsluna. En í stuttu máli spáir ráðuneyt- ið hægari hagvexti, aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu til ársins 2010. Verðbólgan verður 5,9% í ár Verðbólga var um 4% árið 2005 og er helsta ástæðan mikil hækk- un fasteignaverðs. Þær hækkanir hafa hins vegar verið að ganga hratt niður, m.a. vegna aukins framboðs húsnæðis. Nýleg lækk- un á gengi krónunnar hefur þau áhrif að vísitala neysluverðs hækkar enn meira og verðbólgan verður 5,9% í ár, að mati ráðu- neytisins. Sú þróun er tímabundin og árið 2007 er spáð að verðbólgan verði 3,5%. Að framansögðu er því spáð að á árunum 2008–2010 leiti hagkerf- ið til jafnvægis og árlegt meðaltal hagvaxtar og verðbólgu verði um 2,5% og viðskiptahalli verður kominn í um 2% af landsfram- leiðslu í lok tímabilsins. Þorsteinn bendir á að íslenska hagkerfið er orðið hluti af alþjóð- legu efnahagslífi með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgja. Lítil hætta sé á að sá ár- angur sem náðst hefur undanfarin ár stöðvist eða gangi til baka með svokallaðri harðri lendingu. „Ástæðan er sú að eins og fram kemur í alþjóðlegum skýrslum er íslenska hagkerfið talið með þeim samkeppnishæfustu í heimi.“ Þá sé staða ríkissjóðs mjög sterk og eignir landsmanna margfalt meiri en skuldir þeirra. Ókyrrð hefur verið á alþjóðamörkuðum, ekki einungis hér á landi, bendir Þor- steinn á. „Við erum nánari þess- um mörkuðum en áður og því hef- ur ókyrrðin borist hingað.“ Þorsteinn segir að í ár muni hægja verulega á þjóðarútgjöld- um og innflutningur dragast veru- lega saman samkvæmt spá ráðu- neytisins, eða um 20% á næsta ári. Að sama skapi eykst útflutningur, aðallega á áli, líklega um 30% í ár í kjölfar stækkunar Norðuráls, og um tæp 60% á næsta ári. Þá var einkaneysla mjög mikil á síðasta ári, eða um 12% meiri en árið á undan, sem m.a. helgast af auknu aðgengi að lánsfjármagni. Ráðu- neytið spáir því að hún muni drag- ast verulega saman næstu miss- erin, enda hafi orðið mettun á ákveðnum sviðum, t.d. hvað varð- ar bílakaup. Óhjákvæmileg afleiðing tíma- bundinna búhnykkja, líkt og það er orðað í skýrslu ráðuneytisins, hefur verið stórfelldur viðskipta- halli sem nam 16,5% af landsfram- leiðslu á síðasta ári. Útlit er fyrir að hallinn verði áfram mikill í ár, eða 14,4% af landsframleiðslu, en að hann dragist hratt saman árið 2007 og verði þá 7,7% af lands- framleiðslu. Innflutningur vinnuafls skipt sköpum Atvinnuleysi hefur minnkað ört undanfarið og áætlað er að það verði 1,6% af vinnuafli í ár en auk- ist í 2,2% árið 2007 þegar hægir á í efnahagslífinu. „Innflutningur á vinnuafli, sem hefur verið meiri en við gerðum ráð fyrir, hefur hjálp- að hvað mest við að sporna við þenslu,“ segir Þorsteinn. Helstu óvissuþættir í þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytisins varða gengi krónunnar og frekari stóriðjuframkvæmdir. „Við erum að gera ráð fyrir að sú gengis- styrking sem varð í fyrra, um 10%, gangi til baka í ár en veik- ingin gæti orðið meiri,“ segir Þor- steinn. Komi til frekari stóriðju- framkvæmda á árunum 2008– 2015 (Stækkun Alcan, álvers í Helguvík og á Húsavík sem sam- anlagt myndu framleiða 800 þús- und tonn á ári) og sé þeim dreift jafnt yfir allt tímabilið, verði áhrifin innan við 1% á landsfram- leiðslu á ári, sem á að vera viðráð- anlegt, komi ekki önnur „áföll“ til, segir Þorsteinn. Fréttaskýring | Þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins fyrir árin 2007–2010 Ójafnvægið er tímabundið Því er spáð að árlegt meðaltal hagvaxtar og verðbólgu verði 2,5% 2008–2010                                                  Einkaneyslan hefur aukist mikið. Þjóðhagsleg áhrif verða af brottför varnarliðsins  Fjármálaráðuneytið áætlar að þjóðartekjur dragist saman um 0,5 til 1 milljarð í ár og um 2 til 3 milljarða króna árið 2007 vegna brotthvarfs varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli. Spáð er að tekjuafgangur ríkissjóðs lækki um 1,5 milljarða í ár og um allt að 4 milljarða króna á næsta ári, vegna þessa en áhrifin stafi að mestu af auknum ríkisútgjöldum til verkefna sem Íslendingar taka við af varnarliðinu. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „VIÐ höfum það fínt og ætlum að reyna að njóta daganna þangað til við förum heim,“ segir Erla Hend- riksdóttir sem stödd er ásamt eigin- manni sínum Braga Jónssyni á ferðamannastaðnum Sharm el- Sheikh í Egyptalandi, um níutíu kílómetrum frá strandbænum Dahab. Sprengjuárásir voru gerðar á hót- el og veitingahús í Dahab í fyrradag og létu að minnsta kosti 24 lífið og tugir særðust. Erla og Bragi komu til Sharm el- Sheikh á sunnudag á vegum danskr- ar ferðaskrifstofu og ætluðu að vera þar í tvær vikur. Heimferðinni hefur hins vegar verið flýtt um viku, að beiðni danska utanríkisráðuneytis- ins. Erla segir að fyrstu Danirnir muni halda heim á leið á morgun, fimmtudag, en þau hjón taki síðustu vél heim til Danmerkur á sunnudag, þar sem þau eru búsett. Þau fái helming ferðakostnaðarins endur- greiddan. Erla segir að þau hafi verið í göngutúr skammt frá hóteli sínu á mánudag þegar sprengjutilræðið var gert. Hún segir að þau hafi ekki orðið vör við neitt fyrr en þau komu á hótelið skömmu síðar, en þá voru allir símar, segir hún, rauðglóandi. Ættingjar höfðu þá frétt af sprengjuárásunum á undan þeim. „Maður fékk pínulítið í magann þeg- ar við heyrðum af þessu,“ segir hún, en tekur fram að þau telji sig vera örugg þar sem þau eru. Hún segir að danski fararstjórinn hafi rætt við hópinn seinna um kvöldið og að þeim hafi verið ráðlagt að halda sig í ná- grenni hótelsins það sem eftir er, og fara ekki í ferðir á eigin vegum. Skoðunarferðum til Dahab og Kairó hafi verið aflýst. „Þetta er því aðeins öðruvísi frí en við ætluðum,“ segir hún og bætir því við að hún sjái sér- staklega eftir því að komast ekki til Kairó að sjá pýramídana. Vopnaleit gerð á öllum gestum hótelsins Erla segir mikla öryggisgæslu á svæðinu; vopnaðir lögreglumenn og hermenn séu áberandi. Þá sé t.d. gerð vopnaleit á öllum hótelgestum. Öryggisgæslan hafi verið þó nokkur fyrir árásirnar, enda féllu tugir manna í sprengingum í Sharm el- Sheikh síðasta sumar. Gæslan hafi þó greinilega verið aukin eftir árás- irnar á mánudag. Erla segir Norðurlandabúa áber- andi meðal ferðamanna á svæðinu og að þeir séu þrátt fyrir allt mjög rólegir. Flestir þeirra fari heim á allra næstu dögum. „Við höfum hins vegar fundið mun á Egyptunum sjálfum eftir árás- irnar, þ.e. þeim sem eru að vinna á hótelunum og í búðunum. Þeir eru alltaf að biðja okkur afsökunar á þessu og finnst þetta leiðinlegt. Þeir eru rosalega daprir. Þetta hefur áhrif á ferðamennskuna. En við höf- um það fínt og ætlum að njóta dag- anna sem eftir eru.“ Erla Hendriksdóttir og Bragi Jónsson eru í Egyptalandi Segjast örugg en ætla heim viku fyrr Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Erla og Bragi á góðri stund. Símarnir voru rauðglóandi vegna áhyggjufullra ættingja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.